Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 11
Fulltrúar gestgjafanna eru Ketil Stokkan og danshópurinn The Great ’Garlic Girls, Hvítlauksstelpurnar, sem þrátt fyrir nafnið eru karlkyns. undir 25 ára aldri og yfir. Lág- marksaldur er 16 ár en hámarks- aldur 60 ár og ekki skal vera minna en 10 ár milli elsta og yngsta nefndarmanns. í nefn- dinni mega ekki sitja tónskáld, nótnaútgefendur, hljómplötuút- gefendur, atvinnutónlistarmenn, söngvarar, fólk sem tengist tónl- istariðnaði né þeir sem vinna hjá sjónvarpi eða fyrir það við gerð létts skemmtiefnis. Dómnefndinni er skipaður for- maður sem hér á landi er útvarps- stjóri, Markús Örn Antonsson, en hann telur atkvæði eftir flutn- ing hvers lags og gefur stig eftir að síðasta lag hefur verið flutt. Hann fær til aðstoðar ritara sem hér á landi verður Guðrún Skúladóttir. Guðrún fær það hlutverk að ávarpa Ásu Kleveland í Björgvin og tilkynna stigagjöf Islands. Nefndin fær að fylgjast með flutningi laganna í sjónvarpi en svo skal skrúfað fyrir að öðru leyti en því að Guðrún fær að hlusta á hljóðrásina svo hún viti hvenær röðin kemur að henni að ávarpa samkomuna. Atkvœði og stig Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að hver dómari gefur hverju lagi 1 til 5 atkvæði nema Gleði- bankanum og skráir einkunnina á leynilegan seðil sem formaður safnar saman. Eftir að flutningi laganna lýkur fær formaður fimm mínútna hlé til að leggja saman atkvæðin. Það lag sem flest at- kvæði hlýtur fær 12 stig, það næsta 10, það þriðja 8, það fjórða 7 og svo koll af kolli niður í 1 atkvæði. Dómarar verða að gefa öllum lögunum einkunn, þeim er bannað að sitja hjá. Og þá er bara að bíða og sjá hverju fram vindur í Björgvin. Ugglaust eru margir spenntir að fylgjast með því hvernig Gleði- bankanum vegnar, ekki síst þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ís- land er með. Ymsar kenningar eru á lofti um það hvað ræður einkunnagjöf dómnefnda. Sumir segja að með nágrannaþjóðum myndist samstaða enda sé tónlist- arsmekkur svipaður hjá þeim. Aðrir halda því fram að hreppa- rígur sé svo mikill meðal grann- þjóða að þær gefi hver annarri helst ekkert stig. Norðmenn voru löngum argir út í nágranna sína svía sem gáfu þeim aldrei stig. Fyrr en í Gauta- borg í fyrra þegar Bobbysocks skutust fram úr sænsku keppi- nautunum fyrir atbeina sænsku dómnefndarinnar. Það verður því ekki síður for- vitnilegt að fylgjast með at- kvæðagreiðslu íslensku dómn- efndarinnar. —ÞH Atkvœðaseðill fjölskyldunnar Lesendum til skemmtunar birtum við hér horfa á útsendinguna um úrslitin. Aftast er atkvæðagreiðslu lokinni. Röðin á lögunum lista með öllum þátttökulögunum 20 og reit- svo reitur fyrir endanlega röð laganna að er sú sama og í keppninni. um þar sem þeir geta skráð spá þeirra sem Land Lag Spá 1 Spá 2 Spá 3 Spá 4 Spá 5 Röð 1. Lúxemborg L’amour de ma vie 2. Júgóslavía Zeljo moja 3. Frakkland Europeennes 4. Noregur Romeo 5. Bretland Runner in the Night 6. ísland Gleðibankinn 7. Holland Alles heeft ritme 8. Tyrkland Halley 9. Spánn Valentino 10. Sviss Pas pour moi 11. ísrael Day Will Come 12. írland You Can Count on Me 13. Belgía J’aime la vie 14. V.-Þýskaland Uber die Brucke gehen 15. Kýpur Tora zo 16. Austurríki Die Zeit ist einsam 17. Svíþjóö Ær det de’ her du kaller kærlek? 18. Danmörk Du er fuld af lögn 19. Finnland Paive Kahden Ihmisen 20. Portúgal Nao sejas mau para mim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.