Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 10
Norska söngkonan Ása Kleveland verður kynnir í Grieg-höllinni. HELLO Hundruð miljóna evrópskra sjónvarpsóhorfenda sitja límdar við tœkið þegarSöngvakeppni sjónvarpsstöðva hefst í Grieg-höllinni í Björgvin. Á Gleðibankinn einhvern séns? Ef marka má þá stemmningu sem tekist hefur að skapa í kringum Gleðibankann hans Magnúsar Eiríkssonar má bú- ast við að ekki verði kvikindi á ferli um götur hér á landi milli 7 og 10 á laugardagskvöld. Þá fer nefnilega fram í Björgvin á vesturströnd Noregs Söngva- keppni sjónvarpsstöðva í Evr- ópu í 31. sinn. Og í fyrsta sinn tekur ísland þátt í keppninni. Þátttaka íslendinga í þessari keppni hefur verið umdeild. At- hyglisverðasta röksemdin sem heyrst hefur gegn þátttöku er efa- laust sú að hætta sé á að við vinn- um keppnina. Það þýðir nefni- lega að við yrðum að halda keppnina að ári og til þess hefur íslenska sjónvarpið hvorki fjár- hagslegt né tæknilegt bolmagn. Diggi-loo og La, la, la Önnur röksemd gegn þátttöku í keppninni er sú að hún sé ómerkileg og að listrænt og menningarlegt gildi hennar sé ekki neitt. Þessi röksemd heyrist víðar en á íslandi. Menn hafa haldið því fram að öll lögin séu á sömu bókina lærð, einskonar samevrópsk moðsuða, og að það lag sé líklegast til sigurs sem er líkast öllum hinum. Þeir sem eru þessarar skoðunar benda á heiti nokkurra vinningslaga máli sínu til stuðnings: La, la, la hét eitt, Boom bang-a-bang annað, A-ba- ni-bi það þriðja, Diggi-loo diggie-ley það fjórða osfrv. Franskir sósíalistar voru þess- arar skoðunar og þegar þeir kom- ust til valda létu þeir ríkissjón- varpið hætta að sýna lokakeppn- ina. Með því kváðust þeir vera að auka menningarleg gæði sjón- varpsins. En þá ráku franskir sjónvarpsáhorfendur upp rama- kvein og sjónvarpið sýndi loka- keppnina strax næsta ár. Norski söngvarinn Jahn Teigen sem vann það afrek árið 1978 að fá ekkert stig í atkvæðag- reiðslunni hefur sagt um keppn- ina að flest lögin sem þar eru flutt séu óttalegt rusl. „En eitthvað er það við keppnina sem fellur fólki í geð. Ég veit ekki hvað það er,“ segir Teigen. Misjöfn afdrif sigurvegara Afrek Teigens er einstætt í 30 ára sögu keppninnar. Sumir segja að hann hafi ekki hlotið neitt stig vegna þess að hann hafi reynt að vera öðruvísi en hinir keppend- urnir. Sjálfur sagðist hann hafa náð því takmarki sem hann setti sér með þátttökunni: að vekja á sér athygli. Og vissulega tókst honum það enda hefur hann ver- ið einn vinsælasti skemmtikraftur Noregs undanfarin ár. Það er síður en svo einhlít uppskrift að velgengni að sigra í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Raunar má segja að einungis einni söngsveit hafi tekist að snúa slíkum sigri upp í frægð og frama á alþjóðamarkaði. Það var sænska hljómsveitin Abba sem sigraði í keppninni árið 1974 með laginu Waterloo. Næstu árin urðu fjórmenningarnir í Abba þekktir um allan heim, seldu plötur í miljónaupplögum og rök- uðu saman fé. Aðrir sigurvegarar hurfu fljótt úr sviðsljósinu þótt meirihluti þeirra sé enn viðloðandi skemmtanaiðnaðinn. Og stund- um hefur þeim sem varð númer tvö vegnað betur en sigurvegar- anum. Árið 1968 varð Cliff Ric- hard í öðru sæti á eftir spænsku þátttakendunum. Lag hans, Congratulations, varð metsölu- lag víða um heim en La, la, la heyrðist örsjáldan eftir að keppn- inni lauk. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. maí 1986 slensku fulltrúarnir, sönghópurinn lcy: Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi Gunnarsson. Mynd: E.ÓI. Grieg-höllin í Björgvin er glæsilegt hús. Abba og Bobbysocks Sé litið á listann yfir sigurveg- arana frá upphafi kemur í Ijós að frakkar og hollendingar hafa oft- ast unnið eða 5 sinnum hvor þjóð. Bretar og lúxemborgarar hafa unnið fjórum sinnum en alls hafa 15 þjóðir unnið í keppninni. Frændur okkar á Norðurlöndum hafa fjórum sinnum borið sigur úr býtum. Danska söngdúóið Grethe og Jörgen Ingmann unnu fyrst árið 1963 með laginu Danse- vise. Svíar hafa tvívegis unnið keppnina, árið 1974 og svo aftur réttum tíu árum seinna þegar Herrey bræðurnir færðu lagið Diggi-loo diggie-ley fram til sig- urs. Og í fyrra var röðin komin að norðmönnum. Þá höfðu þeir loks jafnað sig eftir frammistöðu Jahn Teigen sjö árum áður. Stúlkurnar tvær í Bobbysocks sem heimsóttu okkur í vor sigruðu með laginu La det swinge. Þá trylltist norska þjóðin af gleði, þúsundir ung- menna dönsuðu á strætum Osló fram eftir nóttu og Kaare Willoch forsætisráðherra bauð öllum er- lendum sendimönnum í borginni til veislu með sólarhrings fyrir- vara. Stúlkum kennt að brosa Að þessu sinni er keppnin haldin í Björgvin í krafti þeirrar reglu að sigurvegari fyrra árs haldi keppnina hverju sinni. Norðmenn hafa lagt sig alla fram um að keppnin verði sem veg- legust enda ríkir mikill áhugi á henni meðal þjóðarinnar eftir velgengni Bobbysocks í fyrra. Norsk blöð hafa verið uppfull af greinum og viðtölum um keppn- ina undanfarnar vikur og mánuði og yfirvöld í Björgvin ætla svo sannarlega að notfæra sér það stórkostlega tækifæri til kynning- ar sem keppnin færir þeim. Vikum saman hafa landkynn- ingarbæklingar streymt til okkar hér á Þjóðviljanum og að sögn Reuter hafa 150 ungar stúlkur verið sendar á sérstakt námskeið þar sem þeim er kennt að brosa framan í útlendinga. Ljóst er að íbúar borgarinnar verða í miklu hátíðarskapi. Sjálf lokakeppnin fer fram í menningarhöll sem kennd er við þekktasta tónskáld norðmanna, Edvard Grieg, sem bjó í Björ- gvin. Hann átti raunar frum- kvæði að því árið 1897 að komið yrði upp tónlistarhúsi fyrir sin- fóníuhljómsveit borgarinnar en 80 ár liðu þar til hún var fullgerð. Grieg-höllin var vígð í maí árið 1978 og var það Ólafur konungur sem tók það að sér. Senan sem þau Eiríkur, Helga og Pálmi stíga fram á til að flytja Gleðibankann er heilir 800 fer- metrar að stærð svo nóg er svig- rúmið til að hreyfa sig. Þessi sena er þannig gerð að henni má breyta í skautasvell eða íþrótta- völl með lítilli fyrirhöfn. Sjálft húsið þykir einkar fallegt en þáð er teiknað af danska arkitektin- um Knud Munk. Margir heimsfrægir tónlistarmenn hafa heiðrað húsið með nærveru sinni á þeim átta árum sem liðin eru frá vígslu þess en þar hafa norskir stjórnmálamenn einnig flutt kosningaræður og olíufurstar kynnt sér það nýjasta í olíuvinns- lu á stórum vörusýningum. Flókin tœknihlið Giskað hefur verið á að áhorf- endur að Söngvakeppni sjón- varpsstöðva verði á bilinu 400- 600 miljónir talsins. Til þess að koma keppninni til alls þessa fjölda þarf mikinn tæknibúnað. í Grieg-höllinni verða 12 upptöku- vélar í salnum og einnig baksviðs þar sem keppendurnir halda sig. Fjórir stórir sjónvarpsskermar verða í salnum og 150 sjónvarps- tæki í húsinu og næsta nágrenni þess. Frá höllinni verður keppnin send. eftir norsku ströndinni til Osló og þaðan til Agestad sem er utan við Stokkhólm. Þar hefur geislinn sig á loft upp í gervi- hnöttinn ESC en tíu móttöku- stöðvar taka við geislanum úr honum og dreifa honum áfram. Bregðist þessi leið er önnur til taks sem liggur um gervihnöttinn Intelsat. Eins og menn vita greiða þátt- tökuþjóðirnar tuttugu atkvæði um lögin og er það meiriháttar tæknimál að koma þeirri at- kvæðagreiðslu til skila. Flest at- kvæðin skila sér um miðstöð í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi en íslenska atkvæðið fer um Kaup- mannahöfn þar sem það slæst í för með atkvæði dana til Björg- vinjar. 11 manna dómnefnd En hvernig fer atkvæða- greiðslan fram í hverju landi? Um hana gilda strangar reglur sem nú verða útskýrðar í grófum dráttum. Hver þátttökuþjóð velur 11 manna dómnefnd og má ekki skýra nefndarmönnum né al- menningi frá vali hennar fyrr en viku fyrir lokakeppnina. Þessi nefnd á að endurspegla almenn- ing f landinu. Skipting kynja skal vera sem jöfnust og ámóta margir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.