Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 12
Umhverfismál
Þarf nokkuð
að breyta
Laugames-
tanganum?
Aksel Thomsen garðyrkjustjóri í Óðinsvéum:
Það þarfað draga úr áhrifum
tœknimanna á mótun umhverfisins
Ánýafstaðinni ráðstefnu
Sambands íslenskra
sveitarfélaga um umhverf-
ismál var meðal frummæl-
enda danskur gestur, Aksel
Thomsen garðyrkjustjóri
borgarinnarÓðinsvéaáFjóni.
Hann hefur gegnt því embætti
í hartnær þrjá áratugi og nýtur
mikils álits meðal stéttar-
bræðra sinna, landslagsarki-
tekta og annarra sem afskipti
hafa af umhverfismálum.
f erindi sínu á ráðstefnunni
skýrði Thomsen nokkuð frá
stjórnun garðyrkjumála í Óðins-
véum sem er talsvert frábrugðin
því sem gerist víðast hvar í Dan-
mörku að ekki sé talað um td. hér
í Reykjavík. í Óðinsvéum heyrir
embætti garðyrkjustjóra beint
undir borgarstjórn og kjörna
borgarfulltrúa en ekki eins og hér
þar sem garðyrkjustjóri er settur
undir bæði gatnamálastjóra og
borgarverkfræðing.
„Það er mikilvægt að rök-
semdir okkar hafi beinan aðgang
að hinum kjörnu fulltrúum,"
segir Aksel Thomsen í spjalli við
Þjóðviljann. „Tæknimenn hafa
um langan aldur haft völdin í
Danmörku og það hefur reynst
erfitt að draga úr völdum þeirra.
Þeir sem starfa að umhverfismál-
um þurfa að auka samskipti sín
við stjórnmálamennina og áhrif
borgarbúa þurfa líka að aukast.
Að því getum við embættismenn-
irnir stuðlað."
Að auka
óhrif íbúanna
— En eru td. verkfrœðingar
ekki fœrir um að sinna umhverf-
ismálum?
„Ég er ekkert á móti verkfræð-
ingum, síður en svo. En þeir hafa
annað uppeldi en við, þeirra upp-
eldi miðast við hámarksafköst og
rökrétt samhengi hlutanna. Okk-
ar viðfangsefni, náttúran, lýtur
öðrum lögmálum. Sjáðu trén sem
fella laufin á haustin og valda
miklum önnum í hreinsunar-
deildinni. Við þurfum að sjálf-
sögðu að vinna með verkfræðing-
unum en ekki á móti þeim. Það
gerum við líka á þann hátt að í
skipulagsnefnd situr einn lands-
lagsarkitekt frá embætti garð-
yrkjustjóra sem hefur þá skyldu
að veita upplýsingum í báðar átt-
ir.“
— Pú minntist á aukin áhrif
íbúa, eru þau lítil í Danmörku?
„Á Fjóni og í Óðinsvéum ríkir
hefð í umhverfismálum sem er
mjög jákvæð og ólík því sem ger-
ist í flestum öðrum borgum Dan-
merkur. í Óðinsvéum er lítið af
blokkum og íbúar vanir því að
hafa garða í kringum sig. Þetta
hefur gert mitt starf auðveldara
og tryggt pólitískan stuðning við
mótun umhverfisstefnu.
En eins og víða hafa íþróttafé-
lög og samtök bfleigenda haft
sterka stöðu og getað lagt undir
sig stór svæði. Notendur grænu
svæðanna hafa ekki verið eins
skipulagðir og því haft minni
áhrif. Nú er búið að samþykkja
ný skiplagslög í Danmörku en
samkvæmt þeim gefst íbúunum
meiri möguleiki á að hafa áhrif og
taka þátt í mótun umhverfisins.“
30% grœn svœði
—• Hvernig hefur gengið að
tjónka við stjórnmálamennina?
„Það hefur gengið vel, ég hef
starfað með borgarstjórum jafnt
úr borgaralegum flokkum sem
jafnaðarmönnum og aldrei lent í
vandræðum. í Danmörku eru all-
ir flokkar jákvæðir í garð um-
hverfisverndar enda sjá þeir að
það Iaðar að kjósendur. Það hef-
ur verið stofnað sérstakt ráðu-
neyti umhverfismála og ríkið hef-
ur tekið aukinn þátt í skipu-
lagsmálum. Þetta hefur ma. vald-
ið því að flokkur græningja hefur
ekki náð fótfestu í Danmörku
eins og gerst hefur víða í nág-
rannalöndum okkar.
Þegar ég hóf störf var engin
stefna til í umhverfis- og útivist-
armálum og lítið samhengi í því
sem gert var í þeim efnum. Fyrir
bragðið urðu grænu svæðin út-
undan í skipulaginu. Þetta hefur
breyst. Nú er búið að ákveða há-
Fóstra
óskast til starfa á leikskóla Ólafsvíkur. Fóstru-
menntun áskilin. Laun samkvæmt launakerfi op-
inberra starfsmanna. Allar nánari upplýsingar
veitir bæjarstjóri í síma 93-6153.
Aksel Thomsen úti fyrir Kjarvalsstöðum þar sem ráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um umhverfismál fór fram
á dögunum. Mynd: Sig.
marks nýtingarhlutfall á öllum
byggingarsvæðum og að þar sem
byggð nær 6 íbúðum skuli gert
ráð fyrir grænu svæði af tiltekinni
stærð. Þetta er núna tryggt í
lögum en hver bær mótar svo sína
stefnu.
í Óðinsvéum hefur borgar-
stjórn sett sér það pólitíska mark-
mið að 30% af bæjarlandinu skuli
vera grænt svæði. Þessu svæði er
svo skipt upp í þrjá flokka. Næst
íbúðunum skulu vera græn svæði
svo þétt að íbúarnir þurfi aldrei
að fara lengra en 150 metra til að
komast á slíkt svæði. Þetta er
mikilvægt til að tryggja börnun-
um aðgang að grænum svæðum. f
öðru lagi eru svo hverfisgarðar og
í þriðja lagi almenningsgarðar og
stærri útivistarsvæði. Þessi svæði
eru svo tengd með stígum sem
eiga að vera 300 km samtals og
eru þegar á þriðja hundrað kfló-
metra á lengd.
Með þessu móti komumst við
hjá því að þurfa að standa í þrasi
við borgarstjórn um hvern ein-
stakan blett. Auk þess tryggir
þessi skipan raunverulega
friðun.“
Breytt viðhorf
„Annað sem hefur breyst á síð-
ustu árum er að nú eru grænu
svæðin opnari almenningi en
áður. íbúar Óðinsvéa eru mjög
reglusamir og hirðusamir og lengi
vel báru almenningsgarðar keim
af því. Þeir voru þaulskipulagðir
og stranglega bannað að ganga á
grasinu. Nú hefur afstaðan til
grænu svæðanna gerbreyst.
Svæðin líta etv. ekki eins vel út en
þau eru mun meira notuð.
Þetta helst í hendur við við-
horfsbreytingu sem orðið hefur
meðal okkar landslagsarkitekta.
Við sem lærðum fyrir miðja öld-
ina pældum mest í því að búa til
fína smáhluti og komast í blöðin
út á þá. Við vorum undir áhrifum
frá manni að nafni C. Th. Sörens-
en sem kenndi okkur. Hann var
mikið fyrir að búa til listaverk í
landslaginu og var mjög geómetr-
ískur. Það skipti hann minna máli
hvort listaverkin gögnuðust al-
menningi.
Yngra fólkið hugsar meira um
heildina en við gerðum. Það vill
hafa stóru línurnar á hreinu og
segir sem svo að ef þær eru skýrar
sé alltaf hægt að leysa úr öllum
smærri vandamálum. En ef við
gerum stór mistök dugi engar
smálausnir. Þetta finnst mér gott
viðhorf.“
Laugames-
tanginn
— Pú hefur skoðað þig um hérá
höfuðborgarsvœðinu, hvernig
finnst þér okkur hafa tekist upp í
mótun grœnu svœðanna?
„Ég vil nú ekki setjast í dóm-
arasæti eftir svo lítil kynni. Hér
eru aðstæður svo frábrugðnar því
sem við eigum að venjast í Dan-
mörku. Þið hafið miklu meiri
möguleika á að komast út í ó-
snortna náttúru, ganga á fjöll,
stunda skíðaíþróttina oþh. Ég hef
séð íbúðarhverfi sem eru mjög
gróðursæl en einnig önnur þar
sem þyrfti að auka gróðurinn. En
það er hægt að gera svo margt á
sviði gróðursetningar, það þarf
ekki endilega að planta trjám út
um allt. Þau geta víða raskað
myndinni.
En ef ég á að nefna einn stað
þar sem ég vildi vara borgaryfir-
völd við því að rasa um ráð fram
þá er það Laugarnestanginn. Ef
þið eyðileggið hann verður það
ekki bætt. Eg hef þekkt Sigurjón
Ólafsson og verk hans lengi en
þegar ég heimsótti ekkjuna hans
og sá umhverfið sem hann vann í
skildi ég verkin hans betur. Þau
þurfa mikið pláss og njóta sín alls
ekki í litlum garði. Þið þurfið að
hugsa ykkur vel um áður en þið
ákveðið að reisa tollskemmur og
olíutanka og leggja hraðbrautir
um Laugarnestangann. Þið þurf-
ið að spyrja ykkur þeirrar spurn-
ingar hvort vert sé að breyta
nokkru á tanganum. Það er verr
af stað farið en heima setið að
búa þar til lélegan garð sem svo
þarf kannski að rífa upp eftir 25
ár eða svo,“ sagði Aksel Thoms-
en.
—ÞH
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. maí 1986