Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 19
Forsetakosningarnar 1988 þegar farnar að setja svip sinn á bandaríska þjóðmálaumrœðu og margir þykjast kallaðir til embœttisins Þó forsetakosningar veröi ekki í Bandaríkjunum fyrr en 1988 er útnefningaslagurinn þegar hafinn og í fyrsta skipti síðan 1968 veröur ekki sitj- andi forseti í framboði. Strax og úrslit þingkosninganna urðu Ijós fóru pólitískir spá- menn að skoða spilin. Pað hefur hingað til gefist illa að draga ályktanir af úrslitum þingkosninga fyrir forsetakosn- ingarnar, hinsvegar þykja úrslitin það afdráttarlaus núna að þó hljóti að gefa einhverja vísbend- ingu um dvínandi fylgi repúblik- ana. Þá hafa vopnasölumál Reag- ans til íran enn frekar dregið úr trausti Bandaríkjamanna á stefnu hans. Hér á eftir verður greint frá nokkrum þeirra sem líklegir þykja til þátttöku í útnefninga- slagnum. George Bush Varaforsetinn þykir lang lík- legasta framboðsefni repúblik- ana. Hingað til hefur hann verið þægur meðreiðarsveinn forsetans og talið það nokkuð vænlega leið í framboð, þrátt fyrir að helstu ráðgjafar hans hafi ítrekað sagt honum að hann verði að markera sjálfan sig og skoðanir sínar bet- ur. Niðurstaða þingkosninganna sýndi líka svart á hvítu að vin- sældir Reagans smita ekki út frá sér, hvorki á nánustu samstarfs- menn hans né flokksbræður og systur. Bush gerir sér nú grein fyrir þessu en eftir er að sjá hvernig hann ætlar að losna undan hlut- verki meðreiðarsveinsins. Bush er sterkur í Texas, heimafylki sínu, en þar studdi hann William Clements í ríkis- stjórastólinn. Þá á hann mikið fylgi í Flórída og í Iowa. Hinsveg- ar er stuðningur við hann í land- búnaðarhéruðunum mjög lítill. Ástæðan fyrir því er landbúnað- arpólitík Reaganstjórnarinnar, sem hefur komið mjög harkalega niður á bændum. Bob Dole Helsti keppinautur Bush um útnefningu repúblikana er Ro- bert Dole. Hann var varaforseta- efni repúblikana 1976. Hann var mikið í sviðsljósinu sem leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni en nú þegar repúblikanar hafa misst meirihluta mun ekki bera jafn mikið á honum. Hinsvegar er bent á að sú staða sem komin er upp gefi honum frjálsari hend- ur til að berjast fyrir útnefning- unni. Jack Kemp Þriðji repúblikaninn sem nefndur er til fyrrverandi fótbolt- ahetjan Jack Kemp. Hann hefur verið mjög dyggur stuðnings- maður Reagan-stjórnarinnar og talinn manna líklegastur til að geta hleypt nýju blóði í Reagan- byltinguna svokölluðu. Gary Hart Hjá demókrötum er talið að nú sé röðin loksins komin að Gary Hart. Hann varð að láta í minni pokann fyrir Mondale í slagnum um útnefningu 1984. Hann ákvað að gefa ekki kost á sér í þingkosn- ingunum til að geta einbeitt sér betur að útnefningarslagnum. Er talið að hann hafi leikið af sér með því, þar sem hann getur ekki baðað sig í sigurljómanum einsog þingmenn demókrata gera nú. Þrátt fyrir það hefur hann mjög vel smurða kosningavél frá fyrri tilraun sinni. Sá er þó ljóður á að sá kosning- aslagur kostaði hann stórar fjár- hæðir og skuldar hann enn tvær og hálfa milljón dollara frá þeirri herferð. Pá er bent á að þegar Hart kom fram á sjónarsviðið var hann fulltrúi nýrra hugmynda og það var einkum þessi nýi tónn hans sem dró athyglina að hon- um, sá tónn er ekki nýr lengur. Er allt eins búist við að demókratar séu á höttunum eftir einhverjum öðrum, einhverjum sem er öðru vísi. Mario Cuomo Einhverjum einsog Mario Cu- omo, fylkisstjóra New York. Yfirburðasigur hans í fylkisstjór- akosningunum hafa aukið líkurn- ar á því að hann muni blanda sér í slaginn um útnefningu demó- krata. Cuomo hefur það þrennt til að bera, sem þarf til að eygja von í slagnum, hann er lands- þekktur, hefur áunnið sér virð- ingu á heimavelli og er sannfær- andi stjórnmálamaður. í fjórða lagi er hann vel staddur fjárhags- lega því kosningasjóður hans er jákvæður um tvær milljónir doll- ara. Honum er einkum legið á hálsi að vera of framagjarn og styðja ekki meðframbjóðendur sína sem skyldi. í kosningunum sem eru nýafstaðnar studdi hann ekki demókratann Mark Green í New York og hafa flokksbræður hans haldið því fram að hann hafi gert friðarsáttmála við Alfonse D‘A- mato. Hafa flokksbræður hans jafnvel líkt honum við frjáls- lyndan Nixon. Pá er bent á að Cuomo hafi enga reynslu af utanríkismálum en hann lætur sér slíka gagnrýni í léttu rúmi liggja, enda ekkert gef- ið uppi um það hvort hann ætli sér í slaginn. Efast reyndar ýmsir um það. Jesse Jackson Þriðji demókratinn sem talið er að geti blandað sér í slaginn er Jesse Jackson. Fylgi Jacksons er einkum meðal blökkumanna, en það fylgi er mjög öruggt. Kosn- ingavél hans er smurð í 40 fylkj- um Bandaríkjanna og hersveit sjálfboðaliða í startholunum um leið og hann gefur kost á sér. Þó er ekki búist við að hann taki af skarið fyrr en í upphafi kosninga- ársins. Jesse Jacksons á mikið fylgi en hvort það nægir til að gera hann að frambjóðanda dem- ókrata efast flestir um, þó er of snemmt að útiloka það ef stefnir í harðan slag milli Hart og Cuomo. Margir eru kallaðir En fleiri eru kallaðir þó aðeins verði tveir útvaldir. Hjá repú- blikunum heyrast nöfn þeirra Jack Kemp og Paul Laxalt, þó hvorugur sé talinn til stórræða. Demókratar eiga einnig sæg af mönnum sem áhuga hafa á Hvíta húsinu. Einn þeirra er Joseph Bi- den, sem hefur á sínum snærum ráðgjafa Mondale, fyrrverandi frambjóðanda demókrata. Þá hefur nafn Bill Bradley, fyrrver- andi hornaboltastjörnu heyrst nefnt. Framundan eru ár harðrar kosningabaráttu hjá báðum flokkum og verður vafalaust spennandi að fylgjast með henni, enda skipta forsetakosningar í Bandaríkjunum mjög miklu máli fyrir framþróun heimsmálanna. -Sáf/Newsweek VIÐFLYTJUM... SKRIFSTOFU OKKAR AÐ UNDARGÖTU 9 A Mánudaginn 24. nóvember opnum viö sölu- deild, farmskrárdeild og afgreiðslu í auknu og endurbættu húsnæöi aö Lindargötu 9A. Önnur skrifstofustarfsemi flytur í næsta mánuði. Viö viljum biöja viöskiptavini okkar velvirð- ingar á hugsanlegri röskun, á meðan flutn- jngunum stendur. í hinu nýja húsnæöi ætlum við enn aö bæta þjónustuna. SKIPADEILD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • SÍMI 28200 Sunnudagur 23. nóvember T986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.