Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 21
And rés
Gunnarsson
vélstjórttekinn
tallen hann
setti fyrstur
mannafram
hugmynd að
smíði skut-
togara fyrir
rúmumfjörutíu
drum, Líkanað
skipinuernúd
Sjóminjasafn-
inu í Hafnarfirði
sagt með þetta eins og Kólumb-
usareggið.
Hvenœr fórstu utan til að koma
hugmyndinni á framfœri?
Þegar það var ljóst að það var
ekki nokkur leið að fá viðbrögð
hér heima fór ég til Englands.
Það var í febrúar 1946. Eg hitti
Þórarin Olgeirsson í Grimsby
þaðan sem hann gerði út marga
togara. Hann vildi allt fyrir mig
gera og sagði að þetta væri það
sem koma skyldi, og mætti ég
bera sig fyrir því. Hann hjálpaði
mér við að koma hugmyndinni á
framfæri. Það var sótt um einka-
leyfi, en það var aldrei hægt að fá
stafkrók um það síðan. En ekki
löngu eftir þetta voru Englend-
ingar komnir með skuttogara.
Og sýndist þér útfœrslan vera
svipuð og þín?
Já, nema mér fannst hún verri í
mörgum tilfellum. Til dæmis var
allt galopið að aftan hjá þeim, og
þar gat mannskapurinn runnið
út. Samkvæmt minni hugmynd er
rennunni lokað og unnið að fisk-
inum undir dekki. Svo fóru þeir
síðar að finna það út hjá Slysa-
varnafélaginu að hafa mennina í
spotta, en ekkert minnst á að
hafa skipin yfirbyggð.
Kjaftur fyrir
boggingana
Ég hugsaði mér að hlerinn væri
lokaður nema rétt á meðan troll-
ið er tekið, og það er sérstakur
kjaftur sem gleypir boggingana
þegar þeir koma, en síðan er híft
úr trollinu fram yfir boggingana
og inn á dekk. Það var nú mín
meining. Þetta nefndi ég við
skipstjórana á sínum tíma sem
aukahugmynd, en auðvitað má
líka hífa eins og gert var á síðu-
togurunum, poka fyrir poka. Það
er ekkert í veginum fyrir því, en
náttúrlega er þetta miklu fljót-
legra eins og ég hugsaði mér það.
Og nú er módelið að skuttogar-
anum komið á viðeigandi stað hér
á Sjóminjasafninu?
Já, ég kom því hingað 25. júní í
ár, og má eiginlega segja að ég
hafi gefið það Sjóminjasafninu.
Hér verður það til frambúðar og
kemur ekki í hendurnar á mér
meir.
Módelið er búið að vera á
þessu formi síðan Sigurður Jóns-
son módelsmiður gerði það fyrir
rúmum fjörutíu árum, en Sigurð-
ur gerði módel að mörgum
skipum á sinni tíð. Meðal annars
að töluverðum hluta Eimskipaf-
élagsskipanna svo og varðskip-
anna. Hann smíðaði skrokkinn á
mínum skuttogara, en annað
gerði ég, og þá fyrst og fremst það
sem snýr að trollinu.
HS
„Skagfirskur
kAmyndaleika
Viðtal Halldórs Laxness við Bill Cody, Vestur-
íslendinginn sem sumir telja að hafi verið faðir Ron-
alds Reagans forseta
M.
Bill Coðy.
Eftir Halldór Kiljan Laxness.
Los Angeles 4. nóv. 1927.
1 þessum furðulega heimi kvik-
myndanna, þar sem reglur virð-
ast reikular fyrir því hvernig
menn komist til frægðar, verður
maður einatt dolfallinn. Rudolph
Valentino var truck driver — ók
vörubíl, Lon Chaney var snikk-
ari. Aðrir flugu úr rakarastof-
unni upp á stjörnuhimininn. Og
svo framvegia.
Hjer er fólk, sem stjórnar
heiminum að meira eða -íninna
leyti með kúnstum sínum. Ef
menn bera gæfu til að ótta sig á
því, að grundvallaratriðið í Ifol-
lywood er ekki snildarandi, held-
ur busincss, og að Iíollywood
sjer ekki metnað sinn í því, að
framleiða list, heldur vöru, þá
geta menn lifað og dáið öruggir
í vissu þess, að þeir lenda aldrei
út úr samræmi við skrípaleikinn.
— Jeg hefi ekiy orðið þess var
að neitt hukl ætti sjer stað um
þessa hluti hjer í Hollywood. List
gildi kvikmyndarinnar hlýtur að
standa í órjúfanlegu sambandi
við uppeldi almennings. Það er
uppeldi almennings, sem setur
kvikmyndaframleiðslunni allar
regiur. Mismunurinn á Banda-
ríkja-filmunni og t. d. þýsku
filmunni, er skýranlegur aðeins
við athugun á mismun almennrar
upþlýsingar þessara landa, og
því, sem við hana er bundið
Af öllu því merkilega fólki,
sem jeg hefi kynst síðustu vik-
urnar, varð mjer einna furðuleg-
ast við að kynnast Bill Cody.
Hann er heimsfrægasti kúreki
Astranu, sem sarua nonum og
biðja hann um stefnumót.
Þegar við hittumst, var hann
hvorki með langa keyrið sitt nje
kúfinn, heldur klæddur eins og
venjulegur Broadway-maður,
glæsimenskan og kurteisin sjólf.
Þegar honum var sagt, að jeg
kæmi frá Islandi, þá varð hann
allur að einu brosi og sagði:
„Þaðan kem jeg líka".
Jeg hjelt í fyrstu, að maður-
mn væri einhvernveginn að
draga dár að mjer, en jeg sann-
færðist bráðlega um, að svo var
ekki. Bill Cody er Islendingur.
Af verslunarástæðum hefir
hann löngu kastað hinu útlenda
nafni sínu, og tekið sjer lista-
mannsheitið Cody, sem hann
notar einnig hversdagslega.
Þeir eru tveir <ungir íslenskir
þræður, komnir af bláfátæku
fólki norður f Canada, og báðir
hafa skapað sjer frægt nafn í
hinu miskunnarlausasta sam-
kepnislandi heimsins, innan við
þrítugsaldur. Hinn bróðirinn er
Emile Walters, hinn víðkunni
listmálari, sem þegar er mörg-
pm kunnur heima af blaðaum-
mælum.
Þeir eru allóllkir, bræðumir,
Emile er dulur maður og djúp-
ur, með rúnir á andlitinu, þótt
ungur sje, enda átt manna bar-
áttusamasta æsku og barist við
Ameríku alla, eins og hún legg-
ur sig, og haft sigur. Cody er
Ijós, ljúfur og ör, og geislar af
þessari notalegu bjartsýni Banda
víkjamannsins.
Fyrir nokkrum kvöldum var
jeg heima hjá Cody, f hinum
glæsilega bústað hans í Bur-
banks, hæðunum fyrir ofan Hol-
lywood. Eftir kvöldverðinn höfð
um við langt samtal um ýms
þugstæð efni. Mest var talað um
Jcvikmyndalistina á íslandi. —
Cody hefir samið og leikið milli
ituttugu og þrjátíu myndir •
ýmist á eigin reikning eða fyrir
tilstilli Pathe-fjelagsins. Kann
jeg að nefna þessar og hafa þær
verið sýndar um allan heim:
„Arizona Whirlwind", „King of
the Saddle“, „Born to Battle“,
„Galoping Cowboy“, „Fighting
Smile“, „Riders of Mystery".
Cody notar sem sagt óldrei
,vopn í myndum sinum, nema1
keyrið sitt; drekkur aldrei ij
þeim nje reykir; og hefir þaðj
Los Angeles 4. nóv. 1927.
í þessum furðulega heimi kvik-
myndanna, þar sem reglur virð-
ast reikular fyrir því hvernig
menn komist til frægðar, verður
maðureinatt dolfallinn. Rudolph
Valentino var truck driver - ók
vörubfl. Lon Chaney var snikk-
ari. Aðrir flugu úr rakarastofunni
upp á stjörnuhimininn. Og svo
framvegis.
Hjer er fólk sem stjórnar
heiminum að meira eða minna
leyti með kúnstum sínum. Ef
menn bera gæfu til að átta sig á
því, að grundvallaratriðið í
Hollywood er ekki snildarandi
heldur business, og að Holly-
wood sjer ekki metnað sinn í því,
að framleiða list, heldur vöru, þá
geta menn lifað og dáið öruggir í
vissu þess að þeir lenda aldrei út
úr samræmi við skrípaleikinn.
- Jeg hefi ekki orðið þess var að
neitt hukl ætti sjer stað um þessa
hluti hjer í Hollywood. Listgildi
kvikmyndarinnar hlýtur að
standa í órjúfanlegu sambandi
við uppeldi almennings. Það er
uppeldi almennings sem setur
kvikmyndaframleiðslunni allar
reglur. Mismunurinn á Banda-
ríkja-filmunni og t.d. þýsku fil-
munni er skýranlegur aðeins við
athugun á mismun almennrar
upplýsingar þessara landa og því
sem við hana er bundið.
Af öllu því merkilega fólki sem
jeg hefi kynnst síðustu vikurnar,
varð mjer einna furðulegast við
að kynnast Bill Cody. Hann er
heimsfrægasti kúreki (Cowboy).
Jeg minnist þess að hafa sjeð
hann nokkrum sinnum á ljereft-
inu með langa keyrið sitt og barð-
astóra kúfinn, bæði í Evrópu og
hjer í Ameríku. Hann er hár og
grannur, ljóshærður og drengi-
legur og bros hans mjög heil-
landi. Hann ber ekki vopn; en er
ræningi ætlar að skjóta hann með
skammbyssu, þá slöngvar hann
langa keyrinu sínu á dónann, svo
að endinn á því vefur sig um
hendina, sem byssunni heldur.
Síðan á hann allskostar við ræn-
ingjann. Allir drengir eru vinir
hans, hvar sem er á hnattkúlunni;
og jrað eru stúlkur í Ástralíu sem
skrifa honum og biðja hann um
stefnumót.
Þegar við hittumst, var hann
hvorki með langa keyrið sitt nje
kúfinn, heldur klæddur eins og
venjulegur Broadway-maður,
glæsimenskan og kurteisin sjálf.
Þegar honum var sagt að jeg
kæmi frá íslandi, þá varð hann
allur að einu brosi og sagði:
„Þaðan kem ég líka.”
Jeg hjelt í fyrstu að maðurinn
væri einhvernveginn að draga dár
að mjer, en jeg sannfærðist bráð-
lega um að svo var ekki. Bill
Cody er íslendingur.
Af verslunarástæðum hefir
hann fyrir löngu kastað hinu út-
lenda nafni sfnu og tekið sjer list-
amannsheitið Cody, sem hann
notar einnig hversdagslega.
Þeir eru tveir ungir íslenskir
bræður, komnir af bláfátæku
fólki norður í Canada, og báðir
hafa skapað sjer frægt nafn í hinu
miskunnarlausasta samkepnis-
landi heimsins, innan við þrítugs-
aldur. Hinn bróðirinn er Emile
Walters, hinn víðkunni
listmálari, sem þegar er mörgum
kunnur heima af blaðaummæl-
um.
Þeir eru allólíkir bræðurnir.
Emile er dulur maður og djúpur,
með rúnir á andlitinu, þótt ungur
sje, enda átt manna baráttusam-
asta æsku og barist við Ameríku
alla eins og hún leggur sig, og haft
sigur. Cody er ljós, ljúfur og ör,
og geislar af þessari notalegu
bjartsýni Bandaríkjamannsins.
Fyrir nokkrum kvöidum var
jeg heima hjá Cody, í hinum
glæsilega bústað hans í Bur-
banks, hæðunum fyrir ofan
Hollywood. Eftir kvöldverðinn
höfðum við langt samtal um ýms
hugstæð efni. Mest var talað um
kvikmyndalistina á íslandi. -
Cody hefur samið og leikið milli
tuttugu og þrjátíu myndir - ýmist
á eigin reikning eða fyrir tilstilli
Pathe-fjelagsins. Kann jeg að
nefna þessar og hafa þær verið
sýndar um allan heim: „Arizona
Whirlwind”, „King of the Sa-
ddle”, „Born to Battle”, „Galop-
ing Cowboy”, „Fighting Smiie”,
„Riders of Mystery”.
Cody notar sem sagt aldrei
vopn í myndum sínum, nema
keyrið sitt; drekkur aldrei í þeim
nje reykir; og hefir það orðið
geysilegt verslunaratriði, þannig,
að myndir hans hafa hlotið með-
mæli frá sterkum vígjum þeirra,
sem vaka yfir siðum æskulýðsins.
- Hann er þannig ímynd siðferði-
lega fullkomins kúreka í augum
klerkastjettarinnar og voldugra
mæðrasambanda.
Hann fær tugi brjefa daglega
víðsvegar að úr heiminum, frá
aðdáendum. Á hann fullar kistur
af sendibrjefum, ýmist frá pilt-
um, sem vilja verða karlar í krap-
inu eða stúlkum sem játa honum
ást sína; stundum slæðist með
brjef frá sjervitrum ljósmynda-
safnendum. Kona Codys annast
brjefaskriftir hans; mörgum
brjefum lætur hann svara og
sendir áritaða einkamynd af sjer.
Talið barst að fslandi. Cody
hefir lagt stund á að kynna sjer
bæði fornsögurnar og íslenskar
þjóðsögur. Einkum er hann hrif-
inn af þjóðsögum okkar og æfint-
ýrum.
Jeg er ákveðinn í því að
skreppa til íslands innan
skamms, til þess að safna mjer
efniviði í nýjar myndir, sagði
Cody. - Svo er mál með vexti, að
jeg er um það bil að leggja kúrek-
ahattinn á hilluna fyrir fult og
allt, og fara að gefa mig við alvar-
legri viðfangsefnum. Jeg get
naumast hugsað mjer nokkurn
stað á jörðunni, sem gæti blásið
manni f brjóst frumlegri hug-
myndum, en ísland, með hinni
tröllauknu náttúru sinni og sjer-
stæðu þjóð. Frá íslandi á jeg mín-
ar skemtilegustu endurminning-
ar. Það var þar, sem jeg lærði
fyrst að sitja hest. Jeg var sendur
til ættlands foreldra minna sjö
vetra gamall drengur, munaðar-
laus. Jeg dvaldi á íslandi á annað
ár. Jeg er nú því miður búinn að
týna íslenskunni minni alveg nið-
ur - nema einu orði, og það er
harðfiskur. En jeg er viss um, að
jeg myndi læra hana á skömmum
tíma aftur.
Jeg spurði, hvar hann hefði
dvalið á íslandi.
- Jeg átti heima á Húsabakka
við Sauðárkrók, sagði Bill Cody,
og gaf mjer lýsingu af staðháttum
kringum Sauðárkrók, svo að mig
furðaði á nákvæmninni. - Um
vorið var ég látinn smala á hest-
baki upp um fjöll og firnindi. Og
mjer var sagt, að jeg mætti eiga
alla ullarlagða, sem jeg fyndi úti
um hagana og leggja þá inn í
kaupstaðinn og taka út á þá, hvað
sem mig lysti. Og um sumarið fór
jeg með hagalagðana mína í
kaupstaðinn og fjekk nokkra
aura út á þá. Og jeg rannsakaði
allar vörurnar í búðinni, til þess
að sjá, hvað jeg ætti helst að fá
mjer fyrir aurana mína. Og loks-
ins keypti jeg mjer grænan hatt
með stórum börðum og dálítilli
fjöður upp úr. Og þegar jeg kom
heim, þá hlógu allir strákamir í
sveitinni.
Ef þessi endurminning er ekki
íslensk, hugsaði jeg, þá veit jeg
ekki, hvað íslenskt er.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21