Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 4
á hverfanda hvell Leikmannsþankar um framtíðar- hjarta höfuðstaðarins. Kostir Kvos- arskipulags: betur nýtt útivistar- svœði, byggt upp í skörðóttan tanngarð, meiri gróður. Gallar Kvosarskipulags: of mikið niðurrif, afskorin tengsl við nœstu byggð, nýju húsin allt of hö. Eins og skýrt hefur veriö frá ífréttum hefurskipulagsnefnd Reykjavíkur samþykkt fyrir sitt leyti tillögur að nýju deiliskipu- lagi fyrir Kvosina í Reykjavík. Um er aö ræöa svæöi sem afmarkast af Geirsgötu að noröan, Lækjargötu aö austan, lóöunum vestan Að- alstrætis aö vestan og Tjörn- inniað sunnan. Næstádag- skrá er umfjöllun um deili- skipulagið í borgarráði og borgarstjórn en að því loknu má búast viö að fljótlega verði hafist handa. Auðvitaö eru menn ekki á eitt sáttir í þessu tilfelli frekar en endranær þegar um skipulagsmál er að ræða. Aftur á.móti eru flest- ir sammála um að eitthvað þurfi fyrir miðbæjarkvosina að gera: þar grotni hús niður í hirðuleysi og götumyndir eins og Lækjar- gata minni helst á skemmdan og illa farinn tanngarð. Á gömlum grunnl Tillögurnar að nýju deiliskipu- lagi fyrir Kvosina eru gerðar af arkitektunum Dagnýju Helga- dóttur og Guðna Pálssyni. Þau fengu það verkefni árið 1981 að gera tillögur að skipulagi um- hverfis Aðalstræti og skiluðu sín- um hugmyndum tveimur árum síðar. Iþeim tillögum lögðu þau til að verulegur hluti Kvosarinnar yrði gerður að göngusvæði, sem aftur leiddi af sér óhjákvæmi- legar breytingar á svæðinu öllu. Því var þeim falið að þróa sínar hugmyndir og gera tiliögur að Núverandi ástand Austurstrætishornsins. Hugmyndir hafa komið fram um að hækka Lækjargötu 2 um eina hæð. deiliskipulagi allrar Kvosarinnar. Finna má margt líkt með grunnhugmyndum Dagnýjar og Guðna og fyrstu skipulagstillög- unni sem samþykkt var fyrir Reykjavík árið 1927. Þar var gert ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða sambyggingum meðfram Austur- stræti, Aðalstræti, Kirkjustræti ogThorvaldsenstræti. Ástæðurn- ar fyrir þessari stefnu voru fyrst og fremst þær að menn tóku mið af háum húsum sem þá voru þeg- ar risin, einkum Austurstræti 16 (Reykjavíkurapótek) og Nýja pósthúsið hinu megin götunnar. í samræmi við þetta skipulag reis svo Hótel Borg árið 1929 og önnur há hús í kringum Austur- völl þegar fram liðu stundir. Húsahœðin mörkuð Gagnrýnendur Kvosarskipu- lagsins nýja benda á að húsin séu allt of há. Þau hafa að vísu lækk- að um hálfa hæð frá fyrstu hug- myndum arkitektanna en eru Leiktjöld á skökkum stað Hildigunnur Haraldsdóttin Allt ofmikil áhersla á niðurrifog forgang einkabílsins ,JEg verð nú að segja það ems og er að mér finnst leiktjöld passa best á leiksviði. Nýbyggingin minnir helst á baksenu sem flæðir fram yfir sviðið. Hins vegar finnst mér sú ákvörðun skipulagsnefnd- ar að leyfa horninu á Austur- stræti og Lækjargötu að standa, sýna að menn eru farnir að sjá að sér og að þeir virða með vissum hætti varðveislugildi þessara húsa,“ sagði Hildigunnur Har- aldsdóttir arkitekt í samtali við Þjóðviljann. „Mér var mest eftirsjá í þessum húsum og hominu við Skólabrú þar sem Skalli er til húsa, því hús- in frá Stjórnarráðinu, meðfram Lækjargötu um Skólabrú og að Dómkirkjunni og Alþingishúsinu mynda sterka heild. Þá finnst mér fráleitt að rífa öll hús við Hótel íslandsplanið og því miður hafa arkitektarnir skipt um skoðun og látið undan þrýstingi því áður voru þeir með þann valkost að húsin þar fengju að standa áfram. Frá því fyrstu hugmyndir arkit- ektanna komu fram hefur niður- rifshugmyndunum vaxið fiskur um hrygg, m.a. vegna utanað- komandi aðstæðna. Vegna Al- þingishúss hefur verið ákveðið að 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur rífa Kirkjustrætisröðina og Fjal- akötturinn er farinn veg allrar veraldar. Af þessum ástæðum hefði mér þótt nauðsynlegt að fara varlega í sakirnar við niðurrif á þeim fáu húsum sem eftir eru,“ sagði hún einnig. „Vissulega er þörf á að byggja upp miðbæjarkvosina. Götu- myndir eru sannarlega götóttar og því nauðsynlegt að gera átak þar. Hins vegar er hægt að byggja upp gamlan miðbæ með ýmsu móti. Tillagan finnst mér bera keim af nýjum steinsteyptum miðbæ í gömlum stfl. í formála greinargerðar með skipulaginu segir á þá leið að hús sem hafi menningarsögulegt gildi eigi að fá að standa. Þar er að mínu mati sterkasta mótsögnin í þessari skipulagstillögu því vissulega er þar gert ráð fyrir niðurrifi menningarverðmæta“. „Umferðarsérfræðingar leggja einkabflinn nánast einvörðungu til grundvallar og beina gífur- legum fjölda bifreiða í Kvosina og eru það að mfnu mati mikil mistök. í stað þess ætti að bjóða upp á góðar almenningssam- göngur í miðbæinn, því þá væri ekki þörf á hundruð miljóna 23. nóvember 1986 Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt: Einkabíllinn er hafður til grundvallar með skelfilegum afleiðingum. fjárfestingum í bílageymsluhús- um sem auk þess verða stærðar sinnar vegna, veruleg lýti á við- kvæmu svæði. Skipulagstillagan bjó yfir sérstökum gæðum varð- andi útirými en nú hefur bfllinn fengið forgang á kostnað gang- andi og rýrt þessi gæði,“ sagði Hildigunnar Haraldsdóttir. -v. Viljum sœtta ólík sjónarmið Dagný Helgadóttir: niðurrif Fjalakattarins og Kirkjustrœtishúsa er ekki á okkar ábyrgð „Það er fráleitt að halda því fram að niðurrifshúsum hafi fjölgað frá því fyrsta tillagan okk- ar kom fram árið 1983. Þá vorum við með tillögu fyrir umhverfi Aðalstrætis einvörðungu en núna miklu stærri reit. Það er því ó- raunhæft að bera þetta tvennt saman“, sagði Dagný Helgadóttir en hún er höfundur Kvosarskipu- lags ásamt Guðna Pálssyni. „Þegar við komum að þessu var búið að samþykkja Pósthús- strætisreitinn og þar fjölgar ekki húsum sem á að rífa. Þvert á móti lögðum við til að Kirkjustrætis- húsin fengju að standa. Hins veg- ar ákvað Álþingi að rífa þau eftir samkeppni um nýtt þinghús. Einnig er búið að rífa Fjalakött- inn, en við lögðum til að hann yrði friðaður. Þetta niðurrif er því ekki á ábyrgð okkar“. „Jú, ég get alveg viðurkennt að varðandi hornið á Austurstræti og Lækjargötu finnst mér okkar upphaflega tillaga vera betri, þar sem við leggjum til að húsin verði fjarlægð og ný reist. Hins vegar þýðir ekkert að Ioka augunum fyrir þeirri staðreynd að þetta er öðrum þræði tilfinningamál og með þessari útfærslu erum við að sætta ólík sjónarmið. Svona hafa hlutir oft verið leystir erlendis og ég hef enga trú á öðru en það sé hægt að leysa þetta tæknilega". „Við höfum verið gagnrýnd fyrir of mikinn byggingarmassa í Kvosinni. Hafa ber í huga að af þessum 36.000 fermetrum sem bætast við samkvæmt þessu deili- skipulagi eru 14.000 fermetrar í nýju þinghúsi og nýju ráðhúsi. Þau hús eru ekki í okkar skipu- lagi. Þá höfum við lækkað alla nýju byggðina um 1/2 hæð. Hvað umferðina varðar verða menn að átta sig á því að sá vandi er þegar fyrir hendi. Stórhýsi hafa risið á síðustu árum án þess að byggj- endum væri gert skylt að útvega bflastæði enda ríkir algjört öng- þveiti í miðbænum í dag. Samt reynum við að draga úr umferð- arþunganum með því m.a. að mjókka Lækjargötuna talsvert og við reynum að gera Kvosina að göngusvæði með því að koma bílageymsluhúsum fyrir í útjaðri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.