Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 4
Á BEININU Þjóðviljinn og iðnaöarráðherra í viðræðum á alþingi Sverrir Hermannsson á beininu um tekjur álnefndarmanna Er eðlilegt að þeir hafi tvöfalt hærri laun en ráðherra? Sverrir Hermansson er maður önnum kafinn, var í gær á Vestfjörðum, kom í bæinn um hádegi, fór uppá Grundartanga fyrir blaðamannafund iðnaðarráðuneytisins um þóknun álviðræðu- manna; okkur tókst ekki að ná við hann spjalli um þeu efni fyrren í miðjum sjónvarpsfréttum. Þegar þú talaðir um saltverks- miðjuna á Reykjanesi í þinginu, Sverrir, þá vakti athygli að þú sagðir að það væri alvarlegt mál hvernig verkfræðingastóðið væri farið að haga sér. Nú virðist vera komið upp annað stóð og farið að haga sér í þínu nafni með uppí 53 þúsund krónur í mánaðarlaun. Er þetta ekki alvarlegt líka? - Þú hefur sennilega verið á þessum blaðamannafundi í dag, er það ekki? - ég veit ekki hvað kom þar fram en ég bað mína menn að segja ykkur nákvæm- lega frá allri tilurð þessa máls og vona að það hafi tekist hjá Kristmundi og Páli. Ég er auðvitað ekki maður til að meta hvað er sanngjarnt í þessu. Með einhverjum hætti komust menn að niðurstöðu um það hvernig ætti að launa þetta. Á ég að segja til um það hver sé sanngjarn taxti lögfræðinga? Kom ekki fram á þessum fundi að þetta væri útreiknað með hlið- sjón af einhverjum lögfræðinga- taxta? . Jú, reyndar. En laun viðræð- unefndarmannanna, er það ekki jafnalvarlegt mál og hegðun verkfræðingastóðsins í saltinu? - Það sem ég talaði um í sam- bandi við saltverksmiðjuna var þetta: ég sá að verkfræðingum hafði verið launað ríkulega án þess að fá svör við í hverju þeirra vinna lá. Þannig að þú telur þetta ekki sambærileg mál? - Alls ekki, vegna þess að eftir þessa viðræðumenn liggur mikið verk og stór ávinningur. Ég fékk hinsvegar ekki svör við þvi fyrir hvað reikningar verkfræðing- anna í saltmálinu voru greiddir. Þú telur þig hafa fuilnægjandi upplýsingar um það sem þú fékkst í staðinn i álviðræðunum? - Ég hef það, - en hvernig í ósköpunum geturðu ætlast til þess að ég kunni að meta hvað sé sanngjarnt í þessu efni? Ég veit að vísu og sé að þessir menn hafa skilað stórgóðu verki. En miðað við, - ef þú spyrð um það -, hvað venjulegur verkamaður ber úr býtum, - þá eru þetta náttúrlega konungalaun. En telurðu eðlilegt að miða laun lögfræðinga og viðræðu- manna við það sem er í raun og veru erlendur taxti? - Ég get bara ekki svarað þessu, en ég held að erlendi taxt- inn sé margfalt hærri. Ef þú lítur á Lipton, sérfræðing okkar í gerð- ardómsmálinu, sem er mjög fær maður, - þá er það alveg stjarn - fræðilegahærraen það sem okkar menn tóku. Þú ættir kannski að spyrja Ragnar, sem ég hef mikið álit á og er traustur maður, hann Ragnar Aðalsteinsson, hvað sé eðlilegt fyrir lögfræðinga. Þó að okkar lögfræðingar séu dýrir eru lögfræðingar ytra ótrúlega miklu dýrari. En er eðiilegt að miða laun við- ræðumannanna sjálfra við lög- fræðingalaunin? - Þú getur elt mig uppi með svona spurningum, - ég get bara ekki svarað þeim. Hvað er eðli- legt? Á sínum tíma, um það bil sem ég kem að þessum störfum, þá eru menn að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig eigi að launa þetta. Þeir setja einhverja formúlu um það hvernig eigi að greiða mönnum. Eðlilegt og eðlilegt, það er svo allt annar hlutur. Áf hverju spyrðu ekki: finnst þér eðlilegt að þessir menn hafi tvöfalt hærri laun en ráðherra? Og af því að ég er ráðherra hlýt ég náttúrlega að svara: það er ekki eðlilegt. I framhaldi af þessu: í þessari álviðræðunefnd eru tveir opin- berir starfsmenn, sem eru báðir vel launaðir fyrir, og virðast vera komnir með svosem tvenn árs- laun fyrir síðasta ár. Heldurðu að þeir hafi sinnt öllum störfum sín- um af sama þróttinum? - Ég held það, já. Ég hygg það. Þú heldur að þeir hafi ekki unn- ið fyrir þig í vinnu sem aðrir greiddu? - Ja, - ekki get ég nú dæmt um þetta, en þetta eru vel verki farnir menn. í DV í dag er frá því sagt að forsætisráðherra hafi óskað eftir skýringum á ríkisstjórnarfundi í fyrradag? - Einu sinni var hann í þessari álviðræðunefnd. Hann var í stór- iðjunefnd í mörg ár, svo hann þekkir innviðina, hlýtur að gera. Hvaðan ætlar hann að fá upplýs- ingar? Og hvermg stendur á því að hann heldur fund um þetta mál án þess að iðnaðarráðherra sem ber ábyrgð á þessu, - og mundu mín orð: ég ber ábyrgðina og ég ætla ekki að skjóta mér undan henni -, hvernig dettur Steingrími Hermannssyni allt í einu í hug að taka það mál fyrir yfirleitt að iðnaðarráðherra fjar- verandi? Það þarf að spyrja hann að því! Ég ansa engum svona kjaftagangi og blaðri. Ef menn vilja fá þann mann til andsvara sem ber ábyrgðina, þá er rétt að halda fund að honum viðstödd- um. Svo bið ég að heilsa þeim. Síðasta spurning, Sverrir: Morgunblaðið biður í leiðara í dag um kinnroðalausa frammi- stöðu ráðamanna í þessu máli. Ert þú rjóður í kinnum? - Ónei. Það er ég ekki. En... þeir ættu að ganga í herinn, í Sal- vation Army, þeir Morgunblaðs- menn, þessir nýfrelsuðu menn, heilögu menn. Þeir ættu að biðja um inngöngu í Frelsisherinn og syngja þar og slá á bumbur einsog Todda trunta og það kompaní. Hún söng einmitt þetta: Jesús kastar öllum mínum syndum bak- við sig/og ég sé þær aldrei meir, og ég sé þær aldrei meir. -m 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.