Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.11.1986, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur ◦f plokkfiski Þegar hommarnir og lespurnar voru aö ræða það í sjónvarpinu á dögunum, hvort homma- og lespíubókmenntir ættu uppá pallborðið hjá þjóðinni, fékk ég einsog nokkurskonar hugljómun, sem ég tel í dag að hafi jaðrað við andlega vakningu. Ég settist í djúpa stólinn og hugsaði sem svo: - Er ekki undarlegt, þegar öllu er á botninn hvolft - hve margt er líkt með listinni og plokk- fiski. Ekki er nokkur vafi á því að hægt er að mat- reiða jafn mörg tilbrigði af plokkfiski einsog list- greinarnar eru margar. Dæmin sanna að lengi má blanda í listina einu og öðru sem hvorki ber lystugan eða list- rænan keim, og víst er að listina má þynna endalaust, án þess hún hætti að heita list. Þessu er eins farið með plokkfiskinn. Hann er hægt að þynna útí það óendanlega - einsog listina - og halda áfram að kalla blönduna plokkfisk, jafnvel eftir að hún er orðin blávatnið eitt. Ef nógu lengi er síðan nuðað á því að vatn sé plokkfiskur, þá dregur að því að allir fara að kalla vatn plokkfisk. Heiðarlegar húsfreyjur hella vatni í glösin og segja glaðlega: - Má bjóða manninum plokkfisksopa með matnum? Og menn fá sér vænan slurk úr glas- inu til að svala þorstanum en segja svo: - Alltaf er hann nú bestur blessaður krana- plokkfiskurinn. Og á endanum eru allir búnir að gleyma því að vatn hafi nokkurntímann heitið annað en plokkfiskur. Ljóðabálkur Steins fer að heita „Tíminn og plokkfiskurinn" og menn fara að ræða það sín á milli, að mikill plokkfiskur hafi nú runnið til sjávar síðan Sinfóníuhljómsveitin flutti „Plokkfisksvítuna" eftir Hándel, eða íslenski dansflokkurinn „Svanaplokkfiskinn" eftir Tsjækofskí. Og eftir veislur þar sem fjölkunnugir menn hafa breytt plokkfiski í vín, fara veislugest- ir útundir húsvegg og kasta aí sér plokkfiski. Eins er þetta með listina. Hana má þynna út endalaust og halda samt áfram að kalla fyrir- brigðið „list“ löngu eftir að blandan er orðin svo þunn að hún er farin að leka viðstöðulaust í gegnum hvað sem er, af því hún er þynnri en allt sem þunnt er. Plokkfiskar eru þau hljóðfæri nefnd, sem plokkuð eru án afláts og eru einsog fiskar í laginu. Forráðamenn sjónvarpa og útvarpa í þessu landi virðast álíta að þjóðin sé að engu elskari en hljómplötuauglýsingum þar sem lasnir „lista“menn flytja „list“ sína með því að plokka og berja plokkfiskana sína í tíma og ó- tíma með „list“rænum búkhljóðum og látæði enda kallað „Lista“popp, eða eitthvað þvíum- líkt. Og af því að ég er nú í svo dæmalaust góðu skapi í dag, ætla ég bara að óska þeim sem hafa gaman af þessari listgrein til hamingju - með það hvað sjónvarpsstöðvarnar sinna vel þeirri skyldu sinni og köllun að koma þessu efni til neytenda. Og vonandi verða þessir tónlistar- þættir lyftistöng fyrir poppið í landinu, sölu á poppi og gróða á poppi. Monní! monní! monní! Þjóðinni er löngu orðið það Ijóst að ein af frumskyidum Sjónvarps og rása þess, er að flytja listelsku fólki pönk, popp og metalrokk gratís svo hljómplötusala detti ekki niður. Þetta skil ég vel af því ég hef nef fyrir bísness. Hinsvegar býst ég nú við því, að enn sé til í landinu fólk sem ekki er búið að gleyma því, að til er annarskonar tónlist en auglýsingapönk og sá hópur er áreiðanlega afar þakklátur þeirri tækni sem gerir oss kleift að slökkva á sjónvörp- unum og „rásurn" Ijósvakans. En hvað kemur þetta hommum og lespum við? Eiginlega ekki nokkurn skapaðan hlut og það er ef til vill mergurinn málsins. Mér er nefnilega gersamlega fyrirmunað að skilja hversvegna þarf að framleiða sérstaka tegund af list fyrir tiltekna hópa fólks. Margir bestu listamenn allra alda hafa verið hommar, lespíur eða kannske hvort tveggja, ekki veit ég það, enda skiptir það engu máli. Listin er langt hafin yfir svoleiðis tittlingaskít. Eða einsog amma mín sagði þegar hún var að kynfræða mig: - Eg held jaað geri ekki til þó þeir togi soldið í tippið á hver öðrum, ef þetta eru bara almenni- legar manneskjur. Ég veit ekki hvenær bókmenntirfóru að skipt- ast niður í unglinga-, aldraðra-, drengja-, einstæðra-. telpna-, kvenna- (og guð má vita hvað) bókmenntir. Kannske byrjaði þetta allt á því að konur fóru að gera kröfu til þess að vera kallaðar menn, sem auðvitað var látið eftir þeim einsog skot, þó konur séu nú að vísu mun skemmtilegri á með- an þær eru konur og ekki orðnar menn. Uppúr því fóru að koma svonefndar kvenna- bókmenntir, sem eru auðvitað stórkostlegar ef þær eru bókmenntir, en afleitar ef þær eru það ekki. Ég held að próblembókmenntir hafi svo fylgt í kjölfarið, án þess þó að ég hafi gert á því félags- fræðilega úttekt í starfshópi. Þegar ég var að verða læs var unglingavand- amálið ekki enn til og kannske ekki unglinga- bókmenntir heldur. Að minnsta kosti gat ég, á þessum árum, ekki gert neinn greinarmun á bókum annan en þann, hvort þær væru leiðin- legar eða skemmtilegar. Og þegar ég fer að hugsa útí það, þá held ég að mér hafi þótt allar bækur skemmtilegar, nema ef vera kynnu veðurlýsingarnar í Gösta Berlings sögu eftir Selmu Lagerlöf. Allt var lesið: Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Tarsan apabróðir, Sultur, Jón Trausti, Kári litli og Lappi, Glæpur og refsing, Kisubörnin kátu, Oddyseifskviða og Dickens. Ég gæti haldið endalaust áfram. Það sem sungið var, voru Skólaljóðin og Magnús Ásgeirsson og án þess verið væri að pæla í því hvort þetta væru barna-unglinga-kvenna-homma-lespíu-vanda- mála-lamaðra-sköllóttra-örvhentra-aldraðra-frá' skildra-einstæðra-ölkærra- eða dóparabók- menntir. Bækur voru einfaldlega skemmtilegar eða leiðinlegar. Þær skemmtilegu voru lesnar. Hin- ar gleymdust. Það er nú einu sinni svo. Það er eins með listina og plokkfiskinn, ja eða minnsta kosti plokkfiskinn. Maður gleymir ekki góðum óútþynntum plokkfiski. Kuklið hætt Kuklið er hætt en Sykurmolar komnir í staðinn. Hljómsveitin Sykurmolar kynnti nýja hljóm- plötu í gær föstudagskvöld á afmæli söngkonunnar Bjark- ar, en auk hennar skipa hljómsveitina þeir Einar Örn og Sigtryggur trommari úr Kukli. Þá er Þór Eldon Ijóð- skáld og sambýlismaður Bjarkar í hljómsveitinni auk tveggja fyrrverandi meðlima í Purrk Pillnikk, en það eru þeir Friðrik á gítar og Bragi Ólafs- son, Ijóðskáld og bassa- leikari. Það er Smekkleysa sem gefur út plötuna en auk þess gefur Smekkleysa út fyrstu Ijóða- bók Braga Ólafssonar, drags- úg. í kjöifar þeirrar bókar kem- ur svo bókin taktu benzín el- skan, eftir Þór Eldon. Þá má geta þess að Björk og Gulli gítarleikari úr Kuklinu ætla að gera hljómplötu í sameiningu. Jón með Karvel Sighvatur Björgvinsson er í, miklum ham í baráttu sinni við Karvel Pálmason um efsta sæti krata á Vestfjöröum. Jón Baldvin og Ámundi eru ugg- andi yfir þessu, enda óttast Jón Sighvat, komist sá síðar- nefndi í þingflokkinn, þarsem þeir hafa gegnum tíðina eldað grátt silfur. Til að hressa upp á hrörnandi gengi Karvels brá því Jón Baldvin á það ráð um helgina að auglýsa fyrir vestfirskum krötum að Karvel sé sá sem hann hefur vel- þóknun á. Látlausar auglýs- ingar hafa dunið í útvarpinu um Hólmavíkurfundinn með g nöfnum Jóns og Karvels og I vegna þess er nú mikil reiði á 1 meðal stuðningsmanna Sig- I hvats sem telja að með þessu sé flokksformaðurinn að blanda sér í baráttuna. Ekki með fullum fimm Steingrímur Hermannsson var að koma úr útlandinu um daginn. Hitti hann flokksbróð- ur sinn og samráðherra Hall- dór Ásgrímsson. Sagði: Hel- víti fylgjast þeir vel með í henni Danmörku. Nú, sagði Halldór. Já þeir vita meira að segja að ég sagaði framan af puttunum, sagði Denni. Hvað segirðu, sagði Dóri. Já þegar Þrátt fyrir að fjöldi múraðra ís- lendinga haldi til Glasgow þessa dagana og eyði grimmt fyrir jólin eru heildsalar farnir að hugsa gott til glóðarinnar og undirbúa sig fyrir jóla- kaupin. Þannig heyrðum við af einum heildsala hér í höfuð- borginni, sem flytur inn ýmis- konar snyrtivörur, að hann hefði pantað ilmvötn fyrir 1,2 miljónir króna um daginn. Hér er bara um að ræða eina af þeim fjölmörgu tegundum af ilmvötnum sem eru á markað- inum hér á landi þannig að sjálfsagt má gera ráð fyrir að Frjálslyndir jafnaðarmenn, sem fyrrum voru BJ-arar, tirósa nú happi eftir að Stef- áni Benediktssyni tókst að snúa Bjarna P. Magnússyni borgarfulltrúa, til fylgilags við frambjóðanda þeirra í 4. sætið í Reykjavík, Jón Braga Bjarnason. Bjarni P. hafði áður lýst stuðningi við Björgv- vin Guðmundsson og töldu BJ-arar að þeir hefðu litla möguleika gegn samein- uðum stuðningshópum Bjarna P. og Björgvins. Eftir sem áður hefur Björgvin Guð- mundsson harðsnúið lið 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINK/ Sunnudagur 23. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.