Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 13
endurreistur? Félagsstarf Málefni þróunarlanda Það þykir miklum tíðindum sæta að hið útbreidda sovéska vikublað Ögonjok minntist á dögunum 100 ára afmælis skáldsins Nikolajs Gúmiljof með vinsamlegri grein og birtingu sjö Ijóðaeftirhann. En Gúmiljof, sem var eitt helsta skáld Rússlands í byrjun aldarinnar, varskotinn sem gagnbyltingarmaður árið 1921 og Ijóð hans hafa lítt eða ekki sést í Sovétríkjunum síðan. Að vísu má finna verk Gúmilj- ofs í gömlum tímaritum og á bókasöfnum - en verk hans hafa þá gjarna verið falin með bókum sem ekki nema fáir sérfræðingar hafa aðgang að. Hins vegar hefur ekki skort á það, að í umfjöllun um bókmenntasögu hafi sovéskir höfundar vísað á Gúmiljof sem dæmi um hæpna fegurðardýrkun og enn hæpnari heimsveldis- hyggju (Gúmljof hefur stundum verið kallaður hinn rússneski Kipling). Gúntiljof var fæddur árið 1886 og byrjaði snemma að yrkja. Hann hóf bókmenntanám í París árið 1907 og giftist nokkru seinna einni þekktustu skáldkonu Rúss- lands, Önnu Akhntatovu. Þau áttu einn son en skildu árið 1918. Gúmiljof var ferðamaður mikill og sótti margt í skáldskap sinn af annarlegum slóðum. Hann gerð- ist stríðsgarpur í fyrri heimsstyrj- öld og lilaut eitt æðsta heiðurs- merki keisarans fyrir franrmi- stöðu sína. Gúmiljof hafnaði byltingu bolsévíka og það er ekki ólíklegt að hann hafi í rauninni tekið þátt í andbyltingarhreyf- ingu liðsforingja um 1920. Það þykja því ekki lítil tíðindi í Moskvu, að Ogonjok (sem er annað betur gefið en umburðar- lyndi í menningarpólitík) skuli nú segja um Gúmiljof, að hann sé „mikill listamaður sem hafi skilið eftir sig merkan arf, sem hafi vafalaust haft áhrif á þróun sov- éskrar ljóðlistar“. Ljóðin sjö sem birtust í Ogonj- ok eru öll unt náttúruna. Fréttamenn í Moskvu hafa ver- ið að spyrja sjálfa sig að því að undanförnu. hvort valdaskeið Gorbatsjofs verði tími hláku í menningarmálum. Það veit eng- inn enn: merki þau sem menn sjá á lofti eru nokkuð svo ósam- kynja. Skáldið Evtúsjenko hefur nýlega hvatt í grein í Sovétkaja kúltúra til meiri heiðarleika í um- gengni um sovéska sögu. Sú grein og svo tíðindin nú af skáldinu Gúmiljof benda til opnari stefnu. En úr öðrum áttum koma svo á- minningar um áróðurs- og upp- eldisgildi lista. sem hafa verri hljóm og benda til leiðinlegra tíma. Gúmiljof santdi á sínum tíma leikrit í ljóðum. sem hann lætur gerast á Islandi á níundu öld og fjallar það um árekstra norrænn- ar heiðni og keltneskrar kristni. Dagskrá sem byggir á því leikriti var flutt í útvarpið í fyrra og tók Arni Bergntann saman þann texta og þýddi parta úr leiknum. Ahugamenn um málefni þró- unarlanda ætla að stofna með sér félag þriðjudaginn 6. maí kl. 17:15 íNorræna húsinu. í frétt frá þeim segir: íslendingar hafa meiri tengsl við þróunarlöndin en margan grunar. Álitlegur hópur hefur unnið við leiðsögn í fiskveiðum, við hjúkrun. rekstur samvinnufé- laga og margt fleira; skiptinemar færa nýja reynslu heim; menningar- og viðskiptasam- bönd færast í vöxt. í ntörg ár hef- reynslu af þessu tagi eða láta sig málefni þróunarlanda einhverju varða bindist samtökum til að afla og ntiðla fróðleik og efla samskiptin við hinar fjölbreyti- legu þjóðir þriðja heimsins. í nágrannalöndum okkar eru tii öflug samtök af þessu tagi með margháttaða starfsemi. Á undir- búningsfundi í Norræna húsinu í mars síðastliðnum kom fram mikill áhugi á þessu máli og stendur því til að stofna félag áhugamanna um þróunarlönd. ur staðið til að þeir sem búa yfir Fyrir þig?— Samvinnuskólinn á Bifröst skólaheimili tvö námsár undirbúningur undir störf og frama þjálfun í félagsstörfum og framkomu stúdentspróf góð atvinnutækifæri ágæt námsaðstaða og tölvubúnaður kröftugt félagslíf frekari menntunarleiðir Inntökuskilyrði: Umsóknirsendist: Samvinnuskólinn Tveggja ára framhaldsskólanámi lokið skólastjóri - á viðskiptasviði eða með viðskiptagreinum Bifröst - eða öðrum sambærilegum undirbúningi. 311 Borgarnesi Umsóknarfrestur: lo. mars til io. júní Upplýsingar í skólanum: Símar 93-5000/5001 Sovétmenning Gúmiljof Kirkjg Hinn almenni bœnadagur Hinn almenni bænadagur, 5. s.e. páska er sunnudaginn 4. maí nk. Með ákvörðun Sameinuðu þjóðanna hefur heimsbyggðin helgað þetta ár friði á jörð. Sú einsetning var eigi að ófyrirsynju, því að heiminum er nú meir friðar vant en nokkur sinni áður. Styrj- aldir, skæruhernaður og hryðju- verkastarfsemi hrjáir mannkynið. Þó er augljóst, að við eigum engra annarra kosta völ en að tryggja friðsamlega sambúð þjóðanna. Að hyggja á hefndir er versta leiðin til þess að leiðrétta ranglætið. Öryggi og friður er dýpsta þörfin, sem maðurinn fær fullnægt í kristinni trú. „Því að hann (þ.e. Jesús Kristur) er vor friður.“ (Ef. 2:14) í Kristi og ríki hans, sem ekki er af þessum heimi, er að finna hinn eina sanna frið. Því hefi ég valið deginum bænarefnið, að biðja um þann frið, sem heimurinn megnar hvorki að gefa né burtu taka. Pétur Sigurgeirsson ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Sunnudagur 4. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.