Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 5
ingarsögulegu gildi slíkra húsa þar sem hluti efniviðarins er keyptur í BYKO eða hjá Húsa- smiðjunni. Enn aðrir benda á að út frá byggingafræðilegum for- sendum sé tillagan fráleit og að mun skárri kostur sé að gefa þessu sögufræga horni náðar- höggið strax. Einkabíll í öndvegi Skipulagshöfundar Kvosartil- lögunnar fjalla nokkuð um þarfir umferðarinnar að þessu nýja hjarta höfuðstaðarins. Hvort sem það er höfundum að kenna elleg- ar reiknimeisturum borgarskipu- lags, er ljóst að einkabíllinn er settur í öndvegi með tilheyrandi afleiðingum. Bflageymsluhús rísa á einum þremur stöðum í út- jöðrum Kvosarinnar og umferða- ræðar króa byggðina af frá öðrum hverfum. Lækjargatan heldur sinni breidd og verður stofnbraut með gífurlegum umferðarþunga. Sama er að segja um öflugan Kalkofnsveg í framhaldi Sætúns og Geirsgötu, sem liggur um nú- verandi hafnarsvæði. Þá breikkar Vonarstræti verulega og sama er að segja um Fríkirkjuveg, sem á eftir að teygja sig talsvert út í Tjörnina. Pá á eftir að afmarka reit undir Ráðhús Davíðs Odds- sonar á hornlóð Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem þýðir tal- sverða stækkun út í Tjörn. í tillögu Dagnýjar og Guðna er mikil áhersla lögð á samspil op- inna svæða, byggðar og gatna- kerfis. Því miður bendir margt til þess að öflugar umferðaræðar á þrjá vegu slíti Kvosina úr eðli- legum tengslum við Tjörnina að sunnan, hafnarsvæðið að norðan og Torfu og Þingholt að austan. Besta tillagan? Tillaga arkitektanna tveggja sem hér hefur lauslega verið minnst á er án alls vafa vel hugsuð og það er ljóst að þeir hafa náð allvel þeim markmiðum sem sett voru í upphafi. Hins vegar eru ágallarnir margir. Of mikil niður- rifsgleði ríkir, nýja byggðin er amk. einni hæð of há, tengsl Kvosar við önnur svæði eru af- skorin með umferðaræðum. Þar liggur þó sök þeirra reiknim- eistara sem gefa einkabflnum of mikinn forgang og veita umferð úr úthverfum borgarinnar með skipulögðum hætti inn í Kvosina. Það er hins vegar önnur saga og verður nánar rakin síðar. Við skulum að lokum fá fram álit fjögurra einstaklinga á þessu nýja Kvosarskipulagi um leið og við hvetjum aðra til að segja sitt álit. Hver fer að verða síðastur í þeim efnum því ef að líkum lætur verður skipulagið samþykkt á borgarstjórnarfundi 4. desemb- er. Fljótlega á næsta ári munu skurðgröfurnar taka til óspilltra málanna. -v. VALÞÓR HLÖÐVERSSON Svona kemur horn Austurstrætis og Lækjartorgs til með að líta út. Sumir kalla þetta málamiðlun, aðrir hollívúddtjöld. engu að síður 4 1/2 hæð að jafn- aði. Eldri húsirí háu, sem áður v?r minnst á, marka hæð nýju húsanna sem reisa á. Það gera einnig önnur hús sem síðar komu, t.d. viðbyggingin við Nýja bíó sem reist var upp úr seinni heimstyrjöld og geta menn þá þakkað guði fyrir að húsið varð ekki eins og í upphafi stóð til, en það átti að vera 6-7 hæðir. Annað hús í götumynd Lækjargötu er einnig haft til viðmiðunar, en það er auðvitað Iðnaðarbankahúsið frá árunum 1959-64, 5 hæða steinhús. Vissulega benda arkitektarnir réttilega á að markmið skipulags- tillögunnar hafi verið að skapa samstæða byggð. Það virðist hafa tekist að nokkru þótt menn geti svo deilt um markmiðið í sjálfu sér. Hvað Lækjargötuna varðar hefði t.d. vel mátt lækka þessi tvö háu hús og knýja hina nýju götu- mynd niður í 3-4 hæðir. Erfiðara var hins vegar um vik í Austur- stræti þar sem eru fyrir mörg há hús eins og Eymundson, Silla og Valda húsið og Búnaðarbankinn. Hins vegar má segja að hönnuðir Iáti sér misjafnlega annt um að ná þessu markmiði og má benda á Aðalstræti 10, sem kúrir á milli tveggja stórbygginga. Ef menn fallast á að hafa misræmi á þess- um stað, hvers vegna þá ekki á öðrum? Menningarsögulegt gildi Aðalstrætis 10 er vissulega mikið, en slíkt gildi hafa fleiri hús. Hvað með Aðalstræti 16, Austurstræti 8 (ísafold) eða Aðalstræti 7? Engin heiðarleg tilraun hefur verið gerð til að fella nýja byggð að þessum húsum. Misheppnuð tilraun Á einum stað í öllu þessu mikla Kvosarskipulagi hefur verið gerð málamiðlun, en það er á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Trúlega er hann vandfundinn sá arkitekt sem myndi láta slíka til- lögu frá sér fara - í alvöru. Það er greinilegt að hinir ágætu arkitekt- ar, Guðni og Dagný, hafa teygt sig býsna langt í þá átt að lægja öldur sem voru farnar að rísa þeg- ar mönnum varð ljóst að þetta sögulega horn ætti að hverfa. Og því miður virðist sú tilraun ætla að mistakast. Menn benda á að mjög erfitt ef ekki útilokað sé að byggja nýja húsið á bak við þau gömlu, nema að rífa þau fyrst en byggja síðan nýtt úr gömlum við. Geta menn þá velt fyrir sér menn- Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt: Fráleitt að ætla sér að rækta tré í Lækjargötunni. Ljósm. E.ÓI. byggja. Stærð þeirra og form eru ekki yfirþyrmandi". „Það alvarlegasta í öllum þess- um áætlunum um þróun byggðar í gamla miðbænum eru þó þær hugmyndir sem menn ætla sér að framkvæma í umferðarmálunum. Reiknimeistarar og aðrir snilling- ar láta stjórnast af tölvuspám og umferðarlíkönum en hyggja ekk- ert að því mannlífi sem við viljum að dafni í miðborg höfuðstaðar- ins. Kvosin endar því sem eins- konar umferðareyja með Tjörn- ina sem smá gosbrunn ef ekki verður að gáð,“ sagði Auður að lokum. -v. Dagný Helgadóttir höfundur Kvosar- skipulags: reynum að sætta ólík sjón- armið hennar. Allt er þetta gert til að skapa manneskjulegra umhverfi í þessu hjarta borgarinnar", sagði Dagný að síðustu. -v. Tjörnin skorin frá miðbœjarkvosinni Auður Sveinsdóttir: Verið að drepa Kvosina með mikilli umferð um Hlíðarfót inn Sóleyjargötu og Sœtún meðfram höfninni ,,Ég er alls ekki sátt við þessa skipulagstillögu og finn henni margt til foráttu. Þar fínnst mér verst að Tjörnin verður skorin úr tengslum við Kvosina með aukinni umferð um Vonarstræti. Einnig verður gífurlegri umferð veitt um Sólcyjargötu og Frí- kirkjuveg inn í þessa viðkvæmu byggð,“ sagði Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt þegar hún var spurð álits. „Mér finnst tómt mál að tala um Kvosina sem einangrað fyrir- bæri. Menn verða að huga að því hvað er að gerast í umferðarmál- unum og nú á greinilega að fram- fylgja 20 ára gömlu skipulagi eftir úreltum hugmyndum með lagn- ingu hraðbrautar, svokallaðs Hlíðarfótar um útivistarsvæðið í Öskjuhlíð og inn á Sóleyjargötu með tilheyrandi einangrun Þing- holta frá Hljómskála og Tjörn. Með aukinni umferð um Sætún verða svo tengslin milli hafnar- innar og Tjarnarinnar rofin. Á sama tíma leggja höfundar Kvos- arskipulags mest upp úr því að reiturinn vestan Lækjargötu eigi að vera göngusvæði. Þetta stenst engan veginn,“ sagði Auður enn- fremur. „Ég sakna markvissra athug- ana á úrtivistarskilyrðum í Kvos- inni, hvar gróðurskilyrði og skjól er best. Há beinstofna krónu- milkil tré eru raunhæfust á vel- teiknuðum útlistmyndum skipu- lagshöfunda. Hvaða tré eru þetta eiginlega eða hafa menn aldrei lent í norðanstrengnum á Lækj- argötu? Hvað Austurstrætið varðar þá er ljóst að háu húsin þýða að gatan verður dimm hola þar sem aldrei nær að skína sól. Og svo tala menn um fleiri græn svæði og aukna trjárækt í Kvos- inni! Það væri kannski hægt að bjarga sér út úr því klúðri með því að byggja gler yfir alla götuna og rækta þar bananaplöntur. En þá skulu menn bara stíga það skref til fulls en ekki vera að koma aft- an að hlutunum.“ „Eini kosturinn við nýja hug- mynd að Austurstrætishorninu við Lækjartorg tel ég vera að spegilhúsið á bak við gömlu húsin verði aldrei byggt og hornið haldi sér óbreytt því gömlu húsin á auðvitað að varðveita og endur- Sunnudagur 23. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.