Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 3
Nýtt helgarblað Magnús Olafsson, sem var ritstjóri NT viö góöan orðstír þangaö til í síðustu viku, er ekki búinn að snúa baki við blaðaútgáfu. Hann mun hafa í hyggju við fleiri menn að hefja útgáfu á einhvers konar viku- blaði, sem þó yrði um flest ólíkt hinum hefðbundnu helg- arblöðum sem nú eru á mark- aðnum, svo sem HP og Sunn- udagsblaði Þjóðviljans sem þú hefur í höndum núna. Ekki fer þó sögum af því hvers kon- ar blað þetta á að vera, og Magnús brosir tvíræðu brosi ef grennslast er fyrir um það og er allur hinn laumulegasti. Þó er málið komið á það alvar- legt framkvæmdastig, að hann hefur þegar beðið Blaðaprent um tilboð í á- kveðna vinnu fyrir sig. Hann hefur nú sent stjórn Blaða- prents skriflegt tilboð, og auk þess hefur sést til hans og Óðins Rögnvaldssonar, framkvæmdastjóra Blaða- prents, á laumulegum fund- um. Ekki munu þó allir hafa tekið málinu jafnvel, þannig er talið að Haukur Ingibergs- son, sem átti sæti í þeirri stjórn NT sem gerði Magnúsi lífið hvað leiðast, sé ekki mjög hrifinn af tiltækinu...B Guðni og gamli bærinn Guðni rektorGuðmundsson og félagar í Menntaskólanum í Reykjavík ætla sér nú að leysa húsnæðisvanda skólans með því að byggja hæð ofaná um 15 ára gamla nýbyggingu aftast á skóla- lóinni, Casa Nova (nýja húsið á latínu). Sú bygging er tveggja hæða með góðum kjallara og ekki víst að þriðja hæðin mundi verða til mikillar prýöi. Enda hefur máliö ekki verið lagt fyrir viðkomandi borgarnefndir svo talist geti ennþá. Arkitektinn hefur hins- vegar þegar verið ákveðinn Guðmundur Kr. Guðmund- son, einn af þeim sem átti hugmyndina að Skúlagötu- múrnum. Næstu íbúar eru víst lítið hrifnir, að undanteknum heildsalanum sem á húsa- lengjuna við Þingholtsstræti ofanvið Cösu. Fái MR að hækka Cösu getur ekkert ver- ið því til fyrirstöðu að hann fái að byggja ofaná sig líka á ein- um eftirsóttasta stað í borg- inni. Hlálegast er að MR hefur lengi staðið í samningavið- ræðum við KFUM sem hefur aðsetur ofan og utan við skólann og munaði síðast að- eins skitinni milljón á verðs- koðunum aðila. Þess má geta að Guðni á góða að í borgarkerfinu, til dæmis gamlan nemendafé- lagsformann í borgarstjóra- stól.a Jakinn á fimmtíu kall Á aðalfundi Dagsbrúnar á fimmtudagskvöld spunnust nokkrar umræður um fyrir- hugaðar líftryggingar félags- manna. Guðmundur J. Guð- mundsson sagði þá frá því að líftryggingar hefðu í raun- inni verið eyðilagðar á árum áður sökum verðbólgunnar. Hann tók sem dæmi að þegar hann var tíu ára gamall hefðu foreldrar hans vakað heila nótt til að íhuga hvort þau ættu ekki að líftryggja þá bræður. „Og það varð úr,” sagði Guð- mundur, „að móðir mín ákvað að líftryggja okkur og borgaði inn á trygginguna allt sitt líf. En núna myndi tryggingar- upphæðin ekki verða nema 50 þúsund krónur” bætti Guð- mundur við sem dæmi um áhrif verðbólgubálsins. Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar gall þá við og spurði hvort tekið hefði verið tillit til mynt- breytingarinnar? Jakinn lygndi þá aftur augunum og íhugaði málið. „Nei það er rétt” svaraði hann svo, „því gleymdi ég. Ég er semsagt ekki metinn nema á fimmtíukallF’B Vindöld, vargöld Það er þungt í mönnum hljóð- ið báðumegin víglínunnar í atkvæðagreiðslumálinu fár- ánlega um Kennarasam- bandið og BSRB. Málið allt er orðið að harmrænum farsa: með atkvæðagreiðslunni átti á opinn og lýðræðislegan hátt að skera úr í viðkvæmu deilu- máli þannig að allir gætu unað við, - en lagaklúður hefur orð- ið til þess að fylkingar standa andspænis hvor annarri enn- þá og aldrei grárri fyrir járnum. Heyrast jafnvel sögur um að minnihlutinn í KÍ sem telur sig beittan órétti muni kljúfa sig útúr Kennarasambandinu og stofna eigið félag sem yrði áfram innan BSRB, og hefði þá úrsögnin leitt til enn frekari sundrungar í stéttinni í stað sameiningarþróunar. Það er mál manna að flestir aðilar hafi hagað sér einstak- lega klaufalega í málinu, þarmeð vakið óþarfa ýfingar og spennu og komið í veg fyrir að málið leystist í sæmilegu bróðerni. Síðasta dæmið mun vera það að um leið og stjórn BSRB mæltist til þess að at- kvæðagreiðslan hjá kennur- um yrði endurtekin var brugð- ið fæti fyrir hefðbundna úthlut- un á styrk til KÍ vegna nor- ræns þings á árinu. Til eru þeir sem telja að þessi „fjárk- úgun” hafi ráðið úrslitum innan KÍ...B Haraldur oddviti Nú þykir sýnt að Guðmundur G. Þórarinsson eigi ekki nokkurn möguleika á því að fara í prófkjör innan Fram- sóknarflokksins í Reykjavík gegn Haraldi Ólafssyni. Upplýsingarnar um nefndar- þóknanir Guðmundar G. og félaga í álviðræðunum þykja líklegar til þess að Guðmund- ur jafnvel vogi sér ekki í fram- boðið - og ef hann gerði það ætti hann ekki nokkurn kost á að vinna Harald, sem nú er að verða oddviti þeirra Framm- ara í Reykjavík.B Bjórkórinn Þessa ágætu limru sendi Fræmundur Sóði okkur í til- efni af þeim sviptingum sem eiga sér stað á þingi, og raun- ar víða, um blessaðan bjór- inn. A þinginu’er kröftugur kórinn sem kyrjar „Nú leyfum við bjórinn”! En við sjáum hvað setur. Kannske sannast enn betur hve seigur er Kirkjubóls- Dórinn. ■ Sunnudagur 2. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍPA 3 VIÐ SENDUM ÍSLENSKUM SJÓMÖNNUM ÁRNAÐARÓSKIR í TILEFNI DAGSINS Viljirðu vera áhyggjulaus um sparifé þitt í 18 mánuði eða lengur, þá er Sparireikningur okkar. . . með er hæstu arireikning ávöxtun sem bankinn býður Sparifé á 18 mánaða Sparireikningum nýtur fullrar verðtryggingar og eru vaxtakjör borin saman við kjör 6 mánaða verðtryggðra reikn- inga. Sé ávöxtun þeirra hærri,hækkar ávöxtun 18 mánaða reikninga sem nemur mismuninum. Vextir eru færðir tvisvar á ári og eru lausir til útborgunar eftir færslu. Að lokinni 18 mánaða bindingu er innborgun ávallt laus til útborgunar, en heldur engu að síðurhæstu ávöxtun. Vextir eru nú 35% (maí ’85) og ávöxtun ársins’85 því 38,9% (vextir + vaxtavextir). BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.