Þjóðviljinn - 28.08.1987, Side 23

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Side 23
ÍÞRÓTT1R Spánn Skellur hjá Everton Everton fékk heldur slæman skell gegn Reai Madrid í vináttu- leik liðanna á Spáni. Real sigraði, 6-1 og hafði ótrúlega yfirburði. í lið Everton vantaði 5 lands- liðsmenn og liðið náði sér aldrei á strik. Það var svo ekki til að bæta úr skák að Alan Harper skoraði sjálfsmark. Emil Butragueno skoraði fyrsta markið fyrir spænsku meistarana og því næst kom sjálfsmark Harpers. Eftir það átti Everton ekki möguleika. Butragueno bætti svo við einu marki, Hugo Sanchez skoraði tvö mörk og Michel Gonzales eitt. Paul Power náði að minnka mun- inn fyrir Everton á 61. mínútu. Deildakeppnin á Spáni hefst á sunnudag. Real Madrid eru af flestum taldir sigurstranglegastir þrátt fyrir að í lið þeirra vanti sterka leikmenn. Milan Jankovic er að jafna sig eftir meiðsli, Jorge Vaidano er veikur og Pedro Camacho á við meiðsl að stríða. Auk Real eru það helst Barce- lona og Atletico Madrid sem eru talin líkleg til að hreppa titilinn. Lið Atletico Madrid hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Þar munar mest um stórstjömuna Paulo Futre, sem Atletico keypti frá Porton fyrir sem svarar 140 milljónum kr. Handbolti Vertíöin að byrja Keppni á íslandsmótinu í hand- knattleik hefst í lok september. Nokkur breyting hefur orðið á fyrirkomulaginu og munar þar mest um tveggja mánaða hlé milli umferða, en það kemur til vegna æfinga landsliðsins. Þá hefst Reykjavíkurmótið fljótlega. Keppni í 1. deild karla hefst 30. september og aðrar deildir hefj- ast skömmu síðar. Leikið er í 1. deild nokkurnveginn óslitið, fram í miðjan nóvember, en þá Valsmenn á heimavelli kemur tveggja mánaða hlé, fram í miðjan janúar. Tvö ný lið í karlaflokki og tvö í kvennaflokki hafa boðað þátt- töku. Þróttarar mæta til leiks að nýju og ísfirðingar eru með í fyrsta sinn. í kvennaflokki eru það Grótta og Þór Akureyri. Þá hefur sú breyting orðið að meistaraflokkur B kemur í stað 1. flokks. Valur er fyrsta Reykjavíkurfé- lagið sem leikur á eigin heima- velli, en þeir taka nú í notkun nýtt hús að Hlíðarenda. Þar komast fyrir um 800 áhorfendur. Fyrsta umferð í Bikarkeppn- inni hefst í lok nóvember og er þegar búið að draga. I karlaflokki drógust eftirtalin lið saman: ÍH-Stjarnan, Grótta-KR.b, ÍBV- Valur.b, Fylkir-Þór Akureyri, Reynir-Haukar, UMFN-Fram, Valur-KA, ÍS-ÍR, Ármann- Ármann b, Hveragerði-Þróttur, Afturelding-Víkingur, ÍBK- Breiðablik og ÍBV b-KR. í kvennaflokki drógust eftirtal- in lið saman: Afturelding-ÍBK, ÍBV-Breiða- blik, Þróttur-FH, KR-Víkingur, Fram-Haukar og Grótta-Valur. ■4be HM í frjálsum Hefst um helgina KeflvíKingar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki í gær með sigri gegn Val, 3-1 eftirframlengdan leik. Eftir venjulegan leiktíma varstaðan 1-1, en Keflvíkingar bættu við tveimur mörkum í framlengingunni. Þetta var annar úrslitaleikur liðanna, en þeim fyrri lauk með jafntefli, 1-1 eftir framlengdan leik. Mynd: E.ÓI. Og þetto líka... Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst nú um helgina í Róm og stendur til 6. september. Sex íslenskir keppendur taka þátt í mótinu. Vésteinn Haf- steinsson í kringlukasti, Einar Vilhjálmsson, Sigurður Einars- son og íris Grönfeldt í spjótkasti, Helga Halldórsdóttir í 100 og 400 metra grindahlaupi og Þórdís Gísladóttir í hástökki. Alls taka 149 þjóðir þátt í heimsmeistaramótinu og á mót- inu verða allir sterkustu frjáls- íþróttamenn heims. Þórdís keppir fyrst af íslend- ingunum á laugardagsmorgun, en síðar um daginn keppa Einar og Sigurður. Einar og Sigurður eiga líklega besta möguleika á að komast í urslit, en Vésteinn ætti einnig að ná í úrslit. -4be Knattspyrna í kvöld I kvöld eru tveir þýðingarmikl- ir leikir í 2. deild karla. KS og Leiftur leika á Siglufirði og ÍR og Breiðablik á Kópavogs- velli. Leikirnir hefjast kl. 19. Steinunn Jónsdóttir skoraði mörk Þórs gegn ÍBK í 1. deild kvenna, en ekki Sigur- laug Jónsdóttir eins og við sögðum frá. Maradona er rétt eina ferðina kominn af stað og nú segist hann ætla að yfirgefa Nap- oli þegar samningur hans rennur út 1989. Hann hafði áður sagt hann myndi vera áfram, fengi hann fjög- urra ára samning. Það sem breytti afstöðu Maradon var vináttuleikur gegn Rosiaro Central frá Argentínu. Kemþan misnotaði vítasþyrnu og fékk eftir það ekki frið fyrir áhorfend- urm sem bauluðu og flautuðu á hann í gríð og erg. Að leik loknum lét Mara- don ófögur orð falla um áhorfendur og sagðist ekki hafa áhuga á að spila fyrir þá. Atletico Madrid 'hefur staðið í ströngu við að endur- bæta liðið eftir að Jesus Gil var kos- inn forseti liðsins. Þeir hafa nú mikinn áhuga á að fá Argentínumanninn Jul- io Zasmora. Fyrsta verk Gil var að ráða fyrrum þjálfara Argentínu, Luis Menotti og hann vill ólmur fá landa sinn til liðsins. Atletico Madrid keyþti einnig nú fyrir skömmu Paulo Futre frá Porto. Landsliðsþjálfari Ungverja, Jozsef Verebes hefur sagt af sér, eftir að hafa þjálfað liðið í átta mánuði. Hann var ekki ánægður með gagnrýni fjölmiðla. Hann telur sig þó hafa náð góðum árangri með liðið, sigrað í sex af þeim sjö leikjum sem liðið hefur leikið síðan hann tók við. Verebes tók við af Imre Komora, en hann sagði af sér eftir fimm mánuði. Kveðjuleikur Brasilíumannsins Mirandinha var ekki eins og slíkir leikir eru yfirleitt. Mirandinha er á leið til Newcastle og lék sinn síðasta leik með Palmeiras gegn Sao Paulo. Hann var rekinn af leikvelli fyrir að mótmæla þriðja marki Sao Paulo. Þrír félagar hans fengu sama skammt. Leiknum lauk með sigri Sao Paulo, 3-1. 1 x 2 1x2 1x2 þJÓÐVIUINN 0 68 13 33 Tímiim 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaóburóur er BESTA TRIMMIÐ og borgar sigid LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR: ^ > É íoO 'Sr ÚT5 QhOHOHIHO Fram-Viðir....................................2 1112 1111 Arsenal-Portsmouth............................1 11111111 Charlton-Manch.Utd............................2 2 2 2 2 2 2 2 x Chelsea-Luton.................................x x 1 x 1 1 1 1 1 Coventry-Liverpool............................x 2 2 2 2 1 x x 2 Derby-Wimbledon...............................1 1 1 1 1 x 1 1 x Everton-Sheff.Wed.............................1 11111111 Newcastle-Nott.Forest.........................1 x x x x 1 x x x Southamþton-Q.P.R............................x x x 2 2 1 1 12 Watford-Tottenham.............................2 2 2 2 2 2 2 1 x West Ham-Norwich..............................1 2 1 1 x x 1 1 1 Ipswich-Stoke.................................1 2 1 x 1 1 1 x x Fjölmiðlagetraunin heldur áfram og nú hafa Stöð 2 og Stjarnan bæst í hópinn. Nokkarar nýjungar eru í starfi Islenskra getrauna. Þar ber hæst að ef enginn er með 12 rétta bætist 1. vinningur við í næstu viku. Þá verða einnig íslenskir leikir á seðlinum og sá fyrsti er úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppninn- ar, Fram-Víðir. Seltjarnarnes Vesturbær Smáíbúðahverfi Seljahverfi Hafðu samband við okkur þJÓOVILIINN Síðumúla 6 0 68 13 33

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.