Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 6
Gegn arðráni, lygum og hagvaxtarhiátrú - ísland gæti orðið merkileg tilraunastöð með lýðræði. -Sá sem tekur á sig hlut- verk annars manns, eins og þegarég lékTyrkjann Alítil að safna efni tii bókarinnar Niðurlægingin, hann endurheimtir samstöðu við aðra menn, og finnur sjálf- ansig uppánýtt. - Ég skrifa heimildabók- menntir sem sýna m.a. að enn er hægt að ná til fólks með bók, sem getur haft víðtæk áhrif. - Einu sinni ætlaði ég að draga forstjóra og herfor- ingja upp á Vatnajökul og leika þar af f ingrum fram einskonar „grimmdar- leikhús“ til að prófa við- brögð þeirra.... segir Giint- her Walraff m.a. í eftirfar- andi samtali. Út er komin á íslensku hjá Tákti í þýðingu séra Gunnars Kristjánssonar bók vesturþýska blaðamannsins og rithöfundarins Giinthers Walraffs, Niðurlæging- in. Þetta er um margt sjaldgæf bók. Tilorðning hennar er sér- stæð: höfundurinn bjó sig í dul- argervi tyrknesks farandverka- manns, deildi kjörum við það fólk sem í landi hans er rétt- lausast, verst launað og haft til hinna hættulegustu starfa. Og um leið fólks sem margir græða á- og því hefur ekki skort á að Walraff hafi fengið morðhótanir og mál- stefnur margar fyrir framtak sitt í þágu þess sannleika sem hann tel- ur mestu skipta. Og bókin hefur farið mjög víða (selst í 2,4 miljónum eintaka í Vestur-Þýskalandi, komið út á tyrknesku og grísku og mörgum öðrum málum). Og hún hefur þegar, segir Gúnther Walraff, haft veruleg áhrif í þá veru að verða gistiverkamönnum í Vestur-Þýskalandi til verndar, réttarbóta, betri aðbúnaðar. Frá þessum hlutum sagði Gúnther Walraff á opnum fundi í Norræna húsinu á miðvikudags- kvöldið og í spjalli við Þjóðvilja- menn degi síðar - síðan flaug hann heim til að standa í enn ein- um réttarhöldum sem sármóðguð fyrirtæki stefna honum til í hefnd- arskyni við bókina. Skœruliði sannleikans Gúnther Walraff hefur áður gerst „skæruliði sannleikans" með sama hætti. Frægasta dæmið fram að þeirri bók, sem nú var nefnd, er af því, er hann réði sig til starfa á sorpblaðið Bild og lýsti því síðan, hvemig sú fals- og rógsmaskína starfar, og þá ekki síst til þess að sverta allt það sem róttækt má heita í Vestur- Þýskalandi. En frægð þess til- tækis er hvergi nærri á við þann orðstír sem Walraff gat sér í hlut- verki tyrknesks verkamanna og Árni Bergmann hlustoráog spyr vestur- þýskarit- höfundinn Gunther Walraff deildi með „ekta“ Tyrkjum: út- lendingahatri, rýrum launum, hættulegum aðbúnaði á vinnu- stað og arðráni hákarla sem leigja stórfyrirtækjum ódýrt vinnuafl. Viðtökur þær sem bókin hefur fengið, segir Gúnther Walraff, sýna m.a. að það er hægt að fá fólk til að lesa um hluti sem þeim finnst að öðru jöfnu óþægilegt að hugsa til, hafa tilhneigingu til að vísa frá sér. Þær sýna það líka, að jafn veikur miðill og bókin er nú talin, er ekki dæmdur til áhrifa- leysis. Það eru nú um fjórar miljónir útlendinga í Vestur-Þýskalandi. Þegar atvinnulífið var á uppleið, efnahagsundrið í uppsveiflu, þá var kallað á þetta fólk, þá var það boðið velkomið. Nú þegar að kreppir, vilja menn hinsvegar losna við þetta fólk aftur með góðu eða illu - og það á þá einatt ekki að neinu að hverfa, t.d. í Tyrklandi (Tyrkir eru lang fjöl- mennasti hópurinn) þar sem atvinnuleysi er gífuríegt og póli- tískt réttleysi þrengir kost margra þar að auki. Að byggja brú Sem betur fer hafa líklega 8-10 miljónir manna lesið bókina í heimalandi mínu, segir Walraff, hún hefur fengið marga til að horfast í augu við ástandið og endurmeta afstöðu sína, marga verkamenn, jafnvel harða hægri- menn með útlendingafordóma. Menn hafa í auknum mæli farið að bjóða útlendingunum heim, það er eins og byrjað hafi verið á vissri brúarsmíði milli heima- manna og verkafólksins erlenda. Löggæslan hefur tekið við sér hér og þar til að koma í veg fyrir þá „þrælasölu" á verkamönnum sem stórfyrirtæki ýmis hafa hagnast á og þó einkum hákarlarnir, milli- liðirnir, sem hirða allt af fákænu eða réttlausu fólki - láta það vinna 14-16 stundir á dag og um helgar án yfirvinnugreiðslu, án hlífðarbúnaðar osfrv. Ég hefi þegar lent í fimm mála- ferlum vegna bókarinnar. Það er dýrt og tímafrekt og ef bókin hefði selst í venjulegu upplagi hefði ég orðið að gefast upp. En ég hefi ekki tapað neinum mála- ferlum enn og býst við að hafa betur fyrir hæstarétti eins þótt nú síðast sé reynt að flækja mig í lag- akróka um að bregðast trúnaði, eins og gert var þegar ég kom mér fyrir inni á Bild. Ég er ekki heldur hræddur við símahleranir og morðhótanir. Ég hefi að sönnu komið mér fyrir Hollandsmegin landamæ- ranna öðru hvoru til að hafa meiri frið til að vinna áfram að mínum hugðarefnum, en það er ekki flótti. Og starfinu mun ekki ljúka þótt ég falli frá skyndilega - ég á mér hóp samstarfsmanna sem eru reiðubúnir að halda áfram. Já-fleira um áhrif bókarinnar. Ég gat losnað úr prísundinni hve- nær sem var, en tyrkneskir starfsbræður mínir voru eins og dæmdir til lífstíðarvistar. En þeir hafa m.a. fengið málið - við höf- um safnað miklum upplýsingum um reynslu ótal einstaklinga og öllu mun því til skila haldið. Sósí- aldemókratar hafa tekið við sér - í Nordrhein-Westfalen hefur at- vinnumálaráðherra þeirra sent eftirlitssveitir um til að góma þá sem brjóta lög á útlendingum, tíu þingmenn flokksins hafa samið lagafrumvarp um bann við leigumiðlun á fólki og verka- lýðsfélögin eru sama sinnis. Hjá Thyssen, þar sem ég vann um skeið sem Tyrkinn Alí, eru allt í einu komnar rykgrímur handa fólkinu, sem ekki hafði þær áður. - Þú sagðir að sósíaldemókrat- ar hefðu lært sitthvað af bókinni. Finnst þér að þeir hafi lært nóg? - Ég skal ekki segj a. Þýskir sós- íaldemókratar eru í erfiðri kreppu og ég býst við því að það muni líða eitt kjörtímabil í viðbót áður en þeir ná sér á strik. Ég vona að menn eins og Oskar La- fontaine, forsætisráðherra Saar, verði menn framtíðarinnar hjá þeim. Þjóðverjar og útlendingar - Hve útbreitt er útlendinga- hatur meðal Þjóðverja? - Má vera að 10-15% séu haldnir illkynjuðu útlendinga- hatri, og það eru því miður einatt þeir sem hæst hafa. Sagt er að röskur meirihluti landsmanna vilji að sem flestir hinna erlendu verkamanna hverfi úr landi, ekki kannski vegna fordóma eða andúðar, heldur vegna þess að þeir óttast margir hverjir vand- ræði. Sjálfur tók ég eftir því, þeg- ar ég gegndi hlutverki Tyrkjans Alí, að menn fara einatt með smekklausa og særandi brandara. Þetta eru einatt grimmir gyðinga- brandarar frá því á dögum nasista sem snúið er upp á t.d. Tyrki. Það eru ekki nærri allir sem hlæja að þessu - en þeir segja heldur ekk- ert. Gallinn við þá, sem hafa kannski samúð með Tyrkjum og öðrum þeim sem níðst er á, er að einatt skortir þá þegnlegt hug- rekki þegar á þarf að halda. Annað Þýskaland - Hvað varð um þína eigin þjóðernisvitund í gerfi Alís? - Ég hefi alltaf verið „ættjarð- arlaus kóni“ eins og sagt er, al- þjóðahyggjumaður. En í Þýska- landi á ég heima, þangað leita ég - ég er svar við þýsku samfélagi, ef svo mætti að orði kveða. Og ég vonast til að hægt verði að breyta samfélagi okkar, eins þótt það gangi hægt, við getum átt von á mörgum afturkippum. Ég hugga mig líka við það, að það er til „annað Þýskaland“ en það opinbera, það sem iðjuhöld- ar og stjórnmálaleiðtogar eru fulltrúar fyrir. Það kemur m.a. í ljós í sambandi við hreyfingu eins Græningja. Græningjarerusjálf- ir klaufskir, klúðra mörgum hlutum með framkomu og mála- tilbúnaði sem hræðir fólk frá þeim, samt eru þeir allöflug hreyfing. Og ef þeir væru skyn- samari þá gætu þeir kannski orð- ið hreyfing sem nyti allt að 30% fyigis. Að leika hlutverk - Þjóðfélag framtíðarinnar, er að þínu mati samfélag, sem hefur vísað frá sér hagvaxtartrúnni. - Já, ég held reyndar að hag- vaxtardýrkunin sé búin að syngja sitt fegursta. Hinsvegar er ekki komið það í staðinn sem um mun- ar. - Hvernig vildi það til að þú byrjaðir á þessari aðferð - að fara í annan ham til að leita uppi sann- leika, sem öðrum hefði kannski dulist? - Ég á dagbók frá því ég var sautján ára, og það kemur strax fram þessi áhugi minn á að setja upp grímu, fara í annarra föt. En þetta byrjaði á því að ég var neyddur inn í hlutverk. Ég hafði - að fyrirmynd Gandhis og kenn- inga hans um andóf án ofbeldis - neitað að gegna herþjónustu. Mér var þá haldið tíu mánuði nauðugum í hernum, m.a. á geð- veikrahæli. Og Heinrich Böll hvatti mig til að skrifa um reynslu mína. Síðan hefur Gúnther Walraff brugðið sér í margra kvikinda líki. Einu sinni þóttist hann vera vopnasali sem ætlaði að selja varning sinn portúgölskum gen- erálum. Fyrirliði þeirra tor- tryggði Walraff bersýnilega og spurði hann m.a. hvort hann hefði lesið bók sem heitir „Barbarossa-aðgerðin" - en hún segir einmitt frá manni sem smyglar sér inn í samtök sem fara með vopnaviðskipti! Þar skall hurð nærri hælum og hefði getað illa farið. í annað sinn (meðan á Víetnamstríðinu stóð) þóttist Walraff vera Napalmframleið- andi og leitaði til kaþólskra guð- fræðinga og spurði þá hvort hann gæti sem kristinn maður varið það fyrir sinni samvisku að selja slík vopn. Allir nema tveir sögðu það sjálfsagt, þeir litu á að brýnt væri - einnig með bensínshlaups- sprengjum - að kveða niður kom- múnismann. Walraff sagði reyndar furðulegar sögur af því, hvernig hann - í hlutverki Tyrkj- ans Alí - leitaði til kaþólskra presta og bað um að fá að skírast til kirkju þeirra. Allir vísuðu hon- um frá, vildu ekki þennan hund- tyrkja í söfnuðinn - allir nema ungur pólskur kapelán - „líklega af því að pólsk kirkja hefur mátt margt annað reyna en þýsk emb- ættakirkja". Blekkingar og samstaða Þegar Walraff kom sér fyrir á Bild hrundu, segir hann, margar blekkingar um blaðamennsku - þetta var allt miklu líkara mafi'- ustarfsemi en skikkanlegri fjöl- miðlun. Frelsi blaðanna er varla 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.