Þjóðviljinn - 28.08.1987, Page 18

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Page 18
AKUREYRI Akureyri 125 ára Skilningur á umhverfisvemd hefur aukist Þegar gengið er um götur Ak- ureyrar má víða sjá að íbúar bæjarins hafa á undanförnum árum verið iðnir við að gera þau sem best úr garði með því að mála þau og halda þeim mörgum hverjum vel við. Einnig er áber- andi að lítið af rusli er á baklóðum húsa og fyrirtækja. Þá eru götum bæjarins vel við haldið eftirmiklar jarðvegsframkvæmdir fyrir rúm- um 10 árum þegar allar götur bæjarins voru grafnar sundur og saman meðan verið var að leggja lagnir fyrir hitaveituna. Til að fá sem gleggstar upplýs- ingar um hreinlæti á Akureyri, um umhverfismál í bænum og eft- irlit með allri þeirri umfangs- miklu matvælaframleiðslu sem fer fram, lagði blaðamaður Þjóð- viljans leið sína á skrifstofu Vald- imars Brynjólfssonar, sem er framkvæmdastjóri heiibrigðiseft- irlits á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann var fyrst spurður að því hvemig umgengni bæjarbúa væri háttað. „Það má segja að um 99% bæjarbúa gangi vel um bæinn sinn. Þó eru helgarnar alltaf höfuðverkur í miðbænum, en þá vill brenna við oftar en góðu hófi gegnir að þar ríki ófremdará- stand vegna sóðaskapar dans- leikjagesta, sem virðast glata allri sómatilfinningu þegar þeir henda matarleifum og gosdósum út um allt á leið sinni um Ráðhústorgið. En sem betur fer fyrir Akureyri er þetta aðeins á litlum bletti. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef þetta væri almennt um bæinn. En sem betur fer er svo ekki. Almennt má segja að Akur- eyringar gangi vel um bæinn sinn nú sem endranær." Hvað með umgengni fyrir- tækja á lóðum sínum? Er hún í góðu lagi? „Það vill brenna við að um- gengni þeirra sé mun síðri en al- mennra húseigenda. Á þessu ári voru send harðorð áminningar- bréf til aðeins átta fyrirtækja sem nauðsynlegt þurfti að ýta duglega við. Én umhverfi þeirra sumra hverja var vægast sagt ekki gott. En vonandi sjá stjórnendur þeirra að sér og við þurfum ekki að hafa frekari afskipti af þeim né öðrum sem hafa verið eftirbátar annarra í að hafa umhverfi sitt sem best.“ Þegar menn standa í húsbygg- ingum vill það oft brenna við að frágangur lóða er síðast á verk- efnaskránni. Hefur orðið breyt- ing á þeim hugsunarhætti? „Já, það hefur orðið mikil breyting. í því sambandi á Garð- yrkjustjóri Akureyrarbæjar, Árni Steinar Jóhannesson, þakk- ir skilið. En hann hefur unnið mjög gott starf við að vekja menn til umhugsunar um að fögur og vel hirt lóð er ekki síður mikilvæg en það sem er innandyra. Og í dag sér maður við nýbyggingar að stundum er jafnvel búið að ganga frá lóðinni áður en viðkomandi hefur flutt inn, sem er mikil og jákvæð hugarfarsbreyting.“ Hvað með loftmengun í bæn- um, er hún einhver? „Frá stærri iðnfyrirtækjum hér í bænum er engin loftmengun svo talandi sé um, aftur á móti má segja að skolpfrárennsli frá þeim liti oft á tíðum til dæmis Glerána. Enda man ég eftir því að einn þingmaðurinn okkar orti ein- hvem tíma vísu um þetta sem byrjaði eitthvað á þá leið: Glerá, gul, rauð og blá, sem átti að lýsa ástandi árinnar þegar litarefnin komu út í hana og beint út í sjóinn hjá Slippstöðinni. Enda hafa kaf- arar sem þar hafa verið við vinnu stundum kvartað yfir lélegu skyggni í sjónum vegna litarefna sem í hann hafa runnið, en þó er þetta ekkert alvarlegt.“ Varðveisla gamalla húsa er deilumál hér á Akureyri. Sumir vilja láta rífa öll þessi gömlu hús og telja þau til óþurftar og til lýta á bænum, en aðrir ekki. Hvað Framkvæmdastjóri heilbrigöiseftirlitsins á Eyjafjarðarsvæðinu: Akureyri er hreinlegur bær. Húsbyggjendur gangafrá lóðum sínum jafnveláðuren þeir flytjainn. Vatnsbólog sorpurðunerígóðu lagi. Loftmengun lítil sem engin. Veita þarf meiri fræðslu handa ófaglærðu fólki sem starfar í matvælaiðnaði fínnst þér um það? „Mér finnst alveg sjálfsagt að varðveita þau hús sem einhver verðmæti eru í og hægt er að gera við. En þau hús sem hafa verið að grotna niður á undanförnum ára- tugum og enginn vilji er fyrir hendi að gera upp, þau á að rífa, það er engin spurning. Sjálfur er ég á kafi í að klæða upp gamalt hús sem ég bý í sem er frá 1947.“ Matvælaeftirlit er meðal þeirra verkefna sem þú hefur á þinni könnu. Hvernig er því eftirliti háttað og hvernig er almennt séð þrifnaður og hreinlæti í matvæla- iðnaðinum á Akureyri? „Það er mjög gott ástandið í þessum efnum hér á Akureyri, þó að vísu megi alltaf gera betur. Aðalstarf okkar í þessum efnum er að koma með fyrirbyggjandi aðgerðir, og þá aðallega með fræðslu ýmiskonar. Við reynum að byggja það upp með því að leiðbeina um frágang og uppsetn- ingu matvörunnar. Þó verður að segja þá sögu eins og hún er að það er alltof algengt að orsök óþrifnaðar og skortur á góðu hreinlæti í þessum geiranum sem og öðrum, er hugsunarleysi þeirra sem stjórna þessum fyrir- tækjum og mannskapnum sem þar vinnur. Það á skilyrðislaust að veita ófaglærðu fólki vissa undirstöðuþekkingu á meðferð matvæla og hvaða leiðir eru best- ar til að forðast að til dæmis salm- onella geti komist í þau. Því um leið og kælikeðja matvörunnar rofnar þá er um leið greiður veg- ur fyrir allskonar gerlavöxt. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með því að fólkið sem vinnur við matvælaframleiðsluna viti um þær hættur sem geta skapast ef sofnað er á verðinum. Við höfum hér verið sem betur fer alveg lausir við salmonellutil- felli og getum þakkað heppninni fyrir það, því það er víst að salm- onellan er hingað komin til að vera. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að salmonellusmit getur borist í matvæli frá áhöldum sem notuð eru við framleiðsluna.“ Hafíð þið aðstöðu til að rann- saka sýni sjálfír hér á Akureyri? „Við höfum hér fullgilda rann- sóknastofu sem er hjá Kjötiðnað- arstöð KEA, en þar sem stöðin sjálf er í samkeppni við aðra ma- tvælaframleiðendur hér er ekki sanngjarnt gagnvart þeim að senda sýni frá þeim til rannsókn- Akureyri 125 ára Vaknaði af Þymirósarsvefni SverrirHermannsson: InnbærinnáAkureyri hefur aðgeymaólíkartegundiraf húsum. Heilsteyptasta mynd af gömlum húsum í einum og sama bænum „Þegar við byrjuðum að vinna við þetta hús við Hafnarstræti 86 hér á Akureyri, sem var verslun til langs tíma og nefndist verslunin Eyjafjörður, notuðum við 3ja tommu tjakka til að lyfta húsinu. Það var orðið mjög sigið vegna vanhirðu undanfarna áratugi, þá brakaði og brast í því eins og það væri að vakna af löngum Þyrnir- ósarsvefni," sagði Sverrir Her- mannsson, trésmiður á Akur- eyri. Hann hefur á síðustu 20 árum eingöngu unnið við endur- bætur og uppbyggingu gamalla húsa og mikið á vegum Þjóð- minjasafnsins. Að sögn Sverris hefur verið mikið að gera í þessum endurbót- um og viðgerðum síðustu þrjú sumur. Meðal þess sem hann og félagar hans, þeir Ólafur H. Arn- arson og Rögnvaldur B. Ólafs- son, hafa unnið við í sumar er kirkjan á Grenivík og Smíðahús Þorsteins á Skipalóni við Eyjafj- örð. Einnig tóku þeir Grundark- irkju í Eyjafirði í gegn. Þar var turninn alveg endurnýjaður og einnig norðurstafninn og kirkju- skipið. Ný girðing sett í kringum kirkjuna og málað. Sverrir segir að þeir muni klára Eyjafjarðarverslunina gömlu á þremur árum, en í dag eru þeir félagar með 15 gömul hús í takinu sem þeir vinna við eftir því hvern- ig fjárveitingar til þeirra koma til með að duga hverju sinni. íbúar í Eyjafjarðarverslun, sem er alls engin verslun lengur, stofnuðu saman sjóð til að standa straum af Þeir fólagar Ólafur H. Arnarson til vinstri og Sverrir Hermansson ráðgera að klára gömlu Eyjafjarðarverslunina á þremur árum og koma húsinu í það horf sem það var í á mestum velmektunarárum þess. Mynd: Ari. kostnaðinum við endurbyg- ginguna, en einnig hefur Húsf- riðunarsjóður á vegum Þóðminj- asafnsins Iagt til peninga. „Innbærinn á Akureyri hefur. að geyma ólíkar tegundir af hús- um og er heilsteyptasta mynd af gömlum húsum í einum og sama bænum,“ sagði Sverrir Her- mannsson að lokum. grh ar hjá KEA. Þess vegna höfum við sent flest sýni, sem eru um 7-8 á hverri viku, suður til Hollustu- verndar ríkisins til rannsóknar. En þar sem Hollustuverndin er í fjársvelti er takmarkað sem hún getur annað. Til þess að geta haldið uppi öflugu matvælaeftir- liti, sem ekki er vanþörf á, verð- um við að búa vel að Hollustu- verndinni fjárhagslega, en ekki bara í orði kveðnu." Það er í ykkar verkahring að hafa eftirlit með íbúðarhúsnæði hér á Akureyri. Er eitthvað um heilsuspillandi húsnæði hér? „Ástand þessara mála er í nokkuð góðu lagi í bænum. Það sem er algengast er að það vantar baðaðstöðu og sumsstaðar er fólk með sameiginlegan aðgang að salerni. Þetta er sem betur fer ekki mikið, en til eru dæmi um þetta og þá aðallega í eldra húsn- æði. Almennt um þetta atriði þá er húsnæði hér í bænum mjög gott, enda íslendingar þekktir langt út fyrir landsteinana fyrir að byggja flott og dýrt húsnæði handa sjálfum sér að búa í.“ Hvað gerið þið við sorpið? Er það brennt eða urðað? „Það er urðað og frágangur á því er yfirleitt góður. Þó kemur fyrir, en ekki oft, að það kviknar í því og þá verður til heldur hvim- leið loftmengun. En það kemur sem betur fer sjaldan fyrir. Núverandi svæði í Glerárdaln- um er að verða fullt en nú þegar hefur verið gengið frá því að út- vega annað svaeði rétt við hið gamla þar sem sorpið verður urð- að þegar gamli staðurinn verður orðinn fullur og ekki hægt að koma þar fyrir meira sorpi.“ Finnst þér skilningur fólks á umhverfisvernd hafa vaxið á liðn- um árum? „Já, tvímælalaust, á seinni árum. Hvort hér er um að ræða einhver kynslóðaskipti að koma fram, veit ég ekki, en það fer ekki hjá því að unga fólkið sýnir þess- um málum miklu meiri áhuga en gert var fyrir nokkrum áratugum. Okkur öllum sem störfum að þessum málum er þetta auðvitað mikið gleðiefni sem ég vona að verði varanlegt.“ Að lokum Valdimar. Einhverja ósk handa Akureyri f tilefni afmælisins? „Ekki aðra en þá að fólk um- gangist bæinn sinn eins og sína eigin lóð og beri virðingu fyrir umhverfi sínu hvar sem er,“ sagði Valdimar Brynjólfsson að lok- um. grh 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.