Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 16
Þrýstihópur Rauðhœrðir sameinist! Fyrir þremur árum hafði Step- hen Douglas fengið nóg af fjand- skap fjölmiðla í garð rauðhærðra. Stofnaði hann því samtök sem nefn- ast Alþjóðasamtök rauðhærðra en þeim er ætlað að bæta hlut þeirra 12 miljóna Bandaríkjamanna sem hafa fengið rauðan háralit í vöggu- gjöf. Douglas sagði að ekkert sérstakt atvik hefði orðið til þess að hann hófst handa, hann hefði bara verið orðinn langþreyttur á aulafyndni um rauðhærða sem á stundum gat verið ansi fjandsamleg. „Fólk sagði oft við mig: Þú ert bara nokkuð sætur, af rauðhærðum að vera. Hvern andsk... á þáð við með þessu?“ spyr Douglas. Hann held- ur því fram að rauðhært fólk sé beinlínis sniðgengið þegar velja á fólk til starfa í sjónvarpi, kvik- myndum og við fyrirsætustörf. Samtökin telja nú 15 þúsund fé- laga sem greiða 750 krónur á ári í féiagsgjöld. f staðinn fá þeir árs- fjórðungsrit sem ber nafnið Rauðhausinn. Þar er að finna bar- áttugreinar fyrir málstað rauðhærðra í bland við ýmsar fróð- legar upplýsingar um stöðu rauðhærðra í samfélaginu. Til dæmis upplýsti ritið fyrir skömmu að þótt rauðhærðir séu 6% banda- rísku þjóðarinnar er aðeins 1% þeirra sem sitja í fangelsum lands- ins rauðhærðir. Einnig kom þar fram að sú þjóð sem telur hlutfalls- lega flesta rauðhærða séu Skotar en af þeim eru 14% rauðhærðir. Tímaritið tók upp á því ekki alls fyrir löngu að veita einskonar skammarverðlaun sem nefnast Dauða rósin. Sú sem hlaut þessi verðlaun í fyrsta sinn var Eileen Ford sem rekur eina þekktustu fyrirsætumiðlun Bandaríkjanna. ’ Verðlaunin fékk hún fyrir að segja að rautt hár væri ekki söluhæf vara. Og til þess að styrkja rauðhærða í h'fsbaráttunni birtir tímaritið af og til Usta yfir þekkta rauðhausa úr mannkynssögunni. Þar er efstur á blaði Eiríkur rauði en neðar á lista má finna Kristófer Kólumbus,i Vincent van Gogh, Antonio Vi- valdi, Söru Bernhardt og Leonardo da Vinci. - ÞH/Omni. Háskólamenn til Kölnar fyrir 8.200! Frestur til að kaupa farmiða framlengdur til 10. maí. Stjórn Orlofssjóös starfsmanna í Bandalagi háskólamanna stendur fyrir þremur flugferðum (leiguflug) í sumar til KÖLNAR BROTTFÖR HEIMKOMA verð* sæti Börn yngri en 2 ára DAGUR tími DAGUR 8. júlí 15:00 24. júlí 8.200 850 24. júlí 15:00 7. ágúst 8.200 850 7. ágúst 15:00 24. ágúst 8.200 850 *> Flugvallarskattur er ekki innifalinn VERÐ: Hvert sæti: 8.200.- kr. Enginn barnaafsiáttur er veittur en börn yngri en tveggja ára greiða aðeins tryggingu ca. kr. 850. PÖNTUN FARSEÐLA: Frestur til að kaupa farseðla er til 10. maí og skulu þeir greiðast á skrifstofu BHMR/BHM að Lágmúla 7, 108 R. Ef menn póstsenda peninga skal það gert viku fyrr. Við greiðslu fá menn afhenta tilvísun á farseðil sem verður síðar afgreiddur á skrifstofunni. Bent skal á að flugvall- arskattur skal greiddur um leið og farseðill er afhentur. ANNAÐ: Á skrifstofu Arnarflugs er hægt að semja um mjög hagkvæma bílaieigubíla og gistimöguleika. Stjórn Orlofssjóðs Aðalfundur Þinghóls hf. Aðalfundur Þinghóls hf. verður haldinn laugar- daginn 3. maí nk. í húsnæði félagsins að Hamra- borg 11, Kópavogi. Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykkt- um félagsins um aðalfundi. Fyrir fundinum liggur einnig tillaga stjórnar fé- lagsins um að afhenda Alþýðubandalaginu í Kópavogi nýtt húsnæði til afnota fyrir starfsemi sína. Stjórnin. Gagnfræðaskólinn í Mosfellssveit auglýsir lausar kennarastöður næsta skólaár. Kennslugreinar: fslenska, stærðfræði, erlend mál, samfélagsfræði, raungreinar, handmenntir, verslunargreinar. Upplýsingar gefa Gylfi Pálsson, skólastjóri símar 666586 - 666153, Einar Georg Einarsson, yfir- kennari símar 666186 - 30457. Er í þér einhver unglingur? Langar þig til að starfa með unglingum, fyrir ung- linga og í þeirra hópi? Úti og inni? í gleði og sorg? Er það? Þá er útideildin þín deild. Og svo skemmtilega vill einmitt til að við ætlum að fara að bæta við starfsmanni. Við veitum upp- lýsingar um starfið í síma 621611 alla virka daga frá 13-17. En það má alveg koma fram strax að auk starfsgleðinnar þarf umsækjandi að hafa reynslu af unglingastarfi eða menntun sem teng- ist því. Þá er bara að skrifa umsókn og leggja hana inn á starfsmannahald Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, 5. hæð fyrir 20. maí nk. Það sakar sko ekki að sækja um. ÚTIDEILDIN. VEGAGERÐIN ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í klæðn- ingar í Skagafirði 1986 (150.000 m2) og Mið- fjarðarveg 1986 (2 km, 6.500 m3). Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5.maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 20. maí 1986. Vegamálastjóri. Sálfræðileg ráðgjöf til foreldra varðandi börn og uppeldi. Hef opnað sálfræðiþjónustu að Laugavegi 59 (Kjörgarði). Dr. Garðar G. Viborg, viðtalsbeiðnir í heimasíma 681648. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í end- urnýjun lagna í steyptum stokk í hluta Breiðholts I, 3. áfanga. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 13. maí nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYK J AVIKURBORGAR Frikifkjuvogi 3 Simi 25800 Styrkir til tónleikahalds utan Reykjavíkur 1986-87 Aðtilhlutan Félags ísl. tónlistarmanna (FÍT) hefur menntamálaráðuneytið veitt fé til stuðnings tón- leikahaldi á landsbyggðinni veturinn 1986-87. Styrktir verða einleikarar/söngvarar eða kamm- erhópar, enda sé a.m.k. einn þátttakandi félagi í FÍT. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá: Félagi íslenskra tónlistarmanna b.t. Tónverks sf. Garðastræti 17 101 Reykjavík Umsóknir skal senda þangað fyrir 1. september 1986. IHafnarfjörður - _____ matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er bent á að síðustu forvöð að greiða leiguna eru föstudaginn 9. maí nk. Eftir þann dag verða garðarnir leigðir öðrum. Bæjarverkfræðingur. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Einars Ágústssonar Þórunn Sigurðardóttir Helga Einarsdóttir Daníel Sigurðsson Erna Einarsdóttir Jens. R. Ingólfsson Sigurður Einarsson Barnabörn og aðrir vandamenn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.