Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 19
MESTA
KJARNORKUSLYS
SOGUNNAR
í tilefni af kjarnorkuslysinu í
nágrenni Kiev í Sovétríkjun-
um hafa margir minnst á ann-
að stórslys sem varð í so-
vésku kjarnorkuveri fyrir
hartnær30 árum. Lítið ervitað
með vissu um það slys vegna
þeirrar leyndar sem sovésk
yfirvöld hjúpa öll slys sem
verðaþarílandi. Þóertalið
fullvíst að það sé mesta kjarn-
orkuslys sögunnar sem kost-
að hafi tugi eða hundruð
manna lífið og lagt stór lands-
svæðiíauðn.
Sovéski erfðafræðingurinn
Sjores A. Medvedéf sem sviptur
var ríkisfangi meðan hann var á
ferð á Vesturlöndum árið 1973
hefur gefið út bók um kjarnork-
uslysið í Úralfjöllum veturinn
1957-58. í henni reynir Medvedéf
aða raða saman þeim þekking-
armolum sem hann og aðrir,
þám. bandaríska leyniþjónustan,
hafa safnað um slysið og búa til
heillega mynd af því. f þeirri
mynd eru þó margar eyður.
Sprengt
fyrir Stalín
Eftir því sem Medvedéf segir
var kjarnorkuverið í Kystym í
sunnanverðum Úralfjöllum
byggt á árunum 1947-48. Það var
ekki venjulegt orkuver heldur
var hlutverk þess að framleiða
plútóníum úr úrani til nota í
kjarnaodda. Mikið kapp var lagt
á að byggja verið og koma fram-
leiðslunni í gang svo unnt
reyndist að gleðja Jósep gamla
Stalín með því að sprengja fyrstu
kjarnorkusprengju Sovétríkj-
anna fyrir sjötugsafmæli leiðtog-
ans í desember 1949. Það tókst
því fyrsta sprengjan var sprengd í
september það ár og í oddi henn-
ar var plútóníum frá Kystym.
Á þessum árum hafði kjarneðl-
isfræðin vart slitið barnsskóm sín-
um og miklar eyður voru í þekk-
ingu manna, jafnt í Bandaríkjun-
um sem Sovétríkjunum. Við
plútóníumframleiðslu verður til
geysilegt magn af geislavirkum
úrgangi sem kemur í fljótandi
formi frá verksmiðjunum. Á
seinni tímum hafa vísindamenn
fundið upp aðferð til að breyta
þessum fljótandi úrgangi í fastan
og setja hann í tunnur sem sökkt
er niður í neðanjarðarhella.
En á fimmta og sjötta áratugn-
um var þessi aðferð óþekkt og
úrgangurinn var settur í niður-
grafna tanka sem steyptir voru að
ofan og á hliðunu en síðan átti
móðir jörð að sjá um að sía vatnið
og halda eftir geislavirku efnun-
um sem mörg hver hafa afar
langan endingartíma. Þessari að-
ferð var beitt bæði í Sovétríkjun-
um og Bandaríkjunum og er vit-
að að í nokkrum slíkum tönkum f
Bandaríkjunum lá við stórslys-
um.
Öflugt „leðjugos“
Það sem gerist er að undir
tönkunum safnast saman há-
geislavirkt efni sem verður afar
viðkvæmt fyrir áreiti. Efnið fram-
leiðir varmaorku sem ekki kemst
út en myndar síaukinn þrýsting.
Á vissu stigi getur þessi þrýsting-
ur valdið sprengingu í geislavirku
efnunum og afleiðingin verður
öflugt „leðjugos“.
Ýmsar aðrar tilgátur eru á lofti
um það sem gerðist í Kystym en
víst er að þar varð öflug spreng-
ing í úrganginum og hann
dreifðist yfir stórt svæði og meng-
aði bæði jarðveg, vatn og loft.
Fólk sem ferðaðist um svæðið
eftir slysið skýrði frá því að það
hefði séð stórar landspildur þar
sem ekki óx stingandi strá, yfir-
gefin og brennd þorp og bæi og
meðfram öllum ám og vötnum
voru girðingar og skilti sem vör-
uðu fólk við því að neyta vatnsins
og baða sig í því.
Þéttbýlt svœði
Um manntjón af völdum slyss-
ins er erfitt að segja en Medvedéf
bendir á að slysið varð á þéttbýlu
svæði. Sunnan- og austanverð
Úralfjöll eru eitt mesta iðnaðar-
svæði Sovétríkjanna, þar eru
margskonar jarðefni unnin úr
jörð og verksmiðjur eru þar á
hverju strái. Þar er miðstöð so-
vésks kjarnorkuiðnaðar og svæð-
ið hefur alla tíð verið lokað út-
lendingum. Fjöldi fólks var flutt-
ur burt af svæðinu en að sögn Me-
dvedéfs hófst brottflutningurinn
of seint.
í bók Medvedéfs er birt lýsing
sjónarvotta sem flúst hafa til
Vesturlanda og greint frá því sem
fyrir augu bar í nágrenni Kystym.
Ánnar þeirra segir frá því að
hann hafi flust með foreldrum
sínum árið 1948 til bæjarins Kop-
ésk í nágrenni borgarinnar Tsélj-
abinsk sem er næsta stórborg við
Kystym. Þá hafi flutt þangað
margt fólk frá Kystym sem hafði
verið skipað að rýma hús sín
vegna þess að koma þurfti fyrir
tæknimönnum sem unnu að
byggingu kjarnorkuversins. Árið
1954 flutti hann til borgarinnar
Sverdlofsk sem er norðan við
Kystym og heimsótti foreldra
sína reglulega og lá leiðin þá
framhjá Kystym.
Þúsundir
á sjúkrahúsum
Undir lok ársins 1957 komust á
kreik sögusagnir um stórslys í
Kystym sem hefði valdið mikilli
geislun. Stuttu seinna var vegun-
um milli Sverdlofsk og Tsélja-
binsk lokað og í heilt ár gat þessi
maður ekki heimsótt foreldra
sína. Á þessum tíma fór hann eitt
sinn á sjúkrahúsið í Sverdlofsk
þar sem kunningi hans var
læknir. Læknirinn sagði honum
að sjúkrahúsið væri fullt af fórn-
arlömbum slyssins í Kystym og
sömu sögu var að segja af öllum
sjúkrahúsum í Sverdlofsk og
Tséljabinsk. Þessir sjúklingar
sem skiptu þúsundum höfðu allir
orðið fyrir geislavirkni og að sögn
Sjores A. Medvedéf erfða- og lífeðlis-
fræðingur. Hann var sviptur sovésku
ríkisfangi þegar hann var á ferð í
Vestur-Evrópu árið 1973.
læknanna dóu flestir sem komu á
sjúkrahúsið.
Hitt vitnið flutti til Kystym árið
1967, þe. tíu árum eftir slysið, en
þá var búið að endurbyggja bæ-
inn og flytja geislavirkan jarðveg
á brott. Samt báru margir íbú-
anna merki geislunar. Fólk bar á
sér lítil geislamælitæki sem það
rannsakaði með allan mat sem
það keypti og hafði einnig með
sér þegar farið var út í skóg að
tína sveppi. Stuttu eftir að vitnið,
sem er hjúkrunarkona, kom til
Kystym varð hún barnshafandi
en læknarnir töldu hana á að láta
eyða fóstrinu vegna þess að þeir
óttuðust að enn væri geislavirkn-
in of mikil í bænum.
Rifjuðuppskrif
sovéska erfða-
frœðingsins og
andófsmanns-
insSjores A.
Medvedéfs um
kjarnorkuslys
sem varð í
Úralfjöllum
veturinn 1957-
58. CIAvissiaf
þvíen þagði
þó
Rannsóknir
bannaðar
Varðandi fólksflutningana sem
fyrra vitnið nefnir í vitnisburði
sínum segir Medvedéf að þeir séu
mjög trúlegir. Hann segir að
meðan á uppbyggingunni stóð í
Kystym hafi 10 fangabúðir verið
reistar þar í nágrenninu og hafi
fangarnir unnið erfiðustu og
hættulegustu verkin við byggingu
versins. Samt sem áður hefur
þurft að flytja þangað mikinn
fjölda af tæknimönnum og fag-
mönnum sem unnu öll sérhæfð
störf.
Það er því ljóst að á svæðinu
sem geislavirknin lagðist yfir bjó
margt fólk, Medvedéf giskar á
200 þúsund manns. Hann telur
ólíklegt að margir hafi dáið í
sprengingunni sjálfri en að fjöldi
íbúa hafi dáið á næstu vikum,
mánuðum og árum. Um fjölda
þeirra verður sennilega aldrei vit-
að. Rannsóknir á erfðagöllum í
fólki á svæðinu eru ekki einungis
leynilegar heldur beinlínis bann-
að að gera þær. Sömuleiðis er
óhægt um samanburð á dauðs-
föllum úr vissum sjúkdómum, td.
krabbameini, milli héraða innan
Sovétríkjanna. Slíkar upplýsing-
ar er farið með eins og ríkis-
leyndarmál.
Það liðu nærri því tveir áratugir
þangað til vitneskja um þessa at-
burði í Kystym barst almenningi
á Vesturlöndum ef frá eru taldar
óljósar sögusagnir og sundur-
lausar fréttir. Það er ekki fyrr en
Medvedéf skrifar grein í breska
tímaritið New Scientist haustið
1976 sem fólk á Vesturlöndum
fær heildstæða mynd af slysinu.
Og í ljósi þeirra umræðna sem nú
eiga sér stað um kjarnorkuslysið í
Tsérnobil er forvitnilegt að
greina stuttlega frá viðbrögðum
ráðamanna vestanhafs og austan
við grein Medvedéfs.
Skrýtin viðbrögð
Fyrstu viðbrögðin birtust í
Lundúnablaðinu The Times fjór-
um dögum eftir að New Scientist
fór í dreifingu. Þar var birt viðtal
við John Hill lávarð og formann
bresku kjarnorkustofnunarinnar
þar sem hann vísar fullyrðingum
Medvedéfs á bug sem og kenn-
ingum hans um orsakir slyssins.
Segir sir John að greinin minni á
vísindaskáldsögu og að sprenging
eins og Medvedéf lýsir geti ekki
átt sér stað.
Þegar grein Medvedéfs berst
vestur um haf til Bandaríkjanna
fara þarlendir blaðamenn á stúf-
ana og spyrja leyniþjónustuna,
CIA, hvort hún viti ekkert um
þennan atburð í Kystym. Jú,
sitthvað var um hann vitað í
Langley, höfuðstöðvum CIA, en
eins og sir John efuðust menn um
að skýring Medvedéfs fengi stað-
ist. CIA taldi líklegast að sovét-
menn hefðu misst stjórn á kjarn-
akljúfinum líkt og virðist hafa
gerst í Tsérnobil á dögunum.
En af hverju var kenningum
Medvedéfs tekið af svo mikilli
tortryggni? Og hvers vegna hafði
CIA ekki talið ástæðu til að
greina bandarískum almenningi
frá því að stórkostlegt kjarnork-
uslys hefði átt sér stað í Sovétríkj-
unum? Svaranna við þessum
spurningum er að leita á Vestur-
löndum.
Andóf
gegn kjarnorku
Á þeim tíma sem greinin birtist
er í gangi mikil umræða í Banda-
ríkjunum, Vestur-Evrópu og
víðar um gildi kjarnorkunnar
sem orkugjafa framtíðarinnar.
Fjölmennar alþýðuhreyfingar
höfðu risið upp og krafist þess að
hætt yrði við þau stórfelldu áform
um uppbyggingu kjarnorkuvera
sem yfirvöld víða um heim gældu
við. Helsta röksemd andstæðinga
kjarnorkunnar var sú að lífríki
jarðar stafaði hætta af geislavirk-
um úrgangi frá verunum. Yfir-
völd reyndu hvarvetna að gera
sem minnst úr þessari hættu.
Þess vegna voru viðbrögðin við
grein Medvedéfs svo hörð. Sir
John Hill stóð einmitt í því, milli
þess sem hann mótmælti Medve-
déf, að undirbúa byggingu kjarn-
orkuver í Windscale í Cumber-
land þar sem til stóð að endur-
vinna úrgang úr kjarnorkuver-
um. Og í Guardian var því haldið
fram að tilgangur Medvedéfs
með því að velja þennan tíma til
birtingar á grein sinni hafi einmitt
verið sá að beina athygli almenn-
ings að Windscale.
Óheppileg viðhorf
Eins og áður sagði kom í ljós
eftir að grein Medvedéfs birtist í
New Scientist að CIA vissi heil-
mikið um málið en hafði þagað.
Eftir að greinin birtist fóru nátt-
úruverndarsamtök í Bandaríkj-
unum fram á að fá að sjá skýrslur
CIA um atburðina í Kystym. Af
fjórum tilgreindum skýrslum sem
um var beðið lét CIA af hendi
tvær og í þeim voru margar út-
strikanir. Úm þetta segir Medve-
déf að ástæðan sé sennilega sú að
CIA vilji ekki vekja ótta þeirra
bandaríkjamanna sem búa í ná-
grenni við kjarnorkuver. Og
hann bætir því við að yfirvöld
bæði í Bandaríkjunum og Evrópu
hafi óttast að uppljóstranir um
kjarnorkuslys af því tagi sem varð
í Kystym hefði getað kallað á nei-
kvæð viðhorf meðal almennings,
ekki fyrst og fremst í garð Sovét-
ríkjanna, heldur fremur í garð
þeirra sjálfra.
Það gildir nefnilega það sama
um nýtingu kjarnorku til friðsam-
legra nota og hernaðarþarfa að
þau vandkvæði sem henni fylgja
eru ekkert einkamál eins ríkis
heldur kemur öllum við.
—ÞH
Bókin sem þessi grein er að mestu
byggð á heitir á frummálinu Nuclear
Disaster in the Urals en sænsk útgáfa
hennar ber heitið KJrnkatastrofen i
Ural og kom út hjá Rábén & Sjögren
árið 1979.
Sunnudagur 4. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19