Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 6
Sagan endurspeglar alltaf samtíðina að einhverju leyti. Hér má sjá hve ólíkar hugmyndir menn hafa gert sér af útliti Snorra Sturlusonar. Myndaröðin er úr kennslubók Gunnars Karlssonar, Sjálfstæði Islendingal. sogu- þjóðin týnt sögunni? Málvernd og málrækt hafa not- ið meiri áhuga síðustu misserin en oftast áður í mínu minni. Á nýliðnum vetri voru haldnar tvær umfangsmiklar ráðstefnur um þessi efni. íslenskri málnefnd hefur nýlega verið búinn myndar- legur grundvöllur, formennska hennar gerð að fullu starfi og sett upp málstöð með nokkrum föst- umstarfsmönnum. Ríkisútvarpið pundar sífellt á okkur leiðbein- ingum um málnotkun og áróðri fyrir málvernd og hefur ráðið sér málfarsráðunaut til að geta sjálft gengið á undan með góðu ford- æmi. Sumt er vissulega umdeilan- legt í stefnu og aðferðum þessa málræktarstarfs eins og gengur. En allt ber það vitni um áhuga sem er fullrar virðingar verður að mínu mati. Á hinn bóginn er ég hræddur um að málrækt hljóti að verða torsótt ef ekki er jafnframt lögð rækt við þann menningararf sem mál okkar á að varðveita og flytja áleiðis til komandi kynslóða. Málið sjálft er ekki annað en táknkerfi. Á hliðstæðan hátt er þjóðtungan í heild tákn fyrir þjóðararf og þjóðleg verðmæti. Ef ekki býr með fólki einhver vit- und um slíkan sameiginlegan arf getur tungan ekki staðið sem tákn fyrir neitt, og þá er ómögu- legt að sjá neina ástæðu til að vernda hana eða rækta. Séra Matthías vildí að tungan geymdi trú og vonir landsins sona (og dætra hefði hann sagt ef rímið hefði kallað á það) í tímans straumi. Ef sá almenningur sem talar þessa tungu veit ekki til þess að hann eigi sameiginlegan arf af trú og vonum þá hefur tungan ekkert að geyma, og þá hlýtur að gilda einu hvernig talað er bara ef það skilst. Er sagan menning? Hér er komið að efni serh varð- ar margt fleira en málrækt. Ég tók hana aðeins sem dæmi. Það hefur orðið átakanlega út undan í þjóðfélagi okkar síðustu áratugi að leggja rækt við söguna, að auka vitneskju okkar um hana, aðlaga hana nýjum tímum og búa hana slíkum búningi að almenn- ingur vilji taka við henni. Nú um stundir er í tísku að lýsa eftir op- inberri menningarstefnu. „Að því er ég kemst næst eru íslend- ingar eina siðmenntaða þjóð ver- aldar sem aldrei hefur markað sér opinbera stefnu í menningarmál- um,“ sagði Sigurður A. Magnús- son þegar hann tók við rithöfund- arstyrk Ríkisútvarpsins á gaml- ársdag, og var prentuð eftir hon- um í fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar í ár. En saga telst ekki til menningar í skilningi þeirra manna sem vilja menningar- stefnu. Sigurður tekur það ein- mitt sem dæmi um stefnuleysi í menningarmálum að Þjóðskjala- safnið skyldi fá Mjólkurstöðvar- húsið gamla við Laugaveg í Reykjavík en ekki Myndlista- og handíðaskólinn. Hann veit þó og viðurkennir að Þjóðskjalasafnið búi við þröngt og ófullnægjandi húsrými. Það virðist bara ekki flokkast undir menningu í huga þessa óbilandi málsvara menn- ingarinnar að hýsa Þjóðskjala- safnið þannig að það geti af krafti hindrað að haldið sé áfram að aka skjölum á öskuhauga eða í sjóinn þegar geymslur opinberra stofn- ana fyllast. Þannig er komið menningarímynd þjóðar sem á svo einstæðan menningararf á fornum skjölum að grannar okk- ar Danir treystu sér ekki til að halda þeim fyrir okkur og frömdu þess vegna einstæða hetjudáð í samskiptum þjóða sem örugglega verður oft og víða minnst sem fordæmis ef heimur stendur til lengdar. Hvað skyldi sagan vera í augum fólks úr því að hún fær ekki inngöngu í þann flokk við- fangsefna sem kallast menning. Kannski er hún ekkert eitt sér- stakt. Hún er lítils metin náms- grein í skólum og heldur á undan- haldi. Sögurannsóknir og há- skólakennsla eru verkefni sex fastráðinna manna í háskóla, og þar hefur ekki verið bætt við einu einasta starfi í tólf ár. Nemendur þessara manna vinna líklega tals- verðan meirihluta sögurann- sókna í landinu sem námsverk- efni. Hér má bæta við tveimur sagnfræðingum í kennarahá- skóla, og eru tíu ár síðan bætt var við manni í greininni þar. Nokkur sveitarfélög og stórfyrirtæki ráða sagnfræðinga til starfa stuttan tíma í senn til að skrifa eigin sögu - með mismiklu málfrelsi í raun. Vísindasjóður styrkir dálítinn hóp fólks til sagnfræðiiðkana ár- lega. Svokallaðir alþýðlegir fræðimenn skrifuðu um skeið heilmikið af markverðri sögu, sumir í frístundum, sumir á eftir- launaaldri og sumir á ritlaunum útgefenda að einhverju leyti. En þeim fer nú fækkandi sem von- legt er þegar flestir sem hafa fýsn til fróðleiks og skrifta gerast háskólamenntaðir sérfræðingar á einhverju sviði. Eitthvað fleira mætti tína til, en hér skiptir kannski ekki mestu máli hvað söguyrkjan er smá í sniðum, þó að það sé vissulega nógu átakanlegt. Verra er að þessi starfsemi er aldrei til um- ræðu í þjóðfélagi okkar. Enginn ætlast til neins eða býst við neinu af söguverkamönnum þjóðarinn- ar. Gott ef þeir vita allir mikið um það sjálfir til hvers þeir til dæmis eru að reyna að kenna börnum og unglingum um löngu liðna at- burði. Sum staðar er eins og það sé mest gert af vana. Sagan er gleymd og grafin hjá þeirri þjóð sem kallaði sig einu sinni sögu- þjóð. Nú kann einhver að vilja and- mæla mér og minna á deiluna sem geisaði um sögukennslu í blöðun- um og á Alþingi veturinn 1983- 84. En ég er ekki búinn að gleyma henni. Ekkert er eins lýsandi dæmi um virðingarleysi fólks fyrir söguiðkun og áhugaleysi um hana í raun. Ég hef áður (í Tíma- riti Máls og menningar 1984, 4. hefti) sýnt fram á hvernig blaða- menn og stjórnmálamenn óðu fram á ritvöll og inn á Alþingi með staðlausar staðhæfingar um sögukennslu í skólum án þess að ómaka sig að kynna sér einföld- ustu staðreyndir málsins. Ég hef heldur aldrei síðan séð neinn af þessum sjálfskipuðu postulum sögukennslunnar á fundi eða fyrirlestri um þessi efni. Dæmi: Snemmsumars 1984 héldu tveir menn saman fyrirlestra um sögu- kennslu í Háskóla íslands og tóku þátt í umræðum á eftir. Þeir voru Wolfgang Edelstein, sem af mörgum var talinn helsti hug- myndafræðingur samfélagsfræði- kennslunnar í skólunum, og bandarískur prófessor sem hefur sérhæft sig í sögukennslu, Edwin Fenton að nafni. Ekki sá ég þar Eftir Gunnar Karls- son prófessor einn einasta þeirra manna sem höfðu haft mestar áhyggjur af því veturinn áðurað samfélagsfræðin væri að eyðileggja sögunám ís- lenskra barna. Svona geta menn verið fljótir að gleyma vetrar- áhyggjum sínum. Saga sögukreppunnar Sé þetta vanmat á sögunni hjá okkur einhverjum að kenna eru það varla aðrir fremur en við söguverkamennirnir. En ég ætla ekki að ræða það heldur reyna að vera trúr fræðigreininni og freista þess að skýra kreppu sögunnar með því að rekja í örfáum orðum hvernig hún er komin til. Um síðustu aldamót og upp úr þeim eignuðust íslendingar sam- LAUSAR STÓÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða deildarfulltrúa í unglingaathvarfi. Verksvið deildarfulltrúa er að veita daglegu starfi athvarfsins forstöðu. Áskilin er háskólamenntun á sviði félags- og uppeldismála og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla í málefnum og meðferð unglinga. Upplýsingar veitir Snjólaug Stefánsdóttir í síma 622760 e.h. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 20. maí. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.