Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 3
flokkskrata í Reykjavík í sfnum stuðningsmannahópi þó for- maðurinn Jón Baldvin sé ekki í þeim hópi. Er búist við hörðum slag milli þeirra Jóns Braga og Björgvins, en flestir telja möguleika Láru Júlíus- dóttur, lögfræðings ASÍ hverfandi þegar svo er komið málum, formanninum til lítillar ánægju. ■ Allt fyrir sönginn Það kvisaðist út í vikunni að Karlakór Reykjavíkur pg Sin- fóníuhljómsveit íslands hyggðust halda tónleika í Laugardalshöll nú á laugar- dag og að þar yrði jafnvel frumflutt nýtt ísienskt tónverk fyrir kór og hljómsveit. Engin fréttatilkynning hefur hins vegar borist til blaðsins um þennan menningarviðburð, og hvergi höfum við séð hans getið í öðrum blöðum. Þá vaknar sú spurning hvort áheyrenda sé ekki æskt á þessa tónleika eða hvernig hugsa menn sér að fylla Laugadalshöllina söngglöðu fólki án þess að til tónleikanna sé boðað? ■ Frá Fjölbrautaskólanum viðÁrmúla Innritun fyrir vorönn 1987 er hafin og lýkur miö- vikudaginn 10. desember. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8- 15. Þar fást umsóknareyðublöð og eru umsækj- endur áminntir að skila afriti af prófskírteinum með umsóknum sínum. Skólameistari Fiskeldismenn Opinber fyrirlestur um slátrun, meðferð og gæða- eftirlit á eldisfiski verður haldinn föstudaginn 29. nóv. n.k. kl. 16.00 á Hótel Sögu. Fyrirlesari verður Sverre Ola Roald, dýralæknir, sem er distriktssjef í Fiskeridirektoratets kont- rollverk í Noregi. Áhugamenn um fiskeldi eru hvattir til þess að mæta. Landbúnaðarráðuneytið Dýralæknafélag íslands Útboð - Brunaboðakerfi Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í útvegun og uppsetningu á brunaboða- kerfi fyrir Verslanamiðstöðina í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboð óskast m.a. í eftirtalda verkþætti: - Sameignarkerfi - Verslanir Hagkaups - 80 sérverslanir og skrifstofur Verkinu skal að fullu lokíð 15. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 25. nóvember 1986 gegn 10.00,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilatil Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyfir kl. 11.00 þriðjudaginn 23. des- ember 1986 en þá verða þau opnuð þar að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup h.f. Lækjargötu 4, Reykjavík Aukavinna Okkur vantar fólk í áskriftarsöfnun fyrir Þjóðvilj- ann. Ágæt laun í boði fyrir röskar manneskjur. Upplýs- ingar í síma 681333 og 681663. þJÓÐVILJINN AÐALFUNDUR LANDVERNDAR í Risinu, Hverfisgötu 105 Reykjavík UMHVERFISMÁLIN OG STJÓRNMÁLAFLOKARNIR LAUGARDAGUR 22. NÓV. 1986 ki. 10:00 Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum? Framsögumenn frá: Alþýðubandalagi Hjörleifur Guttormsson Alþýðuflokki Árni Gunnarsson Framsóknarflokki Davíð Aðalsteinsson Kvennalista Kristín Halldórsdóttir Sjálfstæðisflokki Vigfús Jónsson ki. 14:00 Umhverfismálin og stjórnmálaflokkarnir Framsögumenn: 1. Hörður Bergmann fulltrúi 2. Friðjón Guðröðarson sýslumaður Umræður SUNNUDAGUR 23. nóv. 1986 Kl. 10:00 Venjuleg aðalfundarstörf ki. 14:00 Fiskeldi og umhverfi Framsögumenn: 1. Gunnar Steinn Jónsson líffr. 2. Sigurður Pálsson málari Umræður um framsöguerindi. RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN Póst- og símamálastofnunin NordEx norræn viðskiptasímaskrá NORDEX er ný viðskiptasímaskrá, sem símamálastjórnir Norðurlanda gefa út sameiginlega. I NORDEX verða allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi samskipti í síma og farsíma, með telex og telefax við útflytjendur á Norðurlöndum, ásamt póstföngum þeirra. NORDEX er því kjörinn vettvangur fyrir útflutningsfyrirtæki til þess að kynna og auglýsa starfsemi sína. Gögn varðandi NORDEX 1987 hafa þegar verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig á póst- og símstöðvunum. Ef þér óskið nánari upplýsinga hafið vinsamlega samband með pósti eða í síma. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember-desember 1986. NORDEX SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 311 - 121 REYKJAVÍK SÍMI 91-29140

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.