Þjóðviljinn - 17.04.1986, Side 23

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Side 23
ÍÞRÓTTIR Allt annað gegn Skotum Góður leikur íslenska liðsins og annar sigur í tveimur leikjum Það var allt annað að sjá til íslcnska liðsins á móti Skotum í gær, en gegn írum á þriðjudag. Islenska liðið vann góðan sigur, 75-71. Staðan í hálfleik var 37-32. „Þetta var miklu betri leikur en á móti Irum og munaði þar mest um að lykilntenn okkar, Pálmar og Valur voru mjög góðir,“ sagði Torfi Magnússon fyrirliði ís- lenska liðsins í samtali við Þjóð- viljann eftir leikinn í gær. „Bar- áttan var mun meiri núna og vörnin góð. Eg held við eigum góða möguleika gegn Portúg- ölum á morgun, en leikurinn við Norðmenn verður erfiður." Leikurinn fór rólega af stað. Skotar skoruðu fyrstu körfurnar, en svo tóku íslendingar við sér og náðu 6 stiga forskoti. Skotar jöfnuðu það upp fljótlega og var leikurinn jafn allt fram að hálf- leik, en á síðustu sekúndunum skoraði Torfi glæsilega körfu frá miðju og var staðan í hálfleik 37: 32 Islandi í hag. Skotar byrjuðu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og kom- ust 5 stig yfir. Þá tók Pálmar skemmtilega rispu og skoraði 15 stig á næstu 6 mínútum. Staðan var þá 60-55. Skotar náðu að EMIKörfubolti ísland á toppnum ísland er í efsta sæti C-riðilsins eftir tvö fyrstu leikkvöldin. Staðan er þessi: Island.........2 2 0 148-143 4 Noregur........1 1 o 106-79 2 Skotland.......2 1 1 138-140 2 Portúgal.......1 0 1 65-67 0 írland.........2 0 2 151-179 0 Stigahæstir: Valurlngimundarson, Islandi..........43 Ralton Way, Skotlandi................40 Hakon Austerfjord, Noregi............39 PálmarSigurösson, Islandi............39 Karl Butler, Irlandi.................36 í kvöld kl. 19.30 mætast ísland og Portúgal í Laugardalshöllinni og kl. 21 hefst viðureign Norðmanna og Skota. Takist íslenska liðinu að halda áfram sigurgöngunni í kvöld verður næsta örugglega hreinn úrslitalcikur gegn Norðmönnum á laugardaginn. —VS minnka rnuninn aðeins, en ís- lendingar áttu svo góðan kafla og náðu 9 stiga forskoti, 68-59, þeg- ar 5 mínútur voru til leiksloka. Skotar náðu að minnka þennan mun niður í 4 stig þegar um ein mínúta var eftir, en Islendingar léku síðustu mínútuna af skyn- semi og uppskáru góðan sigur. Islendingar léku þennan leik mjög vel. Vörnin var sterk og rnikil pressa á Skotum allan tím- ann. Torfi stjórnaði vörninni og átti mjöggóðan leik. Sóknarleik- urinn var mun beittari en í leiknum við íra og hittni var öllu betri. Pálmar, Valur og Guðni hittu allir mjög vel. Pað sem ein- kenndi iiðið þó helst var mjög góð barátta, það barðist allan tímann. Skoska Iiðið virðist vera mun betra en það írska og munar mest um hve mikið hærri og sterkari Skotarnir eru. Það dugði þeim þó ekki gegn íslendingum. Ralton Way var bestur í liði Skota og John Duncan átti einnig góðan leik. Annars virkaði skoska liðið frekar þungt. Stig Islands: Pálmar Sigurðsson 23, Valur Ingimundarson 14, Guðni Guðnason 12, Torfi Magnússon 10, Páll Kolbeinsson 8, Birgir Mikaelsson 6 og Þorvaldur Geirsson 2. Flest stig Skota gerðu Way 29, Hoffman 14 og Duncan 11. ísland, Skotland, Portúgal og írland virðast öll vera með svipuð lið, en Norðmenn nokkuð sterk- ari. Island mætir Portúgal í kvöld og Noregi á laugardag. - Logi EM/ Körfubolti Stórsigur Norðmanna Norðmenn fóru létt með íra í fyrri leiknum í gærkvöldi. Þeir sigruðu 106-79 og þurftu ekki að hafa sérstak- lega mikið fyrir því. Norska liðið er grcinilcga það sterkasta á mótinu og íslensku strákarnir þurfa að eiga stór- leik til að sigra þá á laugardaginn. Hakon Austerfjord, norski Kan- inn, var atkvæðamestur og skoraði heil 39 stig. Eivind Gronli skoraði 19 stig og Torgeir Bryn 18. Fyrir íra skoraði Tom OSullivan 20 stig og Karl Butler 19. —Logi/VS Pálmar Sigurðsson átti mjög góðan leik gegn Skotum í gaerkvöldi og skorar hér eina af körfum sínum. Snemma í seinni hálfleik skoraði hann 15 stig á 6 mínútum, á kaflanum þar sem íslenska liðið sneri leiknum sér í hag og náði forystu sem Skotar réðu ekki við. Hann hefur gert 39 stig i tveimur fyrstu leikjum íslands, aðeins Valur Ingimundarson hefur skorað fleiri, eða 43. Mynd: E.ÓI. England Liverpool efst á ný Handbolti Piltamir á NM Piltalandslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hélt í morgun til Danmerkur þar sem það tekur þátt í Norðurlandamót- inu. Leikið verður við Svía annað kvöld, Norðmenn og Grænlend- inga á laugardag og Dani og Fær- eyinga á sunnudag. Geir Hallsteinsson þjálfari valdi 14 leikmenn til fararinnar og eru þeir cftirtaldir: Bergsveinn Bergsveinsson, FH Ólafur Kristjánsson, FH Stefán Kristjánsson, FH Héðinn Gilsson, FH Sigtryggur Albertsson, Gróttu Halldór Ingólfsson, Gróttu Einar Einarsson, Stjörnunni Hafsteinn Bragason, Stjörnunni Stefán Steinsen, Víkingi Bjarki Sigurösson, Víkingi Jón Kristjánsson, KA Axel Björnsson, KA Konráð Ólafsson, KR Sigurður Sveinsson, Aftureldingu —VS Liverpool cndurheimti forystu sína í 1. deild ensku knattspyrn- unnar í gærkvöldi með 1-0 sigri á gervigrasinu í Luton. Craig Johnston skoraði sigurmarkið en Luton var sterkari aðilinn í leiknum. Liverpool hefur jafnmörg stig og erkióvinurinn, Everton, en hcfur lcikið cinum leik meira. Manchester United rétti sig við með góðum sigri í Newcastle, 4- 2. Mark Hughes gerði tvö mark- anna. Aston Villa vann sinn ann- an sigur í röð, sigraði Ipswich 1-0 í fallbaráttuleik og hefur styrkt mjög stöðu sína. Steve Hodge gerði sigurmarkið. Nágrannar þeirrra, Birmingham, eru hins- vegar fallnir í 2. deild að öllu öðru leyti nema tölfræðilega eftir 2-0 ósigur gegn Tottenham. Urslit í gærkvöldi: l.deild: Aston Villa-lpswich.................1-0 Luton-Liverpool....................0-1 Newcastle-Manch.Utd.................2-4 Sheff.Wed.-Arsenal..................2-0 Tottenham-Birmingham................2-0 2. deild: Brighton-Fulham.....................2-3 3. deild: Lincoln-Plymouth...................1-1 Reading-Brentford..................3-1 4. deild: Hereford-Stockport..................3-2 Skoska úrvalsdeildin: Aberdeen-Dundee Utd............0-1 Staða efstu og neðstu liða 1. deildar: Liverpool.......38 22 10 6 79-36 76 Everton.........37 23 7 7 77-38 76 Man.Utd.........39 21 8 10 65-35 71 óhelsea.........37 20 10 7 54-44 70 WestHam.........35 20 6 9 56-33 66 Sheff.Wed.....38 18 9 11 56-51 63 Leicester.......39 9 12 18 53-70 39 Ipswich.........38 10 8 20 28-49 38 Coventry........39 9 10 20 45-69 37 Oxford..........38 8 12 18 55-75 36 Birm.ham........39 8 5 26 30-65 29 W.B.A...........38 4 10 24 29-81 22 —VS/Reuter Fimmtudagur 17. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.