Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 14
Laus staða hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Ritari hjá gatnamálastjóra, fullt starf. Vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Upplýsingar um starfið gefur gatnamálastjóri í síma 18000. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 10. júní 1985. Kennarar Lausar kennarastöður við Hafnarskóla Höfn Horna- firði. Kennslugreinar: Almenn kensla í 1.-6. bekk, smíði, íþróttir, og tón- mennt. Húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Hermann sími 97-8181 og Svava í síma 97-8595. Lausar kennarastöður Við Fjölbrautarskóla Suðurnesja eru lausar til um- sóknar eftirtaldar kennarastöður: í stærðfræði, íslensku, viðskiptagreinum, tölvufræði, sérgreinum rafiðnaðar. Stöðurnar eru veittar frá 1. ágúst 1985. Umsóknum sé skilað til Menntamálaráðuneytisins fyrir 11. júní n.k. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 92-3100 og 92- 4160. Skólameistari. Frá menntamála- ráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Umsóknarfrestur til 21. júní. Við Menntaskólinn við Hamrahlíð, kennarastaða í dönsku, efnafræði, stærðfræði og tölvufræði og hluta- staða í íþróttum. Við Menntaskólann við Sund, kennarastaða í efna- fræði, stærðfræði og tölvufræði. Við Hússtjórnarskólann á Laugum, kennarastaða í handavinnu. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík. Menntamálaráðuneytið Skrásetning nýnema í Háskóla íslands fer fram frá mánudegi 3. júní til mánudags 15. júlí 1985. Umsókn um skrásetningu skal fylgja staðfest Ijósrit eða eftirrit af stúdentsprófsskírteini. Ennfremur skal greiða gjöld, sem eru samtals 2300 kr. (skrásetn- ingargjald 1800 kr., pappírsgjald 500 kr.). Skrásetn- ingin fer fram í aðalskrifstofu háskólans kl. 9-12 og 13-16 og þar fást umsóknareyðublöð. Háskóli íslands. Tilkynning til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaðir að kvöldi þriðjudags 4. júní n.k. Vinsamleg- ast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 29. maí 1985. Höfum vart lágmarkstekjur Sigurður Gunnarsson, trillusjómaður á Húsavík: Tökum ekki við skipunum frá Kristjáni Ragnarssyni Fyrir nokkrum árum þegar nóg var af fiski í sjónum norð- anlands stóð smábátaútgerð í miklum blóma á Húsavík. En fiskur hvarf og föngurum fækkaði. SigurðurGunnars- son er einn þeirra sem enn er að á 7 tonna trillu sinni, Sól- veigu. Sigurðurvarspurður um útkomuna á vertíðinni. „Vertíðin í vetur hefur gengið mjög vel fyrir okkur sem höfum stundað netaveiðar. Við vorum tveir á bátnum, byrjuðum í jan- úarlok og fengum 98 tonn til 23. maí þegar við tókum upp. Febrú- ar var sáraaumur en eftir að kom fram í mars gekk mjög vel. Frá því að við hófum veiðar eftir hálfsmánaðarstopp ráðuneytisins og þar til við hættum vorum við á sjó hvern einasta dag ef 1. maí er undanskilinn. 93% af aflanum fór í 1. flokk, 5% í 2. flokk og 2% í 3. flokk. Þegar á heildina er litið er ekki fjarri lagi að þeir sem veiða í net séu með um og yfir 90% í 1. flokk. Það voru ekki margar trillur sem stunduðu veiðar hérna alfarið. Það bættust nokkrar við í apríl þar sem línu- veiðarnar gengu ekki, nánast ör- deyða. Útkoman hjá þeim sem hafa verið á línu og handfærum hefur engin verið. Aðeins hefur það þó lagast í þessum mánuði. Menn líta jafnan til þeirra sem fiska mest. Útkoman hjá trillu- sjómönnum er ákaflega mis- jöfn“. Minnkandi fiskgengd „Það gekk hér mikill fiskur í Flóann strax í mars. Við sem höf- um staðið í þessu lengi teljum að ekki hafi gengið jafn mikill fiskur í Skjálfandaflóa síðan 1962. Dragnótabátar eru búnir að veiða vel. Mér sýnist þó að þetta sé búið núna þó ekkert verði full- yrt þar um. Átan í Flóanum hefur verið óvenjumikil og mikið hrygnt af loðnu. Menn telja sig ekki hafa orðið vara við jafn mikla loðnu síðan 1960. Ég vil ætla að lífríkið hérna sé að ná sér eftir köldu árin. Við erum búnir að lifa þau af. Ég hef aldrei séð önnur eins ógrynni af æðarfugli, ritu og hávellu og greinilegt að fuglinn hefur nóg æti“. Sérkvóti „Ég er sammála Þorsteini fiski- málastjóra um að kvótaskipting- in í núverandi mynd gangi ekki öllu lengur. Þar verða að koma breytingar. Ég vona að meira komi til skiptanna. Við sem höf- um fiskveiðar að atvinnu viljum fá úthlutað sérkvóta og að þeir sem stunda smábáfaútgerð sem Sigurður Gunnarsson: Okkur sjó- mönnum á Norður- og Austurlandi finnst rangt að kvóti okkar skuli mið- aður við lélegustu árin. Mynd: Arnar Björnsson. aukavinnu hafi kvóta útaf fyrir sig. Við eigum ekki samleið. Eftir 1. september n.k. fá ekki aðrir leyfi til fiskveiða en þeir sem geta sannað að þeir stundi sjó- mennsku sem atvinnu. Smábáta- eigendum hefur fækkað hér á Húsavík. Nú eru hérna 20-30 manns sem stunda smábátaút- gerð og þá eru þeir meðtaldir sem eru við grásleppuveiðar. Þeir sem stunda þetta í aukavinnu eru til- tölulega færri en ætla mætti sem er einfaldlega tilkomið af því að fiskeríið undanfarin ár hefur ver- ið algjör hörmung. Það hefur ver- ið það lélegt að við sem höfum stundað þetta allt árið höfum vart náð lágmarkstekjum. Ég veit t.d. um sjómann sem árið 1983 bar minna úr býtum en sem nam elli- launum það ár. Undanfarin 2-3 ár hafa verið mjög léleg, kaldur sjór og lítið æti. Okkur sjómönnum á Norður- og Austurlandi finnst því rangt að miða kvóta okkar við lélegustu árin“. Takmörkum dragnótina „Skjálfandaflóinn er nú opinn fyrir dragnótaveiði. Ég er þeirrar skoðunar að friða eigi hálfan Flóann með því að hafa lokuð hólf þar sem lífríkið fær að þróast eðlilega. Það liggja engar líf- fræðilegar rannsóknir fyrir sem styðja dragnótaveiðar. Botn- dýralífið þjónar ákveðnum til- gangi og ég óttast að við séum að skaða lífríkið með því að leyfa dragnótaveiðar í öllum Flóanum. Dragnótin er nauðsynlegt veiðarfæri og ég er ekki að leggja það til að slíkar veiðar verði bannaðar. Mér finnst einungis vanta rannsóknir og því tel ég það verðugt verkefni fyrir Hafrann- sóknarstofnun að kanna áhrif dragnótar á lífríkið". Klén rök „Það er fáránlegt að banna okkur trillusjómönnum að veiða í net eins og Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ hefur lagt til. Við höfum ekki gert Kristjáni Ragnarssyni neitt, viljum eingöngu fá að vera í friði. Ég held að sjávarútvegsráð- herra hafi skilning á okkar mál- um og við erum einfærir að ræða málin við hann og þurfum ekki Kristján Ragnarsson eða menn frá LIÚ til þeirra hluta. Ef Krist- jáni Ragnarssyni tekst að koma okkur í land þá förum við að veiða á línu sem aftur þýðir smærri fisk. Ef okkur verða bannaðar netaveiðar þýðir það að við þurf um að sækj a í 2-3 tíma í stað 15-60 mínútna. Þau rök Kristjáns Ragnarssonar að banna eigi netaveiðar af öryggisástæð- um þykja mér heldur klén. Ef það er ætlunin að stöðva neta- veiðar báta undir 10 tonnum verður að færa fram haldbetri rök“. -ab 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.