Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 11
hún barnlaus og það er stórt at- riði í sögunni. Það er einstök lífsfylling í því að eiga barn ef allt fer vel og það hef ég sjálf reynt. Það er hinsvegar rétt að ég er biksvartur höfundur á köflum. í Tímaþjófinum er þjáning kon- unnar falleg á sinn hátt, það er einhverskonar fögnuður í þján- ingunni, sem veitir henni á sinn hátt lífsfyllingu. Líf konunnar er skilgreint út frá þjáningunni." Skemmtilegur ritdómur Hvað með ritdóma? Kvíðirðu þeim? „Ekki ef þeir eru allir einsog dómur Guðmundar Andra í Þjóðviljanum. Ég var afskaplega ánægð með hann. Ritdómur hans er sjálfstætt ritverk. Það er alltaf verið að skamma ritdómara og bókmenntagagnrýni hér er yfir- leitt á lágu plani. Þessvegna lang- ar mig að minnast á þetta. Nú er ég ekki svona ánægð með dóminn vegna þess að hann hrósi bókinni í hástert. Heldur að hann reynir að lýsa henni og búa til sitt eigið ritverk. Fyrir mér er það stórt at- riði að bókin virðist hafa inspírer- að hann til að skrifa ofsalega góð- an ritdóm. Þar að auki tekur hann eftir mörgum hlutum og teiknum sem ég vil láta taka eftir. Þá var svo skemmtilegt að lesa dóminn. Auk þess var hann svo hittinn einsog með að upphafið af bók- inni væri sagan í hnotskurn. Það er alveg rétt hjá honum. Ég tók hinsvegar ekki eftir því fyrr en ég var búin að semja kaflann.“ Lúxus sem fœstir geta veitt sér Ef þú segðir örlítið frá því hvernig bókin varð til. „Ég byrjaði á bókinni 1980 og ég er svo heppin að ég hef vitni sem hlustuðu á mig lesa upp úr henni í Stokkhólmi 1981 eða 1982 og því ekki hægt að rengja mig. Vinnsla bókarinnar var mjög undarleg. í raun og veru var bók- in bara stafli sem stöðugt hækk- aði. Hún var að mestu leyti skrif- uð þegar andinn kom yfir mig. Það er lúxus sem fæstir eða eng- inn getur veitt sér. Ég bara ákvað að vinna bókina svona. Ég var jafnvel tilbúin að láta hana taka ennþá lengri tíma ef í það hefði farið. Undanfarin þrjú ár hef ég sest niður árlega í þeim tilgangi að koma bókinni saman en það gekk ekki. Bókin var ekki tilbúin. Úrvinnslan úr uppkastinu er eitthvað það hryllilegasta sem ég hef lent í. Ég hélt að ég yrði geð- veik. Ég var mjög óviss um hvað ég var með í höndunum. Mér leið ekki ósvipað Palla sem var einn í heiminum. Ofsalega óörugg. Það var ekki bara þjáning við að setja bókina saman heldur er þetta bók sem var rifin út úr hjartanu á mér. Ég ætlaði mér að gera enn betur en ég gat þótt það sé auðvitað ekki hægt. Samt er það eina leiðin.“ Langt Ijóð Bókin er mjög óvanaleg að formi til. Hún er að mínu áliti langt Ijóð. „Auðvitað er þetta langt ljóð. Hún lýtur ekki lögum skáldsög- unnar.“ Tvisvar kemst hún samt í jarð- samband. í upphafi sögunnar og þegar Alma systir Oldu fær krabbamein. „Þá kemst hún í samband við raunveruleikann. í fyrstu sjáum við Öldu úr svolítlli fjarlægð en þegar hún verður ástfangin þá breyti ég um aðferð og dreg les- andann nær henni, alveg ofan í hana. Það geri ég með ljóðunum því það er nærgöngulasta form sem hægt er að hugsa sér. Eftir það er bókin ferð inn í hugarheim þessarar persónu og þau átök sem þar geisa. Átök bókarinnar eiga sér öll stað í höfði hennar. Form bókarinnar varð að vera svona til að koma því til skila sem ég ætlaði mér.“ Galdurinn við ritstörf? „Ég ræð ekki yfir sköpuninni á allan hátt. Það kemur meira út úr kassanum en maður setur inn í hann. Þetta er næstum því einsog kvikmyndahöfundar lýsa því, þeir vita ekki hvað er á filmunni fyrr en búið er að framkalla. Þetta var algjör kleppsvinna og ég vandaði mig mikið við bókina. En það gætu margir aðrir reynt að gera það sama án þess að al- mennileg bók kæmi út úr því. Þessvegna er einhver galdur við þetta. Það er ekki alltaf hægt að út- skýra afhverju ég geri þetta svona en ekki öðruvísi. Hugsi maður nógu stíft um eitthvað og leggur sig allan fram, er ofsalega þolin- móður og gefst ekki upp fyrr en manni finnst þetta vera nógu vel skapað, þá hlýtur þetta að ganga upp. Að minnsta kosti verður að trúa því.“ Karlmennskan holdi klœdd Nöfnin eru engin tilviljun. „Það er rétt. Alda er margrætt nafn, minnir á öldur hafsins, skír- skotar einnig til tímans, aldir. Þá rímar Alda við kalda. Alma þýðir hin blíða og Anton er kominn úr Anton og Kleópatra. Allt þjónar þetta ákveðnum tilgangi.“ Hver er Anton? „Hann er ofurseldur henni í bókinni. Alfarið séður með hennar augum. Lesandi fær eng- ar upplýsingar um Anton nema hjá Öldu. Að mínu viti eru þær upplýsingar alls ekki ótrúverðug- ar. Hún hatar hann á köflum. Auðvitað eru bæði ástin og hatrið blint en samt er hægt að draga ályktanir af því hverslags persóna hann er. Karlmennskan holdi klædd. Kannski má taka þetta sem af- brigði af kynjastríðinu. Hann malar hana mélinu smærra í raun og veru. Þetta ósigrandi vígi sem hún er. Það má jafnvel leggja bókina út frá stéttaátökum. Hún hin úrkynjaða yfirstétt og hann hinn sterki almúgi. Ég er hlynnt því að fjallað sé um bókina út frá svona sjónar- miðum.“ Með Tímaþjófinn ó iljunum Pað er kannski ekki rétt að segja að þetta sé fyrsta skáldsagan þín, því þú gafst á sinum tíma út smá- sagnasafn sem hét Skáldsögur. Hver er mismunurinn á því að vinna þessa löngu sögu og á því að vinna smásögur? „Vinnubrögðin eru mjög ólík. Smásögurnar eru bara sögur. Ég fæ hugmynd og sé að þær eru efn- iviður í góða sögu. Síðan skrifa ég þær og get verið í níu til fimrn vinnu við þær þessvegna. Ég er meira einsog skrifstofumann- eskja við samningu smásagnanna og vona að þær séu ekkert verri fyrir það. Þá geri ég fyrsta upp- kast, annað uppkast, þriðja upp- kast o.s.frv. Við Tímaþjófinn vissi ég aldrei á hvaða uppkasti ég var stödd, eða hvort ég var stödd einhvers- staðar á milli uppkasta. Blöðin hrúguðust bara upp í litla stafla í herberginu og að lokum var ég farin að ganga á þeim. Skrifborð- ið var fyrir löngu orðið allt of lítið þannig að það dugði ekkert minna til en gólfið og þetta var farið að breytast úr skáldsögu í gjörning. Ég man að eitt sinn þegar ég kom úr baði þá festust blöð úr Tímaþjófinum við iljar mér.“ Glœsilegasta par norðan Alpafjalla Pað hefur þá verið mikill léttir þegar endapunkturinn var settur. „Ég var svo hamingjusöm þeg- ar þessu var lokið, að ég þorði varla að vera á almannafæri. Sem betur fer herjuðu á mig kvillar svo ég þurfti að leggjast í rúmið. Annars hefði ég örugglega ekki náð mér niður á jörðina aftur fyrr en 1988.“ Tímaþjófurinn er ástarsaga. „Ekki bara það. Bókin er harmsaga. Mér var bent á að hún lyti lögmáli grískrar tragidíu. Bókin fjallar um mjög stóra, nán- ast ósigrandi mannveru, sem fæst við aðstæður sem hún ræður ekk- ert við. Hún lendir í hryllilegri ógæfu. Ég trúi því að Alda hafi rétt fyrir sér. Þau áttu að vera saman. Ég trúi því. Einnig að það eina sem hún getur gert ef hún ætlar að virða sannleikann, er að sjá eftir manninum. Hún elskar manninn og því fær ekkert breytt. Ef hann hefði ekki hafnað henni, hefðum viðí fengið hið fullkomna hjónaband. Þau bæta hvort annað upp. Hún er verald- arvön og kann á ýmislegt sem hann þekkir ekki. Hann er hins- vegar eini maðurinn sem hún hef- ur hitt, sem á í fullu tré við hana. Svona sambönd eru til þó maður trúi því ekki að óreyndu. Það má sjá það á hamingjulýs- ingunni, þegar þau njótast í hundrað daga, að þetta er hið fullkomna samband. Ég er klár á því að slíkt samband getur hald- ist. Hamingjan þarf ekki að vera skammvinn, hún getur verið langvinn. Eg trúi því. Svo eru þau bæði mjög flott. Hann að vísu svolítið yngri en í þessu tilfelli er það bara smart. Hún segir einhversstaðar að þau séu glæsilegasta par norðan Alpafjalla. Það er mér hulin ráðgáta af- hverju hann hafnar henni. Hann elskar hana en ákveður að þetta sé þeim fyrir bestu. Kannski er þarna kominn hinn landsfrægi munur á kynjunum. Konur eru öðruvísi tillfinningaverur en karl- ar. Ástin skiptir þær meira máli heldur en karlmenn. Það er svo annað mál, að ef hann hefði ekki hafnað henni og hið fullkomna hjónaband orðið til. Þá hefði aldrei orðið nein bók.“ -Sáf . - ''1: - - -' -- -a - .. .- - ‘V, - .. ..... .- i_. ....,... Sunnudagur 23. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.