Þjóðviljinn - 28.08.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Síða 16
AKUREYRI Hermann Sigtryggsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi á Akureyri: Undirbúningsvinnan að afmælishátíðahöldunum hefur verið skemmtileg en hörð törn oft á tíðum. Mynd: Ari. Æskan lofar góðu Hermann Sigtryggsson æskulýðs- og íþróttafulltrúi: Skipulagning hátíðahaldanna hefur verið ströng en skemmtileg törn. Mikið gert fyrirunglinganaíbænum. Það hefur orðið mikil breyting á ungu fólki í dag og fyrir 25 árum. Framtíðin lofar góðu Það er oft á tíðum miklu meiri vinna en margan grunar þegar ráðist er í þau stórræði að halda uppá vegleg afmæli. Það hafa þeir f undið á sjálf um sér, þeir aö- ilar sem hafa borið hitann og þungann af allri undirbúnings- vinnu afmælishátíðahaldanna, fyrir 125 ára afmæli Akureyrar- kaupstaðar, sem haldið verður uppá með pompi og pragt á morgun, laugardaginn 29. ágúst. Til að forvitnast nánar um það hvernig undirbúningi afmælisins hefur verið háttað, hitti blaða- maður Þjóðviljans Hermann Sigtryggswn æskulýðs- og íþrótt- afulltrúa að máli á skrifstofu hans að Hafnarstræti 81 b. Hann var fyrst spurður að því hvenær undirbúningurinn hefði byrjað fyrir afmælishaldið. Undirbúningur afmœlisins „Þetta byrjaði allt með því að það var skipuð sérstök afmælis- nefnd á vegum bæjarstjórnarinn- ar sem í sitja forseti bæjarstjórn- ar, Gunnar Ragnars, og bæjar- fulltrúamir þeir Freyr Ófeigsson og Sigurður Jóhannesson að ó- gleymdum bæjarstjóranum okk- ar Sigfúsi Jónssyni. í framhaldi af þessari afmæl- isnefndarskipan var síðan sett á fót nefnd embættismanna til að útfæra þær hugmyndir sem upp hafa komið um hvernig best væri að koma þeim í verk. í þessari vinnunefnd eru fyrir utan mig sjálfan sem hef yfirumsjón með gestum afmælisins, og sjálfum heiðursgestinum, forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, eru þeir Ingólfur Ármannsson, sem haft hefur á sinni könnu dagskrá hátíðahaldanna og allt það sem fram fer á göngugötunni, Árni Steinar Jóhannesson garðyrkju- stjóri sér um allt sem viðkemur Lystigarðinum og skreytingum ýmiskonar og Þorleifur Þór Jóns- son, starfsmaður atvinnumála- nefndar Akureyrarbæjar, sem alfarið hefur séð um skipulagn- ingu á iðnsýningunni og ráðstefn- unni um iðnað og atvinnumál, sem haldin verður í dag, snemma, í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, en sjálf iðnsýningin verður í nýrri og glæsilegri íþrótt- ahöll, ef svo má að orði komast þó svo að hún hafi ekki verið tekin í notkun í ár, heldur fyrir nokkrum árum. Mikil törn Við Ingólfur byrjuðum í maí að vinna að undirbúningi hátíða- haldanna, en bæjarstjórnin hafði sett fé til framkvæmdanna á síð- ustu fjárhagsáætlun fyrir þetta ár.“ Nú þegar líður að lokum þess- arar undirbúningsvinnu og af- mælið er ánæsta leiti, hefur þetta verið mikil og ströng törn hjá ykkur? „Já, það er óhætt að segja að þetta hafi verið mikil og skemmtileg törn þegar á allt er litið, þó svo að það hafi stundum verið ansi þreytandi, eins og oft vill verða í vinnu sem þessari. En okkur til hróss má nefna það að öll dagskráin í tilefni afmælisins er unnin af heimamönnum og framkvæmd af þeim utan eitt atriði fyrir ungu kynslóðina, sem er heimsókn hins landsfræga lát- únsbarka, Bjarna Arasonar, sem kemur hingað og skemmtir." Hefurðu áður staðið að skipu- lagningu hátíðahalda í líkingu við þessi? „Já, ég kom fyrst til starfa hjá bænum þegar undirbúningur stóð sem hæst fyrir 100 ára afmælið 1962 og fékk mína eldskírn þá. Þá var prímus motor í þessu öðling- urinn hann Hermann Stefánsson, sem í áratugi var íþróttakennari við Menntaskólann. Hann var mjög framsýnn maður og hefur rutt margar brautirnar fyrir okk- ur hina sem komu á eftir honum og á hann ómældar þakkir skilið fyrir það allt saman, en hann er eins og kunnugt er látinn fyrir nokkrum árum.“ Unglingastarfið Þú hefur frá því þú byrjaðir að vinna hjá Akureyrarbæ fyrir aldarfjórðungi, einatt haft á þinni könnu æskulýðs- og íþróttamál. Hvernig er staða þessara mála- flokka á Akureyri nú þegar bær- inn stendur á vissum tímamótum í sögu sinni? „Það má jú alltaf gera betur en gert er hverju sinni. En eins og þessum málum er háttað hér á Akureyri, held ég að ég geti full- yrt að þau séu í góðu lagi eins og hægt er. Við reynum að skapa aðstöðu og halda uppi starfsemi handa unglingunum í bænum í þeim greinum sem íþróttafélögin eru ekki í, því við reynum eftir megni að keppa ekki við þau um unglingana, heldur miklu fremur að reyna að koma til móts við þarfir þeirra sem af einhverjum orsökum eiga ekki samleið eða hafa ekki áhuga á almennum íþróttum, sem er jú aðalstarf íþróttafélaganna. Hér í bænum eru starfandi þrjár félagsmiðstöðvar sem starfa í tengslum við skólana, en krakk- arnir stjórna þeim að hluta til og leggja sjálf upp skrárnar hverju sinni, en að sjálfsögðu höldum við í spottana að tjaldabaki. Miðað við önnur bæjarfélög sem ég þekki til er hér mikið úr- val af allskyns tómstundastarfi fyrir unglingana. Má þar til nefna góða aðstöðu til sumar- og vetraríþrótta í bænum. Þá höfum við reiðskóla hérna rétt fyrir ofan bæinn, sem nýtur mikilla vin- sælda. Á veturna eru upplýstar göngubrautir fyrir gönguskíða- menn í Kjarnaskógi, en hann er rekinn af Skógræktarfélagi Akur- eyrar. Þá má ekki gleyma Dyn- heimum, þar sem fram fer öflugt unglingastarf undir styrkri stjórn Seindórs Steindórssonar, en hann er jafnframt forstöðumaður fé- lagsmiðstöðvanna. Það er okkar happ hér að þær hafa náð að skjóta rótum meðal unglinganna, en eins og kunnugt er hefur það verið vandamál sumsstaðar að fá unglingana til að notfæra sér þá þjónustu sem félagsmiðstöðvarn- ar hafa uppá að bjóða.“ Æskan: í dag og fyrir 25 árum Æskan í dag og fyrir 25 árum. Er einhver munur á unglingunum í dag og þá? „Já, það er óhætt að segja það. Unga fólkið er miklu opnara í dag en þá. Frjálsræðið mun meira, þau ferðast meira og vita meira um rétt sinn hverju sinni. Einnig er munur á því í dag og hér áður fyrr að unga fólkið vill skoða sig um í heiminum og reyna ýmislegt á sjálfu sér, áður en það tekur til við að axla þá ábyrgð sem þjóðfé- lagið leggur á þau þegar þau velja sér framtíðarstarf og koma sér upp heimili. Það er eins og þau vilji rasa út áður en þau taka við þessar ábyrgð sem fullgildir þjóð- félagsþegnar. Það var miklu minna um þetta hér áður fyrr. Þá luku menn sínum skóla og byrj- uðu síðan að stofna heimili og eignast krakka. Þrátt fyrir þetta mikla frjálsræði nútímans er nauðsyn- legt að krakkarnir fái visst aðhald í öllu þessu fjölmiðlafári sem mér virðist einkenna íslenska nútíma- samfélagið.“ Að lokum, Hermann. Áttu ein- hverja ósk unglingum til heilla á 125 ára afmælinu? „Ekki aðra en þá að þeir haldi áfram á þeirri braut sem þeir eru á í dag hér á Akureyri. Mér virð- ist sem framtíðin sé mjög björt fyrir bæinn okkar með allan þennan efnivið af stórefnilegum unglingum sem hér búa. Það þarf að hlúa að þeim og gefa þeim visst aðhald, miðla þeim af reynslu okkar eldri. Ef fer sem horfir þurfum við engu að kvíða hér á Akureyri vegna æskunnar hér. Hún lofar góðu,“ sagði Her- mann Sigtryggsson að lokum. grh Hver verður heiðursborgari? „Það er alveg ómögulegt að spá nokkuð í það hvort bæjar- stjórn Akureyrar útnefnir ein- hvern sem heiðursborgara í til- efni 125 ára afmælisins á hátíðar- fundi hennar á sjálfan afmælis- daginn, laugardaginn 29. ágúst,“ segir Hermann Sigtryggsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi. Að- eins hafa verið útnefndir sjö heiðursborgarar á Akureyri. Áf þeim er aðeins einn á lífi, sá sem heiðraður var síðast 1974, Jakob FrímannMagnússon, fyrrverandi kaupfélagsstjóri KEÁ. Aðrir sem hafa orðið þess heiðurs að- njótandi eru: Matthías Jochumsson, prestur og skáld 1920, Finnur Jónsson, prófessor 1928, Jón Sveinsson (Nonni), prestur og rithöfundur 1930, Oddur Björnsson, prentarí 1935, Margrét Schiöth, stofnandi Lystigarðsins á Akureyri 1941, Davíð Stefánsson, skáld 1955. Verður svo einhver útnefndur á morgun? grh FALLEGUR FJÖLSKYLDUBÍLL BIFREÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur 16 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.