Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 9
Landeyðingarstefnan Stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart sveitafólkinu er meö ólíkindum og tekur stöðugt á sig dekkri myndir. Sú aðlögun og búhátta- breyting, sem talað var um fyrir tveimur árum, þegar verið var að lokka bændur til stuðnings við nýja framleiðslulöggjöf, er nú að breytast í martröð fyrir margan bóndann og heil byggðarlög. Fjármagnið sem nota átti til búháttabreytinga og tekið var af útflutningsbótarétti er nú í vax- andi mæli notað til að kaupa bændur upp af jörðum sínum án nokkurs tillits til stöðu byggð- anna. Kvótakerfið sem innleitt hefur verið í mjólkur- og sauðfjárfram- leiðslu fer verst með frumbýlinga og minni búin. Með því er jafn- framt refsað þeim bændum, sem farið höfðu eftir eindregnum til- mælum stjórnvalda um að draga úr framleiðslu sinni. Fullvirðisrétturinn vegna mjólkurframleiðslu barst bænd- um í fyrravetur á miðju verðlags- ári. Nú hafa sauðfjárbændur ný- verið fengið sína skömmtunar- seðla með fullvirðisrétti fyrir næsta verðlagsár, 1987-88. Við móttöku þeirra brá mörgum í brún, þar sem skerðingin er lang- tum meiri en flesta hafði órað fyrir. Síðan er búnaðarsambönd- um samkvæmt reglugerð ætlað að plástra yfir verstu kaunin með litlum 3%, sem ekki hefur þegar verið skipt milli bænda. Við samninga ríkisvaldsins við bændasamtökin í haust var bænd- um gert að taka á sig lækkun á afurðaverði búanna sem svarar um 200 þúsund krónum á meðal- bú yfir árið og auðvitað dregst sú upphæð beint frá kaupi bóndans. Hér beita stjórnvöld óheyri- legum aðferðum gagnvart varn- arlausu fólki og stétt, sym því miður er félagslega veik og sundruð. Aðgerðirnar hafa bein- línis verið við það miðaðar að brjóta á bak aftur félagslega sam- stöðu bændastéttarinnar. Hver bóndi á að hugsa um að bjarga sínu skinni með einhverjum hætti án tillits til stöðu nágranna og heimasveitar. Petta eru kaldrifj- uð ráð og hefði einhvern tíma ta- list til tíðinda að flokkur sem kennir sig við samvinnu standi fyrir slíku. Fátœktinni jafnað niður Vissulega hefur mjög hallað undan í málefnum landbúnaðar- ins síðustu ár. Markaður fyrir hefðbundnar landbúnaðarafurð- ir hefur dregist ört saman, m.a. vegna versnandi kjara launafólks og lækkun á niðrgreiðslum úr rik- issjóði. Milliliðir hafa hirt sívax- andi hlut af afurðaverðinu og frjáls álagning í smásölu hefur hækkað verðið til neytenda. Með því kvótakerfi, sem nú hefur verið innleitt með stuðningi af lögum nr. 46/1985, um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, er verið að festa í sessi meingallaða skipan í framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða. Með úthlutun á fullvirðisrétti til bænda í hefðbundnum búgrein- um er verið að skipta minnkandi framleiðslumagni niður á bænd- ur, að mestu án tillits til aðstæðna og stöðu byggðarlaga. Á sama tíma eru engar hömlur settar á framleiðslu annarra kjötafurða en kindakjöts. Engin marktæk viðleitni er til að skipuleggja framleiðsluna svæðisbundið með tilliti til land- gæða eða staðbundins markaðar. Varðar hið fyrrnefnda einkum sauðfjárræktina, en hið síðar- talda mjólkurframleiðslu. Pað stjórnkerfi, sem nú er ver- ið að innleiða í hefðbundnum bú- skap, bitnar harðast á þeim sveit- um sem stóðu höllum fæti fyrir. Afleiðing þessarar stefnu verður að fjöldi bænda lendir á köldum klaka á nokkrum árum og byggð- in grisjast og eyðist skipulags- laust. Þetta eru í senn ómannúð- legar aðgerðir og óhagkvæmar fyrir þjóðarheildina. Stefna Framleiðnisjóðs land- búnaðarins um kaup og leigu á búmarki og fullvirðisrétti af bændum getur á stuttum tíma kippt fótum undan búskap í heilum byggðalögum og dregið hefur verið í efa að farið sé að lögum um þær aðgerðir. Stuðn- ingur við bændur sem hætta vilja búskap af ýmsum ástæðum getur átt fullan rétt á sér, en nauðsyn- legt er að byggja slíkar aðgerðir á heildarsýn og gera jafnframt ráð- stafanir til styrktar lífvænlegum byggðum. Sama handahófið ríkir um uppbyggingu nýrra búgreina og gagnvart hefðbundnum búskap. Þar er víða verið að fjárfesta skipulagslaust, m.a. án tillits til náttúruskilyrða og aðstæðna á einstökum jörðum og ástands í viðkomandi sveitum. Lengri aðlögunartími Þessa landeyðingarstefnu verður að stöðva áður en hún hef- ur leitt af sér meiri ófarnað en þegar er orðið. Þar verða bændur sjálfir að beita afli sínu í sam- vinnu við stjórnmálaöfl í landinu, sem reiðubúin eru að taka öðru- vísi á málum. Grundvallaratriði er að bænd- ur fái lengri aðlögunartíma og um leið tryggingu fyrir ákveðnu verði fyrir afurðir sínar í meira mæli en nú er á meðan verið er að laga framleiðsluna að markaði. Samhliða því þarf að vinna skipulega að vöruþróun og fleiri ráðstafanir til að styrkja stöðu hefðbundinnar búvörufram- leiðslu á innlendum markaði og leita í alvöru að arðgæfum út- flutningsmöguleikum. Umfram allt þarf strax að úndirbúa framleiðslubreytingar í sveitum á vitrænum forsendum með það að markmiði að vernda byggðakeðjuna og laga hefð- bundinn búskap að landgæðum og staðbundnum markaði. Þéttbýlið á þar ekki síður mikið í húfi en sveitirnar. Búrekstrarkönnun strax Lykill að skipulegum aðgerð- um í búháttabreytingum og ný- sköpun í sveitum er skýr vitn- eskja um núverandi ástand á jörðum, möguleika til breytinga og hugmyndir heimafólksins þar að lútandi. Til að ráða bót á þessu hef ég flutt svofellda tillögu á Al- þingi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram á fyrri hluta árs 1987 samræmda könnun á búrekstraraðstöðu einstakra jarða og byggðarlaga um land allt. Markmiðið með slíkri bú- rekstrarkönnun verði að safna upplýsingum um framleiðsluað- stöðu á einstökum jörðum, svo og um áform ábúenda og hug- myndir sveitafólks varðandi ný- sköpun í atvinnulífi og breytingar á búháttum í dreifbýli í náinni framtíð. Könnunin verði m.a. við það miðuð að unnt sé að nota þær upplýsingar sem safnast við mótun svæðaskipulags í landbún- 1986. - 1056 ár frá stofnun Afbirgis. 109. löggjafarþing. - 132. má!. 138. Tillaga til þingsályktunar um könnun á búrekstraraðstöðu. Flm.: Hjörieifur Guttormsson. J^sœssssar-— “ Skumlöröum Vehði ***** “PP'íSÍ"8“m «» fr=mleiSsluað. motun svæðaskípulágs ImdbúnT^þaf sem'tekið tT'aSÍ!’unar'h mZ** ^ búgrchw. JafaframfJnu^aðSfí Tffð ^PP^^nýna leiðl'e nandi um aðgerðir tilað viðhald'^ b^ðarta*a «8 verð, “~sr: aði þar sem tekið er tillit til að- lögunar hefðbundins búskapar að landgæðum og markaði, nýt- ingar arðbærra hlunninda og uppbyggingar nýrra búgreina. Jafnframt ætti könnunin að leiða í ljós stöðu einstakra byggðarlaga og verða Ieiðbeinandi um að- gerðir til að viðhalda byggðinni. Við framkvæmd búrekstrar- könnunarinnar verði leitað að- stoðar búnaðarsambanda og hér- aðsráðunauta og hagnýttar nið- ast hið fyrsta í svipaða búrekstr- arkönnun í öðrum landshlutum. Reynslan úr Norðurlandi sýnir að unnt er að vinna slíkt verk á skömmum tíma eins og tiliagan gerir ráð fyrir. Svo mikið er í húfi fyrir fólkið í sveitum og landsmenn alla að eðlilegt er að ríkið greiði kostnað af þessari könnun. Við fram- kvæmd hennar er hins vegar sj álf- sagt að virkja samtök bænda og héraðsráðunauta. Stjórnmál á sunnudegi Hjörleifur Guttormsson skrifar: urstöður úr könnun sem gerð var á árinu 1986 á Norðurlandi að frumkvæði Ræktunarfélags Norðurlands. Landbúnaðarráðherra kynni Alþingi meginniðurstöður þess- arar könnunar eigi síðar en haust- ið 1987 svo að unnt sé að móta aðgerðir með hliðsjón af henni á næsta þingi. Kostnaður vegna könnunar- innar greiðist úr ríkissjóði. Undirstaða að nýrri landbúnaðarstefnu í þessari tillögu er lögð áhersla á allt önnur vinnubrögð en tíðk- ast hafa. Þótt aflað hafi verið á liðinni tíð margháttaðra upplýsinga um framleiðsluaðstæður, m.a. á veg- um Búnaðarfélags íslands, Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og Fatseignamats ríkisins, hafa þær ekki verið hagnýttar eða legið fyrir í aðgengilegu formi. Veldur þar mestu áhugaleysi stjórn- valda. Að frumkvæði Ræktunar- félags Norðurlands var snemma á árinu 1986 hafist handa um könn- un á búrekstri á Norðurlandi og er nú verið að vinna úr þeim gögnum. Sjálfsagt er að nýta þær upplýsingar sem þar koma fram og reynsluna af þessu lofsverða framtaki. Nauðsynlegt er að ráð- Ef vel er að þessari könnun staðið á hún að geta lagt grunn að gjörbreyttum tökum á stjórn landbúnaðarmála, m.a. að svæðaskipulagi og stuðningi við einstök byggðarlög. Aðvörunarorð Gunnars Guðbjartssonar í Árbók landbúnaðarins 1985 sem út kom á þessu ári ritar Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins inngang undir heitinu Örlagatímar. Þar sýnir hann fram á á hversu tæpt vað var teflt með fram- leiðsluráðslögunum 1985 og að velvilja og skilning þurfi á að- stæðum sveitanna, ef ekki átti illa að fara. Rekur hann mörg dæmi um í hvert óefni nú stefnir af því að stjórnvöid hafa brugðist og ýmsir forráðamenn bænda hafa ekki haldið vöku sinni. Undir lok greinar sinnar segir Gunnar Guðbjartsson: „Stjórnleysi í framleiðslu á nautakjöti, svínakjöti og fugla- kjöti getur riðið sauðfjárfram- leiðslunni að fullu. Ekki verður búandi til lengdar við það að allt kjöt sé selt á útsölu. Slíkt verður dauðadómur á alla kjötfram- leiðslu í landinu. Stjórnvöld verða að átta sig á þessu fljótlega. Verði það ekki gjört mun um- rædd löggjöf valda íslensku þjóðfélagi skapadómi, sem aldrei verður bættur. Ekki er heldur bú- andi við stjórnleysi í eggjafram- leiðslu svo sem nú er. Með slfku stjórnleysi er fjár- munum þjóðarinnar sóað í stör- um stíl í óarðbæra fjárfestingu, sem engum nýtist. Sé þetta gert til að þjóna trúarlegum sjónar- miðum samkeppnismanna þá er verið að hætta fjöreggi þjóðar- innar í annarlegum leik líkt og tröllskessurnar gerðu forðum og frá er sagt í þjóðsögum. Hvort hin nýju framleiðslulög skapa þjóðinni örlagadóm eða valda straumhvörfum til góðs, ræðst af því hvort stjórnvöld hafa kjark til að hafna stjórnlausri markaðshyggju samkeppnis- manna og taka upp skipulag fé- lagshyggju í staðinn og viðhalda raunhæfri byggðastefnu. Næstu tvö til þrjú ár munu skera úr um þetta efni. Af þeim úrskurði munu örlög íslenskrar byggðar og íslensks landbúnaðar ráðast.“ Undir þessi orð vil ég taka. í stað landeyðingarstefnu verður að koma jákvæð aðlögun í hefð- bundnum búgreinum og ný- sköpun í sveitunum. Hjörleifur Guttormsson Sunnudagur 23. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Byggingarfélag verkamanna Reykjavík AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn í Domus Medica við Eg- ilsgötu miðvikudaginn 26. nóvember 1986, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsstjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.