Þjóðviljinn - 03.01.1987, Síða 1

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Síða 1
Laugardagur 3. janúar 1987 1. tölublað 52. árgangur Sjómannaverkfallið Fjöldauppsagnir í fiskvinnslu Fiskviðjusamlagið á Húsavík grípur til fjöldauppsagna vegna verkfalls sjómanna. Nýtir sér ákvæði í febrúarsamningunum um uppsögn með stuttumfyrirvara Um 150 starfsmönnum Fisk- iðjusamlags Húsavíkur var sagt upp störfum í gær vegna verkfalls sjómanna og eiga upps- agnirnar að ganga í gildi á mánu- dag. Starfsfólk fær því ekki greidd laun frá og með þeim tíma, en ákvæði í febrúarsamningun- um um fastráðningu fískvinnslu- fólks heimilar uppsögn með stutt- um fyrirvara séu ákveðin skilyrði fyrir hendi. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar framkvæmda- stjóra VSÍ er líklegt að fjölmarg- ar fískvinnslustöðvar muni not- færa sér þetta ákvæði ef samning- ar við sjómenn nást ekki um helg- ina. „Ég er algjörlega dolfallinn yfir þessu eins og flestallir á þess- um vinnustað" sagði Aðalsteinn Baldursson trúnaðarmaður hjá Fiskiðjusamlaginu. „Til hvers var verið að skrifa undir fastráðning- arsamning ef fiskvinnslufólk stendur ekkert betur að vígi en áður. Það er mjög hart að fá þetta áfall ofaná það áfall sem fisk- vinnslufólk fékk eftir síðustu samninga sem færðu okkur ekk- ert.“ sagði Aðalsteinn. I ákvæði febrúarsamninganna um fastráðningu segir: „Nú stafar vinnslustöðvun af ófyrirsján- legum áföllum, s.s. bilun í tækj- um eða búnaði vinnslustöðvar eða veiðiskips, bruna eða skips- stranda, eða öðrum atvikum sem talin eru falla undir fyrstu máls- grein 3 gr. laga 19 1979, þá er fyrirtæki heimilt að fella niður launagreiðslu samkvæmt ákvæði sömu greinar“. Vinnuveitenda- sambandið hefur nú sent öllum fiskvinnslustöðvum á landinu bréf þar sem minnt er á þetta ákvæði og það skýrt. Annar staður sem Þjóðviljan- um er kunnugt um að fiskvinnslu- fólki hafi tímabundið verið sagt upp vegna verkfalls sjómanna og hráefnisskorts er Akranes og mun þar vera um 200 manns að ræða. Þessi hópar fengu vitn- eskju um uppsagnirnar fyrir 4 vikum. í gær hófust á ný samningavið- ræður sjómanna og útvegsmanna og var reiknað með að fundir stæðu fram að miðnætti. Undir- menn á farskipum hafa boðað verkfall frá og með mánudags- kvöldi og er talið mjög ólíklegt að samningar við þá takist fyrir þann tíma. -K.Ól. Lánasjóðsfrum varpið Aðgerðum hótað Nýju ári var fagnað með meiri skrautsýningum en áður hafa sést á höfuðborgarsvæðinu og víða um land í miklu blíðskaparveðri. Talið er að alls hafi hátt í 150 tonn af flugeldum og öðru púðri verið sprengt á þessum tímamótum fyrir ekki minna en 50 miljónir. Hátíðahöldin fóru alls staðar hið besta fram og ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki. Sig- tók þessa mynd við Borgarbrennuna í Mjóddinni þar sem þúsundir borgarbúa söfnuðust saman og fylgdust með söng og dansi og öðru glensi. Fjölmörg opinber fyrirtœki hœkka gjaldskrár sínar. Borgarfyrirtæki iðin við kolann. Landsvirkjun ákveður 7,5% hækkun. Bifreiðaeftirlitið fœr 10-33%-hœkkun. Afnotagjöld R ÚV hœkka um 10% að er í sjálfu sér ekki hætta á að þessar hækkanir valdi því að verðlag hækki umfram rauða strikið 1. febrúar, en þarna er vissulega gengið á undan með slæmu fordæmi. Og það er alvar- legt mál að Hitaveita Reykjavíkur og Landsvirkjun skuli ekki taka mark á tilmælum ríkisstjórnar- innar um minni hækkanir, sagði Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Gjaldskrár fjölmargra opin- berra fyrirtækja hækkuðu veru- lega nú um áramótin. Þar ber hæst 15% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur, en ýmis önnur þjónusta á vegum borgar- innar hækkaði jafnframt. Gjald- skrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækkaði um 5,5% a jafnaði, dag- vistargjöld hækkuðu um 5%, fargjöld SVR hækkuðu um 12% og gjaldskrá sundstaða hækkaði einnig. Sigurjón Pétursson sat hjá við afgreiðslu þessara hækk- ana í borgarráði. Landsvirkjun hækkaði gjald- skrá sína um 7,5% 1. janúar. Ríkisstjórnin hafði beint þeim til- mælum til stjórnar fyrirtækisins að gjaldskráin yrði ekki hækkuð um meira en 4%, en stjórnin ák- vað að verða ekki við þeim til- mælum. Póstur og sími hækkaði gjöld fyrir símaþjónustu um 10% og að sögn Jóhanns Hjálmarssonar blaðafulltrúa stofnunarinnar er áformað að póstburðargjöld hækki í sama hlutfalli innan skamms. Þá hækkuðu afnota- gjöld RÚV 1. janúar um 10%, en stofnunin hafði áður farið fram á leyfi til 30% hækkunar. Bifreiðaeftirlitið lætur sitt ekki eftir liggja í áramótahækkunum. Gjaldskrá fyrirtækisins hækkaði um 10% um áramótin, en jafn- framt hækkar verð á númera- plötum um þriðjung, úr 300 í 400 krónur. -gg Við höfnum frumvarpsdrögum menntamálaráðherra alfarið og verði þau lögð fyrir þingið munu námsmannahreyfingarnar grípa til viðeigandi aðgerða, sagði Högni Eyjólfsson varafor- maður SINE í samtali við Þjóð- viljann í gær Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra er kominn fram með drög að frumvarpi um Lána- sjóð íslenskra námsmanna, þar sem m.a. er kveðið á um svokall- að þak á námslán, vexti af lánum, lántökugjald og innheimtugjald. Frumvarp sama efnis var lagt fyrir námsmannahreyfingarnar fjórar í haust. Þær höfnuðu þess- ari leið ráðherrans til þess að herða endurgreiðslur lána, skiluðu eigin tillögum í desemb- er, en til þeirra hefur að sögn Högna nær ekkert tillit verið tekið. „Sverrir hefur látið á sér skilja að samkomulag hafi tekist um þetta í nefnd stjórnarflokkanna, sem fjallað hefur um málefni LÍN, en Finnur Ingólfsson hefur neitað því í blaðaviðtali. Við höf- um því efnt til fundar með Finni og munum þar reyna að fá skýrt fram, hver afstaða hans og Fram- sóknarflokksins til þessa frum- varps er,“ sagði Högni í gær. Fundur SÍNE með Finni hefst í Félagsstofnunstúdentakl. 15.00 í dag og eru allir velkomnir á fund- inn. -gg Bretland Hundaáflog bönnuð Lundúnum - Nú fyrir jólin var lagt fram frumvarp til laga í breska þinginu þar sem hundaáflog eru bönnuð. Ekki mun ætlunin að setja alla hunda á Englandi í búr til að forða átökum. Hins vegar er með lögunum lagt blátt bann við því að menn skipuleggi áflog hunda í millum og selji aðgang að þeim eins og títt mun á Englandi. IH/Reuter. Verðlag Holskefla verðhækkana

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.