Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 5
Haga mér
eins og
bóndi við
heyskap
- segir Kristín Þorkelsdóttir sem ferð-
aðist s.l. sumar um landið í „kaffi- og
vatnslitabílnum DÚA“ og sýnir
afraksturinn nú í Gallerí Borg
„Mór finnst ég stödd inni í stóru myndverki, þegar ég ferðast um landið". Kristin hengir upp eina af vatnsiitamyndunum.
„Undanfarin 12 sumur hef ég
tekið í liti á feröalögum en það má
segja að ég hafi orðið „alelda"
sumarið 1984. Afraksturinn sýndi
ég með „STILLUM",
smámyndum í Gallerí Langbrók í
fyrravor. Ég hef ákaflegagaman
af að ferðast um landið, hreyfast
til ílandslaginu, mérfinnst ég
stödd inni í stóru myndverki sem
Ijósið er sífellt að breyta, “ sagði
Kristín Þorkelsdóttir, sem nú
sýnir nær 40 vatnslitamyndir f rá
síðastliðnu sumri í Gallerí Borg.
Kristín er menntuð í MHÍ, hefur
starfað við auglýsingagerð frá
1960 og rekur eigin stof u, AUK
hf. Við spurðum hana hvernig
þettafæri saman, rekstur
auglýsingastofu og málaralist úti
ínáttúrunni:
„Það gengur með góðum sam-
starfsmönnum. Það er alltaf
endurnærandi að skipta um við-
fangsefni. Ég hef látið eftir mér
undanfarin 2 ár, af eintómri
sjálfselsku, að eyða lunganum úr
sumrinu í að mála. Langt fram í
nóvember á ég dálítið bágt með
að halda mig frá vatnslitunum og
um leið og fer að vora er ég komin
á stjá. Síðastliðið sumar var ein-
EBE vill
samrœma
hámarks-
hraða bíla
Framkvæmdanefnd Efnahags-
bandalagsins hefur um langt
skeið glímt við það að samræma
hámarkshraða á hraðbrautum
bandalagsríkja en gengið verkið
afar stirðlega. Það eru cinkum
vesturþjóðverjar sem standa
gegn slíkri samræmingu. Þar í
landi gildir nefnilega enginn hám-
arkshraði á hraðbrautum.
Hugmyndin hefur verið sú að
takmarka hraða ökutækja á
hraðbrautum við 120 km á
klukkustund. Nú er hámarks-
hraðinn 100 k m í Danmörku og
Hollandi, 112 km í Bretlandi, 120
km í Lúxemborg og á Spáni, 130
km í Frakklandi og Belgíu en á
Ítalíu er hámarkshraðinn breyti-
legur eftir stærð bíla.
Viðleitni EBE helgast bæði af
öryggissjónarmiðum og einnig af
áhyggjum af eyðingu skóga sem
er mikið vandamál, ekki síst í
Vestur-Þýskalandi. Talið er að á
hverju ári slasist 1,5 miljónir
manna og 50.000 látist í umferð-
arslysum í bandalagsríkjunum.
Vesturþýskur almenningur er
klofinn í tvo ámóta stóra hópa í
afstöðu sinni til hámarkshraðans.
Eigendur góðra bíla, dyggilega
studdir af bflafabrikkum, eru
andvígir honum en umhverfis-
verndarmenn hlynntir því.
- ÞH/reuter
stakt. Við hjónin ferðuðumst um
landið, í „kaffi- og vatnslitabfln-
um DUA“, hlustuðum á veður-
fregnir og fluttum okkur svo til
eftir spánni; Hörður með mynd-
avélina og ég með vatnslitina.
Ferðin var sannkölluð „mynda-
orgía“. Myndirnar á sýningunni
eru frá þessum ferðum.“
„Og þú málar allt á staðnum?"
„Já, ég snerti ekki á myndun-
um eftir að heim er komið. En ég
er mjög háð veðrinu, þarf að
haga mér eins og bóndi við hey-
skap, því að vatnslitirnar krefjast
ákveðinna veðurskilyrða eða sér-
stakrar tilbúinnar aðhlynningar."
„Áttu nokkurn uppáhaldsstað,
sem þér þykir skemmtilegra að
mála en aðra?“
„Nei, eiginlega ekki. Mikið af
myndunum hér er frá svæði sem
afmarkast af Borgarfirði að vest-
an og Klaustri að austan, þar
eyddum við stórum hluta af
sumrinu.“
Og þar með var Kristín farin að
hengja upp gullfallega vatnslita-
mynd úr Flvalfirði. Sýning henn-
ar er opin til 12. febrúar frá 10-18
daglega og 14-18 um helgar. þs
„Sérfræðingar“ án sérþekkingar
„Fagmenn“ án fagmenntunar
„Kennarar“ án kennsluréttinda
Erþetta það
sem koma skal?
Á íslandi er það látið viðgangast að í grunnskólum landsins starfi réttindalaust fólk
við kennslu. Þeim fer fjölgandi ár frá ári og eru nú yfir sjö hundruð talsins er ekki hafa
þá sérmenntun sem krafist er samkvæmt lögum.
Þetta er ófremdarástand sem þarf að breytast.
Hvers eiga nemendur að gjalda?