Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar Erum báðar miklar barnakellingar Kristín og iðunn Steinsdœtur hlutu 1. verðlaun í leikritasamkeppni ríkisútvarpsins og eru nafn vikunnar fyrir bragðið Við höidum áreiðanlega áfram að skrifa saman. Okkur finnst það svo skemmtilegt að við tímum ekki að hætta því, segir Kristín Steinsdóttir, sem ásamt Iðunni systur sinni er nafn vikunnar. Fyrirviku síðan frumsýndi Leikfélag Húsavík- ur gamanleik eftir þær systur, Síldin kemur, síldin fer, og á miðvikudaginn fengu þær svo 1. verðlaun í leikritasam- keppni útvarpsins fyrir leikritið 19. júní. Þessi vikaávafalaust eftir að verða þeim minnis- stæð og ekki að ástæðu- lausu. Kristín og Iðunn fæddust á Seyðisfirði og ólust þar upp þar til þær fóru í Menntaskólann á Ak- ureyri og gamanleikurinn Sfldin kemur, síldin fer byggir einmitt á reynslu þeirra af þes&um frægu sfldarvertíðum þar fyrir austan. „Við gerum þarna einu sfldar- sumri skil, ekki endilega austur á Seyðisfirði, en auðvitað erum við að skrifa um Seyðisfjörð. Við reyndum að skrifa það þannig að allir sem hafa verið í sfld geti fundið þarna sitt sfldarsumar, þótt það hafi kannski verið norður á Siglufirði. Iðunn samdi söngtextana í leiknum við lög frá þessu tímabili, sem er um 1960. Við bregðum ljóma á sfldar- pláss þar sem eru innfæddir, sem sumir hverjir fagna sfldinni, aðrir amast við henni. Nú svo tökum við náttúrlega fólkið sem kemur að, fólkið sem fylgdi sfldinni og sveitapíurnar sem komu að salta. Við reyndum sem sagt að draga þarna upp eins fjölbreytilegt mannlíf og kostur var. Leikfélag Húsavíkur setti þetta upp undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar og þau gerðu þetta afskaplega vel.“ Nú var þetta fyrsta uppfærsla á leikriti eftir ykkur. Leið þér ekki bara vel á frumsýningunni? „Þetta var stórkostlegt. Reyndar var ég með svolítinn fiðring í maganum, en þetta var svo stórkostlegt að ég held ég eigi aldrei eftir að upplifa slíkt aftur. Þetta var jú í fyrsta sinn og það var alveg yndislegt. Það var líka gaman að setja þetta upp á Húsa- Þetta er svo skemmtilegt að við tímum ekki að hætta þessu, segir Kristín sem þarna er með Iðunni systur sinni eftir að Markús Örn Antonsson hafði veitt þeim 1. verðlaun fyrir 19. júní. Mynd Sig. vík, þar sem áhugamanna- leikhúsið er mjög öflugt.“ Um hvað fjallar svo 19. júní? „19. júní fjallar um ósköp venjulega konu sem við nefnum Önnu. Hún vinnur úti og er með heimili að auki. Hana langar til þess að gera svo ótal margt, en það er aldrei tími til neins nema að vinna og sjá um heimili, því hennar áhugamál stangast alltaf á við þarfir heimilismanna. Það sem við erum að reyna að fjalla um þarna erum við sjálfar. Það er ekki stóri vondi karlinn sem við erum giftar, sem endilega vill stjórna lífi okkar, heldur sú staðreynd að við getum ekki spyrnt við fótum og sagt: Nú ætla ég að gera þetta og svo get ég bara gert allt hitt á eftir ef ég hef tíma til þess. Það er „Annan“ í okkur öllum sem við erum að benda á.“ Hvernig datt ykkur í hug að fara að vinna saman? Þetta er óneitanlega svolítið óvenjulegt. „Þetta byrjaði nú allt saman fyrir tveimur árum, þá byrjuðum við á Sfldinni. Það vildi þannig til að við fórum á söngleik saman. Hann var ágætlega sunginn, það vantaði ekki, en það hneykslaði okkur gersamlega hvað sögu- þráðurinn var lélegur. Þar sem við sátum saman við systur og mennirnir okkar og vorum eitthvað að gantast með þetta, þá segja þeir: Hvers vegna skrifið þið ekki bara söngleik? Þið eruð svo góðar með ykkur. Við tókum þá bara á orðinu og byrjuðum eiginlega með það sama. Okkur hafði svo lengi langað að skrifa Sfldina.“ Er þetta erfið samvinna? „Nei, þetta er afskaplega ljúf samvinna. Það sem ég held að geri þetta svo skemmtilegt hjá okkur er að við erum aldrei að keppa hvor við aðra. Við höfum verið spurðar hvor okkar ræður, en auðvitað ræður hvorug okk- ar.“ Hvað ertu að fást við núna? „Ég er að reyna að skrifa barna- bók, en ég veit ekki hvort það verður nokkurn tíma nokkuð úr því. En það er allt í lagi, ég les hana fyrir krakkana mína og ef hún fer aldrei lengra þá hafa þau þó haft gaman af henni.“ Þið systur hafið fengið tvær viðurkenningar nú á einni viku. Hvetur þetta ykkur ekki til dáða? „Þetta er okkur alveg óskap- lega mikils virði og verður okkur mikil hvatning. Okkur hefur mikið langað til þess að skrifa barnaleikrit, en verið ráðið frá því, sagt að það borgi sig bara ekki, en eftir þetta er ég alveg sannfærð um að við setjumst nið- ur og skrifum samt barnaleikrit. Við erum báðar miklar barnakellingar og okkur langar til þess að skrifa fyrir börn, enda finnst mér alls ekki nógu mikið gert af að skrifa leikrit fyrir börn.“ Hafið þið alltaf verið svona samheldnar? „Já, við höfum alltaf verið mjög samheldnar. Þegar mamma okkar dó fyrir 22 árum treystust þau bönd enn. Og þið eigið örugglega eftir að senda eitthvað frá ykkur í fram- tíðinni. „Ég vona það, við höfum svo gaman af þessu. Það verður a.m.k. eitthvað til, hvort sem það fær að fara á svið eða ekki,“ sagði Kristín. -gg 1 ! I ______________LEtÐARI________ Á öndverðri bókatíð Nú er að hefjast bókatíð eins og hvert manns- barn veit. Og hér og þar í fjölmiðlum fara menn um þau tíðindi heldur hryssingslegum orðum, tala um bókaflóð sem eitthvert uggvænlegt nátt- úrufyrirbæri, fara háðslegum orðum um ýmsa fylgifiska þess og þar fram eftir götum. Enda þó venjulega á því, að gjalda nokkra varaþjónustu þeirri hefð sem er fyrir bóklestri í landinu og þeim sið að menn færi vinum og ættingjum gjafir í bókarlíki. Fyrir nokkrum misserum mátti heyra það oft hjá útgefendum, höfundum og bóksölum, að þeir væru mjög uggandi um sinn hag. Bóksala dróst saman og eitt árið hrapaði hún snögglega. Menn fóru að leggja út af þessum tíðindum eftir því sem andinn inn gaf hverjum og einum. Flest- ir töluðu sig inn á þær brautir, að hér væri það að koma fram sem lengi hefði verið spáð: bókin væri komin á undanhald vegna þess, hve harðri samkeppni hún mætir þar sem eru aðrir fjöl- miðlar - blöð, tímarit, útvarp, sjónvarp, mynd- bönd og þar fram eftir götum. Var í rauninni ekkert eðlilegra en að þessi yrði niðurstaðan, því vitanlega er þessi harða sam- keppni staðreynd, og það er einnig augljóst, að staða bókarinnar er ekki tryggð fyrirfram á tím- um örra breytinga á lífsháttum og þá ekki síst tómstundavenjum. Aðstandendur bóka snerust til varnar með ýmsum hætti og fengu m.a. alla þá fjölmiðla til liðs við sig sem reyna að láta sig íslenska menn- ingu og sérstöðu hennar nokkurs varða. Og skýrslur herma, að það hafi tekist að snúa þró- uninni við, að minnsta kosti í bili. Bókaútvegur síðasta árs mun til dæmis hafa komið allvel út í þeim magntölum, sem því miður segja aldrei nema hálfa sögu. Magnið, bóksalan í heild, skiptir að sönnu máli. Með því að vísa til þeirra vitum við að sönnu fátt um skiptingu bóka í flokka eftir gæð- um og viðfangsefnum. En magnið skapar í sjálfu sér nokkrar forsendur fyrir því að bókaút- gáfan geti verið nægilega fjölbreytt. Mikill fjöldi bóka, sem dreifist víða, fækkar þeim einstak- lingum og heimilum sem ekki telja það sjálf- sagðan hlut að grípa til bókar til fullnægingar ýmissa þarfa. Þetta magn eykur líkur á því að menn haldi áfram að glíma við ólíkustu við- fangsefni, koma hinum margvíslegasta fróðleik, þörfum jafnt sem óþörfum, á íslenska tungu. Auk þess bendir reynsla síðustu missera til þess, að samsetning bókaframleiðslunnar hafi verið að þróast í heldur jákvæða átt. Munar þar ef til vill mestu um frumkvæði í innlendri barna- bókagerð og svo þá sjóði, sem hafa greitt mjög fyrir því, að þýdd væru á íslensku ýmis ágæt verk heimsbókmenntanna. Þá er og líklegt að sá stóri flokkur bóka sem fellur undir endur- minningar, þjóðlegan fróðleik ýmisskonar og fleira þesslegt, sé jafnbetri en við áttum fyrr að venjast - ekki eins mikið um rit innan hans sem til eru orðin af augljósum vanefnum. Við skulum vona að við megum í ár upplifa góða bókatíð og að því styðji samstillt átak margra. Bókarýnenda, sem á hvílir sú ábyrgð að láta fólk vita með falslausum hætti hvað er að gerast, bóksala sem þurfa bæði að sýna hugvit og nauðsynlegasmekkvísi íkynningu bóka-og margra annarra. Mestu skipta að sjálfsögðu höfundarnir og þýðendurnir sjálfir - þeir sem glíma við þá lífsnauðsyn lítillar þjóðar að mál hennar sé lifandi, ferskt og sterkt í átökum við öll mannleg viðfangsefni. Hingað kom í vikunni þýskur rithöfundur og blaðamaður, Gunter Wallraff, sem hefur tekist með sérstæðum heimildaádrepum sínum að sanna, að bókin þarf ekki að vera dæmd til að vera veikur miðill og áhrifalítill. Fordæmi hans er merkilegt, þótt fáir muni eftir leika í bókstaf- legum skilningi: altént minnir það á eitt sem ekki má gleymast - að vinsæl bók þarf ekki að vera ómerkileg bók. Og í kveðjuskyni við góðan gest skal lesendum árnað góðrar bókahátíðar með orðum hans: „Það samfélag er vansælt sem er hætt að lesa - það hefur misst sitt minni“. Sunnudagur 23. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.