Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 12
Við erum ekki hermenn, en beijumst til að verja land okkar í júní síðastliðnum samþykkti bandaríska þingið beiðni stjórnarinnar um 100 miljóna dala framlag til svokallaðra contra-skæruliða sem berjast gegn stjórnvöldum í Nicaragua. Málaliðar þykir þó mörg- um meira réttnefni á þessa stríðsmenn sem margir hverjir voru áður í þjóðvarðliði einræðisherrans Somoza. Að undanförnu og einkum eftir að banda- ríska þingið samþykkti þessa fjárveitingu, hefur verið talað um „víetnamíseringu11 stríðsins við Nicaragua, og er þá vísað til þess hvernig Víetnam-stríðið þróað- ist. Héráeftirferfrásögn úrtímaritinu Intercontinental Press, sem gefið er út í New York, af árás málalið- anna á samyrkjubú síðastliðið vor. Frásögnin er eftir fréttamenn tímaritsins í Nicaragua, Harvey McArthur og Ruth Nebbia. Kontra skæruliðar birgja sig upp af vopnum. „Við erum ekki hermenn, en við berjumst til að verja land okkar,“ sagði Isaiás Espinoza Velásquez, einn þeirra sem lifði af morðárás á Daniel Téll- er samyrkjubúið 31. maí. Þar voru að verki gagnbyltingar- sinnuðu hryðjuverkamennirn- ir (contras) sem Bandaríkja- mennhaldauppi. í fjóra klukkutíma börðust 35 bændur úr varnarsveit búsins við 200 þungvopnaða kontramála- liða þar til liðsauki frá sandínista- hernum kom. Fimmtán menn úr varnarsveitinni voru drepnir og eitt barn. Þetta var fyrsta árás kontra- málaliðanna á Téller samyrkju- búið, sem er langt inni í fjallahér- uðunum í norðurhluta Nicarag- ua, nálægt 65 kílómetra norð- austur af bænum Matagalpa. Það var stofnað fyrir tveimur árum. íbúarnir, sem eru 280, fengu þetta land, um 1100 ha, vegna áætlunar stjórnar Nicaragua um uppskiptingu jarða. Þeir búa með nautgripi og rækta kakó sem þeir selja í bænum og korn og græn- meti til eigin þarfa. Isabel Valenzuela, sem hefur umsjón með framleiðslu og vörn- um búsins, sagði að þeim hefði vegnað vel fyrir árásina. Þau höfðu selt 600 kálfa í apnl og voru að endurgreiða lán og höfðu ráð- gert endurbætur á búinu. Með hjálp sjálfboðaliða frá Sviss höfðu verið reist 40 íbúar- hús á búinu og svissneskir verka- menn lögðu fram fé til verksins. Þetta eru lítil timburhús með steyptu gólfi og blikkþaki. í hverju húsi eru þrjú herbergi og verönd undir þaki sem nýtist sem eldhús og fyrir hvers kyns heima- vinnu. Á búinu er einnig skóli og lítil heilsugæslustöð með einum hj úkrunarfræðingi. Sjálfsvarnarbú Þetta er sjálfsvarnarbú þar sem bændurnir skipuleggja sjálfir varnir gegn árásum kontramála- liðanna. Húsin kúra á smáhæð milli fjallanna. í vestri gnæfir yfir þau nokkur hundruð metra hár fjalla- kambur. Uppi á honum er niður- grafið varðskýli. Aðrar varð- stöðvar eru á lægri hæðum norðan og austan við þorpið. Niðri við þorpið eru þrjú niður- grafin byrgi sem konur og börn geta leitað í ef gerð er árás. „Við erum bara vopnaðir bændur,“ sagði Valenzuela. „Hér eru engir hermenn. Við reynum ekki að ráðast á neinn. Við grípum aðeins til vopna ef óvinurinn ræðst á okkur.“ Bænd- urnir 35 sem eru í heimavarnar- liðinu eru aðeins vopnaðir AK-47 rifflum. 30. maí var mæðradagurinn í Nicaragua. „Það voru hátíðahöld víða í nágrenninu þennan dag,“ sagði Daniel Prado. Hann vinnur á Héller-búinu og er fulltrúi bændasamtakanna, UNAG. „Kontrarnir notfærðu sér það til að laumast hingað óséðir. Við giskum á að 200 manns hafi tekið þátt í árásinni." Að sögn Valenzuela komu kontramálaliðarnir um fjögur- leytið morguninn eftir. Þeir réð- ust fyrst á varðstöðina vestan við búið og drápu fjóra af fimm bændum sem voru á vakt. Þegar málaliðarnir höfðu náð hæðunum á sitt vald hófu þeir skothríð á þorpið með fallbyss- um, RPG- sprengjuflaugum og M-79 sprengjuvörpum. Hundruð sprengigíga mynduðust á jörð- inni. Ibúarnir giska á að um 600 sprengjur hafi fallið. Þegar skothríðin hófst forðuðu Konur og börn sér í neðanjarðar- byrgin eða leituðu skjóls niðri við ánasem rennurhjá þorpinu. Átta ára gömul stúlka, Xiomara Flor- es Ortiz, var drepin á leiðinni í byrgið. Málaliðarnir létu fallbyssukúl- um og sprengjum rigna yfir þorp- ið en réðust síðan inn í það úr suðri. Heimavarnarliðið varðist af mætti, en var yfirbugað. Níu bændur féllu eða hlutu alvarleg sár áður en málaliðarnir náðu til þorpsins. Holdtægjur og hár- flygsur lágu enn í skurði nærri þorpinu fjórum dögum eftir árás- ina. „Pilar Ortiz var særður en lifði þó enn þegar óvinirnir komu að skólanum," sagði Isaiás Espinoza okkur. „Þeir pynduðu hann, lem- struðu andlit hans og skáru hann síðan á háls.“ Ortiz var félagi í Þjóðfrelsisfylkingu sandínista (FSLN) og forystumaður á sam- yrkjubúinu. Kontramálaliðarnir kveiktu skipulega í skólanum og 14 íbúð- arhúsum; ekkert stendur eftir nema steyptur grunnurinn og undnar blikkplötur. Átta ára gömul stúlka sagði við okkur: „Þeir brenndu fötin okkar og heimili mitt. Við vorum mjög hrædd.“ Málaliðarnir réðust einnig að neðanjarðarbyrgjunum þar sem konur og börn höfðu leitað skjóls. „Þeir köstuðu M-79 sprengju að einu byrginu," tjáði Valenzuela okkur. „Hún sprakk uppi við þakið og særði marga sem voru inni.“ Kona hans og sex ára gamall sonur voru meðal hinna særðu. Hann hélt áfram að segja frá; „Ein af konunum hljóp út úr byrginu. Hún hrópaði: „Skjótið ekki! Skjótið ekki! Það eru engir hermenn hér, aðeins konur og börn.“ Kontrarnir kölluðu til baka: „Þið eru konur hunda og eigið skilið að deyja." Þeir fóru inn í skýlið og sögðu konunum að yfirgefa samyrkjubúið strax, ella kæmu þeir aftur og dræpu þær allar. „FDN ræður hér,“ æptu þeir um leið og þeir miðuðu byss- um sínum að börnunum." FDN er skammstöfun fyrir Lýðræðis- fylkingu Nicaragua, hina stærstu af málaliðasveitunum sem Bandaríkin reka. Bardaginn stóð í hér um bil fjóra klukkutíma. Það var ekki fyrr en liðsauki hersins kom klukkan hálfníu að málaliðarnir komu sér burtu. „Það bjargaði okkur,“ sagði Valenzuela. „Við vorum að verða uppiskroppa með skotfæri og óvinirnir voru komnir inn í þorpið. Þeir hefðu brennt allt og drepið okkur öll ef hermennirnir hefðu ekki kom- ið.“ Bœndurnir krefjast vopna Auk varðliðanna 15 og litlu stúlkunnar hlutu 22 sár, aðallega konur og börn. 38 börn misstu föður sinn í árásinni. „Við komum líka höggi á óvin- ina þótt við hefðum aðeins riffla," sagði Valenzuela. „Að minnsta kosti átta, ef ekki fleiri, voru óvígir úr liði kontranna." Valenzuela og aðrir sem kom- ust af lögðu áherslu á lélegan vopnabúnað sinn. „Kontrarnir eru vel búnir vopnum en við höfðum aðeins riffla. Ef við hefð- um haft fallbyssu eða sprengju- vörpu eða þó ekki væri nema eina vélbyssu fyrir hverja varðstöðu hefðu óvinirnir aldrei komist inn í þorpið.“ Þörfin fyrir fleiri vopn er æ meir til umræðu í Nicaragua, sér- staklega síðan málaliðarnir fóru að beina spjótum sínum meir að einstökum bóndabæjum eða samyrkjubúum í stað þess að ráð- ast beint til atlögu við sandínista- herinn. Alcides Rodríguez, for- ystumaður í UNAG, sagði að meira en 1000 manns biðu eftir vopnum á samyrkjubúum í þessu héraði. Þungavopn eru hvergi þótt UNAG hafi beðið stjórnina að sjá samyrkjubúunum fyrir betri vopnum. „Og þeir eru líka margar konur sem biðja um vopn,“ bætti Rodríguez við. Roskin kona sem hafði misst eiginmann sinn og tvo syni í árás- inni sagði okkur að dóttir hennar, fimmtán ára göntul, vildi ganga í herinn. „Ef ég væri nógu hraust tæki ég líka upp vopn,“ sagði móðirin. „Ellefu ára gamall sonur minn vill líka fara.“ Bændurnir sem við töluðum við voru staðráðnir að vera um kyrrt og endurbyggja samyrkju- búið, þótt Valenzuela segði að sumir væru óttaslegnir og vildu undir niðri fara. „Á tímum Somoza-veldisins," sagði Isaiás Espinoza, „höfðum við ekkert; ekkert land, enga heilsugæslu, ekkert húsnæði, enga menntun. Með byltingunni höfum við bændurnir eignast land. Síðan 1984 höfum við verið að byggja upp þetta samyrkju- bú,“ hélt hann áfram. „Það er framtíð okkar. Og nú kemur óvinurinn og eyðilegur það. Við börðumst til að börn okkar öðl- uðust framtíð - svo að ekki yrði traðkað á þeim eins og var traðkað á okkur." UNAG ætlar að reyna að fá fleiri fjölskyldur á búið strax og búið er að endurbyggja íbúðar- húsin. Á meðan senda önnur samyrkjubú menn til að aðstoða við þau störf sem hinir föllnu sinntu. Svissneskir sjálfboðaliðar hafa komið aftur til að hjálpa til við endurbygginguna og Rauði krossinn hefur útvegað aðstoð. Reagan og heimsvaldastefnan ábyrg Francisco Zeledón, forystu- maður í svæðisdeild UNAG, sagði okkur að slíkar stórárásir væru óvenjulegar nú. „Á þessu svæði er um 80 samyrkjubú,“ sagði hann. Á árunum 1983 til 1985 „var ráðist á 40 bú, tvisvar eða þrisvar á sum þeirra. En við styrktum varnirnar á þessu svæði 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.