Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 8
íslenska ólympíuliðið 1939, sem sigraði í B-riðli í Argentínu. Frá vinstri: Jón Guðmundsson, Einar Þorvaldsson, Baldur Möller, Ásmundur Ásgeirsson og Guðmundur Arnlaugsson. Árið 1966 varð íslenska sveitin í 11 sæti í A-riðli á ólympíumótinu í Havanna á Kúbu. islenski hópurinn við komuna til Havana. Fr. v. Freysteinn Þorbergsson, Guðbjartur Guðmundsson, fararstjóri, Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur Pálmason, Ingi R. Jóhannsson, Friðrik Ólafs- son og Alína, sem var túlkur og leiðsögumaður hópsins. Við erum einnar œttar Brotabrot um Ólympíumót Saga Ólympíumótanna í skák ernátengd sögu FIDE, al- þjóðasambands skákmanna, en það var stofnað árið 1924. Á stofnfundinum var haldið Ólymípumót en var með all- ólíku sniði og nú tíðkast því það var einstaklingskeppni. Á næstu árum voru menn að þreifa fyrir sér með formið á mótshaldinu og árið 1927 í London komst á sú skipan sem síðan hefur haldið sér að mestu. Þávarkepptífjögurra manna sveitum eins og enn er gert. Telst það mót fyrsta Ól- ympíumótið. Fljótlegavarsá háttur upp tekinn að halda mótið annað hvert ár. Fyrstu árin tóku um og innan við 20 þjóðir þátt og skiptust ýms- ir á um að sigra, m.a. Ungverjar og Pólverjar og loks Bandarikja- menn. Áttunda Ólympíumótið var haldið í Buones Aires 1939 og varð þá metþátttaka því löndin í rómönsku Ameríku sendu þá al- mennt sveitir á vettvang. Þátt- tökusveitirnar urðu 26 og var þá í fyrsta sinn skipt í riðla. Mótshald- ið truflaðist af heimsstyrjöldinni og hættu sum slið keppni en önnur neituðu að tefla saman. Á endanum sigruðu Þjóðverjar og má kannski segja að það hafi ver- ið í samræmi við það að þeir voru þá að hefja sigurfarir sínar á vfg- völlum Evrópu. Sovétmenn sigursœlir Á styrjaldarárunum lá móts- haldið niðri og það var ekki fyrr en 1950 að níunda Ólympíumótið var haldið, í Dubrovnik í Júgósla- víu og báru heimamenn sigur úr býtum. Árið 1952 voru Sovét- menn með í fyrsta sinn og hófst þá óslitin sigurganga þeirra í Ól- umpíumótum sem ekki lauk fyrr en 1978, í Buones Aires, að Ung- verjar náðu efsta sætinu frá þeim. Það var þó leiðrétt þegar í næstu keppni og ekki er líklegt að öðr- um takist heldur að komast upp fyrir þá núna þegar í sveit þeirra eru heimsmeistarinn, fyrrverandi heimsmeistari og tveir heims- meistarakandidatar (Sokolof og Júsupof). Árin eftir heimsstyrjöidina hefur þátttökuþjóðunum stöðugt fjölgað. Var brugðist við með því að skipta keppnisliðunum í riðla og láta fara fram undankeppni og síðan úrslitakeppni. Varð þessi riðlaskipting stöðugt viðameiri og flóknari og á mótínu í Nissa í Frakklandi árið 1974 voru átta undanrásariðlar og fimm úrslita- flokkar. Þetta varð allt of viða- mikið og flókið í framkvæmd svo breytt var til og teflt eftir Monrad-kerfi. Þetta kerfi er auðveldara í meðförum en hitt en hefur þann ókost helstan að lok- aröðunin getur ráðist að miklu leyti af úrslitum í síðustu umferð- inni. Þannig getur lið, sem lendir á léttum andstæðingi í síðustu umferð og vinnur t.d. 4-0 eða 3*/2 - '/2, skotist miklu ofar á mótstöfluna en það á skilið. En þetta þýðir líka að spennan helst allt til loka og ekki má slaka á fyrr en mótið er yfirstaðið. íslensk þótttaka íslendingar tóku fyrst þátt í Ól- ympíumóti árið 1930, í Hamborg. Voru Eggert Gilfer og Ásmundur Ásgeirsson þar í broddi fylking- ar. Yfirleitt voru íslendingar í neðri kantinum á mótum fram að styrjöldinni enda oft við atvinnu- menn að eiga. Á mótinu í Buones Aires 1939 stóðu þeir sig með mikiili prýði, sigruðu í b-riðlinum og komut þannig virkilega á blað í skákheiminum. Besti árangur íslendinga er lík- lega á mótinu í Havanna á Kúbu árið 1966 en þá komust þeir í efsta riðilinn og urðu elleftu í röð- inni af 52 þátttakendum. Árang- ur íslendinga hin síðari ár hefur einnig verið góður en eins og fyrr sagði þá valda úrslit síðustu um- ferðarinnar miklu um lokaröðina og hafa þau orðið okkur lítt í hag bæði 1982 og 1984. Áðurnefnt mót í Havanna er enn í minnum haft fyrir góðan aðbúnað og rausnarlegar mót- tökur. Kúbumenn lögðu sig alla fram um að geðjast gestum sínum og eins að vekja áhuga á skák- íþróttinni heima fyrir. Má taka það mót sem dæmi þess hvernig ríkisstjórnir noti skákina í auglýs- ingaskyni, slíkt mótshald aflar landinu vina og „góðar“ fréttir af skákviðburðinum berast út um alla heimsbyggðina. Önnur hlið á því máli er „að standa sig vel“ því þannig er ýtt undir þjóðarmetnað og jafnan er það svo að þótt öll sveitin búi við gengisleysi þá halda einn eða tveir jafnan sínum hlut og halda þannig merki lands síns á loft. Þegar mikið gengur á í heimsmál- unum geta viðureignir einstakra landa orðið hinar hatrömmustu og er dæmi um það átök Sovét- manna og Bandaríkjamanna á kaldastríðsárunum. Nú hin síðari ár hefur hins vegar brugðið svo við að landflótta Sovétmenn eru áberandi í skákliði Kanans þann- ig að Sovétríkin eru þar hálfvegis að keppa við sjálf sig. Þetta finn- um við á okkur sjálfum því þegar íslendingar mæta Dönum í leik eða keppni ber enn á því að sigur á þeim sé sætari en á öðrum og jafnframt ósigur beiskari. Á það við á skáksviðinu jafnt og í öðrum greinum íþrótta. Olympíufararnir sem nú standa í ströngu í Dubai suður við Persaflóa leggja á ráðin áður en lagt var af stað. Fr. v. Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Kristján Guðmundsson, liðsstjóri, Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands Islands, Guðmundur Sigurjónsson, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og hnakkasvipurinn á Karli Þorsteinssyni. Kvennasveitir Hér að framan hefur fyrst og fremst verið rætt um hlut karla- sveitanna í skák en kvennasveitir hafa keppt á Ólympíumótum síð- an 1957. Framan af var kvenna- keppnin óháð keppni karlanna en frá 1972 hafa þær keppt á sama stað og sama tíma. Framan af voru tvær konur í hverri sveit en hin síðari ár eru þrjár í sveit. So- vétmenn hafa orðið sigursælir á þessum kvennamótum og jafnan unnið. íslendingar hafa sent kvennasveitir á Ólympíumót nokkrum sinnum og hafa þær staðið sig eftir vonum, sérstak- lega þegar þess er gætt að skák- hefð kvenna á sér dýpri rætur í flestum þátttökulöndunum en hér. Að þessu sinni treystust ís- lendingar ekki til að senda kvennasveit á mótið og er það stórum miður því tækifæri ís- lenskra kvenna til að keppa á al- þjóðavettvangi eru raunalega fá. Er vonandi að það komi ekki fyrir oftar að kvennasveitina vanti. Samanburðurinn við aðra Mikilvægur liður í Ólympíu- mótunum er að einstökum þjóð- um gefst kostur á að bera sig sam- an við aðra. Þannig má fylgjast með framförum á skáksviðinu eða þá afturför ef þannig vill verða. Svo dæmi sé tekið þá áttu Englendingar aðeins miðlungs- sveit eða rétt rúmlega það allt fram á síðasta áratug en nú eru þeir í hópi hinna bestu. Argent- ínumenn sem þrásinnis voru í 2-4 sæti hér áður fyrr hafa aftur á móti daiað upp á síðkastið. Fil- ippseyjar og Kína komust varla á blað fyrir nokkrum árum en geta nú orðið hættuleg hverjum sem er. Ekki má heldur gleyma ís- lendingum sem nú teljast í hópi 10 bestu skákþjóðanna miðað við Ólympíumótin. Það setur nokkurn svip á þetta ! mót að ísraelsmönnum er meinuð þátttaka því Dubai er ar- abaland og þar eru gyðingar óvelkomnir. Líkar uppákomur hafa orðið áður, t.d. 1976 þegar mótið var haldið í ísrael en þá sáu arabaríki og sovétblokkin sér ekki fært að mæta. Á sínum tíma var Albönum vísað úr Ólympíu- móti fyrir þær sakir að neita að tefla við Suður-Afríkumenn og fleiri dæmi mætti til tína. Pólitík og skák Sumir telja að ekki eigi að blanda pólitík saman við skák, eða þá aðrar íþróttir, menn eigi að fá að iðka hana í friði. Það er hins vegar álitamál hvort skák- menn eigi nokkurn rétt á því framar öðrum að loka sig af frá „straumum sinnar tíðar“ og sinna sínum hugðarefnum í næði. Enda er það ekki svo í reynd. Þegar heimsstyrjöldin fyrri braust út stóð yfir skákmót í Mannheim í Þýskalandi þar sem nokkrir Rússar voru meðal þátt- takenda. Þeim var umsvifalaust varpað í fangelsi og mótið endaði því í miðjum klíðum. Ekki virð- ast Rússarnir þó hafa verið í ör- uggri gæslu því Aljekín, síðar heimsmeistara, tókst að sleppa til Rússlands, en Bógoljubof trúlof- aðist dóttur fangelsisstjórans og settist síðar að í Þýskalandi. Fróðlegt dæmi um að skákmót séu notuð í áróðursstríði er ein- mitt Ólympíumót sem haldið var í Munchen árið 1936. Þar fór allt fram í stórum stfl, teflt var á átta borðum og mætti 21 þjóð til leiks. Ekki tókst að sanna yfirburði ar- íska kynstofnsins því Ungverjar sigruðu og Pólverjar urðu í öðru sæti en Þjóðverjar urðu svo þriðju í röðinni. Bandaríkja- menn voru á hinn bóginn útilok- aðir því kjarninn í skákliði þeirra var af gyðingaættum. Englendingar litu mótshaldið illu auga en þeir fundu snjallan mótleik í stríðinu um athygli skákmanna í heiminum. Þeir stofnuðu til sannkallaðs heimsmeistaramóts í Nottingham á sama tíma og teflt var í Munc- hen. Þar kepptu fjórir heims- meistarar, Lasker, Capablanca, Aljekin og Euwe og einn tilvon- andi (en það vissu menn ekki þá) Bótvinnik, en þar að auki voru nokkrir öflugustu stórmeistarar þess tíma (Fine, Rezhewsky, Flohr, Vidmar, Bogoljubof og Tartakower). Þarna varð strax æsandi keppni og tvísýnt um úr- slit fram á síðasta dag. Það er því ekki ósennilegt að Englendingar hafi haft betur að því sinni. Ólympíumótið í ár er hið fjöl- mennasta í sögunni, þátttöku- þjóðirnar eru á annað hundrað og á degi hverjum eru tefldar á þriðja hundrað skákir. Þetta er því sannkölluð skákveisla og þess að vænta að margar góðar skákir verði tefldar sem skákunnendur geti moðað úr lengi á eftir. Enn meira virði er þó, og það þrátt fyrir allt nagg og arg út af því að ísrael er meinuð þátttaka, er að þama mætist fólk úr öllum heimshomum og af ólíkum menningarsvæðum, blandar geði, kynnist og öðlast samkennd gegnum hið sameiginlega áhug- amál, skákina. Teflt er undir kjörorði FIDE „gens una sumus“ en það merkir „við eram einnar ættar, við erum ein þjóð“ eða eitthvað í þá vera. Ef þátttakend- um er það kjörorð ofar í huga þegar þeir halda heim en þegar þeir fóru á mótsstað þá hefur Ól- ympíuhaldið tekist vel. Jón Torfason 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.