Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Hryðjuverk og fórnarlömb Reagan kvaðst vilja berja nið- ur hryðjuverkastarfsemi þeg- ar hann sendi f lugvélar til að kasta sprengjum á T ripoli. Fáir trúa að það muni eftir ganga. En atburðirnir verða svo til þess, að menn spyrja sjálfa sig af meiri einbeittni en áður um afstöðu til hryðju- verka, að því, hvað hverog einn lætur undir það hugtak falla og hvort yfirleitt sé nokk- urt ráð til að binda endi á hryðjuverk. Þegar það sem síðast var nefnt kemur upp er freistandi að segja sem svo: leitum í hverju dæmi að frumorsök hryðjuverkanna og útrýmum henni. Fullnægjum réttlæti og þessi plága mun yfir ganga. Fullnœgjum réttlœti? Ég skal játa það fyrir mína parta, að ég hefi verið mjög hall- ur undir slíka afstöðu. En það er ekki einu sinni víst að þessi að- ferð dugi, jafnvel þótt hún væri framkvæmanleg. Setjum svo, að Palestínumenn eignuðust eigið ríki, að írland yrði sameinað, að Armenar fengju að stofna eigið ríki úr pörtum Tyrklands og kannski Sovétríkjanna (sem er reyndar ólíklegast af þessu þrennu). Þaðersamt vafasamtað hryðjuverkum mundi linna. Aðr- ir tækju við þeirri iðju - þeir sem hafa tapað, eða þeir sem teldu að ekki væri nóg að gert. Og þar fyrir utan halda þeir áfram að vera til sem ætla sér að koma eigin þjóðfélagi í meiriháttar kreppu með hryðjuverkum - sumir fasistar, aðrir ystu vinstri- menn á villigötum. Góð og vond hryðjuverk Við getum líka tekið þá af- stöðu að halda með sumum hryðjuverkamönnum en vera á móti öðrum. Það gerum við reyndar flest í nokkrum mæli, ef við reynum að vera hreinskilin. Við erum náttúrlega á móti því að flugvélum sé rænt eða þær sprengdar í lofti, vegna þess að við gætum lent í slíku sjálfir eða börn okkar í sumarreisu. En kannski höfum við einhverja samúð með IRA, af því við höf- um gamlar taugar til frlands. Kannski fyrirgefum við margt Palestínumönnum, sem voru hraktir úr landi sínu, eða þá Gyð- ingum ísraels, sem hvergi áttu heima í tvö þúsund ár. Kannski fyrirgefa menn Gaddafi margt, af því hann er á móti Könum. Eða halda með Reagan nú síðast, af því þeim stendur stuggur af þeirri arabísku þjóðernishyggju sem notar trúna til að lýsa allar að- Sá grimmi vetur... Jóhann Hjálmarsson. Ákvörðunarstaður myrkrið. AB Ljóðaklúbbur 1985. í upphafi þessarar bókar er vísað til tveggja ágætra skálda, Jóhanns Jónssonar sem spurði hvar dagarnir hefðu glatað lit sínum og Dant- es, sem skildi kannski ekkert eftir handa öðr- um skáldum að segja. Þar með er sleginn sá tónn sem ríkir í þessari bók: sálin er á haustskeiði, full með ugg og kvíða, veturinn kemur og hann verður víst ekki á brott rek- inn, skafl brýst inn í hjörtun. Og eins og svo ,oft fyrr í skáldskap verða árstíðir náttúrunnar að stundum mannsins: kannski er veturinn svo grimmur, að aðrar leiðir verða færari en samfylgd okkar ... Þennan tón slær Jóhann Hjálmarsson bók- ina út í gegn af stakri þolinmæði - það verður ekki annað sagt en hún hafi mjög ákveðinn heildarsvip. Að sönnu verður honum mis- mikið úr þessu stefi, það kemur fyrir að aga brestur og samloðun efnisins verður óviss og kuldinn og myrkrið fara að missa marks. Og ekki hefur Jóhann erindi sem erfiði þegar hann bregður á það ráð, að stytta mál sitt niður í nokkur orð. En oftar er hann í essinu sínu og marksæknari til áhrifa, en þegar hann var á þeim buxum fyrir nokkru að opna ljóðið sem allra mest. Einkum lætur honum vel að draga upp með sparsömum aðferðum tvísýnu sálarvetr- arins. Stundum er sem ástin eigi von í heimi, sem er fullur af myrkri, kannski koma hjört- un undan ís. En það getur eins verið að dauðinn sé nú þegar ráðandi í lífi manna: vetrarvindur fer yfir landið svo „fjallskugg- inn skelfur“ en það er varla að mennirnir eigi svo mennsk viðbrögð lengur, sá hinn sami vindur lœtur kvein sín berast inn í húsin, stofurnar þar sem sitja. eftirmyndir af fólki. segir í kvæði sem ber heitið „Vetur“. Á milli veikrar vonar og mikils ótta berast þessi kvæði fram. Fróðlegt dæmi um glímu Jóhanns við þetta stef er kvæði sem heitir Islenskt vor - það er ekki beinlínis um sam- fylgd árstíðanna og manntíða, að sönnu „þiðnar hið liðna“ einnig í æðum okkar en það er margt að ugga um þá „jörð“ sem kem- ur undan snjó vetrar, undan hjartans ís: Jóhann Hjálmarsson. Lognið og sólskinið halda á fjalli með þungan skafl, minjum vetrarins; í ceðum okkar þiðnar hið liðna: vitnisburður um myrkrið og frostið, þessi endalausu misseri upprunans. Jörð með kross sem við höfum smíðað úr samveru okkar og hinna sem eru víti. Jamm, helvíti það eru hinir, sagði Sartre karlinn. Enska skáldið Shelley sagði einu sinni, að sé vetur í garð genginn geti vorið ekki verið langt undan. Það var nú þá. Jó- hann Hjálmarsson fer ansi nálægt mörgu í okkar tíma, þegar hann lætur að því liggja að sumarkoman þýði ekki annað en vetur sé skammt undan. ÁB. ferðir góðar í „heilögu stríði", jiddah. Þetta er einfaldasta afstaðan. Menn kasta sínum fordómum og sinni samúð yfir á heim hermdar- verka og hugsa ekki mikið meira um þau mál. Láta það ekki valda sér teljanlegum áhyggjum, að með þessu eru sum hryðjuverk gerð góð í sálarkirnunni og önnur ill. Mín hetja er þinn glæpamað- ur. Sandinistar í Nicaragua og vinir þeirra telja kontraskærulið- anna, sem gera áhlaup frá Hond- uras hryðjuverkamenn sem fari um með brennum, morðum og nauðgunum. Reagan Bandaríkj- aforseti segir, að þessir skærulið- ar séu sannar frelsishetjur. De Valera, helstur áhrifamaður í ír- ska lýðveldinu um langan aldur, beitti IRA menn hörðum kárín- um - sjálfur hóf hann sinn feril sem „terroristi" innan IRA. Menahem Begin, forsætisráð- herra ísraels um skeið, taldi sig hafa efni á því, að fara hörðustu orðum um palestínska hryðju- verkamenn. Sjálfur stjórnaði hann írgúnsveitunum, sem voru mörgum stilltari síonistum mikill þyrnir í augum: það voru þær sem sprengdu Hótel Davíðs konungs í loft upp í Jerúsalem og skutu 250 Araba í þorpinu Deir Jassin þeg- ar barist var um skiptingu Palest- ínu. Margir þeirra sem stýrðu uppreisnum og andstpyrnu gegn grimmu hernámi hafa stigið inn fyrir þau landamæri sem menn draga gjarna um hryðjuverk. Þetta er ein sú þversögn sem nienn hafa orðið að lifa við. Með fórnarlömb- um Nú gætu menn spurt sem svo: Ert þú, mannfýlan, að halda því fram, að enginn geti verið sjálfum sér samkvæmur í for- dæmingu hryðjuverka? Að hver og einn laumi á útgöngusmugum, sem mismuni hryðjuverka- mönnum? Það er erfitt - og við munum vafalaust alltaf halda áfram að dæma hryðjuverk eftir því, hve svívirðileg þau voru. Það er vafa- laust svo, að í hverju máli eiga gjörningsmenn misjafnar máls- bætur. En það væri reynandi að gera sem allra minnst úr þessum máls- bótum. Og taka fyrst og síðast af- stöðu með fórnarlömbunum. Þegar áætlunarbíll fullur af ís- raelskum skólabörnum verður fyrir vélbyssuskothríð Palestínu- manna, þá fordæmir þú slíkt at- hæfi afdráttarlaust og hugsar ekkert um Palestínuvandamálið. Þegar skjólstæðingar ísraela fremja fjöldamorð í Shattilah, þá fordæmir þú slíkt athæfi og lætur spurningar um tilverurétt Israels lönd og leið. Þú ert með þeim kaþólskum, sem sátu á sinni krá í Belfast þegar sprengjan sprakk, og þeim mótmælendum sem sátu á sínum bar í Derry þegar hand- sprengjum var kastað þar inn. Þegar Sjítar með undarleg sam- bönd ræna fólki af þeirri einu á- stæðu að það hefur bandarískan passa, þá stendur þú með Amer- íkönunum og lætur andúð þína á Reagan eða auðvaldinu lönd og leið. Sá sem tekur slíka afstöðu er kannski ekki í sérlega sterkri stöðu eins ogþað heitir. Hann má búast við því að vera álitinn heig- ull, hann hafi hlaupið í felur undan illsku heimsins í stað þess að taka á móti henni eins og mað- ur. Og þá það. Hann getur svarað á móti og sagt: Það er þó viss siðferðilegur styrkleiki í því, að vera alltaf sömu megin við byssu og sprengju. Og þá ekki við hlið þeirra sem á slíkum tólum halda. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.