Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 8
Sifjaspell Upprœtum sifjaspell Þaö eru ekki ýkja mörg ár síðan íslenskur barnageölæknir lét hafa eftir sér viö erlenda kollega sína aö ofbeldi gegn börnum væri nær óþekkt hér á landi. Síðustu misseri hafa leitt annaö í Ijós. Því miður er engin ástæöa til að ætla að annað sé upp á teningnum hér, en í þeim löndum sem okkur er gjarnast að miða okkur við. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er þess eðlis að óhug slær á menn við tilhugsunina eina. En allt bendir til þess að um alvarlegt þjóðfélagslegt mein sé að ræða. Rannsóknir erlendis leiða í Ijós að allt að fjórða hvert barn verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd. Tölur frá Svíþjóð herma að tíunda hver stúlka verði fyrir sifjaspelli. Jafnvel þótt talan væri allmiklu lægri hérlendis er Ijóst að fórn- arlömbin kunna að skipta þúsundum. Vinnuhópur gegn sifjaspelli var settur á laggirnar á síðasta ári. I desember var þessi hópur með opinn síma og hvatti fórnarlömb sifjaspells til að hafa samband. 27 konur hringdu - enginn karl. Sumar þessara kvenna sögðu frá reynslu sinni í fyrsta sinn á ævinni. Sifjaspellið hófst þegar stúlkurnar voru á aldrinum 6 til 12 ára. Það stóð að meðaltali í fjögur og hálft ár. í 37% tilvika var faðir þeirra ofbeldismaðurinn. Afleiðingarnar voru nöturlegar. Bernskan var lögð í rúst. Fórnarlambið situr uppi með sektina og skuggi þessara atburða fylgir því ævilangt. Þessar konur lýstu þunglyndi, sjálfsmorðs- hugsunum, erfiðu hjónabandi, lélegu kynlífi og sjálfstrausti í molum. Ofbeldismennirnir þurftu aldrei að svara fyrir gerðir sínar. Hlutfall þeirra mála sem kemst upp um er hverfandi. Þess vegna er sjaldnast hægt að liðsinna fórnarlömbunum á neinn hátt. Til þess er heldur engin aðstaða. Engin sérhæfð meðferð eða þjónusta erfyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Vinnubrögð barnavernd- arnefnda, lögreglu, geðdeilda og annarra sem þessi mál snerta hafa ekki verið sam- hæfð. Úrbætur eru brýnar. Sjálfboðaliðar hafa unnið gott og lofsvert starf en hið opinbera þarf að veita þessum málstað brautargengi. Það er hægt að gera á margan hátt. Til dæm- is með því að styrkja þennan hóp til að setja upp miðstöð eða skrifstofu, sem fórnarlömb sifjaspells geta leitað til og fengið aðstoð og upplýsingar. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi, hefur bent á að upplýsa þurfi það fólk, sem vinnur með börn, um sifjaspell og afleiðingar þess. Einnig þurfi að stórefla kynfræðslu barna og gera þeim Ijóst að þau ráði eigin líkama. Síð- ast en ekki síst þurfum við að opna fordóma- lausa umræðu um þessi mál. Við þurfum umræðu í fjölmiðlum sem byggir á staðr- eyndum en ekki hleypidómum og æsifrétt- um. Við þurfum m.a. að vera viss um að ofbeldismennirnir viti um afleiðingar gerða sinna. -hj. Rótin liggur í samfélags- gerðinni „Eftir að við höfðum opna símann sáum við að eitthvað yrði að gera í málunum. Hingað til hafa fórnarlömb sifjaspella enga aðstoð fengið og kerfið sýnt þess- um málum algert kæruleysi. Fag- menn í geðheilbrigðisþjónust- unni - t.d. geðlæknar og sálfræð- ingar - hafa ekki tekið þessi mál alvarlega og yfirleitt gert lítið úr vægi þeirra í sínum meðferðum. Við fórum þess vegna af stað með sjálfshjálparhópa, þann fyrsta í janúar og nú eru þeir orðnir fjór- ir,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, fé- lagsráðgjafi um tildrög þess að farið var að vinna að sifjaspells- málum af nokkrum sjálfboðalið- um. Eins og fram kemur annars staðar í þessari úttekt hringdu 27 konur í opna símann svokallaða. Upp úr því spruttu sj álfshj álpar- hóparnir og nú er að auki einn hópur með mæður barna sem orðið hafa fyrir sifjaspelli og ver- ið að fara af stað með hóp fyrir unglingsstúlkur. „Við höfum reynt að tileinka okkur þau vinnubrögð sem gefist hafa vel erlendis," sagði Guðrún, „en í þessum sjálfshjálparhópum er enginn sérfræðingur versus skjólstæðingur; konurnar segja frá reynslu sinni og fá styrk hver hjá annarri. Oftast eru þær að upplifa í fyrsta skipti að segja frá reynslu sinni í umhverfi sem sýnir þeim fullan skilning. Það er nú svo í þessum málum - svo nötur- legt sem það nú er - að fórnar- lambið situr uppi með sektar- kenndina. Bara það að fá tæki- færi til að segja frá hefur áhrif á sjálfsmynd þessara kvenna og þær öðlast styrk sem þær höfðu ekki áður. Við höfum séð kon- urnar breytast á þessum tiltölu- lega stutta tíma, - alveg ótrúlega mikið. Sumar þeirra eru jafnvel að brosa núna í fyrsta skipti í mörg ár. Eins sigrast þær á kvíð- anum - þeim kvíða sem gerir til- hugsunins um næsta dag nánast óbærilegan. - Eru þessar konur úr ein- hverju ákveðnu umhverfi og á hvaða aldri eru þær? „Þær eru flestar á aldrinum 20 til 40 ára. Þær koma úr alls kyns fjölskyldum og það er erfitt að sjá eitthvert mynstur sem er ein- kennandi. Sifjaspell er alls ekki stéttbundið fyrirbæri eins og sumir halda fram. Félagslegur bakgrunnur kvennanna er þannig mjög breiður." Fólk vlll ekkert vita - Hafið þið mætt skilningi á þessu starfi hjá opinberum aðil- um? „Það hefur nú ekki reynt á það ennþá. Þetta starf hefur eingöngu verið unnið í sjálfboðavinnu. En draumurinn er að fá húsnæði fyrir skrifstofu sem konur gætu leitað til og fengið aðstoð og leiðbeiningar. Þannig er fyrir- komulagið í Noregi og víðar, en þar hafa konur verið geysilega duglegar við að afla þessum mál- stað stuðnings. f sumar var líka efnt til móts sem konur af öllum Norðurlöndunum sóttu, m.a. tvær frá íslandi. Og það er vert að geta þess að önnur þeirra fékk styrk frá sínu sveitarfélagi sem gerði henni kleift að fara. Á næstunni mun reyna á það hvort íslensk stjórnvöld eru reiðubúin að styðja þennan mál- stað og hjálpa til við að opna mið- stöð hérlendis.“ - Hver eru viðbrögð almenn- ings við sifjaspelli? „Fólk er vitaskuld afar illa upp- lýst og það sem helst ýtir við því eru mál og borð við Svefneyja- málið svokallaða. Það vekur fyrst og fremst mikla fordóma - eink- um og sér í lagi vegna þess hvern- ig fjölmiðlar tóku á því máli. En þetta eru líka svo hryllilegir hlutir að fólk vill ekkert um þá hugsa. Það afneitar þeim og fá- fræðin kyndir síðan undir mis- skilningi og fordómum.“ Fangelsun dugar skammt - Hvað finnst þér eigi að gera við ofbeldismenn í sifja- spellsmálum? „Það hafa verið gerðar tilraun- ir erlendis til að vinna með þessa menn. í Bandaríkjunum er til dæmis hópur karla sem sjálfir reyna að gera eitthvað í sínum málum. Reynslan sýnir að fang- elsisdómar hafa afskaplega lítið að segja. Yfirleitt líður ekki á löngu frá því að menn losna þar til þeir taka upp sömu iðju. Einu gildir þótt þeir stofni nýja fjöl- skyldu - sagan endurtekur sig alltaf. Þess eru líka mörg dæmi að menn misnoti fyrst elstu dóttur- ina og færi sig síðan á þá næstu og þannig koll af kolli. Hérlendis er engin sérhæfð meðferð fyrir hendi en hins vegar er full þörf fyrir hana, enda ekk- ert sem bendir til að tíðni sifja- spells sé nokkuð minni hér en þar sem rannsóknir hafa verið gerð- ar.“ - Hvað með fyrirbyggjandi að- gerðir? „Það er hægt að gera heil- mikið. Ég er nú þeirrar skoðunar að sifjaspell eigi rót að rekja til samfélagsgerðarinnar og verði þess vegna ekki upprætt fyrr en jafnrétti hefur náðst milli kynj- anna. Það gerist náttúrulega ekki í einni svipan enda langt í land ennþá. En skammtímamarkmið ætti að vera að stórefla kyn- fræðslu í skólum. f þeirri umræðu verður að koma fram að kynferð- isafbrot eru til. Við verðum að leggja áherslu á það við börn að þau ráði yfir eigin líkama og einn- ig að þau þori að segja frá ef þau eru beitt kynferðislegu ofbeldi. Við verðum að undirbúa kennara og fóstrur vel fyrir svona fræðslu og að sjálfsögðu þarf að miða efn- ið og framsetningu þess við þroska bamanna. í útlöndum hafa t.d. frjálsir leikhópar fært þetta í leikrænan búning og það gefist vel. f annan stað er nauðsynlegt að styðja þær konur sem orðið hafa fyrir sifjaspelli og hlúa að sjálfs- hjálparstarfinu. Eins þurfúm við að upplýsa það fólk sem vinnur með börn og fólk sem vinnur á geðdeildum um sifjaspell og hvernig á að bregð- ast við því. Við þurfum lfka að samhæfa vinnubrögð barna- verndarnefnda og lögreglu þann- ig að þessi mál valdi börnunum sem minnstum sársauka þegar þau komast upp. Þannig að þau þurfi til dæmis ekki að endurtaka sögu sfna margoft. Flest af því sem ég nefndi væri hægt að taka upp strax - en það kostar peninga, vilja og skiln- ing.“ /€sifréttir eða þögn - Hvað finnst þér um umfjöll- un fjölmiðla um sifjaspell og kyn- ferðisafbrot gegn börnum. ? s,"rí,- "•/ 'ú,), í í „^efneytamalinu leita til sakadómsHrfna,<taröar' l n VHja þartild) hnming í ir 1 SvefneW'amáli<t: '^SSSF-’ tkissjonvarpsins V" * Ölll J s<‘KÍr \ [ 'ljóri nm , 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.