Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 2
FLOSI
Ég held aö þaö sé borin von aö ég finni undur
veraldar meö því aö gera víðreist um lönd og
álfur. Líklega eru undur veraldar hvorki á hafs-
botni né á himinhvolfinu, ekki á óshólmum
Amasón, né í Himalaja, viö Níl eöa norður við
pól og síst af öllu í London, París eða New York.
Undur veraldar eru hvorki í hlaðvarpanum
heima, né á bæjarhellunni.
Undur veraldar eru í augunum á mér.
Þannig hefur lítill kvistur í spýtu við höfðalagið
mitt valdið mér meiri heilabrotum í gegnum tíð-
inaen píramíðarfaraóanna, Svingsinn, keisara-
höllin í Kína, Péturskirkjan í Róm, Móna Lísa og
Hugsuðurinn eftir Rodin.
„Sínum augum lítur hver á silfrið“, var stund-
um sagt í gamla daga og auðvitað er það bæði
satt og rétt, einfaldlega vegna þess að maður
getur ekki skoðað hlutina með augum annarra.
Að minnsta kosti ekki ég.
Undur þeirrar veraldar sem ég lifi í eru held ég
öll hérna í Kvosinni sem er kjarni bæjarins míns,
þar sem ég er borinn og barnfæddur, þar sem
ég hef alið allan minn aldur og þar sem ég ætla
mér að geispa golunni, ef einhvern tímann
skyldi yfir Ijúka.
Og af því að ekki er talið við hæfi að vera
sentímental í dag, þá ætla ég að hætta því og
snúa mér að efninu.
Reykjavíkurkaupstaður verður semsagt tvö-
hundruð ára í sumar og þessvegna finnst mér
alveg gráupplagt að helga þessari elskuðu
heimabyggð minni nokkra Vikuskammta svona
einsog að „ganni mínu“, einsog sagt var hérna
vesturí bæ, þegar amma mín var uppá sitt besta
og bakaði kleinur, afi sólaði skó og Runki í
Merkisteini fjargviðraðist útaf því hvað fólk væri
miklir sóðar að þurfa alltaf að vera að baða sig.
Ég kynntist Valda Sóma þegar ég var smá-
krakki, löngu fyrirfermingu. Valdi Sómi varallra
manna fróðastur um sögu lands og þjóðar,
kunni fornsögurnar held ég utanað en dró sann-
leiksgildi þeirra mjög í efa.
Engan mann, lífs eða liðinn, var Valda sóma
jafn uppsigað við og Ara Fróða.
-Ari Fróði varsvínabestog stórlygari, ákaupi
til að Ijúga til um landamerki, sagði Valdi. Og
svo bætti hann við: Enda hef ég alltaf verið
þeirrar skoðunar að þá menn eigi maður síst að
taka trúanlega, sem mesta áherslu leggja á það
að þeir séu að segja satt áður en þeir fara að
lúga að manni.
Sagnfræðingi sem festir það á bókfell að
hann ætli að „hafa það sem sannara reynist“ og
þarf að taka það sérstaklega fram ætti enginn
maður að trúa.
Vegna þessara skoðana var Valdi talinn tjúll-
aður og gerður vistmaður á Kleppi með ótak-
markað bæjarleyfi, enda bæöi geöheill og vitur.
Því bera kenningar hans um Ara gleggstan vott.
Satt að segja hallast ég frekar að kenningum
Siggu feitu um upphaf byggðar í Reykjavík, en
hún hafði sitt að segja um þau mál ekki síður en
Ari.
Ef einhver skyldi ekki vita það, þá var Sigga
feita aðalkennarinn minn í tíu, ellefu og tólfára
bekk í Miðbæjarskólanum og einhver eftirminni-
legasti uppfræðari sem ég hef kynnst á lífsleið-
inni.
- Síðari tíma vísindi telja, sagði Sigga, að vatn
sé upphaf þéttbýliskjarna og bólfesta sé það að
festa sér vatnsból. Síðan bætti hún því við að
fræðimenn væru búnir að sannað það, að dýr
merkurinnar hefðu löngum haft tilhneigingu til
þess að halda sig í námunda við vatnsból, eink-
um í þurrki, og að risaeðlan hefði dáið út af því
að hún hefði ekki haft neinn heila, en hugsað
með taugahnúti í mjaðmagrindinni og þess
vegna ekki haft næga greindarvísitölu til að gera
sér það Ijóst að lífvænlegra væri að halda sig í
námunda við vatnsból en á skrælnandi þurr-
lendi, og dáið úr þorsta (og heimsku).
Það er sannarlega fengur í því að geta, á
tvöhundruðára afmæli Reykjavíkur, birt kenn-
ingar Valda Sóma og Siggu feitu um upphaf
byggðar í Reykjavík og, eins og skáldið segir:
Vondum í leiðinni varpað fyrir róða
vafasömum hugarburði Ara Fróða.
Jarðarfarar-
stemmning
Á fundi í Múlakaffi á dögunum
kynnti Bryndís Schram efstu
menn Alþýðuflokksins í
Reykjavík á þessa leið: „Ég
sem er í öðru sæti listans, er
konan sem segir jarðarfarar-
sögurnar, - en í fyrsta sæti er
Bjarni P. Magnússon, -
þessi sem er alltaf með jarð-
arfararsvipinn." Menn segja
að það hafi verið jarðarfarar-
stemmning á fundinum. ■
Glæta í
ísgerðinni
Hér í blaðinu hefur um alllangt
skeið verið fastur þáttur á
föstudögum sem nefnist
Glætan og er ætlaður yngri
lesendum blaðsins öðrum
f remur. Nafnið er tekið úr ung-
lingamáli þar sem það tjáir oft-
ast hneykslan á fyrirætlunar-
semi annarra. Glætan að ég
nenni því, segja unglingarnir
þegar foreldrarnir eru að
reyna að nudda þeim út í búð.
Nú hefur Mjólkursamsalan í
Reykjavík látið skrá nýtt vöru-
merki sem er ansi keimlíkt:
Glæta. Ekki er okkur Ijóst
hvaða vöru fyrirtækið hyggst
selja undir þessu heiti en það
mun vera ísgerð MS sem
lætur skrá vörumerkið.B
Herinn
farinn?
Um þessa helgi er efnt til ráð-
stefnu um atvinnumál á
Suðurnesjum sem fróðir
menn segja að ekki sé van-
þörf að ræða. Væntanlegum
þátttakendum hefur verið
sent boðsbréf á ráðstefnuna
og er það prýtt teikningu af
Reykjanesskaga með helstu
byggðarlögum og
mannvirkjum en yfir flýgur
farþegaþota. Við nána
skoðun á þessari teikningu
sjáum við ekki betur en að
teiknarinn sé búinn að afmá
þann þröskuld sem talinn er
stærstur í vegi eðlilegrar at-
vinnuþróunar á Suðurnesj-
um. Hversu vel sem rýnt er í
myndina sjást þess nefnilega
engin merki að í nágrenni
Keflavíkur sé herstöð. Að vísu
dylst þar eitthvaö í reykjar-
mekki sem herstöðin er vön
að vera. Því dettur okkur helst
í hug að annað hvort hafi
suðurnesjabúar rekið herinn
af höndum sér eða þá að
þarna sé fyrirboði um voveif-
leg örlög herstöðvarinnar í ó-
komnum kjarnorkuátökum.B
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Rithöfundar
útséðir
Það orð hefur lengi hvílt á rit-
höfundum að þeir séu tæpast
mjög útséðir í peningamálum.
Það slyðruorð hafa þeir hins-
vegar hrist rækilega af sér nú
er þeir réðust í húsakaup í
miðbænum. Þeir hafa keypt
117 m2 íbúð að Hafnarstræti
9 en auk þess fylgir með í
kaupunum geymsla í kjallara
og einnig er fundaraðstaða á
Galdraloftinu fyrir ofan þar
sem 70 manns geta hæglega
safnast saman. Fyrir þetta
gáfu rithöfundarnir 1,9
milljónir króna og þykja það
reyfarakaup og það enn frek-
ar þegar haft er í huga að
húsnæðið er keypt af harð-
svíruðum bissnismanni, eins-
og einn rithöfundur komst að
orði. Ástæðan fyrir þessu
hagstæða verði er að rithöf-
undar gátu greitt út í hönd og
einsog fleiri íbúðir hafði Hafn-
arstræti 9 verið í sölu í allan
vetur. Fyrri eigandi varð því
að vonum ánægöur með
kaupin þótt mun hærra verð
hafi verið sett á húsnæðið.
Peningana hafði Rithöfunda-
sambandið fengið frá ríkinu
fyrir fjölföldun hins opinbera á
hugverkum sambands-
manna. ■