Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 14
Þau Bryndís Petra Bragadóttir og Ellert A. Ingimundarson krossfesta Þröst Guðbjartsson. Frú Emilía á Mercedes Nýtt leikhús, Frú Emilía, frumsýnir í kvöld leikritið Mercedes, eftirThomas Brasch Guðjón Pedersen, leikstjóri. Myndir E.ÓI. „Hversvegna hét maurinn Emil?“ spuröi Guðjón Pe- dersen, þegar hann var spurður um nafngiftina á Frú Emiiíu, nýjasta leikhúsi höfuð- borgarinnar. Frú Emilía frumsýnir í dag, laugardag, sitt fyrsta verk, en það er leikritið Mercedes, eftir Thom- as Brasch. Guðjón er ein helsta sprautan á bak við Frú Emilíu, en hann starfaði áður með leikhópn- um Svart og sykurlaust. „Frú Emilía er ekki beint fram- hald af Svart og sykurlaust, en vissulega störfuðu sum okkar þar. Þessi hópur sem hér er sam- ankominn samanstendur af fólki sem hefur lengi langað til að vinna saman og við tókum því þá ákvörðun að taka þennan tíma frá í Hlaðvarpanum til að vinna þessa sýningu. Mercedes fjallar um utan- garðsfólk hvar sem er. Persónur Brasch eiga hvergi heima nema í leikhúsi enda skrifaðar fyrir leikhús. Brasch hefur sagt að hann skrifi textann en það sé svo leikhússins að vinnan úr honum. Hann minnist hvorki á stað né stund og því verða tvær uppfærsl- ur á leikverkum hans aldrei eins.“ Það eru þrír leikarar í Merce- des, Bryndís Petra Bragadóttir, Ellert A. Ingimundarson og Þröstur Guðbjarnarson. Guðjón Pedersen leikstýrir verkinu en þýðinguna gerði Hafliði Arn- grímsson. „Ef guð lofar ætlum við okkur að setja upp aðra sýningu í kjöl- far þessarar. Þá langar okkur einnig að gefa út leikverkin og verður Mercedes prentað í leikskránni. Leikritið höfðar sterkt á okkur sem vinnum að því vegna þess að það fjallar um per- sónur á okkar aldri og er tiltölu- lega nýtt af nálinni, skrifað 1983. Það er mjög happa og glappa hvernig leikhúsin standa að kynningu á nýjum verkum. Það er þó gleðiefni að Litla sviðið er Brynja Petra og Ellert A. í sígildum gleðileik á gólfi Hlaðvarpans. komið í nýtt húsnæði og að fimm ný íslensk leikverk verða kynnt þar í vetur er æði. Við höfum sjálf velt því fyrir okkur að fá íslenskan höfund til að skrifa leikrit fyrir okkur, þ.e.a.s. ef leikhúsinu vegnar það vel að það lifi af. Við höfum ekki sett saman neina tíu ára áætlun. Það var neyðarkostur að þurfa að setja verkið upp hér í Hlað- varpanum. Þessi salur er ekki leikhús, þó hægt sé að setja upp sýningu hér. Lýsingin er til að mynda afar slæm. Jú það er kominn frumsýning- arskjálfti í okkur, að minnsta kosti í mig. Ég er mjög spenntur. Hlakka mikið til enda er þetta fyrsta sýningin sem ég leikstýri með atvinnumönnum og því spenntur að sjá hvernig viðtök- urnar verða. Ég er menntaður leikari en hef verið svo lánsamur að starfa sem aðstoðarleikstjóri hjá þeim Þór- hildi Þorleifsdóttur og Brynju Benediksdóttur og lærði heil- mikið af þeim. Ég vona bara að ég fái fleiri tækifæri tii að fást við leikstjórn, hún er það heillandi og skemmtileg.“ Mercedes verður frumsýnt kl. 20.30 íkvöld, laugardag ogerætl- unin að sýna verkið alls tíu sinn- um og verður það sýnt á hverju kvöldi næstu tíu daga. -Sáf 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.