Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 20
r Fleira er nýjung en geimskip... Andrej T reúmov er skólapiltur f rá Gorki og hann var 16 ára þegar hann geröi sína fyrstu uppfinn- ingu. Búnaður, sem hann fann uppvarinnleiddurfyrirári ísjón- varpsframleiðslu og gerði kleift að minnka eyðslu Ijósmálma og raforku verulega. Þessi nýjung sparar yfir 10.000 rúblur á ári. Andrej hefur um fimm ára skeið gengið í skóla í frítíma sín- um og er skólinn rekinn á vegum Félags uppfinningamanna og hagræðingarsérfræðinga í So- vétríkjunum, en íþvífélagi eru yfir 13 milljónir félaga á ýmsum aldri og í ýmsum starfsgreinum. Fyrir tíu árum var þetta félag aðeins fyrir „fullorðna“. Skóla- börn, sem unnu að tæknilegum uppfinningum í klúbbum í skól- anum eða öðrum klúbbum, fengu ekki inngöngu í FUH. En þegar þörf varð á að herða á vísinda- og tækniframförum, jókst jafnframt þörfin á að fjölga þeim sem voru að vinna að uppfinningum og til- raunum. Þess vegna var byrjað í upphafi þessa áratugs að skipuleggja starfsemi í skólum, þar sem eldri- bekkingar hljóta starfsmenntun. Komið var á klúbbum á tækni- legu sviði, þar sem krakkamir hlutu ekki aðeins tilsögn, en gátu gert tilraunir með þekkingu sína og kunnáttu. Georgi Stoljar, leiðbeinandi í Tutajevsk telur að það sé mjög hollt fyrir byrjendur að skoða uppfinningar. Margir unglingar haldi að uppfinningar séu nýtt geimskip eða ný tegund af bif- reið. Uppfinning geti verið miklu minni og einfaldari en þetta, en verið ákaflega mikilvæg engu að síður. Hann sagði okkur frá því að krakkar sem væru að byrja á þessu sviði, hefðu mestan áhuga á einhverju sem eldri félagar þeirra hefðu fundið upp: t.d. sjálfvirkum búnaði til að slökkva Rússnesk ameríkan- sering Ameríkanseríngin er lævís og lipur og smeygir sér inn um minnstu smugur. Fyrir um ára- tug lak pepsí austur fyrir járn- tjald og svalaði þyrstum Rússum. Nú loksins virðist útlit fyrir að þeir fái rétt viðbit með drykkn- um, því McDonald stendur í samningsviðræðum við Sovétrik- in um að fá að setja upp hamborg- arakeðju í landinu. Þá stendur önnur skyndibitakeðja í svipuð- um samningsviðræðum, nefnist hún Pizza Hut. Pizza Hut vonast til að geta opnað um eitt hundrað pitzukofa. í Sovétríkjunum á næsta ári. Yfir- völd í Sovétríkjunum virðast ánægð með þessa þróun, því ný- lega birtist sjónvarpsþáttur eystra, þar sem veitingastaðir McDonald á fimmta stræti í New York voru heimsóttir. í þættinum var farið mjög fögrum orðum um staðina, talað um þrifnað og sagt að hamborgararnir væru heitir og bragðgóðir auk þess sem frönsku kartöflurnar væru lostæti. En Rússar hafa ekki bara áhuga á að kýla vömbina á amer- íska vísu heldur sýna þeir því einnig áhuga að menningin taki mið af því sem hæst ber í Nýja heiminum. Nú hyggjast þeir fara að veita sín eigin Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndir. Félag kvik- myndagerðarmanna hefur ákveðið að veita árlega kvik- myndaverðlaun fyrir hin ýmsu afrek innan kvikmyndagerðar í Sovétríkjunum. Verðlaunaaf- hendingunni á svo að sjónvarpa beint einsog Óskarsverðlaunaaf- hendingunni. og kveikja ljós eða tæki til að fylgjast með því hvort slökkvarar hitnuðu um of. Þessar uppfinn- ingar eru nú notaðar í olíu- vinnslustöðunni á staðnum. Það fyrirtæki sér um reksturinn á uppfinningadeildinni í skólan- um. Það hefur gert samning við FUH um að fyrirtækið fjármagni útgjöld og sjái unglingunum fyrir tækjum og efni. Starfsmenn olíu- vinnslustöðvarinnar sjá um fræðilega tilsögn í deildinni. Með aðstoð þeirra læra krakkarnir að skipuleggja uppfinningastarfið og hagræðingu, að gera tilraunir og leita að villum og margt fleira. í verklegum tímum fá þau Félag uppfinningamanna sækir nú inn í sovéska skóla. fyrstu viðfangsefnin, sem eru ekki mjög flókin. Smátt og smátt eru verkefnin gerð þyngri og þyngri. Það eru aðeins hæfustu krakkarnir sem ná góðum ár- angri. Það er ekki hverjum gefið að sjá eitthvað nýtt. En hvað með þau sem eru ekki gædd slíkum gáfum? Þau geta líka skapað. Það er leitast við að þroska hjá þeim öllum hæfileika til að vinna í hóp og fylgst er vel með tilhneiging- um og áhugasviði hvers og eins. Tölfræðin sannar að litlir hópar geta verið afar sterkir og unnið stór afrek: Af 28 uppfinningum eru 20 sem koma frá hópum. -APN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.