Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 7
Ein af fjölmörgum myndum Hilmars Helgasonar sem prýða kennslubókina Landnám (slands. Hér er vakin athygli á þeirri staðreynd að landnámsmennirnir komu ekki einir frá Kloregi heldur voru í för með þeim börn og konur auk búsmala. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Reykjavík Lausar stöður Auglýstar eru til umsóknar eftirtaldar stööur starfsmanna á nýju sambýli fyrir fatlaö fólk í Reykjavík. 1. Þroskaþjálfi. Fullt starf. 2. Meðferðarfulltrúi. Fullt starf. 3. Meðferðarfulltrúi. Fllutastarf. Ráðgert er að heimilið taki til starfa þann 1. júlí n.k. Unnið er á vöktum. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 15. maí n.k. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Hátúni 10 105 Reykjavík fellda, skráða þjóðarsögu. Menn komu sér í meginatriðum saman um hver væru helstu viðburðir, aðalpersónur og örlagavaldar í sögu þjóðarinnar. í skólabókum birtist þessi saga skýrast í íslands- sögum þeirra Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Jóns J. Aðils. Þetta var þjóðernissinnuð saga, sett upp í megindráttum sem átök á milli íslendinga og útlendra manna fyrst Norðmanna og síðan Dana. Sjálfstæðisbaráttan léði þessari sögu óslitinn þráð og spennu sem er mikill styrkur fyrir sögur, jafnt skáldsögur sem þjóð- arsögur, enda var kennslugreinin saga í talsverðum metum um þessar mundir. Síðan gerðist þessi saga smám saman ónothæf. Sjálfstæðisbar- áttunni lauk og grannar okkar á Norðurlöndum fóru jafnvel að gera ákveðnar kröfur um að þeim væri sýnd sanngirni í sögu- kennslubókum. Kröfur um réttar og traustar staðreyndir urðu há- værari eftir því sem háskóla- menntuðum sagnfræðingum fjölgaði, og margt af því sem menn höfðu haft fyrir satt í hita sjálfstæðisbaráttunnar var nú fundið léttvægt. Loks færði þýski nasisminn þjóðernisstefnuna út í slíkar öfgar að margir fylltust trú á að hún væri í sjálfri sér ill. Af þessum sökum voru þráðurinn og spennan dregin út úr sögunni. Eftir stóðu í meginatriðum sömu staðreyndir og áður, eða staðr- eyndir af sama tagi, en þær stóðu þar eftir stakar og tilgangslausar. Dæmi um sögu af þessu tagi eru kennslubækur þar sem reynt er að þjappa sem flestum stað- reyndum saman í sem styst mál, svo sem barnaskólabækur Þór- leifs Bj arnasonar og Þorsteins M. Jónssonar. Ég þykist vita að það sé saga af þessu tagi sem hefur mótað þá skoðun flestra íslend- inga nú að saga teljist ekki til menningar. Rœktunarátaks er þörf Hvað er hægt að gera til þess að búa nútímamenningu okkai sögulegan jarðveg á ný? Engin leið liggur til baka til þjóðernis- legu sögunnar frá því fyrir 1918. Margt veldur því, en hér skulu aðeins tvö aðalatriði nefnd. Fyrst er það að margt í henni orkar afskaplega ótrúverðugt á okkur nútímafólk. Hvernig sem á Íiví stendur trúum við því ekki að slendingar hafi fyrrum verið eins glæsilegir, snjallir, fórnfúsir og óeigingjarnir og þeim er þar lýst - og það á sama tíma og margir Norðmenn og Danir voru hin verstu fól. Okkur vantar þjóð- rembulausa sögu þar sem þó er lögð feimnislaus áhersla á það sem er sígilt og virðingarvert í fortíð þjóðarinnar. Annað er það að þjóðernislega sagan fjallaði næstum eingöngu um þokkalega vel stæða og menntaða karlmenn sem höfðu einhvers konar mannaforráð eða trúnaðarstörf með höndum. Slíkt gat gengið sem þjóðarsaga með- an flestir féllust umhugsunarlaust á að þess konar karlmenn væru hin eiginlega þjóð, annað fólk væri eins konar uppfyllingarefni með þeim. Nú hafa aðrir þjóðfé- lagshópar, verkamenn, konur, jafnvel unglingar og börn, öðlast svo sterka sjálfsvitund að þeir sætta sig ekki við þjóðarsögu þar sem þeim er ekki ætlað neitt rúm. Þeim finnst slík saga ekki vera saga þeirra sjálfra og þar með ekki réttnefnd þjóðarsaga. Þessir hópar eru hættir að samsama sig með bjargálna karlmönnum með mannaforráð, og því samsama þeir sig ekki heldur með sögu um þá svotil eina. Sagan verður alltaf að endurspégla samtíðina að ein- hverju leyti, og sannkölluð þjóð- arsaga á okkar dögum verður að endurspegla þá málamiðlun ólíkra þjóðfélagshópa sem lýð- ræðisþjóðfélag nútímans er. Þar verður að taka nokkurt tillit til allra; annars neita þeir að leika með, og það hafa margir nem- endur gert í sögukennslustundum í íslenskum skólum undanfarna áratugi. Af þessum ástæðum verður sí- St. Jósefsspítali, Landakoti Staða aðstoðarlæknis á svæfingu er laus til umsóknar Staðan veitist til 6 mánaða frá 1. júlí 1986. Um- sóknarfrestur rennur út 1. júní 1986. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis svæfingadeildar. Reykjavík 30.4. 1986. Sunnudagur 4. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 fellt að halda þjóðarsögunni við. Það þarf að stundu sögurækt ekki síður en málrækt, rannsaka og skrifa mikið um sögu og leita nýrra leiða til að koma henni til almennings, bæði í skólum og fjölmiðlum. Til þess þarf bæði langtum fleira starfsfólk við sögu- iðkun og lifandi áhuga og athygli þeirra sem móta íslenska menn- ingarstefnu í orði og verki. Við höfum dregist langt aftur úr sög- unni síðustu áratugi, þrátt fyrir nokkur stórvirki einstakra dugn- aðarþjarka. Því er kominn tími til að gera myndarlegt átak í sögu- rækt íslendinga. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Byggingadeildar, óskar eftir tilboðum í háþrýsti- þvott á dagvistarhúsnæði Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 14. maí nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Háskóíabíó laugardag 10. maí kl. 2 z Vv Kynnir: Gunnlaugur Helgason. Miðasala: Þjóðviljanum og Mál og menningu Laugavegi og Hafnarstræti. Verð 400 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.