Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 17
LEIÐARASIÐA
„Hvað varðar
oss bœndur
um fimmtíu
fjár...”
Sá samdráttur sem orðið hef-
ur á ýmsum sviðum atvinnulífsins
hér á landi á síðustu misserum
hefur leitt ýmislegt í Ijós í fjármál-
alífinu sem greinilega hefur átt að
vera almenningi hulið og hefði
orðið það ef ekki hefði orðið sam-
dráttur. Flest af þessu er með
þeim hætti að fjölmargar spurn-
ingar vakna um þá ævintýrapó-
litík sem rekin er í fjármála-
heiminum á íslandi. Ljóst er að
stór fyrirtæki hafa slík ítök í banka
og sjóðakerfi landsins að hættu-
legt er og smá fyrirtæki ýmis
beita fyrir sig þingmönnum
kjördæmanna til að knýja á um
vægt sagt vafasama fyrirgreiðslu
í lánastofnunum og sjóðakerfinu..
Endurspeglun
Lítið dæmi sem kom aðeins
uppúr kafinu á dögunum, sem
endurspeglar að nokkru þau
vinnubrögð sem oft eru viðhöfð í
þessum málum. Hér er átt við hið
svonefnda Flugfisk-mál á Flat-
eyri. Það er í sjálfu sér smámál
hvað peningaupphæðir varðar,
eins og kunnugur maður í bank-
akerfinu orðaði það í samtali við
Þjóðviljann, en það er gott sýnis-
horn. Það er nefnilega eins farið
að í stóru málunum.
Það var árið 1983 að bankaeft-
irlitið komst að því að þetta fyrir-
tæki Flugfiskur skuldaði Spari-
sjóði Onundarfjarðar alltof
mikið og veð fyrir skuldum ónóg.
Bankaeftirlitið sá síðan til þess að
lán til fyrirtækisins voru stöðvuð
og viðunandi veð fengið fyrir
skuldunum. Þá byrjaði þrýsting-
urinn að vestan. Þessar aðgerðir
voru kallaðar árásir og aðför að
fyrirtækinu. Eigandinn sagðist
vera að komast á græna grein,
aðeins vantaði herslumuninn.
Hann sagðist vera búinn að fá
samning við Vegagerð ríkisins
um framleiðslu á plaströrum fyrir
ræsagerð. Þegar eftir því var
gengið reyndist það ekki vera
rétt, plaströrin reyndust ónothæf
til síns brúks og enginn samning-
ur hafði verið gerður við Flugfisk
h.f.
Þegar þetta var ljóst að Spari-
sjóði Önundarfjarðar hafði verið
bannað að lán fyrirtækinu meira,
gerði samgöngumálaráðherra sér
lítið fyrir og skipaði vegagerðinni
að kaupa rör af fyrirtækinu. Þá
fékk Flugfiskur lán hjá Byggða-
sjóði uppá um 3 miljónir króna
og veðið sem Byggðasjóður tók
gott og gilt var lýsistankur sem
breytt hafði verið í verkstæði og
skúrræskni sem járnsmíðaverk-
stæði hafði verið í. Síðan gerðist
það á dögunum að Flugfiskur h.f.
varð gjaldþrota og eigandinn
óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
Auðvitað tapaði Byggðasjóður
því fé sem hann hafði lánað, þar
sem vpð voru lítils sem einskis
virði. Sparisjóðurinn var aftur á
móti með sitt á hreinu af því að
bankaeftirlitið hafði kippt mál-
unum í lag.
Stóru mólin
Þetta er smámál. Það er hins-
vegar lýsandi dæmi um vinnu-
brögð af þessu tæi. í sumar er leið
kom uppá yfirborðið að Hafskip
h.f. riðaði til falls vegna skulda og
samdráttar. Slíkt getur að sjálf-
sögðu alltaf gerst hjá fyrirtækj-
um. En það kom líka í ljós að
Útvegsbanki íslands hafði lánað
Hafskip h.f. 800 miljónir króna
en veðið sem fyrir þeirri upphæð
var sett reyndist aftur á móti vera
á bilinu 100 til 200 miljónir
Kolbeinsey, nýjasta skipið í eigu Fiskveiðasjóðs. Ekkert nema dollaralán mátti taka til smíði skipsins og því fór sem fór.
króna. Einn af eigendum Haf-
skips Albert Guðmundsson hafði
verið formaður bankaráðs Út-
vegsbankans þegar lánin voru
veitt.
Alþingismaður gjörkunnugur
banka- og fjármálum í landinu
sagði við undirritaðan á dögun-
um að ef Hafskip yrði gjaldþrota
myndi Útvegsbankinn rúlla líka.
Útilokað væri að Útvegsbankinn
þyldi þann skell, eins og staða
hans væri um þessar mundir.
Annað stórfyrirtæki sem hefur
orðið fyrir barðinu á samdrætt-
inum í þjóðfélaginu er Hagvirki,
lang stærst verktakafyrirtæki
landsins. Það hefur fjárfest í risa
vinnuvélum og tækjum fyrir
hundruð miljóna á tiltölulega
stuttum tíma og nú hefur fyrir-
tækið lítið sem ekkert að gera og
reynir eftir mætti að selja þessi
miklu verkfæri en gengur illa að
sjálfsögðu. Það er ekki auðvelt
að losna við notuð tæki af þessari
gerð, nema með miklum afföll-
um. Nokkrir aðilar koma við
sögu sem lánardrottnar þessa fyr-
irtækis. Þar,má tilnefna japanska
fyrirtækið sem seldi þeim tækin,
umboðið hér á landi Heklu h.f.
Hafnarfjarðarbæ sem veitti fyrir-
tækinu lán og síðast en ekki síst
Iðnaðarbankann, sem er lang
stærsti lánveitandi Hagvirkis. Öll
lán til Hagvirkis voru tekin í doll-
urum og eins og önnur dollaralán
hefur það rokið uppúr öllu valdi.
Veðið sem Hagvirki setti í upp-
hafi voru vinnuvélarnar nýjar.
Nú hefur það gerst að verð vél-
anna hrapar niður úr öllu valdi
eins og alltaf gerist með notuð
tæki og dollaralán hækka. Veðin
eru því ekki nema fyrir broti af
skuldum Hagvirkis. Ef Hagvirki
tekst ekki að selja vélarnar eða
getur ekki haldið áfram starfsemi
í stórverkefnum, þá mun Iðnað-
arbankinn riða til falls verði Hag-
virki gjaldþrota. Vera má að það
takist að forða fyrirtækinu frá
gjaldþroti, en það er samt engin
vissa fyrir því í þeim mikla sam-
drætti í framkvæmdum sem boð-
aður er í landinu.
Dollara-
togararnir
Enn eitt dæmið af þessum toga
eru nýjustu togarar landsins, sem
smíðaðir voru fyrir dollaralán.
Nú eru þeir hver á fætur öðrum
að fara á nauðungaruppboð og
Fiskveiðasjóður eða ríkisá-
byrgðasjóður kaupa skipin á upp-
boðunum, enda stærstu lán-
veitendumir. Fiskveiðasjóður á
nú 4 bestu fiskiskíp landsins.
Hann hefur tapað nokkur hundr-
uð miljónum króna á öllu saman,
miljónum sem hann mun aldrei fá
aftur.
Nú spyr fólk eðlilega hvers fé
er það sem verið er að leika sér
með á svo ævintýralegan hátt?
Því er fljótsvarað, bankarnir
leika sér með fé almennings. Pen-
inga mína og þína lesandi góður.
Fiskveiðisjóður fer með fé sem
tekið er af útflutningsjaldi sjá-
varðafurða. Það eru peningar
sjóðmanna, útgerðarmanna og
fiskðverkenda ílandinu. Byggða-
sjóður fær fé frá ríkinu, þ.e. þér
og mér.
Hver ber
óbyrgðina?
Ef upp kemst um fjármálamis-
ferli hjá einstaklingum, það er að
segja ef þeir eiga ekki of sterka að
í kerfinu, þá eru þeir dregnir til
ábyrgðar og látnir gjalda fyrir
eins og vera ber. En ef menn, sem
af Alþingi eru valdir til þess að
stjórna bankakerfinu og sjóðað-
kerfinu gera mistök, eða fram-
ðkvæma ævintýra fjármálapó-
litík, þá segir enginn neitt, þeir
bera enga ábyrgð. Eða hver yrði
dreginn til ábyrgðar ef Útvegs-
bankðinn yrði gjaldþrota? Hver
dregur stjórnendur Fiskveiða-
ssjóðs til ábyrgðar, hver dregur
þá opinberu fjármálaspekinga til
ábyrgðar sem ekki bara lögðu til,
heldur beinlínis fyrirskipuðu
útgerðarfyrirtækjum að taka er-
lend lán í dollurum, á sama tíma
sem dollarinn var á hraðri upp-
leið árum saman? í stað þess að
láta útgerðarfyrirtækin taka lán í
SDR, sem hefði orðið mun létt-
bærara fyrir þau, þótt um helmin-
gurinn í SDR séu dollarar, eru
þau, af þeim sem kallast sérfræð-
ingar, látin taka lánin í dollurum.
Þessir fjármálaspekingar bera
síðan enga ábyrgð á gerðum sín-
um, sitja áfram eins og ekkert
hafi í skorist. -S.dór
LEiÐARI
Hvers er ábyrgðin?
Meö einhverjum hætti hefur þaö komist á hér
á landi aö draga ekki alþingismenn, oþinbera
starfsmenn, stjórnendur banka, eða stjórnend-
ur oþinberra sjóöa til ábyrgðar fyrir afglöþ.
Hvers konar þrýstingur alþingismanna, vinar-
greiði í kerfinu og maöur þekkir mann, hefur
oröið til þess aö mjög alvarleg ævintýra
fjármálapólitík hefur veriö rekin hér á landi um
langt skeiö. Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem eru nær einráðir í banka
og sjóðakerfi landsins, hafa komist upp meö
svo vafasama hluti, án þess aö vera dregnir til
ábyrgðar aö furöu sætir.
Nú þegar samdráttur hefur oröiö á flestum
sviöum þjóölífsins vegna aðgerðarleysis mis-
heppnaðrar ríkisstjórnar, kemur hvert dæmið af
öðru í Ijós þar sem vægt sagt gáleysislega hefur
verið fariö meö almannafé. Lán eru veitt án
þess að næg veö séu sett fyrir skuldum, von-
lausum fyrirtækjum er hyglaö vegna þess aö
eigandinn á sterkan vin aö í stjórnarflokkunum.
Svo langt hefur veriö gengið í þessum efnum aö
bankar riöa til falls, jafnvel ríkisbankar. Ljóst er
aö þessi starfsemi mun halda áfram meðan
þeir, sem ábyrgö ættu að bera, gera þaö ekki og
jkomast upp meö hvaö sem er án þess að nokk-
iuð sé aðhafst í málunum. Kunnir bankamenn
fullyröa að samdrátturinn nú hafi leitt í Ijós og
opinberað betur en nokkru sinni fyrr ævintýr-
apólitík íslenskra fjármála. Fullyrt er að þau mál
sem þegar hefur sést í kollinn á hvaö þetta
varðar, sé aðeins byrjunin.
Svo óvarlega hefur til aö mynda verið aö fariö
í bankakerfinu aö hætta stafar af. Aðgæsla virö-
ist ekki vera til, stórkapítalistar geta mokað útúr
kerfinu eins miklum peningum og þá lystir. Um
veö er ekki spurt. Áföllin dynja yfir og bankar og
opinberir sjóöir taka á sig skellinn.
Almenningur í þessu landi á kröfu á aö hér sé
brotið í blað. Það gefur augaleið aö þegar ríkis-
bankar eða opinberir sjóöir veröa fyrir alvar-
legum áföllum vegna óaögæslu stjórnenda, þá
verður það ætíð almenningur sem borgar brús-
ann. Fólk er hvatt til sparnaðar og aðhalds í
peningamálum. Bankar, ríkissjóður og verð-
bréfabraskarar keppast viö aö yfirbjóða pen-
inga almennings hver fyrir öðrum. Gylliboöin
dynja yfir í stórum og litskrúðugum auglýs-
ingum. Almenningur tekur mark á þessu, innlán
í bönkum landsins hafa aukist. Þess vegna á
fólk fullan rétt á því aö fá að vita hvernig sparifé
þess er varið og því kemur það við þegar ævin-
týramennska í fjármálum banka og opinberra
sjóöa ræöur feröinni.
Þann ríkisrekna kapitalisma, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur komiö hér á verður aö stööva.
Gæðingar Sjálfstæðisflokksins, kapitalistar
þessa lands, hafa í skjóli flokksins og þeirrar
valdakeöju sem hann hefur komiö sér upp í
landinu, getaö rekiö fyrirtæki sín stór og smá á
þann veg að ríkisreka tapið, en hiröa gróöann
þegar hann gefst. Þeir hafa getaö notað ríkis-
bankana og opinbera sjóði eins og þeir væru
þeirra einkaeign í skjóli ráöamanna í kerfinu
sem flokkurinn hefur plantaö þar út. Á sama
tíma hrópa forystumenn flokksins á torgum aö
allt skuli vera frjálst, einkaframtakið sé þaö sem
öllu bjargi. Þaö einkaframtak sem Sjálfstæðis-
flokkurinn boöar hér er ríkisrekiö ábyrgðarlaust
einkaframtak, sem öllu veltir yfir á ríkið þegar illa
fer, en hirðir gróöann ef vel árar. Þessu þarf að
breyta. Þaö er tími til kominn aö þeir menn sem
leika sér meö fé almennings séu látnir standa
ábyrgir geröa sinna.
- S.dór
Sunnudagur 3. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17