Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 3
Sólnes vs. pylsusali Júlíus Sólnes hinn geð- þekki þingmaður Borgara- flokksins af Reykjanesi hefur nú tilkynnt framboð sitt til varaformannsembættis í Borgaraflokknum. Áður hafði náttúrlega sá frægi kaupsýslumaður og pylsuhöndlari Ásgeir Hann- es Eiríksson lýst köllun sinni til þessa starfs. Nú þykjast menn sjá fyrstu ófriðarblikurn- ar á hingað til heiðskírum - eða tómum - himni Borgarafl- okksins. Ljóst er að Júlíus nýt- ur mun meira fylgis en Ásgeir og mun sá síðarnefndi illa una því að tapa - þó hann hafi dágóða reynslu af slíku úr prófkjörum Sjálfstæðisflokks- ins. Sumir gagnrýna Júlíus fyrir að bjóða sig fram, á þeim for- sendum að fleiri en þingmenn eigi að fara með völd í flokkn- um. Borgaraflokkurinn eigi að vera „öðru vísi”. Annað er það að ef Júlíus sigrar Ásgeir er hætt við að veldi Alberts sé í nokkurri hættu, því pylsusalinn hefur jafnan verið þægur skósveinn heildsalans. Sólnesingar láta hins vegar ekki segja sér fyrir verkum - og mikið vill meira ... ■ KÍCN TÆKIFÆRI FYRIR DUGANDI FÓLK Viljum ráða gott afgreiðslufólk til starfa í nokkrar matvöruverslanir okkar. Um hluta- og heilsdagsstörf er að ræða. Starfsmannafríðindi og miklir framtíðarmöguleikar fyrir áhugasamt fólk Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Kron, Laugavegi 91, milli kl. 10.00 til 12.00. Bakkaborg við Blöndubakka Fóstrur og fólk með aðra uppeldismenntun eða reynslu af uppeldisstörfum óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 71240. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Skurðhjúkrunarfræðingar óskast frá 1. des. eða næstu áramótum. Umsóknarfrestur er til 10. október. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Almennt starfsfólk Kjötiðnaðarmenn Við óskum eftir að ráða starfsfólk til: 1. Skráningar við bónuskerfi. 2. Eftirlit með ræstingu. 3. Almenn störf í kjötiðnaði. Góð vinnuaðstaða og mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra í síma 686366 (28) Skrifstofumaður Rafmagnsveiturríkisinsauglýsalausttilumsókn- ar starf skrifstofumanns. Starfið felst að mestu leyti í sendiferðum auk almennra skrifstofustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum B.S.R.B. og ríkisins. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá deildar- stjóra starfsmannahalds. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík ÓSA/SIA wm. LATTU VININA ÞINA VITA UM ITOLSKU SKIPER DUNULPURNAR 100% dúnn gætir þess að tilfinningarnar kóini ekki. Fyrir aðeins kr. 4.999 - fást í raun tvær flíkur. Óvenju hlý úlpa sem hreyta má í þægilegt vesti. Þið getið svo komið saman og valið ykkur rauða, bláa, dökkbláa, gráa, græna eða svarta úlpu. HAGKAUP REYKJAVIK AKUREYRI NJARÐVIK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.