Þjóðviljinn - 23.11.1986, Síða 10

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Síða 10
Tíma- þjófurinn var rifinn úr hjartanu Bókin ereinsog grískurharm- leikur, fjallarum mikla ógœfu sem ósigrandi mann- eskja fœr ekkert ráðið við, segir Steinunn Sigurð- ardóffir um skáld- sögusína, Tíma- þjófinn Það er erfitt að vera rithöf- undur í smáu þjóðfélagi, markaðurinn þröngur og lítil vonarneisti að einhveraf þeim örfáu útlendingum sem kunna tunguna gefi sér tóm til að koma ritverkum yfir á mál milljónaþjóða. Þettasmáa þjóðfélag hefureinnig þann ókost að hér þekkja allir alla og gerist höfundur svo djarfur að skrifa sögu í fyrstu persónu hefur stór hluti þjóðarinnar settsamasemmerki milli höf- undarog persónu. „Ég get varla lýst því með orð- um hvað þetta er óþægilegt," segir Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, en hún er nýkomin út með sína fyrstu skáldsögu, Tímaþjófurinn. Tímaþjófurinn er fyrstupersónusaga og konan í sögunni á svipuðu reki og Steinunn. Þetta er saga mikilla innri átaka, sagan um hina stóru ást sem Ieiðir konuna í glötun. Höfundurinn er ekki skáldsagna- persóna „Þegar ég skrifa bókina þá hvarflaði þetta aldrei að mér. Svo þegar skruddan er komin út og ég er m.a. spurð að því, hvort við eigum ekki margt sameiginlegt eftir að búið er að draga fram ýmsa eiginleika konunnar, eins- ogt.d. að hún sélauslátog drykk- felld, þá fer maður að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að fara í meiðyrðamál. Þetta er einn versti ókosturinn við að vera rithöfundur á íslandi. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu, enda er bók- in gjörólík öllu sem ég hef skrif- að. Þetta er t.d. í fyrsta skipti sem ég skrifa bók í fyrstu persónu. Sumir rithöfundar hér á landi hafa farið hryllilega út úr þessu, t.d. Guðbergur Bergsson, eftir að Tómas Jónsson kom út. Menn hötuðu hann fyrir dónaskapinn einsog hann væri Tómas. Fólk vill alltaf vera að gera skáldsagnaper- sónur úr höfundinum. Þetta skiptir kannski ekki svo miklu máli því að þeir sem þekkja mann, vita á manni kost og löst og sjá svo augljósa hluti einsog það, að þessi manneskja er afar fjarskyldur ættingi. Það skiptir ekki svo miklu máli hvað hinir, sem ekki þekkja mann, halda. Fjölmiðlar reyna að draga þetta fram vegna þess að fjöl- miðlafólk heldur að almenníngur vilji heyra þetta. Ég efast um að það sé rétt. Mér finnst það svo lúmskt fyndið ef fólk út í bæ er að spinna upp spennandi sögur um mig. Þeir sem þekkja mig vita hinsveg- ar að ég er ekki alveg eins spenn- andi persóna og Alda blessunin.“ Fólki er ekki viðbjargandi Persónur þínar leita að lífsfyllingu á mismunandi hátt. í Steinunn Sigurðardóttir: Ég er biksvartur höfundur. Mynd E.ÓI. Líkamlegu sambandi í Norður- bœnum er það í tœkjum og tólum nútímans en Alda leitar á náðir háklassískra bókmennta og tón- listar. í Bleikum slaufum fer góð- verk með allt til fjandans og í Tímaþjófinum verður ástin til þess að brjóta niður þessa sterku konu. Er hvergi griðland að finna? „Ég verð að viðurkenna það að mér sýnist fólki ekki vera við- bjargandi. En vissulega er til griðland. Alda finnur sitt grið- land í eitt hundrað dögum. Þá upplifir hún mikla hamingju, al- gjöra sælu. Hún segir: Það er fullkomnað. Óskirnar aukaat- riði. Ekki einusinni þær þurfa að rætast. Ef við höldum áfram saman- burðinum á henni og mér, þá er 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1986 nnniBnBn^HB

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.