Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 15
Utvarp .. og skrúfaði fyrir Létt verk og löðurmannlegt, hugsaði ég, er mér var falið að skrifa um útvarp. Það verður kannski til þess að ég sest niður og hlusta skipulega á það sem landsmönnum er boðið uppá á rásunum, því hingaðtil hefur út- varpshlustun mín takmarkast að mestu við kvöldfréttirnar, auk nokkurra mínútutuga af morgunútvarpi, aukþess sem gamla gufuradíóið er alltaf á þegar ég sit undir stýri, það jafnt þótt verið sé að lesa upp tilkynningar um fundi hér og þar eða verið sé að flytja alvöru- þrungnaútfarartónlist. Þáslæð- ast dægurtónar af rásinni ein- staka sinnum inn í hlustimar þegar verslanir eru heimsóttar eða litið við í myrkraskonsu ljósmyndaranna. Nú skyldi annar háttur hafð- ur á. Dagskráin lesin gagnrýnum augum og þeim eiginleika hins upprétta manns að geta valið og hafnað beitt óspart. Svo Iíður og bíður. Það er gluggað í dagskrána þegar blöðum er flett, en það er eng- um blöðum um það að fletta að hin skipulega hlustun var aldrei annað en augnabliksheitstreng- ing. Efndirnarurðu engar. Og fyrrenvarði var vikan liðin og farið að standa á útvarpshug- leiðingunni í setningu. Reyndar varð útvarpshlutun mín nokkru meiri þessa vikuna en flestar aðrar því af og til rám- aði mig í heitstrenginguna og skrúfaði frá og baðaði mig í tónaflóði eða spaklegum hug- leiðingum félagsfræðings um stórmerkar niðurstöður skoð- anakönnunar, sem leiddi þaðí ljós að fólk sem verður fyrir hremmingum á borð við ástvinamissi eða áföll í heimilis- bókhaldi er hættara við þung- lyndi en því fólki sem fær stóra vinninginn í happdrættinu. Reyndar hafði niðurstaðan ekki verið prófuð klínískt heldur ein- gönguteóretískt. Annars leiddi þessi útvarps- vika mín í ljós mjög merka teór- etíska niðurstöðu: Ég hef glatað eiginleikanum til að hlusta á út- varp. Vegna hins stöðuga myndaflóðs í samfélaginu á ég orðið erfitt með að sitja aðgerð- arlaus undir útvarpi einsog ég geri fyrir framan sjónvarpsskjá- inn að afloknum erfiðum vinnu- degi. Ég veit ekki fyrr til en ég er kominn með dagblað eða bók á milli handanna og sokk- inn ofan í lesmálið og auðvitað fer þá útvarpsefnið fyrir ofan garð ogneðan. SIGURÐUR A. FRIÐÞJÓFSSC Einn þátt rak þó á fjörur mínar þessa vikuna, sem ég lagði mig fram við að hlusta á en það var dagskrá um Snorra Hjartarson, ljóðskáld, vegna áttræðisaf- mælis hans. Atti ég hina notal- egustu stund með ljóðum Snorra og gáfulegum hugl- eiðingum um kveðskap hans. Reyndar verð ég að játa að ég á yfirleitt erfitt með að hlusta á ljóð lesin upp, einkum af fólki með leikaramenntun, því slíkur lestur verður iðulega tilgerðar- legur og eyðileggur hið vand- meðfarna sköpunarverk. Sennilega var það ástæða þess að ég teygði mig upp í bókahillu á meðan á upplestri eins ljóðs- ins stóð og dró fram hauströk- krið yfir mig. Þar með urðu raddirnar að truflandi nið í bak- grunninum. Égskrúfaði fyrir. „Og þögnin er eins og þaninnstrengur." - Sáf. Sjónvarp Sprungin sjónvarpstœki Ég held að ég hafi ekki horft á sjónvarp nema einusinni í vik- unni. Það varvístáþriðju- dagskvöldið. A.m.k. varþað ekki á miðvikudagskvöldið, því þau kvöld er manni óhætt að taka sjónvarpstólið úr sam- bandi vegna eldhættu. Þetta þriðjudagskvöld var ágætis þáttur um mannrán, lausnar- gjald ogþað allt. Svo kom umræðuþáttur um flugá íslandi. Ég sé engan til- gang í því að láta niðurbrotna manneskju á sóttarsæng lýsa reynslu sinni af flugslysi í um- ræðu um flugöryggismál. Samkvæmt náttúrulögmálum ætti enginn að vera til frásagn- ar um flugslys. Mér heyrist að þetta viðtal hafi farið illa í fleirien mig. Nú, alltafþegar minnst er á flugvél þá dettur méríhugskip. Hvernfjand- ann á það að þýða að búa á eyju en komast aldrei á sjó? Það er víst ekki við sjónvarpið að sakast að fólk kemst ekki lengur í siglingu, en mikið vildi ég sj á umræðuþátt um nauðsyn farþegaskips. Eitt þykir mér athyglisvert á þessum síðustu og verstu tímum. Þegarmaðureralltaf að bíða eftir nýjustu fréttum af djöfulgangi útiíheimi, geislavirkni og hinu og þessu, þá virðast sjónvarpsfréttirnar einsog sýnishorn af útvarps- fréttunum. Alltofstuttar fréttamyndir, engirfréttarit- arar, nema þessi á ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn. Til- hvers er maðurinn í Kaup- mannahöfn? Mér sýnist fólk SIGRÍÐUR f HALLDÓRSDL’ { standa upp úr sóffunum þegar ráðhústorgið birtist á sjánum. Loksins og til allrar guðs- lukku eru ekki nema nokkrir klukkutímar í að sjónvarpið geti gersamlega fríkað út. Það verður dásamlegur léttir þeg- ar ojrovísjónflogið er gengið yfir. Vona bara að tækið manns springi ekki í tætlur af yfirspenningi. SH Bretland Endurreisnin að hefjast? Myndin Með ástarkveðju frá Liverpool til Rússlands þykir boða nýja tíma í breskri kvikmyndagerð Elaine (Alexandra Pigg) verður ástfangin af rússneska sjómanninum Peter (Peter Firth) og vill fylgja honum til Sovétríkjanna. Bretar hafa verið heldur aftar- lega á merinni í kvikmynda- gerð undanfarin ár og fátt komið frá þeim sem markvert geturtalist. Þar í landi bíða kvikmyndaunnendur í ofvæni eftir því að eitthvað rofi til og sumireru þegarfarniraðsjá glætu. Ekkisísteftiraðmynd- in Með ástarkveðju frá Liver- pool til Rússlands var frum- sýndívetur. í þessari mynd segir frá tveimur ungum stúlkum í Liver- pool, önnur er atvinnulaus en hin vinnur við að „stinga 800 plastpokum með innyflum upp í rassgastið á jafnmörgum kjúk- lingum" á hverjum degi. Þótt af nafni Liverpool stafi ákveðnum ljóma í hugum fótboltaunnenda og bítlaaðdáenda er borgin ein sú dapurlegasta á Bretlandseyjum um þessar mundir. Þar er atvmnuleysi mikið, ekki síst hjá ungu fólki, og félagsleg eymd verri en víðast hvar annars staðar í ríki Thatchers. Sjálfstœðar konur Vinkonurnar Elaine hin atvinnulausa og Teresa eru rúm- lega tvítugar og láta sig dreyma um betri heim en þann sem þeim býðst í niðurníddri Liverpool. Þær fara í bæinn að ná sér í nætur- ævintýri og hitta tvo sovéska sjó- menn sem þær eyða nóttinni með á hóteli. Elaine verður ástfangin upp fyrir haus af Peter og ákveð- ur að fylgja honum til Sovétríkj- anna. Það er hægara sagt en gert og Elaine fær að kenna á sovéska skrifræðinu. Loks tekur hún til bragðs að skrifa forseta Sovét- ríkjanna — og fær jákvætt svar. Þá koma foreldrarnir, nágrann- arnir og breska utanríkisráðu- neytið til skjalanna og reyna að telja hana ofan af því að fara. En Elaine er staðráðin og hefur það í gegn að fá að lifa sinn draum til enda. Eins og við er að búast vakti þessi mynd talsvert umtal enda bretar lítt vanir því að Sovétríkj- unum sé hampað sem fýsilegri valkosti en sæluríki Thatchers. Þess utan þykja vinkonurnar tvær ólíkar þeim kvenhetjum sem al- gengastar eru á hvíta tjaldinu. Þær eru virkar í sínu lífi og láta ekki karlmenn eða fjölskylduna stjórna sér. Og svo borga þær sjálfar fyrir hótelgistinguna. Innra með sér ala þær hins vegar á rómantískum draumum eins og flestir, hvors kyns sem þeir eru. Nýraunsœi Eins og svo oft gerist þegar ný- sköpun verður í kvikmynda- heiminum verður hún ekki til í stóru kvikmyndaverunum þar sem nóg er af peningum. Myndin kostaði lítið meira en íslensku kvikmyndirnar eða innan við 30 miljónir króna. Þegar leikstjór- inn, Chris Bernard, fór á stúfana hafði hann innan við einn tíunda af þeirri upphæð handbæra. Af- ganginn fékk hann ma. frá sjón- varpsstöðinni Rás 4 sem hefur lagt mikla áherslu á menningar- lega dagskrárgerð. Bernard hefur ekki áður gert kvikmynd í fullri lengd en unnið talsvert í sjónvarpi, ma. var hann viðriðinn upptökur á sápuóperu sem gerð var í Liverpool og þekk- ir því bæinn. Hann fór reyndar fram á fjárstyrk frá borgarstjórn sem hafnaði beiðninni. Borgar- stjórnarmönnum þótti myndin ekki siðleg sem enginn skilur. Hins vegar skilja allir þann dóm borgarstjórnar að myndin sé ekki líkleg til að auka ferðamanna- strauminn til borgarinnar. Mynd- in er að mestu leyti tekin í hverf- inu Kirby í Liverpool og var upp- tökum lokið á einum mánuði sem er mettími. Myndin Með ástarkveðju frá Liverpool til Rússlands hefur fengið afburða góðar viðtökur gagnrýnenda sem sumir þykjast sjá í henni tengsl við raunsæis- bylgjuna sem gekk yfir breska kvikmyndagerð í byrjun sjöunda áratugarins þegar leikarar á borð við Albert Finney, Alan Bates og Tom Courtnay slógu í gegn. Og gagnrýnandi norska blaðsins Ny Tid lýkur dómi sínum um mynd- ina á þeim orðum að Með ástar- kveðju frá Liverpool til Rúss- lands sé mynd „um lifandi fólk og hlýjar manni um hjartaræturn- ar“. —ÞH Kvikmyndagerðarmenn eru nú farnir að sækja í smiðju Gabriel Garcia Marques til kvikmyndagerðar. Kól- ombíski kvikmyndagerðarmaðurinn, Jorge Ali Triana, er þessa dagana að undirbúa kvikmyndun á smásögunni Liðsforingjanöum berst ekki bréf, í samvinnu við Marques. Það er Marqu- es sem gerir kvikmyndahandritið. Saman hafa þeir þegar gert kvikmynd- ina Tími til að deyja, (Tiempo de Mor- ir). Þar skrifar Marques sitt fyrsta kvikmyndahandrit. Myndin hefur ver- ið flokkuð sem vestri og dró til sín verölaun á Festrio kvikmyndahátíð- inni í Rio de Janeiro í lok síðasta árs. Einkunnarorð myndarinnar hafði Marques, „Hið eina sem cr verra en óttinn við dauðann er óttinn við að ■ myrða."... Sunnudagur 4. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.