Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 3. janúar 1987 1. tölublað 52. órgangur Fjöldai Sjómannaverkfallið IIWI ir í fiskvinnslu Fiskviðjusamlagið á Húsavík grípur tilfjöldauppsagna vegna verkfalls sjómanna. Nýtir sér ákvæði í febrúarsamningunum um uppsögn með stuttumfyrirvara Um 150 starfsmönnum Fisk- iðjusamlags Húsavíkur var sagt upp störfum í gær vegna verkfalls sjómanna og eiga upps- agnirnar ao" ganga í gildi á mánu- dag. Starfsfólk fær því ekki greidd laun frá og með þeim tíma, en ákvæði í febrúarsamningun- um um fastráðningu fiskvinnslu- fólks heimilar uppsögn með stutt- um fyrirvara séu ákveðin skilyrði fyrir hendi. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar framkvæmda- Lánasjóðsfrumvarpið Aðgerðum hótað Við höfnum frumvarpsdrögum menntamálaráðherra alfarið og verði þau lögð fyrir þingið ihunu námsmannahreyfingarnar grípa til viðeigandi aðgerða, sagði Högni Eyjólfsson varafor- maður SINE í samtali við Þjóð- viljann í gær Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra er kominn fram meö drög að frumvarpi um Lána- sjóð íslenskra námsmanna, þar sem m.a. er kveðið á um svokall- að þak á námslán, vexti af lánum, lántökugjald og innheimtugjald. Frumvarp sama efnis var lagt fyrir námsmannahreyfingarnar fjórar í haust. Þær höfnuðu þess- ari leið ráðherrans til þess að herða endurgreiðslur lána, skiluðu eigin tillögum í desemb- er, en til þeirra hefur að sögn Högna nær ekkert tillit verið tekið. „Sverrir hefur látið á sér skilja að samkomulag hafi tekist um þetta í nefnd stjórnarflokkanna, sem fjallað hefur um málefni LÍN, en Finnur Ingólfsson hefur neitað því í blaðaviðtali. Við höf- um því efnt til fundar með Finni og munum þar reyna að fá skýrt fram, hver afstaða hans og Fram- sóknarflokksins til þessa frum- varps er," sagði Högni í gær. Fundur SÍNE með Finni hefst í Félagsstofnun stúdenta kl. 15.00 í dag og eru allir velkomnir á fund- inn. -gg Bretland Hundaáflog bönnuð Lundúnum - Nú fyrir jólin var lagt fram frumvarp til laga í breska þingfnu þar sem hundaáflog eru bönnuð. Ekki mun ætlunin að setja alla hunda á Englandi í búr til að forða átökum. Hins vegar er með lögunum lagt blátt bann við því að menn skipuleggi áflog hunda í millum og selji aðgang að þeim eins og títt mun á Englandi. IH/Reuter. stjóra VSÍ er líklegt að fjölmarg- ar fiskvinnslustöðvar muni not- færa sér þetta ákvæði ef samning- ar við sjómenn nást ekki um helg- ina. „Ég er algjörlega dolfallinn yfir þessu eins og flestallir á þess- um vinnustað" sagði Aðalsteinn Baldursson trúnaðarmaður hjá Fiskiðjusamlaginu. „Tilhversvar verið að skrifa undir fastráðning- arsamning ef fiskvinnslufólk stendur ekkert betur að vígi en áður. Það er mjög hart að fá þetta áfall ofaná það áfall sem fisk- vinnslufólk fékk eftir síðustu samninga sem færðu okkur ekk- ert " sagði Aðalsteinn. I ákvæði febrúarsamninganna um fastráðningu segir: „Nú stafar vinnslustöðvun af ófyrirsján- legum áföllum, s.s. bilun í tækj- um eða búnaði vinnslustöðvar eða veiðiskips, bruna eða skips- stranda, eða öðrum atvikum sem talin eru falla undir fyrstu máls- grein 3 gr. laga 19 1979, þá er fyrirtæki heimilt að fella niður launagreiðslu samkvæmt ákvæði sömu greinar". Vinnuveitenda- sambandið hefur nú sent öllum fiskvinnslustöðvum á landinu bréf þar sem minnt er á þetta ákvæði og það skýrt. Annar staður sem Þjóðviljan- um er kunnugt um að fiskvinnslu- fólki hafi tímabundið verið sagt upp vegna verkfalls sjómanna og hráefnisskorts er Akranes og mun þar vera um 200 manns að ræða. Þessi hópar fengu vitn- eskju um uppsagnirnar fyrir 4 vikum. í gær hófust á ný samningavið- ræður sjómanna og útvegsmanna og var reiknað með að fundir stæðu fram að miðnætti. Undir- menn á farskipum hafa boðað verkfall frá og með mánudags- kvöldi og er talið mjög ólíklegt að samningar við þá takist fyrir þann tíma. -K.ÓI. Nýju ári var fagnaö meö meiri skrautsýningum en áður hafa sést á höfuðborgarsvæðinu og víða um land í miklu blíðskaparveðri. Talið er að alls hafi hátt í 150 tonn af flugeldum og öðru púðri verið sprengt á þessum tímamótum fyrir ekki minna en 50 miljónir. Hátíðahöldin fóru alls staðar hið besta fram og ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki. Sig- tók þessa mynd við Borgarbrennuna í Mjóddinni þar sem þúsundir borgarbúa söfnuðust saman og fylgdust með söng og dansi og öðru glensi. Verðlag Holskef la verðhækkana Fjölmörg opinber fyrirtœkihœkka gjaldskrár sínar. Borgarfyrirtœki iðin við kolann. Landsvirkjun ákveður 7,5% hœkkun. Bifreiðaeftirlitiðfœr 10-33% hœkkun. Afnotagjöld RÚV hœkka um 10% Það er í sjálfu sér ekki hætta á að þessar hækkanir valdi því að verðlag hækki umfram rauða strikið 1. febrúar, en þarna er vissulega gengið á undan með slæmu fordæmi. Og það er alvar- legt mál að Hitaveita Reykjavíkur og Landsvirkjun skuli ekki taka mark á tilmælum ríkisstjórnar- innar um minni hækkanir, sagði Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Gjaldskrár fjölmargra opin- berra fyrirtækja hækkuðu veru- lega nú um áramótin. Þar ber hæst 15% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavfkur, en ýmis önnur þjónusta á vegum borgar- innar hækkaði jafnframt. Gjald- skrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækkaði um 5,5% a jafnaði, dag- vistargjöld hækkuðu um 5%, fargjöld SVR hækkuðu um 12% og gjaldskrá sundstaða hækkaði einnig. Sigurjón Pétursson sat hjá við afgreiðslu þessara hækk- ana í borgarráði. Landsvirkjun hækkaði gjald- skrá sína um 7,5% 1. janúar. Ríkisstjórnin hafði beint þeim til- mælum til stjórnar fyrirtækisins að gjaldskráin yrði ekki hækkuð um meira en 4%, en stjórnin ák- vað að verða ekki við þeim til- mælum. Póstur og sími hækkaði gjöld fyrir símaþjónustu um 10% og að sögn Jóhanns Hjálmarssonar blaðafulltrúa stofnunarinnar er áformað að póstburðargjöld hækki í sama hlutfalli innan skamms. Þá hækkuðu afnota- gjöld RÚV 1. janúar um 10%, en stofnunin hafði áður farið fram á leyfi til 30% hækkunar. Bifreiðaeftirlitið lætur sitt ekki eftir liggja í áramótahækkunum. Gjaldskrá fyrirtækisins hækkaði um 10% um áramótin, en jafn- framt hækkar verð á númera- plötum um þriðjung, úr 300 í 400 krónur. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.