Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 15
ALÞYÐUBANDAIAGIÐ
Steingrímur.
AB Selfossi og nágrenni
Almennur félagsfundur
veröur haldinn sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 aö
Kirkjuvegi 7. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga, 2)
Umræöur um bæjarmál. Framsögu hafa bæjarfull-
trúar Alþýöubandalagsins á Selfossi, 3) Almenn
þjóðmálaumræða. Gestur fundarins verður
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaöur.
Nýir félagar sérstaklega boönir velkomnir. Kaffi á
könnunni. - Uppstillinganefnd.
AB Mosfellssveit
Hreppsmálaráð
heldur opinn fund í Hlégarði (fundarherbergi) mánudaginn 3. febrúar kl.
20.30. A dagskrá verða atvinnumál. Sérstakir gestir fundarins verða þeir
Guömundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iönverkafólks, borgar-
fulltrúi og atvinnumálanefndarmaöur í Reykjavík og Ásgeir Matthíasson
formaöur kjördæmisráðs í Reykjanesi og atvinnumálanefndarmaöur í
Kopavogi. Flokksfélagar og stuöningsmenn Alþýöubandalagsins eru
hvattir til aö mæta.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Spilakvöld
Félagsvistin hefur veriö flutt yfir á þriðjudagskvöld. Næsta spilakvöld verö-
ur 4. febrúar kl. 20.00 í Miögaröi Hverfisgötu 105. Sjálfstæð kvöldkeppni
sem jafnframt er upphaf fjögurra kvölda keppni. Spilað 4. og 18. febrúar
og 4. og 18. mars.
Geymið auglýsinguna.
Gestur í kaffihléi 4. febrúar er Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Viðtalstímar
borgarfulltrúa eru á þriðjudögum á milli kl. 17.30 og 18.30.
Þriöjudaginn 4. febrúar veröur Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi til við-
tals í Miðgarði, Hverfisgötu 105.
Skilnaðar-
hópur
Fraeðslu- og umræðuhópur
fyrir fólk, sem nýlega hefur
gengið í gegnum skilnað, tekur til
starfa mánudaginn 10. feb. kl.
20.30 að Vesturgötu 10. Haldnir
verða sex vikulegir fundir, og
þátttakendafjöldi takmarkast við
átta. Stjórnendur hópstarfsins
eru Nanna K. Sigurðardóttir, fé-
lagsráðgjafi og Sigrún Júlíusdótt-
ir, félagsráðgjafi.
Hópstarfið byggir á fræðslu um
skilnað (félagslega og tilfinninga-
lega) og er vettvangur fyrir gagn-
kvæman stuðning og reynslu-
miðlun þátttakenda. Unnið er úr
þessum efnivið þannig, að aukið
innsæi og skilningur geti losað um
meinlokur og togstreitu. Um
hefðbundna meðferð er því ekki
að ræða heldur innsæi, stuðning
og fræðslu.
Nánari upplýsingar og skrán-
ing um þátttöku hjá Tengslum sf.
Vesturgötu 10, sími 2 57 70, kl.
17.00-19.00, næstu daga.
Til
Dagsbrúnar
26. 1. 1986
Það lýsti af degi
í Ijósbliki vorrar aldar,
er launamenn eyrar
gengu til samstarfs í verki.
Bognir í herðum báru merki,
um brauðstritsins þrældóm
og nauðþurftir faldar.
Þó margt hafi náðst
á áttatíu ára göngu,
enn er þörf sóknar,
munið það kæru bræður.
Sóknarvilji einn öllu ræður
í átökum komandi dags
og mótviðri ströngu.
Jóhann J. E. Kúld
Heilbrigð augu eru
Iþrúttamanninum
nauðsyn. I»ess vegna
drekkur hann mjólk.
Markvöröurinn þarf aö fylgjast nákvæmlega með öllum hreyfingum
andstæðinganna, með varnarleik samherjanna, hann verður að geta séð fyrir
óvænt skot utan af velli og hvert þau stefna á þroti úr sekúndu.
Hann þarf því góða sjón. Og góð, heilbrigð augu þurfa A-vítamín. A-vítamínið
er nauðsynlegt til að augað geti umbreytt Uósi í taugaboð, sem send eru til
heilans, og gera okkur kleift að sjá.
Nú á tímum reynum við öll mikið á augun. Við lestur og skrift, við það að
horfa á sjónvarp, við tölvuvinnu, við akstur í myrkri o.fl. Nú er því nauðsynlegra
en nokkru sinni að veita augunum þá næringu sem þau þurfa.
A-vítamínið er í rrýólkinni; um þriðjungur alls A-vítamíns sem við fáum úr
daglegri fæðu kemur úr mjólk og mjólkurmat. hetta veit Einar Þorvarðarson,
landsliðsmarkvörður í handknattleik. Enda drekkur hann mjólk
Förum vel með augun. Cefum þeim mjólkursopann sem þau þurfa!
MJÓLKURDAGSNEFND
Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna.
um A-vítamínskort
eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
Þegar A-vítamín vantar í fæðuna eiga sér stað ýmsar
sjúklegar breytingar á slímhúð, húð og í augum.
i auganu veldur þetta fyrst náttblindu og síðan
augnþurrki, sem smám saman leiðirtil augnkramar og
loks til blindu. A-vitamínskortur á þvl stigi finnst þó
ekki lengur nema í þróunarlöndum.
Húðin verður hörð, hrjúf og hornkennd við
A-vítamínskort (venjulega fyrst á olnbogum og
rasskinnum) auk fleiri einkenna, og ef sllmhúð
llkamans vantar A-vítamln minnkar hæfni hennartil að
veita viðnám sjúkdómum í öndunarfærum,
meltingarfaenjm og kynfærum.