Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 15
r^firíir-i Útlitsteikning Benjamíns Magnússonar að Listasafni Gerðar Helgadóttur. Húsið mun rísa austan Kópavogskirkju r i 4 S K Á- : Listasafn Gerðar að rísa Fyrsta skóflustungan að glœsilegri safnbyggingu tekin sl. föstudag. Krist- jón Guðmundsson bœjarstjóri: fóir gera sér grein fyrir hvílíkur listamaður Gerður Helgadóttir var Gerður Helgadóttir batt föst tengsl við Kópavog, en þar bjuggu foreldrar hennar lengi og þar var hennar heimili á íslandi. Nú eru hafnarframkvæmd- ir við Listasafn Gerðar Helga- dóttur í Kópavogi. Fyrsta skóflustungan var tekin af Snorra bróður hennar sl föstudag og samkvæmt áætl- un mun þar rísa glæsilegt listasafn, sem mun geyma öll verk Gerðar sem gefin voru Kópavogskaupstað eftir lát hennar. Þá mun safnið hýsa mikið listaverkasafn sem Vífill Magnússon gaf Kópavogi að foreldrum sínum látnum, þeim Barböru Árnason og Magnúsi Á. Árnasyni. Auk þess á Lista- og menningarsjóður hundruð verka eftir ýmsa listamenn og munu þau varðveitt í safninu. Gerður Helgadóttir var fædd á Norðfirði 11. apríl 1928 og voru foreldrar hennar Helgi Pálsson og Sigríður Erlendsdóttir. Níu ára gömul flutti hún til Reykja- víkur og hóf listnám að loknu gagnfræðaprófi í Handíðaskólan- um. Tæplega tvítug hélt Gerður til Ítalíu til náms í Listaakademí- unni í Flórenz og síðar í Grande Chaumiére listaskólanum í París og hjá myndhöggvaranum Za- dkine. Eftir það bjó Gerður lengst af í París og stuttan tíma í Hollandi. Hún fluttist heim til ís- lands hálfu öðru ári áður en hún lést í maímánuði árið 1975, að- eins 47 ára að aldri. Eins og áður sagði ákváðu erf- ingjar Gerðar að gefa Lista- og menningarsjóði Kópavogs öll þau verk sem hún lét eftir sig, þ.e. allar frummyndir í dánarbú- inu, eitt eintak af afsteypum sem þar voru, skissur, teikningar og ýmsar tillögur að verkum sem hún var með í vinnslu þegar hún Iést. Gjafabréfinu fylgdu á móti þau skilyrði að byggt yrði Lista- safn í Kópavogi er bæri nafn Gerðar og geymi verk hennar. Pá skuli það og gegna öðrum hefð- bundnum verkefnum listasafns. Gert er ráð fyrir að formleg af- hending verkanna fari fram þegar safnhúsið verður fokhelt en þangað til verði verk Gerðar geymd í vörslu erfingjanna og í samráði við fulltrúa Kópavogs- kaupstaðar. Undirbúningur að byggingu safnsins hefur dregist úr hömlu en nú hefur fyrsta skrefið verið stigið. Kristján Guðmundsson bæjarstjóri í Kópavogi var beð- inn um að skýra áætlanir um upp- byggingu Listasafns Gerðar Helgadóttur: 10 óra óœtlun „Það var sl. vor sem við gerð- um samning við Snorra Helga- son, eina eftirlifandi systkini Gerðar, um sérstaka fram- kvæmdaáætlun varðandi upp- byggingu safnsins. Nú er allri teiknivinnu lokið og framkvæmd- ir við grunn byggingarinnar hafn- ar. Botnplata og leiðslukjallari verður tilbúið í vetur og á næsta ári munum við steypa upp 1. hæð hússins. 2. hæðin verður steypt upp ári síðar og árið 1989-90 á ytri frágangi við húsið að verða lokið. Síðan mun haldið sleitulaust áfram við þetta mikla verk og ætl- un okkar er að öllum fram- kvæmdum verði lokið árið 1997. Hér er þvf um 10 ára áætlun að ræða, áætlun sem við teljum raunhæfa. Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi eru staðráðin í því að halda sér innan þessa ramma því að okkar mati er til mikils að vinna“. „Kópavogsbúar eru ákaflega stoltir af þessari miklu gjöf sem erfingjar Gerðar Helgadóttur á- nöfnuðu Lista- og menningar- sjóði til varðveislu. Það er svo um Gerði, eins og marga íslenska listamenn, sem hasla sér völl er- lendis, að við gerum okkur kannski ekki fulla grein fyrir því hve stórkostlegur listamaður hún var. Þegar hún lést langt um aldur fram var hún komin í röð fremstu myndhöggvara í heimi og hér á Sunnudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 íslandi er mörg verka hennar að finna. Okkur þykir að sjálfsögðu vænst um gluggana í Kópavogs- kirkju, sem Gerður lagði sig alla fram um að gera sem best úr garði“, sagði Kristján. Á 2. þúsund verk Samtals eru verk Gerðar í varðveislu Lista- og menningar- sjóðs á 2. þúsund talsins. í skipu- Iagsskrá Listasafns Gerðar Helgadóttur skuldbindur stjórn þess sig m.a. til að verja nokkrum fjármunum til þess að gera verk listamannsins sýningarhæf, þ.e. með innrömmun mynda, frá- gangi tillagna o.fl. Bæjarsjóður mun aðstoða við þetta verk er miði að því að gefa sem flestum tækifæri til að kynna sér verk listamannsins. „Kópavogskaupstaður er ungt bæjarfélag, settur á laggirnar árið 1955. Þrátt fyrir öra uppbyggingu og harðbýli fátæks fólks, var ákveðið að stofna Lista- og menningarsjóð á 10 ára afmælinu árið 1965. 1/2 prósent útsvars- tekna rennur í þennan sjóð og fyrir þetta framtak hefur bæjarfé- laginu tekist að kaupa hundruð listaverka eftir alla helstu lista- menn þjóðarinnar. Hlutverk Listasafns Gerðar Helgadóttur verður m.a. að koma þessum verkum á framfæri en verk henn- ar og hjónanna Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar munu skipa þar fyrirrúm", sagði Kristj- án Guðmundsson að síðustu. Hið nýja listasafn Kópavogs- búa er hannað af Benjamín Magnússyni arkitekt og er hið glæsilegasta. Það mun rísa utan í Borgarholtinu austan Kópavogs- kirkju og þar fyrir utan er gert ráð fyrir höggmyndagarði þar sem stækkuð verk Gerðar Helgadótt- ur munu setja svip á bæinn. /*ja\ Heilsugæslustöð á Djúpavogi Tilboð óskast í að reisa og gera fokhelda heilsu- gæslustöð á Djúpavogi. Auk þess skal ganga að mestu frá húsinu að utan og vinna lóð að hluta. Húsið er á einni hæð, 337 m2 að grunnfleti. Verkinu skal að fullu lokið 30. október 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. desember 1986, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 ''//'S/M Útboð VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið: Norðurlandsvegur um Sigríðarstaði í Ljósa- vatnsskarði (Lengd 2,8 km, fylling 37.000 m3, burðarlag 17.000 m3). Verki skal lokið eigi síðar en 15. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og- með 24. nóv. n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 8. desember 1986. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.