Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 9
Fjöllistamennirnir GuðmundurÁrmannog Gunnar Kr. Jónasson. Mynd: GA. Það marrar í hverju þrepi þegar gengið er upp stigann í Hafnar- stræti 86 á Akureyri. Húsið er líka komið til ára sinna, byggt árið 1903 úr tilhöggnum viði inn- fluttum frá Noregi. Fjármunum hefur ekki verið sólundað í við- hald hin síðari ár frekar en í mörg önnur eldri hús á Akureyri, þótt vissulega séu þar undantekningar á. Á annari hæð í þessu húsi er teiknistofan STÍLL. Hún er í eigu þeirra Guðmundar Ármanns og Gunnars Jónassonar. Guðmund- ur er löngu landskunnur mynd- listarmaður og stundar þá iðju með vinnu sinni á teiknistofunni. Gunnar hefur að vísu aldrei hald- ið málverkasýningu, en fæst við listsköpun í hjáverkum, eins og hann sjálfur segir. Gunnar er lið- tækur ljósmyndari sem lesendur Þjóðviljans hafa notið góðs af um nokkurt skeið. Hann tekur líka myndir fyrir málgagn þjóðfrelsis og sósíalisma á Norðurlandi, blaðið Norðurland, sem Alþýðu- bandalagið á Norðurlandi eystra gefur út. Forvitnin rak undirritaðan á vit þessara pilta einn morguninn. Þegar við höfðum fengið okkur te í krúsir og komið okkur fyrir í djúpum hægindum, spurði ég Guðmund Ármann fyrst að því hvað hefði orðið til þess að lista- maðurinn hefði leiðst út í rekstur teiknistofu. Guðmundur þáttur Ármanns - Það var eiginlega fyrir algjöra tilviljun að ég byrjaði á þessu, svaraði Guðmundur. Hér áður fyrr vann ég sem verkmaður í Slippstöðinni, en varð að hætta þar vegna málningaeitrunar sem ég varð mér úti um. Ég var í hálf- gerðri biðstöðu og velti fyrir mér ýmsum hlutum, þegar Friðgeir Axfjörð kallar eitt sinn í mig hér úti á götu og spyr hvort mig vanti ekki vinnu. Friðgeir vann þá sem teiknari hér í bænum, gerði skilti og ýmislegt fleira í þeim dúr. Jú, ég sló til og þannig byrjaði þetta. Eg komst fljótt að því að mikið var að gera í skiltagerðinni og fór því til kunningja míns í Slippnum sem heitir Kristján Steingrímur og segi honum bless- uðum að hætta þessu fokki og koma heldur með mér í skiltin, það sé nóg að gera. Kristján gleypir við þessu og við byrjum að vinna saman, ásamt því að vera báðir á fullu í myndlistinni. En við fengum illa eða ekkert borgað svo að við ákváðum bara að stofna okkar eigið fyrirtæki. Við kölluðum það Teiknistofu K.G. Sú stofa var aldrei hugsuð sem fyrirtæki í venjulegum skiln- ingi orðsins, heldur nokkurskon- ar hjálpartæki til að hafa í sig og á, og geta þá sinnt myndlistinni meira. Við höfðum nóg að gera. En svo fer Kristján suður í Myndlistarskólann og ég vinn í þessu einn um tíma. Það er það að Ragnar Lár flytur til Akur- eyrar og setur á stofn teiknistofu. Hann átti ljósmyndavél fyrir teiknistofur og fékk ég afnot af henni. í stuttu máli sagt, varð þessi samvinna okkar Ragnars til þess að við stofnuðum teiknistof- una STÍL árið 1980 og festum kaup á þessu húsnæði sem við erum núna í. Fyrir u.þ.b. þremur árum hætti Ragnar en Gunnar Jónsson keypti hlut hans. Eftir að Gunnar Rœttvið fjöllistamennina Guðmund Ármann og Gunnar Kr. Jónasson kom inn í dæmið hafa verkefnin aukist ennþá meir... hann er svo skratti naskur bissnesmaður drengurinn! - Já, þú þarft endilega að koma því að, grípur Gunnar fram í og hlær. Helst að hafa það feitletr- að! Gunnars þáttur Jónassonar Gunnar hefur nú vakið athygli á sér og vill greinilega komast að. • Hann er því spurður að því hvort honum finnist ekki dálítill munur á því að vinna með teiknipenna í staðinn fyrir logsuðutæki. Dreng- urinn er nefnilega plötusmiður að mennt og vann við þá iðju í Slippstöðinni í níu ár. - Jú, ekki get ég neitað því. En ég kann þessu starfi ákaflega vel. Þarna fer saman bæði vinna og áhugavert tómstundagaman. Ég hef líka mjög góðan leiðbeinanda hérna, bæði í myndlistinni og skiltagerðinni. Annars ætlaði ég til Bretlands hér á árum áður til að læra ljósmyndun. En Margar- et Tatcher hefur líklega haft ein- hvern pata af því, í það minnsta hækkaði hún skólagjöldin svo mikið að ég hafði ekki efni á að fara í nám til hennar. - En hvað er það svo sem þið framleiðið? - Ja, það er kannski svolítið erfitt að svara því í stuttu máli, segir Gunnar og klórar sér í höfð- inu. En tökum dæmi. Ef þú ætlar að stofna fyrirtæki getum við sinnt þér um allt í sambandi við merkjahönnun, skiltagerð, um- búðir, borðfána (þegar þú hefur grætt í tíu ár!)... bréfhausa, lím- miða, minjagripi... í rauninni allt sem ein teiknistofa getur gert, og meira til. Við prentum líka á boli og vinnugalla. Við getum þess vegna útbúið fyrir þig eyrna- lokka. - Eru þó engin takmörk fyrir því sem þið takið ykkur fyrir hendur? - Nei, í rauninni ekki. - Hafiði kannski hugleitt að fara út í tattóeringar? - Nei, hló Gunnar og barðist við að halda teinu upp í sér. Ann- ars kom tattóeringin til tals eftir að þátturinn um þessa merku list- grein var sýndur í sjónvarpinu nú á dögunum. En ég hugsa að við förum ekki inn á þann markað, ekki í bráð að minnsta kosti. Grœna grasið Þegar þeir félagar voru spurðir að því hverjir helstu viðskiptavin- irnir væru sögðu þeir það mestan part norðlensk fyrirtæki og ein- staklinga. - Þó er ennþá dálítið um það að Norðlendingar leiti til teiknistofa fyrir sunnan, sagði Gunnar, jafnvel þó að við getum boðið upp á nákvæmlega sömu þjón- ustu sem í mörgum tilfellum er ódýrari. - Já, það er staðrey nd að mörg- um finnst enn sem grasið fyrir sunnan sé grænna en hér fyrir norðan heiðar, sagði Guðmund- ur Ármann. Sláandi dæmi um það er Amaró, sem flytur inn vörur frá útlöndum og selur í miklu magni til Reykjavíkur. Síð- an eru það Akureyringar sem panta þessar vörur að sunnan, jafnvel þótt þær standi í búðar- hillum fyrir framan nefið á þeim hér á Akureyri. Auðvitað er þetta eitt af því sem er á góðri leið með að merg- sjúga þennan bæ. Minnimáttar- kenndin og ósjálfstæði gagnvart höfuðborgarsvæðinu er alveg ótrúleg á mörgum sviðum. Lítum til dæmis á menningarlífið eða atvinnulífið. Það er enginn mað- ur með mönnum nema hann sæki slíka hluti suður. Hér opna stór fyrirtæki, útibú banka og annað í þeim dúr og skreyta veggi sína með myndlist að sunnan. Af hverju, mér er spurn? Það er verðugt umhugsunarefni. f þessum svifum kom inn mað- ur í grænum samfestingi með gult olísmerki í barminum. Hann var að huga að stóru skilti sem þeir Guðmundur og Gunnar voru að gera fyrir olíuverslunina. Þeir þurftu að sinna manninum svo að ég kvaddi og þakkaði fyrir te og tal. -GA Sunnudagur 4. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.