Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 7
Gúnther Walraff: Vansælt er það samfélag sem er hætt að lesa, því það hefur misst minnið... til nema sem undantekning, þau eru yfirleitt þrælháð viðskipta- hagsmunum eða stjórnmála- flokkum, ekki síst þau sem aug- lýsa það með fyrirgangi að þau séu óháð! (Ein undantekningin er vikublaðið Spiegel). Og því hefði ég aldrei getað unnið á blaði til langframa. Meðal annars vegna þess að jafnvel á skástu blöðum er alltof lítið svigrúm til að vinna úr þemum með þeim hætti sem ég hefi gert. Og ekki er allt sem sýnist þegar blöð segja frá t.d. fjármálahneykslum (Flic- kmálið, byggingafélagið Neue Heimat osfrv.) - þar er ekki um eiginlega rannsóknarblaða- mennsku að ræða, heldurþað, að einhverjir innanhússmenn selja vitneskju fyrir peninga. Það er mjög lærdómsríkt að fara í annars ham, sagði Gúnther Walraff ennfremur. Til dæmis hafði ég vissa fordóma gagnvart Tyrkjum - ég áttaði mig ekki á því, hve næmir menn og við- kvæmir þeir eru fyrr en ég fór að vinna með þeim. Rithöfundurinn er oft einmana, en t.d. í hlutverki Alís þá upplifði ég aftur sam- kennd, samstöðu sem lifir meðal þeirra sem lakar eru settir. Með því að ganga í hlutverk annarra gat ég með nokkrum hætti orðið ég sjálfur aftur. Skáldskapur og heimildaverk - Eru heimildabókmenntir og ádrepur þínar einskonar svar við því sem kallað hefur verið mátt- leysi hins skrifaða orðs, kannski um leið vantraustsyfirlýsing á fagurbókmenntir, á skáldverk? - Ég tel að bók eins og Niður- lægingin sanni, að bókin hefur ekki glatað áhrifamætti sínum. Vandi margra rithöfunda er hins- vegar sá, að þeir þekkja ekki vandamál og hvunndag venjulegs fólks, þeir lokast inni í þeim víta- hring að skrifa bókmenntir fyrir bókmenntafólk. Eitt sinn - eftir fyrra stríð, voru til í Þýskalandi verkalýðsbókmenntir sem voru ágætar og um margt áhrifamikl- ar, þær voru síðan eyðilagðar af nasismanum og sá þráður hefur ekki verið tekinn upp aftur. Kannski er ég að reyna að gera það. Ég geri fleira en skrá það sem ég sé og heyri. Ég er með nokkr- um hætti leikstjóri, ég set veru- leikann á svið. Stundum tekst það, stundum ekki. Einu sinni ætlaði ég að ganga inn í IBM og skrifa um þennan tölvuheim, þennan framtíðariðnað, en það tókst ekki. Ég var ekki rétta manngerðin - það sést langar leiðir hverjireru IBM-menn, þeir eru orðnar hálfgerðar tölvur sjálfir. Þetta eru sokallaðir hundrað prósent menn, sem alltaf eru eldhressir og kátir, og ef einhver þeirra er svo óheppinn að eiga konu, sem sálfræðingur fyrirtækisins telur ekki passa í kramið („þú ert ekki IBM- kona“) þá er hún tekin til endur- hæfingar. Nei þetta var ekkert fyrir mig, segir Gunther og hlær. Upp á Vatnajökul Önnur ráðgerð sem ég varð að hætta við var að fara sem aðstoð- arfararstjóri í ferðalag með for- stjórum og liðsforingjum og öðr- um mektarmönnum - ferðinni var heitið til íslands, upp á Vatn- ajökul. Þar ætluðum við að láta allt fara úrskeiðis, spila af fingr- um fram einskonar „grimmdar- leikhús“. Það var vel frá öllu gengið - við höfðum meira að segja haft vaðið fyrir neðan okk- ur lögfræðilega vegna þess að ferðaskrifstofan auglýsti „ævin- týraferð'"! En því miður varð þátttaka ekki nóg - ef þetta hefði komið upp núna hefði það ekki orðið til trafala, ég hefði barasta bætt við farþegum úr mínum hópi. Bókln og framtíðin Þessi bók mín er byggð bæði á hljóðupptökum og myndbands- upptökum. Ég mundi reyndar ráðleggja byrjandi blaða- mönnum að ná sem bestum tökum á myndbandinu, því að möguleikar þess eru hvergi nærri upp luktir. Ég sé það fyrir mér, að bækur framtíðarinnar verða gefnar út með kassettum, sem verða þá fyrirferðarminni en þær sem nú eru notaðar og líklega á allra færi að skoða þær heima. Myndbandið getur verið góð prófun á bókina. En vitanlega er það bókin sem blífur, það er hægt að fletta henni fram og aftur, lesa hana með misjöfnum hraða og svo framvegis. Vansælt er það samfélag sem er hætt að lesa, því það hefur misst minnið. Menn hafa reyndar verið að tala mikið um það upp á síðkastið að lestur væri að verða séreign æ þrengri hóps, að það væri mynd- ast einskonar klerkastétt bók- anna, en dæmi eins og Niðurlæg- ingin benda í aðra átt, sem betur fer. Til íslands? - En hvers vegna skyldi Gunt- her Walraff hafa komið til ís- lands? - Ég hafði gaman að því að koma að Bessastöðum, sagði hann, sjá að utan þennan látlausa forsetabústað, engir hermenn, enginn fyrirgangur... ísland er lítið samfélag, þar er hægt að hafa yfirsýn yrír það sem gerist, það getur að mínu viti orðið merkileg vin, ekki aðeins náttúruvin í iðn- væddum heimi, heldur og merki- leg tilraunastöð með lýðræði. Ég tel að hvort sem litið er í austur eða vestur skipti það mestu máli fyrir samfélögin að rífa niður miðstýringu, að koma á sjálfs- stjórn smærri eininga í sem lýð- ræðislegustu formi - án þess get- um við ekki færst nær nýjum sam- býlisháttum. Og má vera að ís- land geti komið þar við sögu... HÚSGAGNASÝNING laugardag kl. 2-4 sunnudag kl. 2-5 Nýjar húsgagnasendingar Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og IVIiklubrautar. Sími 686070.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.