Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 4
Fyrsta blað Þjóðviljans
í dag og svo áfram í helgar-
blöðum munum við rifja upp eitt
og annað úr fimmtíu ára sögu
Þjóðviljans.
Hér fer á eftir grein sem einn af
fyrstu blaðamönnum Þjóðviljans,
HaraldurSigurðsson, síðar
bókavörðurog kortasagnfræð-
ingur, skrifaði og birtist fyrst á tíu
ára afmæli blaðsins árið 1946.
Hún segir frá því, þegar fyrsta rit-
stjórnin, þrír menn alls, kom til
starfa í Jesúprent við Bergstaða-
stræti og byrjaði allt í senn - að
skrifa blað og læra að gefa út
blað.
Það mun hafa verið ein-
hverntíma miðsumars 1936, sem
Kommúnistaflokkurinn ákvað að
stofna til dagblaðs og hefja út-
komu þess að haustinu. Um
miðjan október var svo komið,
að útgáfudagur var.ákveðinn, rit-
stjóri ráðinn, blaðamenn fengnir
og búið að skíra króann.
Föstudagsmorguninn 30. októ-l
ber söfnuðumst við svo saman í
Prentsmiðju Jóns Helgasonar og
hófum störf okkar. Einar Ol-
geirsson var ritstjóri, en við Þor-
steinn Pétursson blaðamenn. Var
okkur vísað inn í dálitla kompu,
innan af setjarasalnum. Ekki var
hún ríkulega búin, en borð mikið
stóð á gólfinu og fyllti það nær út í
herbergið. Ég fékk mér sæti við
borðið framanvert, og minnir
mig, að ég yrði að ýta því nokkuð
frá veggnum til þess að komast
fyrir á stólnum. Kom það sér vel
EFTIR HARALD
SIGURÐSSON
að Einar, sem sat á móti mér, var
grennri. Þorsteinn mun hafa orð-
ið eftir frammi í prentsmiðjunni.
- Helzt minnir mig, að ekki gætu
nema tveir setið við vinnu í einu,
en sá þriðji gat verið í „umbrot-
inu“ eða einhverju snatti, svo að
þetta kom ekki beinlínis að sök.
Urðu þó húsakynni ritstjórnar-
innar enn þrengri um skeið, er
hún hafðist við í ofurlítilli þak-
herbergiskompu, sem vegna
þrengsla hlaut nafnið Dárakist-
an. En það er nú önnur saga. - Af
almennum hjálpargögnum var
ekkert til fyrstu þrjá mánuðina,
en þá fékk blaðið til afnota
Knaurs Atlas og þótti hann þarfa-
þing.
Hvað er cicero?
Upp úr hádeginu hófst vinnan
og sóttist fremur seint. Við Þor-
steinn höfðum hvorugur komið
nálægt slíku verki fyrr, og prent-
ararnir voru lítt vanir dagblaða-
vinnu. Fyrirkomulag blaðsins
hafði verið afráðið, en eftir var að
setja á það svipinn, allt þetta
smáa og stundum kannski fánýta,
sem veldur því, að við þekkjum
blöðin hvert frá öðru, þó að við
sjáum ekki nafn þess, og það
engu síður, þó að þau séu prent-
uð á sams konar pappír og í sama
broti, eins og nú tíðkast.
Ég hafði að vísu oft átt leið um í
prentsmiðju, og í einni þeirra
hafði meira að segja verið felldur
sá óhagganlegi úrskurður að ekki
væri hægt að lesa skriftina mína,
og var sú fregn nú komin á vett-
vang á undan mér. Þegar vinnan
skyldi hefjast með prenturunum,
skildi ég ekki einu sinni hvað þeir
voru að fara, er þeir töluðu við
mig. Ég átti t.d. að skera úr því,
hvort fyrirsögn nokkur ætti að
vera tveggja eða þriggja „cic-
ero“. Cicero gamla hafði ég að
vísu heyrt nefndan og meira að
segja einu sinni stautað mig fram
úr einni af ræðum hans, með litl-
um árangri þó. En hvern fjand-
ann komu þessar fyrirsagnir við
hinum forna mælskumanni og
þjóðmálaskúm? Ekki var ég stór-
um fróðari, þegar setjarinn vildi
vita, hvort hann ætti að setja á-
kveðna grein úr „corpus“ eða
„cicero“. Svona er allt dularfullt
við þetta fornfræga handverk.
Þar úir og grúir af allskonar Iaun-
helgum, sem prentararnir fremja
með litúrgiskri viðhöfn, sem eng-
ir botna í til fulls nema hinir
innvígðu. Tók það langan tíma að
læra þetta allt saman.
Einari bró hvergi
Ritstjórinn einn var í essinu
sínu og brá honum sízt við voveif-
lega hluti eða þó að siglingin væri
nokkuð höll á stundum. Meginh-
luti starfsins lenti á honum fyrsta
sprettinn, meðan allt var að kom-
ast á laggirnar. En Einar er
hamhleypa til allrar vinnu og svo
bjartsýnn að af ber. Hann sá
alltaf einhverja smugu, þar sem
öðrum mönnum fundust allar
leiðir lokaðar, og allt slampaðist
þetta einhvernveginn af. Grunur
minn er þó sá, að Þjóðviljinn
hefði aldrei kembt hcerumar ef
hann hefði ekki notið Einars.
Kannski hvarflaði það stundum
að okkur hinum, að þessi úrræði
væru nokkuð Iangsótt og hæpið
að þau kæmu að haldi. En nú er
blaðið að halda uppá tíu ára af-
mæli sitt. Þau voru ekki fá vand-
amálin, sem Einar varð að ráða
fram úr í sambandi við blaðið,
beint og óbeint.
Vandamál
ástarinnar
Fyrir kom það líka, að þessi
vandamál voru næsta persónu-
legs eðlis, t.d. þegar ástamál eins
prentarans horfðu svo óvænlega,
að líkur þóttu til, að hann mundi
hlaupa burtu úr prentsmiðjunni,
en prentara var hvergi að fá í hans
stað.
Ýmsir óþarfasnúningar töfðu
okkur allverulega fyrsta daginn,
og nokkur vanhöld þóttu í marg-
víslegri aðstoð, sem okkur var
lofað. - Greinar ýmsar höfðu að
vísu borizt hinu væntanlega
blaði, en gallinn var sá, að höf-
undar þeirra voru yfirleitt menn,
sem búið var að úthýsa hjá hinum
blöðunum, þar sem skoðanir
þeirra þóttu fara of fjarri al-
mannavegi eða frumlegri en
ástæða þótti til að birta samborg-
urunum. - Til dæmis kom einn
náungi (það var að vísu nokkru
seinna), og hafði hann meðferðis
pistil þess efnis, að konan héldi
fram hjá honum. Einu sinni, þeg-
ar hann kom heim, varð elskhugi
konunnar seinni fyrir en skyldi og
fól sig í klæðaskáp. Mun honum
hafa leiðst fangavistin, því að allt
í einu þýtur hann út úr klæða-
skápnum og laust eiginmanninn
högg mikið í höfuðið um leið og
hann þaut til dyra. Sýndi eigin-
maðurinn og verksummerki.
I t'jn'iara hússins við Bergstaðastræti 27 var Þrentsmiðja Jóns Helgasonar (Jesúprent) til húsa. Þar mætti fyrsta
ritstjórnin til starfa 30sta október árið 1936.
Kollegar í
heimsókn
Loks um kvöldið var blaðið
„komið saman“ að mestu og fátt
annað eftir en að lesa síðustu
prófarkir og „fylla nokkur göt“
hingað og þangað á síðunum.
Komu þá tveir af starfsmönnum
Morgunblaðsins, sem höfðu farið
á kenndirí eftir vinnu, til þess að
heilsa uppá þessa nýju starfs-
bræður og bjóða þá velkomna í
hópinn. Gáfu þeir okkur ýmis
góð ráð, buðu svo góða nótt og
fóru, en við Þorsteinn drukkum
brennivín með prenturunum
fram undir morgun.
, Prentvilluraunir
Á mánudagsmorguninn kom
ég til vinnu og var hinn brattasti.
En þá var það komið upp úr kaf-
inu, sem engan virtist hafa grun-
að, að ýmsar prentvillur höfðu
slæðzt með í blaðið. Ekki man ég
samt eftir að nein þeirra væri al-
varleg. En það var engu líkara,
en að allir lesendur og velunnarar
blaðsins þyrftu að hringja og til-
kynna hvílíkur vanskapningur
blaðið væri. Höfðu þeir allt á
hornum sér. Einn hafði fundið
prentvillu, annar málleysu, sá
þriðji vafasaman hugsanaferil og
sumir allt þetta og jafnvel fleira.
Einar tók þessu öllu með diplóm-
atiskri ró og skynsemi, en ég varð
því fegnastur, að útbreiðsla
blaðsins skyldi þó ekki vera meiri
en raun var á.
Meðal annarra bar þar að garði
einn af harðsoðnustu „kommu-
sérfræðingum“ bæjarins. Hafði
hann gert okkur þann frábæra
greiða að bæta inn í blaðið öllum
þeim kommum, sem hann taldi,
að blaðinu væri ekki vanzalaust
að sleppa.
Ekki móðga
flokksmenn
Seinna kom annar af góðvinum
blaðsins, sem var prentari í næstu
prentsmiðju. Var hann ærið gust-
mikill og kastaði blaðinu á borðið
fyrir framan okkur. Var það allt
undir- og útstrikað með öllum
regnbogans litum. Hafði hann
komizt að þeirri niðurstöðu, að
blaðið væri ónýtt og óhæft í alla
staði og væri sæmra að byrja ekki
fyrr en fengnir væru menn, sem
eitthvað gætu.
Hér hefur mér vafalaust fund-
izt höggvið fullnærri minni virðu-
legu persónu, því að ég lýsti því
yfir í heyranda hljóði, að maður-
inn væri fífl, sem ekki væri orðum
eyðandi við. Tók nú að síga í
náungann og lauk svo, að hann
kvaðst ekki mundu framar veita
okkur neina fræðslú af ríkdómi
náðar sinnar og vizku í öllu því er
laut að útgáfu blaða. Fór hann út
hinn reiðasti og skellti hurðum og
kom ekki aftur í nokkra mánuði.
Einar notaði tækifærið til þess að
kenna mér þá pólitísku lexíu að
móðga ekki háttvirta flokksmenn
að óþörfu. Var þetta í fyrsta
skipti, sem ég skammaðist við
prentara, er síðar varð daglegt
hlutskipti mitt í nærri tíu ár. Veit
ég og fáa hluti skemmtilegri. Mig
rekur minni til þess, að roskinn
prentari, sem var að „gera upp
reikning" liðinnar ævi, hafi kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að það
hafi verið sínar beztu stundir, er
hann átti í orðaskaki við blaða-
menn.
Tóku nú að þynnast fylkingar
vandlætaranna, og gafst okkur þá
ofurlítið færi á að sinna þeim
störfum, er framundan voru, að
koma 2. tölublaði Þjóðviljans út.
Haraldur Sigurðsson.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. maí 1986