Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 17
________________LEIÐARASÍÐA___________ Vaðið í villu og svíma Ferskur í gáma - það er framtíðin í kjölfar þeirrar umræðu um útflutning á ferskum fiski, sem Þjóðviljinn opnaði í vetur er leið eftir för tíðindamanns blaðsins til v-þýskrafiskihafna, hafaorðið umræður í blöðum um málið ekki síst vegna stór vaxandi ferskf isks útflutnings í gámum á vertíðinni. Því miður hafa þær umræður allar farið inná innihaldslaust frjálshyggju kjaftæði um það hvort útgerðarmenn eigi að fá að græða í friði eða hvort fiskvinnslan í landi á að fá að græða. Meira aðsegjaforingi útgerðarmanna Kristján Ragnarsson stóðst ekki freistinguna um að fara inná þessa braut í skrifum sínum f Morgunblaðið um síðustu helgi. Fréttaskýring sú sem Morgunblaðið var þá með um málið var byggð á þessu sama og auðvitað stóð blaðið væklandi á milli útgerðarmanna og fiskverkenda og vildi hvorugan hópinnstyggja. Dagblaðið skrifaði í vikunni leiðara um málið og var við sama heygarðshornið. Alvarlegt mál Hér er um að ræða miklu alvar- legra mál fyrir okkur íslendinga en svo að blanda eigi frjálshyggju kjaftæði inní það. Málið snýst alls ekkert um það hvort einhver út- gerðarmaður græðir meira eða minna á því að selja ferskan fisk út í gámum. Málið snýst einfald- lega um fjárhagslega framtíð þessarar þjóðar sem lifir nær ein- göngu á sjávarafurðum. Fram hjá því verður ekki horft að útflutningur á ferskum fiski er það sem koma skal og hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Sú aðferð að frysta fisk og selja hann þannig út var besta geymsluaðferð síns tíma. Það þýddi aftur á móti ekki að fólk tæki frystan fisk fram yfir fersk- an. Auðvitað hafa allir alltaf vilj- að fá ferskan fisk ef það er hægt. Við þekkjum það best á sjálfum okkur íslendingum. Hver kaupir frosinn fisk ef hann getur fengið nýjan? Enginn. Þegar frysting hófst var ekki til tækni að flytja fisk út ferskan og þess vegna sætti fólk, sem vildi borða fisk, sig við frosinn fisk, um annað var ekki að ræða. Nú aftur á móti er komin til sögunnar tækni, sem gerir það kleift að flytja ferskan fisk hvert sem er. í gámum með skipum á styttri leiðum, en með flugi lengri leiðirnar. Þar af leiðir að fisk- neytendur vilja fá sinn fisk fersk- an og eru tilbúnir að greiða miklu hærra verð fyrir hann en frosinn. Þessu verðum við að bregðast við íslendingar og svara kalli tímans. En því er þetta svo alvarlegt mál fyrir okkur að miljarða fjár- festing liggur í frystihúsum og tækjum um allt land, sem gætu orðið óþörf ef ekki verður rétt brugðist við. Að berja hausnum við stein Því miður hafa forráðamenn fiskvinnslunnar barið hausnum við stein og neitað að trúa því að gámaútflutningur og neysla á ferskum fiski væri það sem koma skal. Og einmitt þess vegna hefur verið haldið áfram með bundið fyrir augun. Svo gerist það á síðasta ári að læknar uppgötva að þeir sem borða fisk eru í minni hættu en kjötætur að fá ýmsa blóð- og hjartasjúkdóma, sem hvað harð- ast leika mannkynið um þessar mundir. Þeir sendu út, og eru enn að senda út, áskoranir til fólks um að auka fiskneyslu sína. Þetta hefur hrifið og margir sem lítt hafa verið hrifnir af fiskneyslu borða nú fisk. Því eykst fisk- neysla stórum um allan heim og þeim mun meira sem aukin tækni gerir það mögulegt að fá ferskan fisk í stað frosins. Meira að segja eykst fiskneysla nú í Bandaríkjunum, en þar hef- ur hún verið afar lítil. Talið er að á milli 1% og 2% þjóðarinnar séu fiskneytendur. Menn mega ekki blanda því saman við sölu SH og SÍS á fiski til Bandaríkjanna og neyslu almennings á fiski. Megn- ið af þeim frosna fiski sem við og aðrar þjóðir selja til Bandaríkj- anna fer í mötuneyti fangelsa og skóla og á skyndibitastaði. Fros- inn fiskur frá íslandi liggur ekki frammi í alvöru fiskverslunum. En nú, þegar fiskneysla almenn- ings þar vestra, sem annarsstað- ar, eykst, kemur upp krafa frá fólki um ferskan fisk. Það er stutt í það að mikill og góður markað- ur opnist fyrir alvöru í Bandaríkj- unum fyrir ferskan fisk. En þá verðum við líka að gera okkur grein fyrir því, að ekki þýðir að bjóða á þeim dauðhreinsaða mat- vælamarkaði annað en úrvalsvör- ur. Sú tilraun sem gerð var með útflutning á ferskum karfa til Bandaríkjanna fór útum þúfur að mestu vegna óvandvirkni. Það er ekki sama hvort verið er að selja fólki fisk, sem veit hvað fiskur er. Veit að hann hefur bæði bein og roð eða þeim sem ekkert veit um fisk og má ekki sjá kusk á flakinu. Viðurkennum staðreyndir Útflutningur á ferskum fiski er hafinn, tækni sem gerir það mögulegt er fyrir hendi og á eftir að taka framförum. Þessar stað- reyndir verðum við að viður- kenna og snúast rétt við þeim. í veði er miljarða fjárfesting í fryst- ihúsum landsins. En hvernig get- um við brugðist rétt við? Stór spurning sem erfitt er að svara til hlítar. Nú um stundir er 18% tollur á ferskum flökum til EBE land- anna en 3% eða 4% á slægðum fiski. Ef hægt er og að því verður að fara að vinna, að fá tollana á flökum lækkaða, þá má hugsa sér að hægt sé að nýta frystihúsin til að flaka fisk og senda flökin fersk út í gámum. Það er einnig hægt að hugsa sér að vinna þar tilbúna sjávarrétti og flytja út, því margir vilja fá fisk þannig í búðum. Annað stórt vandamál er atvinna þeirra þúsunda manna sem hafa atvinnu sína í frystihús- um. Ef ekki á að koma til stór- fellds atvinnuleysis hjá fiskverk- unarfólki á komandi árum, verð- ur að snúast gegn þessum vanda strax og það er hægt. Frjálshyg- gju kjaftæði um hver á að græða og hver ekki á þessum breyting- um verður að eyða og ræða málið af alvöru. Uppsprengt fiskverð Nú, þegar þessi ferskfiskþróun er á byrjunarstigi ef svo má segja er verðið í Bretlandi og V- Þýskalandi mjög hátt. Menn tala um helmingi hærra verð en fisk- kaupendur hér heima greiða. Menn þekkja núorðið líka sveifl- urnar á mörkuðunum. Verðið er fljótt að lækka þegar mikið berst að. Það er því alveg ljóst að það verð sem nú heldur mönnum uppí skýjunum er heldur ekki til frambúðar. Eftir því sem flutn- ingatækninni fleygir fram og framboð á ferskum fiski eykst, lækkar verðið þótt það fari að sjálfsögðu aldrei niður í það smánarverð sem fiskkaupendur hafa komist upp með að greiða sjómönnum hér á landi til þessa. En þessi þróun verður ekki stöðvuð og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur íslend- inga að snúast þegar við þeim mikla vanda hér innanlands sem ferskfiskútflutningurinn mun valda. Sá vandi kemur margfald- ur í bakið á okkur ef við bregð- umst ekki rétt við strax. Frjáls- hyggjugrautur á ekkert erindi inní þá umræðu eða framkvæmd- ir, sem framkvæma verður til lausnar vandanum. -S.dór LEIÐARI ekki augunum Lokum Sú þróun, sem hafin er, aö flytja ferskan fisk út í gámum verður ekki stöövuö. Hvar sem er í heiminum vill fólk frekar ferskan fisk en frosinn. Frysting var bylting varðandi geymslumögu- leika á sínum tíma. Nú er komin fram ný tækni sem gerir það mögulegt aö flytja ferskan fisk óskemmdan langar leiðir. Sá mikli verðmunur, sem er á ferskum fiski og frystum flytur okkur heim sanninn um að þetta er það sem koma skal, það sem tekur við af frystingunni. Þessi breyting setur okkur íslendinga í mikinn vanda. Um allt land hefur á síðustu áratugum verið lagt í miljarða fjárfestingu við að byggja upp fullkomin frystihús sem veitt hafa þúsundum manna atvinnu og verið aðal lífæðin í þorpunum umhverfis landið. Nú kann þetta að breytast. Sú breyting skapar vanda sem ekki verður undan vikist að leysa. Það versta sem fyrir gæti komið væri ef menn berðu höfðinu við stein og neituðu að horfast í augu við staðreyndir. Segðu sem svo: ferskfiskútflutningur er tísku- fyrirbæri. Sú umræða sem hefur átt sér stað í málgögnum Sjálfstæðisflokksins, Morgunblað- inu og DV hefur byggt á frjálshyggju málæði, fullkomlega marklausu. Málið snýst alls ekki um það hvort útgerðarmaðurinn græðir á gámaút- flutningi eða fiskverkandinn á því að frysta. Mál- ið snýst einfaldlega um það hvernig við getum snúist við þeirri þróun sem hafin er og halda mun áfram. Á það hefur verið bent að tollur á ferskum flökum sé það hár í löndum Efnahagsbanda- lagsins að útflutningur þeirra sé nær útilokaður. Aftur á móti er tollur af slægðum fiski lágur, og því hagstætt að selja hann á Evrópumarkaði. Það er því Ijóst að eitt af því sem byrja verður á er að fá tolla af flökum lækkaða niður í það sem þeir eru af slægðum fiski. Ef það tekst væri miklu bjargað. Þar með opnaðist sá möguleiki að flaka fisk í frystihúsunum hér á landi og flytja flökin út fersk í gámum. Fersk flök eru verðmeiri en heill fiskur. Þar með væri atvinna þess fólks sem nú vinnur í frystihúsum landsins tryggð. Verð á ferskum fiski hefur verið mjög hátt bæði í Bretlandi og V-Þýskalandi frá því gáma- útflutningur hófst. Útgerðarmenn og sjómenn hafa haft gott uppúr því að flytja fiskinn í gámum á þessa markaði. Vonandi skynja menn að þetta háa verð mun ekki haldast þegar fram- boðið eykst. Það er deginum Ijósara að verðið mun lækka mjög, en aftur á móti mun það verða hærra en það lága verð sem fiskkaupendur á íslandi hafa komist upp með að greiða sjó- mönnum. Héðan af snýst þetta mál heldur ekki fyrst og fremst um verð, heldur það að fólk vill férskan mat frekar en frystan. Þetta getur hver maður séð með því að líta í eigin barm. Hver vill ekki frekar nýja ýsu en frosna? Hver vill ekki frekar nýtt ferskt grænmeti en frosið? Búast má við að með aukinni flutningatækni á ferskum mat legg- ist frysting matvæla að miklum hluta til niður. Við þessari þróun verðum við íslendingar að snúast strax, alveg burt séð frá því hver græðir og hver tapar. Við megum ekki bíða uns þetta kemur í bakið á okkur ellegar loka augunum fyrir þróuninni og kalla hana stundarfyrirbæri. Því er það nauðsyn að halda fáviskutali frjáls- hyggjumanna utan við þá umræðu sem nauðsynleg er um málið og síðan þær fram- kvæmdir og athafnir sem fylgja verða í kjölfarið. Hér er um að ræða sjálft fjöregg þessarar þjóð- ar, sjávarútveginn sem við munum lifa á um langa ókomna framtíð. -S.dór Sunnudagur 4. maí 1986 ÞJÓSVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.