Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 20
Vísindamenn hafa staðfest að kók drepur sæðisfrumur en mæla þó ekki með því sem getnaðarvörn. Getnaðarvörn Kók drepur sœðisfrumur Vísindamenn við læknadeild Har- vard háskóla í Bandaríkjunum hafa nú staðfest þá útbreiddu þjóðtrú að Kóka Kóla sé sæðisdrepandi, í það minnsta i tilraunaglösum skóians. Vísindamönnum lék forvitni á því hvort frásagnir kvenna af því að þær hefðu komið í veg fyrir getnað með því að skola leggöngin upp úr kóki að afloknum samförum stæðust vísinda- lega prófun. Ekki lék þeim síður hug- ur á að vita hvort hinar ýmsu tegundir drykkjarins hefðu allar sömu verkan. Rannsóknin var nefnilega gerð þegar deilurnar um nýja kókið risu sem hæst í fyrra. Niðurstöður vísindamannanna voru þær í stuttu máli að kók drepur vissulega sæðisfrumur en í mismikl- um mæli. Best dugði Diet Coke sem ekki er á markaði hér en gamla góða kókið reyndist fimm sinnum ban- vænna fyrir sæðisfrumur en nýja kók- ið. Ekki hafa vísindamennirnir enn fundið út hvað það er í kókinu sem drepur sæðið. í fyrstu héldu þeir að það væri sýruinniitaldið en kók hefur nokkuð hátt sýrustig (svonefnt pH gildi). f>að getur þó tæpast ráðið úrs- litum þvt allar tegundir kóks hafa áþekkt sýrustig. Leitin að virka efn- inu er nokkrum erfiðleikum bundin því eins og flestir vita er uppskriftin að kóki eitt best varðveitta leyndar- mál í veröldinni. Þrátt fyrir þessar niðurstöður vilja vísindamennirnir ekki ráðleggja leg- skol upp úr kóki sem óbrigðula getn- aðarvörn. Eðli málsins samkvæmt fer slík skolun fram eftir að samförum er lokið og þá er það oftast of seint. Sæðisfrumunum liggur nefnilega lífið á að sameinast eggi konunnar. Þetta er þó ekki kannað til fulls viðurkenna vísindamennirnir. —ÞH/Omni Nærri fimmtíu stuttar greinar um ís- lenskt mál og málrækt. „Ekki þarf aö útmála fyrir þeim sem eitthvaö þekkja til skrifa Helga Hálfdanarsonar, hversu skemmtilegur rithöfundur hann er. Einatt kemur hann lesanda sínum á óvart meö hugmyndaauðgi sinni, viturlegri íhygli og smellinni gamansemi." (Sigurjón Björnsson í ritdómi í Morgunblaðinu) , HELGI HALFDANARSON LJÓÐHÚS HF Sími 17095,18103. Bókaútgáfa Pósthólf 1506, Reykjavík þegar þú greiðir með tékka, fyrir vöru eða veitta þjónustu, og sýnir Bankakortið þitt, jafngildir það ábyrgðarskírteini frá viðskiptabankanum eða spari- sjóðnum þínum, sem ábyrgist innstæðu tékkans að ákveðinni hámarksupphæð og tryggir þannig viðtakandanum innlausn hans. Viðskiptineiga sér þannig stað að um leið og þú afhendir tékkann, sýnirðu Bankakortið og viðtakandinn skráir númer kortsins á hann. þannig er Bankakortið þitt tákn um trausta viðskiptahætti Haföu Bankakortið því ávallt handbært. Bankakortið - nauðsynlegt í nútímaviðskiptum Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.