Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 16
Leggjum allt af mörkum! Frásögn af ráðstefnu samtaka kvenna á vinnumarkaði. Ásdís Steingrímsdóttir: Stofnað til ráðstefnu vegna aðgerðarleysis verkalýðshreyfingarinnar Það var stofnað til ráðstefn- unnar vegna aðgerðarleysis verkalýðshreyfingarinnar og með það markmið að hafa áhrif á þró- un mála í komandi kjarasamning- um, sagði Ásdís Steingrímsdóttir talsmaður Samtaka kvenna á vinnumarkaði um ráðstefnu sem samtökin stóðu fyrir um síðustu helgi undir yfirskriftinni kröfur kvenna í komandi kjarasamning- Ráðstefnuna sóttu konur úr hinum ýmsu stéttarfélögum, en 11 fulltrúar þeirra fluttu stuttar framsögur áður en ráðstefnugest- ir ræddu málin í hópum og al- mennum umræðum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum leiddu umræðurnar til ályktunar þar sem skýrar kröfur eru settar fram: krafan um 36 þúsund króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu og krafan um óskertar vísitölubæt- ur. í framsöguræðunum brugðu fulltrúarnir upp mynd af því á- standi sem konur í stéttarfélögum þeirra búa við. í þessu sambandi var brugðið upp mynd af al- mennum launakjörum innan stéttarinnar og því faunamisrétti sem ríkir á milli karla og kvenna en auk þess var talað um hin sér- stöku vandamála sem blasa við hverri starfsgrein. Dæmin sem tekin voru um launamisrétti karla og kvenna á sama vinnustað sanna enn einu sinni að það launamisrétti heyrir ekki sögunni til. Kristín Friðriksdóttir verka- kona í kjötvinnslu sagði t.d. frá unga manninum sem fyrir stuttu var ráðinn til starfa í þeirri 13 manna deild sem hún vinnur í og sem reynslulaus fór á byrjunar- laun sem voru rúmum 4 þúsund krónum hærri en þau laun sem hún var á með með 4urra ára starfsreynslu. Um svipað leyti og pilturinn var ráðinn voru tvær stúlkur ráðnar en á meðan þeirra byrjunarlaun voru rúmar 20 þús- und krónur voru byrjunarlaun unga mannsins 28 þúsund krón- ur! Svipaða sögu sagði Lilja Eyþórsdóttir bankamaður en í máli hennar kom fram að sam- kvæmt könnunum sem gerðar hafa verið í bönkum er launa- munur karla og kvenna þar tæp 14% þegar frá er dregin starfs- reynsla, menntun og aðrir þættir sem hugsanlega geta skýrt launamuninn. Laufey Jakobsdóttir (í ræðustól) segir frá stöðu ellilífeyrisþega á ráðstefnunni. Ljósm. KGA. Hver starfsgrein hefur sín sér- stöðuvandamál og voru þau að sjálfsögðu tíunduð í framsögun- um. Vilborg Þorsteinsdóttir for- maður Snótar í Vestmannaeyjum sagði frá þeim vanda sem fisk- vinnslukonur í Vestmannaeyjum hafa í auknum mæli orðið fyrir vegna gámaflutninganna. Þeir hafa haft þau áhrif að minna hrá- efni kemur í frystihúsin, og einn og einn starfsdagur dettur út hjá konunum. Þetta hefur veruleg áhrif á tekjurnar jafnvel þó að um fastalaun sé að ræða því bónus- inn, sem er lyftistöngin á hin smánarlegu föstu laun, minnkar þar með þegar á heildina er litið sem og yfirvinnan. Þá er hráefnið sem kemur í húsin verra en það sem flutt er út en það hefur jafn- LÖGGILTIR EHDURSKOÐENDOR VIÐSKIPTAFRÆÐINGAR HAGFRÆÐINGAR LÖGFRÆÐINGAR REKSTRARVERKFRÆÐINGAR REKSTRARTÆKNIFRÆÐINGAR Með lögum nr. 12/1986 var ríkisendurskoðun flutt um 5etí stjórnskipun landsins. Frá 1. janúar 1987 mun stofnunin starfa á vegum Alþingis og er frá þeim tíma óháð ráðuneytum og öðrum handhöfum framkvæmdavaldsins. Auk hefðbundinnar endurskoðunar á sviði reikningsskila og að reikningar séu T samræmi við heimildir fjárlaga og annarra laga verður T auknum mæli lögð áhersla á svonefnda stjórnsýsluendurskoðun, með könnunum á nýtingu og meðferð rTkisfjár. Fyrirkomulag þetta krefst breyttra starfshátta og starfsmanna með sér- þekkingu á ýmsum sviðum opinberrar stjórnsýslu og atvinnumála þjóðarinnar. RTkisendurskoðun er á höttunum eftir starfsmönnum sem hafa þekkingu og getu til að takast á hendur verkefni af þessu tagi. Hefur þú áhuga á ► að geta bent á hvað úrskeiðis fer T rekstri ríkisins og gera tillögur um úrbætur? ► að taka þáttT nýjum vinnubrögðum og móta þau? Þá stendur þér til boða ► að starfa að meiri háttar verkefnum þar sem skyggnst er um gervallt stjórnkerfi ríkisins. ► að fá útrás fyrir framtakssemi og frumkvæði við lausn óþrjótandi verkefna. Ef áhugi er fyrir hendi, sendið þá skriflegar upplýsingar um æviferilsatriði (nafn, aldur, menntun og fyrri störf) til ríkisendurskoðanda, og veitir hann allar nánari upplýsingar. RÍKISEHDURSKOÐUN Laugavegi 105 - sími 22160 - 150 Reykjavík framt áhrif á bónusinn, en hann er byggður á stöðlum þar sem gert er ráð fyrir blönduðu hrá- efni. Bergljót Guðmundsdóttir fóstra sagði í sinni framsögu frá þeim vanda sem steðjaði að hennar stétt vegna þeirrar tillögu sem lögð hefur verið fram og rædd á Alþingi um skóla til hliðar við Fóstruskólann sem bjóði uppá styttra nám en það sem er nú er. Með þessu móti er hægt að fá fólk til starfans sem hægt er að borga ver en fóstrum en fóstrur óttast augljóslega að nái þessi til- laga í gegn að ganga hafi hún áhrif á launastöðu fóstra sem nú þegar er í slíku hörmungará- standi að fóstrur flýja í hópum í önnur betur launuð störf. Þá er að óttast að fari rekstur dagvist- arstofnana í auknum mæli í hend- ur einkaaðila er hætta á því að umönnun barna verði mest eða að öllu leyti í höndum „nám- skeiðsfólksins“. Meðal vanda- mála annarra hópa sem ráðstefn- ugestir fengu innsýn í eru vanda- mál ellilífeyrisþega, en Laufey Jakobsdóttir gerði grein fyrir þeim málum. Hvað baráttuna framundan áhrærir, sagði Bjamfríður Leós- dóttir frá samningunum sem gerðir vom á Akranesi nýverið, en þar fær ekkert ófaglært starfs- fólk sjúkrahússins undir 35 þús- und krónur í lágmarksfastalaun. Svipaðir samningar voru gerðir í Vestmannaeyjum í kjölfar Akr- anessamninganna. í samningun- um sem gerðir voru á Akranesi fékkst það jafnframt framgengt að starfsfólki er, fyrsta árið eftir að það hættir störfum, greidd full laun. Lögð var áhersla á fordæm- isgildi þessara samninga og mikil- vægi þess að þeir verði notaðir sem slíkir í komandi samningum. Eins og fram kemur í ályktun ráð- stefnunnar þá hlýtur áherslan í næstu samningum að vera á hækkun lægstu launataxtanna. „Við þurfum ekki að hafa áhyggj- ur af hinum, “ sagði Bima Þórðar- dóttir. En til þess að kröfurnar um 36 þúsund króna lágmarks- laun og óskertar vísitölubætur geti orðið að kröfum með slag- þunga og áhrifum þurfa konur, hver á sínum vinnustað og í al- mennri umræðu, að leggja allt af mörkum. Tíminn er naumur og mannsæmandi líf er í húfi. -K.Ól. Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða nú þegar, eða eftir nán- ara samkomulagi. Allar upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110. Hjúkrunarforstjóri A Umsjónarfóstra Laus er til umsóknar staða umsjónarfóstru að Félagsmálastofnun Kópavogs. Meginverksvið er fólgið í eftirliti og umsjón með daggæslu í heimahúsum. Staðan veitist frá 1. janúar 1987. Umsóknarfrestur er til 8. desember n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála- stofnun Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 45700. Félagsmálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.