Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1986, Blaðsíða 5
ímyndunarveiki Sjúkdómar úr sópuóperum (myndunarveiki er nokkuð út- breiddursjúkdómursem lýsirsér ma. í því að fólk má ekki lesa greinar um ákveðna sjúkdóma án þess að finna á sjálfu sér öll sjúkdómseinkennin. Nú hefur Moshe Torem geð- læknir í Ohio í Bandaríkjunum upplýst að á sl. áratug hafí hann fengið til meðhöndlunar nokkra sjúklinga sem voru svo langt leiddir af ímyndunarveiki að þeir ekki aðeins ímynduðu sér að þeir væru með sama sjúkdóm og upp- áhaldspersóna þeirra í einhverj- um sjónvarpsþætti. Peir höfðu einnig fengið sömu sjúkdóms- einkenni. Að sögn Torems var þarna á ferð afar áhrifagjarnt fólk. „Það lifði sig inn í sjónvarpsþáttinn upp að því marki að það fór að lifa í honum. Þar af leiddi að fólk- ið samsamaði sig persónum þátt- arins og upplifði sömu gleði og sömu þjáningar og þær.“ Torem segir frá einum sjúkl- ingi sem allar læknisskoðanir sýndu að var við hestaheilsu. Samt sem áður kvartaði hann undan verkjum fyrir brjósti og var sannfærður um að hann væri veill fyrir hjarta — rétt eins og persóna í ákveðinni sápuóperu. Annar hélt því fram að hann væri með brjóstakrabba eins og per- sóna í spítalasögu í sjónvarpi og sá þriðji kvartaði undan al- mennum slappleika og lystar- leysi. Sá var ákveðinn í því að hann væri með hvítblæði eins og persóna í sápuóperu sem hann fylgdist með. Að sögn Torems er eina lækn- ingin við þessu að senda fólkið í sállækningar. Hins vegar varar hann fólk við því að draga þá ál- yktun að sjónvarpið eigi sök á þessum ímyndunum. „Aður fyrr hefði þetta fólk náð sér í sams- konar sjúkdómseinkenni með því að lesa bækur,“ segir Moshe Tor- em. —ÞH/Omni Færðu nokkuð sting fyrir brjóstið þeg- ar persóna í sjónvarpinu sem þú hef- ur samúð með fær fyrir hjartað? Ef svo er ertu ímyndunarveikur og ekki einn um það. sniunoij 500g Makkarónur Bourbon með vanillukremi 240g með súkkulaði 250g Appelsínumarmelaði & o með papriku með saltí og pipar ..vöruverð í lágmarki Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld / Hrafnistu í Hafnarfirði er verið að Ijúka við að lyfta 5. hæð vistheimilisins og verður þar rými fyrir 13 herbergl en nýlokið er við endurhæfing- ardeild með meðferðarsundlaug með nuddpotti Hæst er fyrirhuguð endumýjun og endurbætur á Hrafnistu í Reykjavík sem að hluta leiðir bein- línis af hækkandi meðalaldri og þar með aukinni þörffyrir fleiri legurými. Síðar taka svo við framkvæmdir við fleiri smáhýsi bæði við Hrafhistu í Reykjavík og Hafnarfirðl HAPPDRÆTTI Dvalarheimilis aldraðra sjómanna •*dé VfOSJÁ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.