Þjóðviljinn - 04.08.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Page 3
Sighvatur í Reykjavík Upp er komin hreyfing meðal krata í Alþýðuflokknum að fá Sighvat Björgvinsson til að hætta við framboð á Vest- fjörðum en fara þess í stað í slag við Jón Baldvin í Reykjavík. Það yrði fyrsta lotan í einvígi þeirra kumpána um leiðtogahlutverkið í Al- þýðuflokki framtíðarinnar. Á hinn bóginn telja nokkrir krat- ar í Reykjavík, að þarsem Sig- hvatur hafi skrifað greinar í Þjóðviljann muni hann hyggja á pólitiskt samstarf við krata af ýmsum toga þar á bæ...B Logabjört sverð „Það er svo margt sem sam- einar okkur íslendinga og þegar fallið er í faðm hinnar björtu heiðu júlínætur með angan fósturjarðarinnar fyrir vitum og logabjört sverð heiðríkjunnar að höfði þá bærist aöeins ein tilfinning í brjóstinu: Þakklæti fyrir að vera kominn af íslenskri þjóð og fá að njóta þessa undur- samlega lands." Þessi Ijóðræna setning er tekin úr forsíðuleiðara Dag- skrárinnar á Selfossi sem ber yfirskriftina „ísland, vort land.“ Höfundur er Guð- laugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur og skemmtanastjóri en hann mun vera einn af kandidötum Jóns Baldvins í efsta sætið hjá krötum á Suðurlandi í næstu þingkosningum. Vonandi slasar enginn af krötunum sig á logabjarta sverðinu á SelfossL.B Laxabaksundið Ritstjórinn okkar fiskeldis- doktorinn upplýsti þjóðina í sjónvarpi á dögunum um að laxar syntu ekki á bakinu. Áhugasömum laxveiðimanni varð þá að orði: Ungir nema allra best því ætti að kenna klakinu, að forðast alla fiskapest og fara að synda á bakinu. eða þannig.. Sjö ungir Bretar sem voru í utanríkisþjónustunni á Kýpur voru nýlega handteknir fyrir að hafa látið erlendum sendi- mönnum í té hernaðarleyndar- mál fyrir fé, fíkniefni og kynferðislegt samneyti. Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, en það kom fyrir rétt í Old Bailey í síðustu viku. Bret- arnir, sem flestir eru aðeins rúm- lega tvítugir eru ásakaðir um að hafa látið neyða sig til að skýra frá og láta af hendi mikilvæg hernaðarskjöl m.a. eftir sam- kvæmi með nokkrum aröbum, þar sem fíkniefna var neytt og mennirnir höfðu kynferðismök. Þá mun amk. einn þeirra hafa hótað að gefa upp nöfn þeirra sem höfðu átt hómósexual kyn- mök við hann og þannig þvingað fé og annað út úr mönnum. Auk arabanna er rússneskur KGB of- ursti blandaður inn í málið og leikhúsmaður nokkur frá Kýpur að nafni Papa Artine. Grunur leikur á að upplýsingarnar sem ungu mennirnir létu af höndum hafi farið til Sovétríkjanna. --------------HREVF/LL------------------ Lang stærsta bílastöðin í borginni Vegna mikillar eftirspurnar fjölgum við enn þessum vinsælu CITROEN CX25D7 farþega bílum. Höfum nú langflesta 7 farþega bílana og að sjálfsögðu 4ra farþega líka. Mesti möguleikinn til að fá bíl á öllum tímum sólarhringsins er hjá okkur. Fljót og góð afgreiðsla. - Stæði um allan bæ. Dæmi um verð með dagvinnutaxta 5-7 manns í bíl: Keflavíkurflugvöllur (Skotferð) ............................. kr. 269.- pr. mann. Húsafell (Skotferð) ......................................... kr. 642.- pr. mann. Laugarvatn (Skotferð) ....................................... kr. 434.- pr. mann. Þjórsárdalur (Skotferð)...................................... kr. 640.- pr. mann. Þingvöll, Gullfoss, Geysir, ca. 280 km. hringur, um 7 tíma ferð . kr. 995.- pr. mann. ----- VISSIR ÞÚ— að leigubíll (4 farþegar) kostar aðeins 13 kr. á ekinn km. Ef þú færir í ferð sem tæki fleiri en 1 dag, kostar bíllinn aðeins kr. 4.178.- innifalið 200 km akstur á dag. 7 farþega bíll er aðeins 20% dýrari, ef farþegar eru 5 eða fleiri. Gerðu nú samanburð á okkar verði, bílaleigu- bíla, og áætlanabíla ogpantaðu svo. Farangur er ekkert vandamál. Höfum toppgrindur og kerrur. Hringferðir eða skotferðir. -Allt eftir þínum óskum. Hringdu bara á stöðina. Pantaðu tímanlega í lengri ferðir. HREYFÍLL \ 68-55-22, ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.