Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 7
<SíCeÍFH£ 'FQÁ 'p’A'Ri s orðið spennandi, en of mikil áhætta. En það er einmitt ein- kenni sýningarinnar í ár að hún tekur engar áhættur. Stefnan hinna öruggu gilda ræður ríkjum og þar af leiðandi var ákveðið að setja upp 4 kílómetra af sýningar- veggjum fyrir hið „mannlæga, nýja málverk“. Og þar er fátt sem kemur á óvart. ítölsku, þýsku og frönsku framvarðasveitirnar eru vissulega á staðnum, ítölsku C-in þrjú, Cucchi, Chia og Clemente, Þjóðverjarnir Baselitz, Immend- orff og Penck og Frakkarnir Combas og diRosa, ásamt utan- sveitarmönnum eins og Blais, quist, Golub, Polke, Kiefer, Fischl, Erró o.s.frv. hreinlega drekki í sig hvern annan. Rétt hjá Baselitz er Guðmund- ur Erró með fimm sléttlökkuð málverk, þverpólitísk frekar en þverframúrstefnuleg, hvert um sig 200x300 sm að stærð. Erró komst nokkuð í sviðsljósið eftir opnun sýningarinnar vegna mót- mæla Gyðinga og ísraelska send- iráðsins út af einni mynda hans, „Beyrouth‘% sem sýndi m.a. innrás Tsahal í höfuðborg Líban- on, Begin, sitjandi á hnjám Hitl- ers, sjúgandi brjóst hans og hjúkrunarfólk dragandi Sharon, í Áður hefur verið minnst á Base- litz, sömu sögu er að segja um marga ítalina, Paladino og Clem- ente t.d. eru á hvolfi og eini Jap- aninn sem tekur þátt í sýning- unni, Tadanori Yokoo (já, hann málar líka) sýnir okkur nakinn mann á hvolfi með sverð í magan- um, og allt í kringum fígúruna er verkið sett spegilbrotum, svo áhorfandinn horfir á sjálfan sig um leið og hann dáist að verkinu og verður þannig hluti af því. En það eru ekki aðeins fígúrur sem eru á hvolfi á sýningunni. í miðjum aðalsalnum er risastór pýramídi úr bleikröndóttu efni Ameríka eftir Erró sem var sett upp í staðinn fyrir Beyrouth. Garouste og Spánverjanum Barceló. Af 119 listamönnum eru hins vegar INNAN VIÐ 10 KONUR. Við getum talið þær snöggvast upp. Anne úr dúett- num Anne og Patrick Poirier er ena franska konan sem tekur þátt í sýningunni, en aðrar eru Susan Rothenberg og Jenny Holzer, USA, tveir ungir málarar frá ítal- íu, þær Sabina Mirri og Patrizia Cantalupo, sem málar þríhöfða gíraffa, Suruchi Chand frá Ind- landi, Ana Eckell frá Argentínu og Maria de la Paz Jaramillo frá Kólombíu, en Rómönsku Amer- íku var boðið sértaklega á sýning- una. Lítum nánar á strákasýning- una. í aðalsalnum, langskipinu er að finna stærstu verkin. Pjóðverj- inn Baselitz heldur áfram að sýna okkur heiminn á hvolfi og menn- ina með höfuðin niður, í 18 mál- verkum af fólki úti í glugga sem hvert um sig er 200x162 sm. Sam- an þekja þau 60 fermetra veggf- löt, en engu að síður er eins og hin mikla lofthæð (20 m) og ljós- streymið í gegnum þak hússins, sem er úr gleri, fletji hin risastóru málverk út, svo þau nái ekki þeim slagkrafti, sem þau stærðar sinn- ar vegna ættu að gera. Pá má það líka vera að öll þessi stóru, litríku verk, samankomin hvert á móti öðru, Gilbert & George, Rosen- líki gríss, í áttina að geðsjúkra- húsi. Skrípamyndir myndu litlu krakkarnir kalla myndirnar. Verkið um Beyrouth var síðan tekið niður af sýningunni og ann- að um Ameríku í sama dúr sett upp í staðinn, með grimmum dýr- um í grænum hermannagöllum, hauskúpum með dollurum í augntóftum og Reagan-brosinu á við og dreif. Rússar fá síðan eina skrípamyndasögu um sig, Thatc- her aðra, Pólland heitir ein myndin og „Olían" er nafnið á þeirri síðustu, sem sýnir m.a. Rómúlus og Remus sem litla bfla að sjúga olíu úr glottandi varúlfi. Annars er miklu minna um tennt dýr á þessum bíennali, en þeim sem næst á undan hafa farið, flest eru þau hjá Suður-Amerísku listamönnunum. Sömuleiðis held ég megi fullyrða að það sé minna um dekadansfíling og apókalyps- ur í málverkunum en oft áður. Undantekning er verkið „DiRos- apocalypse“, eftir Frakkann Hér- vé diRosa, 32 fermetra teikni- myndasaga um ragnarrökin (400x800 sm). Sýning á hvolfi Aftur á móti er ótrúlega mikið af fígúrum í málverkunum á hvolfi, þ.e. með höfuðin fyrir neðan fæturna eða til hliðar við. (sem fest er á trégrind) eftir franska listamanninn Daniel Buren. Pýramídinn er líka á hvolfi og með þrem dyrum á, svo hægt er að ganga inn og út í hring að vild, líkt og í húsi. Naut hann mikilla vinsælda hjá yngstu kyn- slóðinni og myndaðist um tíma á sunnudagseftirmiðdegi eins kon- ar Brákaborgarstemning innan- dyra. (Það er mikið stundað af ungu fólki sem býr í 30 fermetr- um í París að leyfa afleggjurum sínum að hlaupa um í sýningars- ölum borgarinnar um helgar). Rangan á réttunni og Zydeco Fyrir utan fígúratífu línuna, þá er nokkrum listamönnum, aðal- lega frönskum, em mikið voru í sviðsljósinu á 7. áratugnum, gerð sérstök skil á sýningunni. Daniel Buren hefur búið til langröndótta list í 20 ár (hann greinir sig frá Parmentier sem jafnlengi hefur skapað þverröndótta list). Félagi þeirra, Torini heldur áfram að mála með pensli númer 50, og sýnir nokkur pensilför skammt frá pýramída Buren. Aðeins lengra eru grátviðsgreinar Vieille og beint þar á móti hanga tvær svartmálaðar Renault bíla- grindur uppi á vegg eftir breska listamanninn, Voodrow. Svæðinu beggja vegna við stóra langskipið - hefur verið hlutað niður og búnir þar til fjöldi sýningarsala og smærri bása. Þannig snúa sum verkanna inn í langskipið eða aðalsalinn, en önnur, em eru hinum megin á sama veggnum tilheyra hins veg- ar hliðarfylkingunni. En það eru ekki allir sem sætta sig við að vera á röngunni. Þannig er t.d. um franska listamanninn, Le Gac, sem stóð í veseni fram á síðustu stund við að reyna að fá annan bas (a réttunni) en þann sem hon- um hafði verið ætlaður. Er það tókst ekki, þá ákvað listamaður- inn að hengja ekki verk sín upp á vegg, heldur láta þau standa í þögulli mótmælastöðu á gólfinu og gefa þeim þannig „ófrágengið gildi“. Við skulum ljúka yfirreiðinni á strákasýningunni hjá verkinu „Zydeco“, eftir svertingjastrák- inn Basquiat, yngsta þátttakand- ann á sýningunni. „Zydeco", sem er blanda af olíu og akrýlík á striga, sýnir okkur gamlan, svart- an harmóníkuleikara sem er hár- laus og fótalaus og líklega blindur líka. Þetta er fátækur náungi. Verkið er alsett áletrunum og ýmsum nytsömum verkfærum, svo sem stiga og haka. „Zydeco“ nafnið er ritað á víð og dreif. Við hliðina á höfði mannsins er eitthvað sem líkist hljóðnema, og til að taka af öll tvímæli er orðið „microphone“ ritað yfir. Sá blindi syngur sem sagt líka. Hann syngur auðvitað Zydeco. „Not- hing to do but to cry“. Allt er álíka dapurlegt og hversdagslegt og morgunn á gangstéttinni. Eflaust sakna margir ung- dómsbíennalsins en á þeim arf- taka hans sem nú stendur yfir, (til 20. maí) gefst fólki að minnsta kosti kostur á að átta sig á ýmsu því sem er að gerast í listheimin- um í dag, og sjá atkvæðamikla listamenn samankona á einum stað. Hitt er annað mál hvort sýn- ingin hjálpi mönnum til að skilja „meginlínurnar og helstu áhrifa- valda" í listsköpun samtímans, samkvæmt línulógískum sögu- skilningi, eins og aðstandendur hennar vilja gjarnan. Bíennalinn opnar ekki nein ný sjónarhorn á samtímalistina, né heldur er hann tilraun til per- sónulegrar (Parísarlegrar) túlk- unar á henni. Það getur vel verið að sýningin endurspegli ágætlega sinn tíma, þótt listin geri það hins vegar aldrei. Japani á hvolfi með spegilbrotum. Sunnudagur 2. júni 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.